Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 196« Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 (ViAGIMÚSAR (skipholti 21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 lOsiM' I-44-44 mmm/fí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIB VW 1300 SENDUM SÍMl 82347 ' ÓTTAR YNGVASON hé raBsdómsI ög maðu r MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 r— ' Sigurður Helgason héraðsdómslögmaður t Digranesveg 1S. — Simi 42390. ^ •A Sumri hallar . . . Velvakanda hafa borizt nokk ur bréf um íhöfund visunnar alkunnu, „Sumri hallar . . .“ o. s. frv., en maður, sem nefn- ir sig Þingeying bað Velvak- anda fyrir nokkru að hafa uppi á höfundi vísunnar, eins og lesa mátti í foréfi hans, er foirt ist hér. Velvakandi hefur í huga að birta foréfin saman, en þar eð eitt þeirra er mjög langt, mun foirting þeirra bdða fram í næstu viku. Þetta er tekig fram vegna óþolinmæði eins bréfritarans. Þegar allt að tóitf bréf berast Velvakanda á degi hverjum, er skiljandegt, að sum verða að bíða birting- ar um hríð. ★ Þarf að stofna þjóðvörð? „Brandur og Klængur" skrifa (bréfið allstytt): „Fiest ef ekki öll lýðræðis- ríki eiga sér þjóðvörð, þ.e. lið þjóðhollra og lýðræðistrúrra borgara, sem kalla m,á út til að stoðar lögreglu til þess að hafa hemil á óaldarlýð og öfgaöfl- um, sem vilja lýðræðið feigL Ríkisvald hlýtur ðhjákvæmi- Iega að vera veikt í lýðræðis- ríkjum (a.m.k. veikara en í einræðisríkjum), einkum þar sem lítill eða enginn her er til. Samt hlýtur lýðræðið að mega verja sig. Dæmi eru þess, að tiltölulega fámennur en harð snúinn og ofstækisfullur hópjir Öfgamanna geti ógnað lýðræðis skipulaginu og komið öllu í foál og brand. Ýmislegt bendir til þess, að kommúnistar séu að mynda slíkan hóp hér á landL Að vísu treysta þeir sjálfum sér ekki til stórræða, en hafa hins vegar tilkynnt, að þeir eigi von á fjölmennum hópi at- vinnudemonstranta erlendis frá í þessum mánuði. Hér mun um að ræða hóp þaulæfðra ofbeld- isafla, sem óþekktir aðiljar kosta til þess að standa fyrir óeirðum víða um lönd. Heim- sókn slíkra manna mun að vísu vera lítt að skapi íslenzkrar al- þýðu, enda munu móttökurnar verða eftir því. Ætli ofstækis ihópur innan Æskulýðsfylking- arinnar að efna hér til óeirða með aðstoð erlendra málaliða, eins og hann hefur hótað opin- foerlega, mun ekki standa á okkur Reykvíkingum að taka mannalega á móti. Því miður er ©kki laust við, að okkur finn ist sumir foeinlínis hlakka til að taka tíl ’höndunum. En slík- ur hugsunarháttur er hættuleg- ur. í stað þess að einstaklingar séu að hópa sig saman tii að- gerða gegn þessum skríl, er foetra, að hið opimbera sjáltft hafi hönd í bagga, því að ann- ars geta mótaðgerðirnar orðið þjösnalegri en efni standa tiL Þess vegna finnst okkur, að rík isvaldið eða Reykjavíkurlög- reglan eigi að satfna saman og þjálfa lið, sem getur aðstoðað hið opinbera, ef í nauðir rekur, en annars ekki“. Velvakanda finnst nú, að hér sé verið að mála skrattann á vegginn. Sermilega óttast þessir gagnmerku borgarar ein hver kommalæti í kringum ráð herrafund Atlantshafsbanda- lagsins. Nú hafa bæði Stúd- entaráð Háskóla íslands og Stúdentafélag Hásikóla fslands lýst sig mótfaflin hvers konar uppþotum. Eftir er bara komm únistafélag háskólans, sem hef ur þó bara dylgjað um skríls- FRA AVIV " h-i komnar aftur buxnadragtir fyrir telpur 1—4ra ára, ^ 2 peysur og buxur. Z; Verð frá kr. 722,— '% til 867,— c-’ ilæti, og viss hópur innan Æsku lýðsfylkingarinnar. En eftir frammistöðuna á hafnarbakkan um á H-daginn, fær Velvak- andi ekki séð, að mikið sé að óttast. Fyrirlitning almennings álitsins hlýtur líka ao hafa haft sitt að segja. — Verði kommúnistar hins vegar með eitthvert sprelll, er foara fróð- legt að sjá, hverjir leggja sig niður við að taka þátt í því. Þar verða sauðirnir aðskildir frá höfrunum í íslenzku þjóð- félagi. Hins vegar er ástæðu- laust að leyfa þessum lýð að gera meiri óskunda af sér en að verða sjálfum sér til skamm ar, og það er rétt út af fyrir sig, að eins og stemmningin er nú í bænum eftir skrílslætin á hafnarfoatekanum og í kirkju- garðinum, þá er betra, að lög- reglan hafi hönd í bagga með hugsanlegum samtökum borg- ara, því að ekki má móthöggið verða verra en kllámhögg komma. ií Ekki Ásmundur Guðmundsson biskup Vegna fyrirspurna skal það tekið fram, að grein sem ný- lega birtist í Velvakanda, und- irrituð Ásmundur Guðmunds- son, er eteki eftir Ásmund Guð- mundsson biskup. •Jc Enn um Faðirvorið Velvakandi! „Ég þakka þér fyrir birtingu bréfs míns, og þær athugasemd ir sem síðan hafa komið fram. Það er e.t.v. ósanngjarnt að vænta meira rúms í dálkum þínum, en mér finnsrt málefnið svo miklu skipta að ég freistað- ist til að senda þessar línur í viðbót. Mér finnst afstaða þín ekki nógu málefnaleg. Þú seg- ist „eiga bágt með að breyta um orðalag". Þetta þæginda- sjónarmið á hér ekki við. SjáLf ur lærði ég Barnalærdóm Klav eness og veit af eigin reynslu, að það er mögulegt að breyta um orðalag, ef maður viður- kennir rökin fyrir því. Að bæn- in hafi „bezt áhrif í því formi, sem hver og einn lærði hana í á bernskuárum“, finnst mér ekki sannfærandi, þegar ég hefi ilhuga, fovað mörg börn læra Faðirvorið með brengluðu orða lagL Auk þess er hér ekki um algjört einkamál að ræða. Og eins og það er óþolandi, að söng flokkur syngi lag með sundur- leitum texta, þannig getur aldrei farið vel á því, að marg- ir menn flytji sömu bænina upphátt með ólíku orðalagi. Um það vorum við Steinar Guð mundsson alveg sammála. Spurningin verður því: Hvern- ig er textinn réttur, og hvar getum við fundið hann? Að því er Faðirvorið snertir, tel ég að biblíuþýðing hvers tíma eigi að ráða því, með þeim takmörk- unum þó, sem ég minntist á í fyrra bréfi mínu. Klavenesskverið var í sam- ræmi við ísl. biblíuna, þegar það var löggilt, en er í ósam- ræmi við þá, sem nú er notuð. Þess vegna getur Kverið ekki haft úrslitaþýðingu í þessu efni. Þeir ágætu fræðimenn, dr. Ásmundur Guðmundsson og próf. Sigurður Sívertsen, sem sáu um núgildandi þýðingu, sýndu mikla djörfung, þegar þeir færðu 6. bænina til sinnar upprunalegu myndar á okkar máli, því að það er ekki auð- velt að breyta venjum, sem gömlum mönnum eru orðnar tamar og kærar. En því miður hefur aldrei verið gerð alvar- leg tilraun ti’l að taka breyting una til greina. Allur þorri al- mennings með marga presta I broddi fylkingar, hefur haldið fast við orðalagið, sem þeim er „gamalt“ og þannig ruglað börn og unglinga, sem í sínum kennslubókum læra Faðirvorið með öðru orðalagi. Ég þakka sr. Bimi O. Björns syni fyrir hans bréf. Ég held, að það, sem honum er „ekki fullljóst", stafi af óljósu minni um bréf Steinars. Það gaf mér ekkert tilefni til að ræða um „þýðingargalla" Faðirvorsins, enda skortir mig þekkingu til þeirra hluta. Ég vil þó, eink- um vegna barnanna, taka und- ir orð hans um 5. bænina. Mörg um börnum reynist þessi bæn sérstaklega erfið og torskilin. Væri ekki hægt að nota „eins og“ í stað „svo sem vér og“ og „mótgerðamönnum“ í stað „skuldunautum“? Nú mó enginn skilja orð mín þan-nig, að ég vænti þess eða óski eftir því, að biblían verði þýdd á eitthvert barnamáL Henni hæfir hátíðlegt mál og fagurt- En hún verður að fylgja eðlilegri þróun málsins. Mörg orð og orðatiltæki sem öllum almenningi voru töm og auðskil in fyrir nokkrum áratugum, eru það ekki lengur, þar sem svo er, þarf að breyta um orða- lag. Það væri æskilegt að þeir sem til þess eru færir, veittu okkur almúgamönnum meiri fræðslu um þessi efni, og það er sérstaklega tímabært nú, þeg- ar ný útgáfa biblíunnar er í undirbúningi. Drengjahattar og húfur. Stærðir 1—10 ára .IV® ** ** Austurstrœii 12 ^ FYRIR 17. JÚNÍ FÝRIR 17. JÚNÍ FYRIR 17. JÚNÍ a 1 ►—4 td h-* -3 Ennfremur mikið úrval af barnafatnaði. Verzlunin Kolorina Stigahlíð 45—47. — Sími 81920. Pí hH 27 'D K ►—1 FYRIR 17. JÚNÍ FYRIR 17. JÚNÍ FYRIR 17. JÚNÍ Steingrímur Benediktsson." Stuðningskonur Gunnnrs Thoroddsens hafa opnað skrifstofu í Hafnar&træti 19, II. hæð, sími 13630. Opið kl. 2 — 6 daglega. Stuðningskonur eru hvattar til að hafa samband við skrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.