Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 32
£R \ PÓSTHU,,. SÍMI ® SUNNUDAGUR 9. JUNl 1968 Kskxik Sudurlandsíraut 14 — Sími 38550 Olympíumótið í bridge: ísland í 2. og 3. sæti - eftir sigur yfir Portúgal og Svíþjóð AÐ tveim umferðum loknum á Olympíumótinu í bridge, sem fram fer þessa dagana í Frakk- landi er íslenzka sveitin í 2. og 3. sæti með 35 stig, en í efsta sæti er Sviss með 38 stig. f fyrstu umferð sigraði ísland Portúgal 19-1 og í annarri umferð Svíþjóð með 16-4. Keppnin hófst sl. föstudag eft- ir nokkrar tafir og eru þátttöku- sveitirnar í opnaflokknum 33. Tvær sveitir komu ekki til leiks, þ.e. sveitirnar frá Póllandi og og Kína. Allar sveitirnar í opna- flokknum spila saman 20 spila leiki og eru þannig yfirleitt spil- aðir þrír leikir á dag. Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Thailand — Ástralía 12-8 írland — Danmörk 13-7 ísrael — Egyptaland 12-0 (Egyptaland mætti ekki til leiks) Venezuela — Bermuda 17-3 Frakkland — Canada 20-0 Finnland — S-Afríka 14-6 Belgía — Kenya 20-0 Holland — Filippseyjar 14-6 ísland — Portugal 19-1 Svíþjóð — Brazilía 20-0 Jamaica — Chile 14-6 Holl. Ant.eyj. — Lebanon 10-10 Argentina — Spánn 20-0 Austurríki, SÞýzkaland og Grikkland sátu hjá. Úrslit í 2. umferð urðu þessi: Sviss — Thailand 20-0 U.S.A. — írland 13-7 Egyptaland — Danmörk 20-0 Venezuela — fsrael 11-9 Canada — Bermunda 17-3 Finnland — Frakkland 13-7 V-Þýzkaland — Mexico 20-0 Ítalía — Belgía 15-5 Holland — Kenya 20-0 Filippseyjar — Portugal 12-8 ísland — Svíþjóð 16-4 Brazilía — Jamaica 15-5 Chile — Holl. Ant.eyj. 20-0 Lebanon — Grikkland 18-7 Argentína — Austurríki 10-10 Kjördæmamót Kristjáns Eldjárns MBL. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning: „Eins og komið hefur fram í fréttum, hefur dr. Kristján Eld- járn verið bundinn við skyldu- störf fram til þessa. Kristján mun hins vegar hér eftir snúa sér að fullu að kosningabarátt- unni. í þvi sambandi hefur Kristján Eldjárn meðal annars ákveðið að efna til kjördæma- móta út um land. Eftirgreindir fundir hafa þeg- ar verið ákveðnir: 1. Á ísafirði þriðjudaginn 11. júní kl. 21.00 fyrir Vestfjarða- kjördæmi. 2. í Varmahlíð laugardaginn 15. júní kl. 15.00 fyrir Norður- landskjördæmi vestra. 3. Á Egilsstöðum föstudaginn 21. júní kl. 20.30 fyrir Austur- landskjördæmi. 4. Á Akureyri laugardaginn 22. júní kl. 15.00 fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Fleiri fundir verða ákveðnir síðar. Fyrir hönd stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns. Ragnar Jónsson. Þættir um Island í útvarpi Grænlendinga Ungur grœnlenzkur stúdent tekur þœftina upp ÍJNGUR Grænlendingur, sem í vetur stundaði nám í norrænu deild háskólans, Henrik Lund að nafni, hefur tekið að sér fyrir grænlenzka útvarpið að gera 14 útvarpsþætti um ísland og ís- lenzk málefni. Sem kunnugt er sagði Henrik í stuttu samtali við Morgunblað- ið, kom.u hingað til lands í vet- ur fulltrúar úr landsiráðinu græn lenzka. Var sú ferð mjög vel heppnuð, eins og fram hefur komið i fregnum að heiman, og er ekki minnsti vafi á, að með því hefur skapazt grundvöllur fyrir auknum samskiptum milli íslendinga og Grænlendinga, og má segja að þessir útvarpsþætt- ir sé liður í þeim samskiptum. Leitað hefur verið samstarfs við Útvarpið hér, sem heitið hefur aðstoð og fyrirgreiðslu. Mér er ætlað að bregða upp myndum úr lífi þjóðarinnar í dag. Edns og sjá má af því, mun ég viða verða að fara og hafa meiri og minni samvinnu um gerð þessara þátta við fjölda einstaklinga, stofnana og fyrir- tækja. Ekki verður hjá því kom- izt að ferðast um landið. Ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni, því mér hefur líkað vel dvölin hér og veit ég að svo er og um þá aðra Græn- lendinga sem hér eru við nám og störf. Henrik Lund. íslendingar og hafið: Safn 70 uppsettra fiska frá Vestmannaeyjum hefur vakið mikla athygli. íslendingar og hafið: Dagur Vestmannaeyja f DAG er dagur Vestmannaeyja á sýningunni íslendingar og hafið. Deild Vestmannaeyja á sýningunni er helguð Stýri- mannaskóla Vestmannaeyja, en einnig koma Vestmannaeyjar þó víða við á sýningunni, sem eðli- Iegt er fyrir þessa stærstu ver- stöð landsins. Kl. 4,30 hefjast skemmtiatriði í sýningarhöllinni í tilefni dagsins og koma þessir skemmtikraftar fram: Tvöfaldur kvartett úr Vestmannaeyjum syngur, Ási í bæ syngur og leikur á gítar og sextett Ólafs Gauks flytur lög eftir Oddgeir Krist- jánsson, „Eyjapeyjar sýna hæfni sína í „þjóðaríþrótt“ Eyjamanna, sprangi. í anddyri sýningarinnar er t.d. safn 70 uppsettra fiiska frá Vest- mannaeyjum. í bás Hafna- og Vitamiálastjórnar er t.d. líkan af Vestmannaeyjahöfn og er Mk- an:ð fyrsti hluti af Mkani af öJllum Vestmannaeyjum. Mikið af myndum sýningarinnar fró sjó- mönnuim í starfi eru teknar á Eyjamiðum af Sigur.gedr Jónas- syni. Einnitg má geta þess að í d.eitld Sölumiðstiöðvar hraðfrysti- húsanna er skrá yfir verstöðvar sem frysta fisk og þar eru Vest- mannaeyjar hæsta verstöðin með liðlega 10 þús. tonn árið 1967. miðum og öfluðum um 28 þúsund tionn. Á sýningunni eru einnig þrjár uppfinndingar eftir hugvitsmann inn Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum, en það eru: stein- bítisfl'ökunarvél, humarflokkuin- arvél og humar.garn9Úrtökuvél og einnig tegund snurpuih.ringj a 9em hafa reynzt sérstaWLega vel í endingu og notkun. Kl. 4,30 í dag hefst skemmtun Vestmannaeyinga í Laugardals- höilinni með eftiirfarandi skemmtiatriðum: Tvöfaldur kvartett syngur, Ási í Bæ syng'ur og leikur á gítar og sextett Ólafls Gaufcs syngUT lög eftir Oddgeir Krdst- jánsson. Þá munu Eyjapeyjar væntan- lega spranga í spröngum, sem verður kiomið fyrir á veggjum sýningarhallarinnar. Ekki er að efa að skemmtun Eyj.ske.ggja verðuT fjölisótt. Eskfirðingjar búast til síldveiðanna Eskifirði, 8. júní. BÁTAR hér eru nú að búa sig á síldveiðar og er einn þegar far- inn til viðgerðar í Færeyjum, en þaðan mun hann fara beint á veiðar. Er það Krossanes. Jón Kjartansson mun líklega halda á veiðar um helgina, en ís er nú allur horfinn héðan — hvarf augum Esk.firðinga á fimmtudag- Það er mikill léttir, nú er ísinn er farinn, en hann hefur verið hér viðloðandi síðan í vetur. Nokkrar skemmdir hafa orðið á bryggjum hér. Hefur ísinn sleg- ið undan þeim bita og valdið ýmsum skemmdum. Mesta tjón- ið er við bryggju Netagerðar Jóhanns Clausens. Vitaskipið Árvakur kom hing- að í gær með sanddælupramm- an Hák, en hann mun vinna að dýpkun á nýju höfninni hér. í gær var Brúarfoss hér og lestaði frosinn fisk. — Gunnar. Rússarnir efstir í bás Hafnarmálastjóxnariimar er einnig tafla yfir skiipafjölda og aflamagn í Vestmanmaeyjum frá aldamótum. Á s.l. vetrarver- tíð réru 85—90 bátar á Eyja- Heil umferð í 1. deild í DAG og á morgun fara fram þrír leikir í íslandsmóti 1. deild ar. í dag kl. 4 leika í Laugar- dal KR og Akureyri og á sama tíma leika í Vestmannaeyjum lið Eyjamanna og Fram. Á mánu dagskvöld leika í Kefiavík lið Keflvíkinga og Valur. Með þessum þremur leikjum lýkur 2. umferð mótsins, em um- ferðirnar eru alls níu. EFTIR 6 umferðir á Fiskeskák- mótinu eru enn efstir og jafnir Taimanoff og Vasjukoff með 4Vn v. Næstir eru þeir Byrne og Bragi með 4 vinninga. Hefur Bragi sýnt afburða taflmennsku það sem af er, aðeins tapað einni skák, en unnið tvo alþjóðlega meistara og gert jafntefli við einn. í 5.. sæti er Ostojic með 3Vi v. og biðsk. 6. Uhlmann með 3'/á. 7. Friðrik með ZVz og tvær frestaðar skákir. Þegar blaðið fór í pmentun átti hann heldur betra ó móti Benóný, en tefld'i við Jón Kriist- iniason síðdegis í gær. 8. Frey- steinn með 2% v. og eina frest- aða skák við Guðmund, sem var teifld í gær. 9.—10. Addison og Ingi R. með 2% v. 11. Szaibo með 2 v. og biðskák. 12. Jóhanm mieð 2 v. 13.—15. Benómý, Guð- miundur og Jón mieð 1% v og eima frestaða og 16. Anidrés mieð Vz v. f kvöld verður 7. umferð tefld. Þá tefla saman Bragi — Uhl- mann, Ingi — Taimanov, Vasjú- kov — Jóhann, Friðrik — Guð- mundur, Benóný — Ostojic, Byrne — Jón, Andrés — Frey- steinn, Szabo — Addison. Á mánudag tefla Jón — Taimanov, Jóhann — Ingi R., Guðmundur — Vasjúkov, Ostojic — Friðrik, Addison — Benóný, Uh'lmann — Szabo, Freysteinn — Bragi, Byrne — Andrés.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.