Morgunblaðið - 09.06.1968, Page 7

Morgunblaðið - 09.06.1968, Page 7
MORGuNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 7 m Aðalstræti í Reykjavík, | (Mynd úr bókinni). f,Þú stóðst á tindi Heklu hám“ Sýning í Mbl. glugga á nýrri út- gáfu á myndum Mayers úr leið- angri Caimards „Þú stóðst á tindi Heklu hám og: horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám, en Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökul- rótum. Þótti þér ekki ísland þá yfirbragsmikið til að sjá?“ Þessar alkunnu hendingar eru i upphafi kvæðis þess, sem Jón- as Hallgrímsson orti til Paul Gaimard, franska læknisins, sem með Lslandsbók sinni og mynda safni gerði íslandi stóran greiða á fyrrihluta 19. aldar. Kvæðið var flutt í góðri veizlu, sem íslenzkir menntamienn héldu Gaimard í Kaupmannahöfn í árs byrjun árið 1839. Það er tilefni skrifa okkar um Paul Gaimard, að um þess- ar munidir stenduir yfir sýning í glugga Morgunblaðsins á nýrri útgáfu á myndabók Gaimards, einihverri merkilegustu bókaút- gáfu hérlendis um árabil. Það er bókaútgáfan Asór, sem að henni stendur, en bók- in er ljósprentuð í upphafliegri stærð „Atlas historique" í Lithó prent, og hefur að geyma vel- flestar myndanna, sem í frum- útgáfunni birtuist, og flestar eru etftir listamanninn Auguste May er. Eins og þeir geta séð, sem skoða þessa kynningiarsýningu á hinu merka myndasafni, er bókin prentuð í mjög stóru broti, bundin í skinnband og öll hin vandaðasta. Ber að fagna slíkri útgáfu. Eftirmiála að bók inni skrifar Haralidur Sigurðs- son bókavörður, og gerir þar á Skitonerkilegan hátt grein fyrir ferð Paul Gaimards hingað til iands og einnig fyrir útgáfu þess ari. Svo sem kunnugt er gaf Bókfellsútgáfan allmargar mynd anna út í smækkaðri útgáfu ár- ið 1948, og reit þá Guðbrandur prófessor Jónsson rækilegan inn gang, og sá um útgáfuna, en Henri Voillery, sendiherra Frafcka á íslandi skrifaði for- mála. Bókin nefndist: ísland við aldahvörf", og bætti úr brýnni þörf. „í útgáfu þeirri, sem hér hleypur af stökkunum, er þess freistað að gefa mönnum kost á að eignast alllar íslan'dsmynd- irnar úr Atlas historique í traustri útgáfu, er fer svo nærri frumgerðinni, sem frekaist er kostur. Hver mynd er ljósprent uð ein sér á blaði í fuliri stærð, en því er ekki að leyna, að sum viðkvæmustu blæbrigði stein- prentsins koma ekki til fuillra skila í ljósprentun", segir Har- aldur bókavörður Sigurðsson á einum stað í eftinmála sinum. Freistandi væri að rekja að nokkru sögu leiðangra Paul Gai miards hingað til lands, en þess gefst efcki kostur í þetta sinn, en leiðangra hans má hiklaust telja hina merkusitu ísliandsleið- angra á fyrri öldum, og vitað er að margir beztu sona íslands bundu við þá miklar vonir, til eflingar sjálfstæðis fslands og kynningair þess út á við. Og að lökum er óhætt að fullyrða, að snöggtum væru íslendingar í dag fátækari um menningar- og land fræðisögu íslands á 19. öld, ef Kvöldvaka á Grímsstöðum á Fjöllum. (Mynd úr bókinni). Paul Gaimard, franski lœknir- inn og landkönnuðurinn. (Teikning eftir Mayer). þessa leiðangurs hefði ekki not- ið við og listahandbragðs Aug- uste Mayer. Þess vegna fer það ekki á milli mála, að útgáfa bókaútgáfunnar Asúr á þessu merka myndasafni nú, er stór- viðburður, og ekki er nokkur efi á því, að það er sitolt, sem flestra íslendinga, að eignast bók þessa. Hún er bundin í vand að Skinnband, og sjálfsagt er hún dýr, en að henni er svo mikill fengur, að íslendingar munu sjálfsagt ekki horfa í þann kostnað, þegar um jafn- merkt rit er að ræða. Sýning- in í Morgunblað'sglugganum mun standa í nokkra daga. Fr. S. FRETTIR Turn Hallgrímskirkju, útsýnispallurinn er opinn fyrir al- menning á laugardögum og sunnu- dögum kl. 14.00 — 16.00. Vottar Jehóva í Reykjavík, Hafn- arfirði og Keflavík. í Félagsheimili Vailis við Flug- vallarbrautina í Reykjavík verður fluttur opinber fyrirlestur kl. 5. Fyrirlesturinn heitir: „Flýið á ör- uggan stað.“ I Hafnarfirði verður fyrirlest- urinn flutttu- kl. 8 í Verkamanna- skýlinu, en hann hieitir: „Hve víð- tæk er trú ókkar?“ í Keflavík stendur núna yfiir umferðaþjónsvikain. Umferðaþjónn- inn, Kjell Geelnard, flytur ræð- una: „Verið hughraustir í óttaslegn um heirni" kl. 8 í kvöld. Allir eru velkomnir á samkom- urnar. Frá Stryktarfélagi lamaðra og fatl aðra. Konur, munið fundinn £ Lindar- bæ, mánudaginn 10. júní. Hjálpræðisherinn Sunnud. kl. 11 Helgunarsamkoma Barnavígsla. kl. 4 Utisamkoma á Lækjartorgi. kl. 8.30 Hjálpræðissam koma. Deildarstjórinn major Guð- finna Jóhannesdóttir stjórnar og talar á samkomum dagsins. Her- fólkið tekur þátt. Allir velkomnir. Kjósverjar. Plöntun verður í girðingu Skóg- ræktarfélagsins í Vindáshlíð sunnu daginn 9. júní kl. 2.30 Bænastaðurinn Fálkagata 10 Kristileg samkoma sunnud 9.6 kl. 4 Bænastund alla virka daga kl. 7. Allri velkomnir. Kvenfélagskonur Garðahreppi fara sína árlegu skemmtiferð sunnudaginn 23. júní. Farið verð- ur um Þjórsárdal. Lagt af stað kl. 8.00 frá biðskýlinu við Ásgarð. Tilkynnið þátttöku fyrir 17. júní 1 síma 50836, 51844, 51613 Kvenfélagskonur Garða- og Bessa- staðahreppi sunnudagskvöldið 9. júní kl. 8.30 að Garðaholti verður Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir húsmæðrakennari með kynningu á ýmsum matrr- og ábætisréttum. Konur fjölmennið. Félag austfirzkra kvenna heldur sína árlegu skemmtisam- komu fyrir aldraðar austfirzkar konur mánudaginn 10. júní í Sig- túni Vorsýningunni í kjallara Menntaskólans nýja, — gengið inn frá Bókhlöðustíg, lýkur í kvöld kl. 10 Aðsókn hefur verið mjög góð og allmargar myndir hafa selzt. Hér að ofan er mynd af 5 málaranna, talið frá vinstri: Sigurður Arnason, Sveinn Björnsson, Pétur Friðrik, Helga Weisshappel Foster og Finnur Jónsson. Bátur Veitingatjald til sölu 6 tonna trilla til sölu. — Uppl. í síma 50527 til kl. 4. (fyrir 17 júní). Uppl. í síma 34605. 3ja herb. íbúð til leigu með eða án hús- gagina. Sími 81762. Trilla, 5 tonn til sölu. Uppl. í síma 35051. Bronco ’66 Véltækt tún óklæddur til sölu. S’kipti koma til greina á ódýrari bíl. Sími 81762. rétt við borgina til leigu, um 10 ha. Uppl. í Fasteigna sölunni, óðinsgötu 4. 15 ára stúlka óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili (barngóð) — Uppl. í síma 50854. Foreldrar Get útvegað 4 börnum 5— 8 ára, sveitapláss. Einnig óskar 12 ára telpa eftir að gæta barns í sumar. Uppl. í síma 36396 kl. 7—9. Þurrkaður smíðaviður fyrirliggjandi. Húsasm. Snorra Halldórssonar, Súðarvogi 3, sími 34195. Mótorhjól Vil kaupa ódýrt mótorhjól. Þar ekki að vera á skrá. Hringið í síma 10669 eftdx kl. 7. Óska eftir að koma Hraðsaumavél 14 ára dreng í sveit. Uppl. í síma 33841. til sölu, Singer, selst ódýrt. Uppl. í síma 15291. Húsráðendur Hjón sem bæði eru kenn- arar óska eftir góðri 3ja herb. íbúð, helzt í Hlíðar- hverfi eða nágrenni. Tilb. sendist Mbl. merkt: „8769“ Sumarbústaður til sölu í nágrenni Reykja- víkur. Til greina kemur að taka bíl upp í kaupin. Tilb. sendist Mbl. fyrir fimmtu- dag merkt: „Sumar 8776“. Arnardalsætt III. bindi er komið út, afgreiðsla í Leiftri, Hverfisgötu 18 og Miðtúni 18, eldri bækurnar aðallega afgreiddar þar. Keflavík — Njarðvík Herbergi óskast strax i Njarðvík eða Keflavík. — Uppl. í síma 1601 og 2618. U tanborðsmótor 2ja-5 hesta utanborðsmót- or óskast. — Ennfremur gúmmíbátur, 3ja—5 manna Uppl. í síma 23755. Skoda Vantar Skoda ’58 model eða yngri. Má vera ógang- fær. Sími 51461. Hreinsum garða Stúlkur á aldrinum 14—16 ára vilja taka að sér að hreinsa og setja niður blóm í garða. Uppl. í síma 23755 og 42013. Sveit 19 ára stúlka óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Til- boð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Sveit 8777“. Timbur til sölu Töluvert magn af 2x4 og 14x4 í 10—16 feta lengd- um til sölu. Nánari upplýs- ingar gefnar í síma 16990. íbúð óskast 2ja til 4ra herb. íbúð ósk- ast strax á leigu. — Sími 37281. Sandgerði litil íbúð til leigu. Uppl. Hlíðargötu 25, Sandgerði. Til sölu Hoover-þvottavél með raf- magnsvindu, þvottapottur og þvottavinda. Selst sam- an á 8.000.00. Einnig sitt 1 hv. lagi Uppl. f s. 93-1721. Bændur 15 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitar- heimili. Uppl. í síma 37494 eftir kl. 3—4 á daginn. Dömur athugið Saumum kjóla, dragtir, buxnadragtir og kápur. — Sími 15974. — Vinsamlega geymið auglýsinguna. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Hafnfirðingar Ungt reglusamt barnlaust par óskar eftir herb. með aðgangi að eldhúsi til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 52383 eftir kl. 6 e. h. Bezt ú auglýsa í iVlorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.