Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 14
1 14 MOKQUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 196« 'Öttar Kjartansson: „Það þráttnefnda fjall, Hengill" Ferðafélag fslands hóf skipulagð ar skemmtiferðir fyrir almenn- ing árið 1929. í ársskýrslu fé- lagsins yfir það ár segir svo: „Stjórnin hefur hugsað sér, að reyna að koma af stað ódýrum skemmtiferðum fyrir félagsmenn. Ennþá hafa litlar framkvæmdir getað orðið í þessa átt. Ein skemmtiferð var farin til Reykj- aness 21. apríl. Stofnað var til skemmtiferðar fyrir börn úr efstu bekkjum barnaskólans 20. maí. Var farið með þau upp í Hengil. Tóku 56 börn þátt í förinni.11 Árið 1930 efndi félagið aðeins til einnar skemmtiferðar: göngu- ferðir á Hengil. í henni tóku þátt 64 börn úr efstu bekkjum barnaskólans ásamt þremur kenn urum og þremur mönnum úr stjórn Ferðafélagsins. Aðrar ferð ir urðu ekki á þessu ári „aðallega vegna þess, að undirbúningur fyrir Alþingishátíðina sat hvar- vetna í fyrirrúmi“, segir í árs- skýrslu. Næstu ár heldur Ferðafélagið áfram að bjóða barnaskólabörn- um í gönguferð á Hengil (raun ar hét það skemmtiferð), með síaukinni þátttöku (71 árið 1931 og 102 árið 1932). Fararstjóri mun alltaf hafa verið Helgi Jóns son frá Brennu, en hann stjórn- aði flestum ferðalögum félagsins hin fyrstu ár þess, og var raun- ar ötull fararstjóri fyrir félagið í þrjá áratugi. Kannske er það tilviljun ein að Hengilssvæðið verður þannig fremst á blaði í sunnudagsgöngu ferðum Ferðafélagsins? En þar held ég þó að ráði nokkru um, að dalirnir tveir vestan undir Henglinum, Engidalur og Marar dalur, hafa frá því löngu fyrir bílaöld verið vettvangur skemmti ferða og útivistar Reykvíkinga. Það telst varla sérstaklega bíla- fellum, hálsum ásamt dölum og völum, er afrétt ölvesinga fyr- ir sauðfé, naut og einnig hross.‘ í þessu greinarkorni verður landslagi Hengilsins ekki lýst í smærri atriðum, þótt kannske megi einhverju bæta við hina gömlu laggóðu lýsingu hér að framan. Aðalfjallið er mikill móbergs- bunki og mun þar ekki gefa að líta nútíma eldstöðvar á sjálfu fjallinu, en sunnan Skarðsmýr- arfjalls, sem kannske má telja suðurmörk Hengilsins, eru Krlstnitökugígar, skammt norð- an vegarns austur yfir Hellis- heiði. Kristnitökugíga eyðilögðu fá- vísir malartekjumenn með jarð- ýtum fyrir fáum árum. Það er skaði sem aldrei verður bættur. Er hægt að forða því að fleiri viðlíka atburðir endurtaki sig annarsstaðar á landinu? Senni- lega er það vonlítið eins og nú horfir, því alltof mikið af bílum og jarðvinnslutækjum eru sann- kölluð eyðileggingartæki í hönd um manna sem aldrei virðast hafa kynnst hugtökum eins og „ósnortin náttúra" eða „náttúru vernd“. Eldstöðvar eru einnig norðan Hengilsins, í Nesjavallalandi þar sem hallar að Þingvallavatni, þar er Hagarvíkurhraun sem þeir þekkja er ekið hafa Grafnings- leið. Aðal afrennsli vatns af Heng- ilssvæðinu er til austurs. Mik- ill dalur, sem ber þrjú nöfn: Fremstidalur, Miðdalur og Innsti dalur ásamt samnefninu Hengla- dalir, sker Skarðsmýrarfjall frá sjálfu aðalfjallinu, Hengli . Ur Hengladölum kemur Hengla dalsá, hún rennur saman við fleiri vötn af fjalllendinu aust- an Hengils og myndar ásamt til sex ferkílómetrar, girtur með fjöllum á alla vegu nema hvað opið er til austurs um Þrengsli svoköluð. Tekur þar við Mið- dalur. Fyrstu drög að Hengla- dalsá eru í Innstadal. Dalurinn má heita algróinn, mest ber á lynggróðri. í Innstadal er yndislegt að koma á björtum degi, hvort sem er vetur eða sumar, og það eitt fundizt þar beinaleifar. Þjóð- sögukenndar frásögur eru til um dvöl manna í þessum helli. Ólaf- ur Briem segir frá því, og öðrum heimildum um útilegumenn í Hengli, í bók sinni: „Útilegu- menn og auðar tóttir". Engidalur og Marardalur eru vestanundir Hengli. Hefja má göngu þangað frá Kolviðarhóli eða af gamla veginum um Svína- hraun. Liggur þá leiðin norðan- megin Húsmúla, þar er Drauga- tjörn. Við Draugatjörn var sælu- hús sem síðar fluttist að Kol- viðarhóli. í þessu sæluhúsi þótti reimt, munu ýmsir hafa átt þar kalda nótt og ónæðissama. Skúli Helgason hefur dregið saman fróðleik um þetta sæluhús og trúlega nægur hagi fyrir nokk- uð marga gripi. f lýsingu Arnarbælisþinga um 1840, eftir síra Jón Matthíasson segir: „Nauta- og sauðaafréttur liggur vestan og norðan Hellis- heiði, sameiginlegur við Grafn- ingsmenn. Sauðaréttir haldnar í Hvammi í ölvesi fimmtudaginn 22 vikur af sumri, nautaréttir þriðjudaginn í 23. viku sumars í Marárdal undir Hengli. Sótt- ar eru þær fyrri af ölvesingum og Grafningsmönnum og nokkru leyti af Þingvalla- og Mosfells- sveitum, nautaréttir af sömu, líka Seltjarnarneshrepp.“ Ef farið er norður úr Marar- dal, verða Dyrafjöll á hægri hönd, beint í norður frá Vörðu- Innstadal. — Ljósm. J ónsson. er verðugt verkefni, að kynnast honum. Þegar gengið skal á há fjallið, eftir Innstadal með stefnu á hvera svæðið nyrzt í dalnum. Þaðan leggur mikla reyki. Hverirnir eru þar í stóru gili sem skerst upp í háfjallið. Gengið er síðan sinni: „Saga Kol- Ifl slofíi um 'SltlS aldarfyrirbæri, að Reykvíkingar björtum sólskinsdögum um helg- ar til að draga að sér heilnæmt fjallaloft misjafnlega blandað vegryki. Því að það sem meðal annars setti sunnudagssvip á bæj arlíf Reykvíkinga í eina tíð, voru hópar velríðandi góðborg- ara, sem á sólbjörtum dögum héldu úr bænum, sumir alla leið í Marardal. Er það ekki sam- bærilegt við ökuferðir okkar aust ur í Þjórsárdal eða Þingvalla- hring í dag? Hversu margir Reykvíkingar nútímans þekkja til í Marardal og Engidal? Eflaust mjög fáir tiltölulega, og er það eðlilegt þegar haft er í huga, að þessi svæði liggja fullan klukkutíma gang frá næsta bílvegi. Þó hafa ferðir þangað aukizt nú hin síð- ari ár, er það meðal annars vegna aukinnar h estaeignar Reykvík- inga. Hálfdán Jónsson, lögréttumað- ur á Reykjum í ölfusi, skrifar lýsingu Ölfeshrepps árið 1703. Hann segir um Hengilinn:“ ... Það þráttnefnda fjall, Hengill, er stórt og hátt og liggur til austurs og vesturs, að ofanverðu blásið með mosum, en til hlið- anna, einkum að sunnan og aust- anverðu, með grasbrekkum. En á vestri síðuna hefir það stór- gil og hamra. Það er kallaður Vtirðuskeggi, þar fjallið er hæst, að austan. Þaðan segja menn, að sjáist glögglega hver ein vík og annes á Þingvallavatni, en ei af öðrum fjöllum. Þetta fjall með kringum liggjandi á allar síður þeim Varmá sem rennur í gegn um Hveragerði. Hverir eru í Hengli margir og miklir, í Hengladölum og uppi á fjallinu austantil. Hverasvæð- in við Hengil og austur af hon- um munu vera hin mestu á suð urlandsundirlendinu, en lítið kann ég frá þeim að segja. Fyrir allmörgum árum var ég á ferð í Innstadal við annan mann. Var það á hlýjum sumar- degi. Við læk í norðanverðum dalnum gengum við fram á tvo alstrípaða menn, busluðu þeir í litlum fosshyl. Þegar við kom- umst að raun um að lækurinn var ylvolgur, vorum við ekki lengi að nota þessi óvæntu land- gæði. Ölkelda er í Innstadal og mun þær víðar að finna á hvera- svæðunum austur af Hengli. Venjulegast mun vera aðhefja göngu á Hengil frá Kolviðar- hóli. Liggur þá leiðin um Sleggju beinstanga, hann liggur til norð- urs frá Kolviðarhóli milli Hús- múla að vestan og Skarðsmýrar- fjalls að austan. í Sleggjubeins- dal hafa verið reistir margir skíðaskálar, er IR-skálinn þeirra nýjastur og stærstur. Bratt er upp úr botni dals- ins upp á brún eða þröskuld er heitir Sleggja eða Sleggju- háls. Þar inn af tekur við Innsti dalur og hallar þangað lítið eitt undan fæti að Sleggjuhálsi. Innsti dalur er lítið eitt ílangur í stefnu suðvestur, norðaustur, hæð hans yfir sjó er um 500 metrar. Botn- inn í Innstadal er flatur, fjórir upp með gilinu að vestan, er það brött leið og getur verið viðsjálverð í harðfenni. Þegar brekku lýkur, eru menn komn- ir á háfjallið „blásið með mos- um“ og er þá greið ganga norð- ur á Skeggja eða Vörðuskeggja. Óþarfi er að minna á að þaðan sést „glögglega hver ein vík og annes á Þingvallavatni, en ei af öðrum fjöllum." Sagnir eru um útilegumenn í Hengli. Nyrst í Innstadal er hell- isskúti, nokkrar mannhæðir upp í móbergshamri og þarf að klifra til að ná þangað upp. Þar vott- ar fyrir gamalli hleðslu í munna hellisins og einnig munu hafa önnur, í bók viðarhóls“. Engidalur afmarkast af Hús- múla að sunnan, Henglinum að austan og sérkennilegum mó- bergshólum að norðan, en er op- inn til vesturs. Eru í dalnum engjalönd góð, eins og nafnið bendir á, og uppsprettur. Lækur rennur úr hrikalegu gili sem skerst upp í Hengilinn nyrst úr Engidal. Móbergshólarnir norðan Engidals eru ókaflega athyglis- verðir, einstakt dæmi um hvern- ig veður og vindar geta sorfið kynlegustu myndir úr þessu smíðaefni, hinu mjúka móbergi. Norðan Engidals er eitt sér- kennilegasta náttúrufyrirbærið á þessu svæði: Marardalur. Marardalur er sporöskjulaga dalur, um kílómetri að lengd, með rennisléttum algrónum botni Hann er hömrum girtur á alla vegu, hamrarnir eru þriggja til sex metra háir víðast hvar og svo til gripheldir frá náttúrunn- ar hendi. Dalurinn hefur verið opinn til suðurs, en þar má sjá að hlaðið hefur verið fyrir, og nokkrum öðrum skörðum hefur verið lokað á sama hátt. Þröng gata sérkennileg liggur milli Engidals og Marardals. Heyrt hef ég að Marardalur hafi verið notaður til sumarbeit- ar fyrir naut, þar hefur verið hægt að hafa þau innilokuð, og Á leið úr Marardal á Hengil (Skeggja). skeggja á Hengli. Dyrafjöll eru ekki há, en landslag er þar fag- urt og fjölbreytt, og beitiland gott. Dyravegur er nú aflagaður sem slíkur, en hann lá austur sunnanverða Mosfellsheiði, yfir Dyrafjöll um Dyr, að Nesjavöll- um í Grafningi. Fyrir nokkrum mannsöldrum mátti heita að ísland væri einn samfelldur þjóðgarður. Það er að segja: íslenzk náttúra, dauð og lifandi, fékk að þróast tiltölu- lega lítið trufuð af manninum. Reyndar voru ýmsar veiðinytjar nýttar hvar sem var, og án veru- legrar forsjár víðast. Og geir- fuglinum var útrýmt áður en tækni vélaaldar kom til. Þá ýtti beit lands mjög að uppbæstri og eyðingu gróðursvæða. Þurfti ekki vélaöld til. En með tilkomu bifreiða og annara vélknúinna vinnutækja hafa öll viðhorf til náttúruvernd ar gjörbreytzt svo að segja. Um leið og við vinnum stór- virki í ræktun og verklegum .framkvæmdum með þessum vél- knúnu vinnuþrælum, verða okk- ur á hörmulegar skyssur. A ég þar ekki einungis við fljótræðis- verknað sem stjórnendum vinnu véla verða á, t.d. með því að böðlast tilgangslaust um fagra staði og eyðileggja þá. Heldur einnig hitt, að oft eru fram- kvæmdir skipulagðar þannig að mikil lýti eru að, stundum að óþörfu. Þjóðgarðar eru stofnaðir til að allt sem minnir á ósnortna nátt- úru týnist ekki í bægslagangi tæknialdar. Einnig til að forða ákveðnum dýrategundum frá út- rýmingu. Óþarft er að fjölyrða um það. Fyrir nokkru var þjóðgarður- inn á Þingvöllum mikið til um- ræðu. Eg er nú svo ófróður, að ég veit ekki glögg skil á lsnda- mörkum Þingvallaþjóðgarðs. En ég þykist þess þó fullviss að Hengillinn sé þar ekki innan marka. Þessvegna vil ég skjóta hér fram tillögu að lokum. Hún er sú, að landamörk Þingvallaþjóð- garðs verði færð allt suður fyr- ir Hveradaii á Hellisbeiði. Inn- an marka hans verði Hengillinn allur og Dyrafjöll ásamt Grafn- Framth. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.