Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 6
6 MOROUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 . Sími 30135. Trefjaplast dynotev, fernis. Málning og lökk, Laugavegi 126. Keflavík Sumarblóm, trjáplöntur og runnar til sölu við Skrúð- garðinn hjá Tjarnargötu. Guðleifur Sigurjónsson, garðyrkjumaður- Skipstjóri óskast á útilegubát, sem veiðir með línu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. júní merkt: „Línuveiðar 8770“. Opið á sunnudögum til kl. 1. Laugardögum til kl. 4. Mjólk, brauð, kökur. Njarðarbakarí, Nönnugötu 16. Tökum að okkur klaeðningar, úrval áklæða. Gefum upp verð áður en verk er hafið. Húsgagnav. HÚSMUNIR, Hverfis'götu 82, sími 13655. Ibúð Góð 3ja herb. risíb. í gamla baenum til sölu strax. Sér- inngangur og teppi á gólf- um. Mjög vaeg útborgun. Uppl. í síma 19926. Hraðbátur sem nýr, 15 feta úr eik, fuiru og mahogni, 40 ha. vél. Skipti á bíl hugsan- leg. Uppl. í síma 42068 í dag, sunnudag. Vefnaðarnámskeið Get bætt við tveimur nem- endum í 5 vikna námskeið í vefnaði. Uppl. í síma 34077. Guðrún Jónasdóttir, vef nað arkennari. Rúmgott húsnæði um 100—200 ferm. óskast til leigu sem fyrst, góð bíla stæði og innkeyrsla æski- leg. Uppl. í síma 11947. Keflavík — Suðumes Gluggatjaladaefni og stóris efni í úrvali. Veralun Sigríðar Skúlaróttur, Simi 2061. Keflavík — Suðumes Nýk. efni í sumarkjóla. og blússur. Ullarefni í dragtir. Verzlun Sigríðar Skúlaróttur, Sími 2061. Sveit Tvær barngóðar og áreiðan legar 11 ára telpur (gjarn- an vinkonur) óskast til að gæta barna í Brautarholti, Kjfalarn. sími um Brúarl. 21. árs stúlka óskar eftir vinnu úti á landi í sumar. Margt kem- Ur til greina. Uppl. í síma 99-4129. Atvinna óskast Stúlka, sem nemur við- skiptafræði, óskar eftir vinnu júnímánuð. Uppl. í síma 19162. „Óperan" sýnir um þessar mundir annað verkefni sitt, en það er at- riði úr óperunni Ráðskonuríkið eftir Pergolesi, Fidelio eftir Beet- hoven og La Traviata eftir Verdi svo og einþáttungsóperan „Apo- tekarinn" eftir Haydn. Sýningar hafa þegar verið tvær og verða aðeins tvær til viðbótar, — í kvöld og fimmtudagskvöld. Þar sem erf- itt hefur verið að ná til áskrif- enda er nauðsynlegt fyrir þá á- skrifendur, sem ekki hafa þegar tryggt sér miða, að þeir snúi sér til miðasölunnar í Tjarnarhæ. Myndin hér að ofan sýnir Þuríði Pálsdóttur og Sigurveigu Hjalte- sted í hlutverkum sínum. Lofaður sé Drottinn, Guð fsracl, því að hann hefir vitjað lýðs síns og búið honum lausn. • Lúkasar guðspjall, 1,68. f dag er sunnudagur 9. júní og er það 161. dagur ársins 1968. Eft- ir lifa 205 dagar. Þrenningarhátíð. Trinitatis. Kóiumbamessa. Fjórði fardagur. Árdegisháflæði kl. 4.44. Dpplýslngar um læknaþjónustu i norginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndar- stöðinni hefur síma 21230. Slysavarðstofan í Borgarsjúkra- húsinu hefur síma 81212. Neyðarvaktln iSh'arar aðeins á rrrkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, •imi 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstíml læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. 5—6. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykja- vík vikuna 8-15. júni er I Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Næturiæknir í Hafnarfirði Sigurjón Björasson póst- og símistöðvarstjóri, Kópavogi á sex- tugsafmæli í dag þann 9. júní. Hann verður að heiman. Þann 5. maí síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í New York, ungfrú Jóhanna Þorgríms- dóttir og Friðrik Björgvinsson. Heimili þeirra er 235 Lexington Ave N. Babyknn. L. I. New York 11704. unnn að hann hefði hreinlega hrokkið við á föstudagskvöldið, þegar hann átti leið framihjá Gamla bíói. Það- an heyrði hann yndislega óma og söng, sem fyllti hans storkslhjarta unaði og yndissemd. Svo að ég felldi flugið um stund og leniti á gangstéttinni framan við Mál- arann og FerðaskrifstoÆuna Sunnu, og sá þá mann einn, sem alta leið út að eyrum, af ánægju sinni hló. Storkurinn: Skelfing ertu í góðu skapi, manni minn? Maðurinn í góða skapinu: Og það er ekki að undra. Ég var að koma af söngskemmtun Karla- kórs ísafjarðar og Sunnulkórsins og hvílík stemning. Lá við, að þetta yrði Skemmtilegasta sönginnrás í höfuðfborgina í aldaraðir. Troðfullt hús og miikill og almennur fögn- uður. Blómvöndunum rigndi bók- staflega yfir sviðið, með svo mikl- um ólíkindum, að srjálifsagt verða blómabúðir ökkar að sjá fyrir nýj- um birgðum fyrir næsta dag. Hvað var svona gott?, spyrðu. Svar ið er: „AMt". Framkoma söngfólks- ins, söngur þess og gleði, en síð- ast en ekki sízt, örugg forysita, ör- ugg stjórn þess mikla heiðurs- Ragnar H. Ragnar, söngstjóri manns, Ragnars H. Ragnar „Super- músikants" út i fingurgóma og „republikain" frá Bandaríkjunum að auki og gamall hermaður frá tímum Eisenihovers. Ragnar á eng- an sinn líkja. Sviðsframkioma hans var þvílík, að þar kenndi einsik- ó þurradrambs. Allit var honium efgínlegt. Allt lék honum í hendi. Helgarvarzla laugard. — mánu- dagsmorguns 8. -10. júní er Grím- ur Jónsson sími 52315, aðfaranótt 11. júní Kristján Jóhannesson sími 50056 Næturlæknir í Keflavík 10/6—11/6 Guðjón Klemensson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á mótl þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þrlðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöidtimans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ir á skrifstofutima er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: t fé- tagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, ( Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í síma 10-000. t dag er kirkjudagur Bústaðaprestakalls. Hér að ofan er mynd af líkani Bústaðakirkju, eins og hún mun líta út. Barnaguðsþjónusta er í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2 og um kvöldið verður almenn samkoma, þar sem m.a. Njörður P. Njarðvík, iektor flytur erindi og Brynjólfur Jóhannesson leikari les upp. Kirkjukórinn syngur. Mætti segja mér, að þær konurn- ar í Sunnukórnum elskuðu hann allar saman, og er þeim það ekki láandi. Að lidkum var sungin þjóðsöng- ur ísifirðinga, og þá stóðu allir upp. Þetta var eins konar ættjarð- arstemning, mjög svo sjaldséð hér syðra, en einikar þægileg tilfinn- ing fór um alla viðstadda. Ungur sonur hans skilaði prýðilega und- irleikaraihlutvorki sínu. Mætti ég segja að lokum, stohkur minn, að- eins þetta: „Komið sem oftast ís- firðingar góðir. Okkur heifur lengi vantað þessa lyftingu í borgarlíf- ið.“ Ja, mér þykir þú vecra í upp- rifinni gloriu, maður minn, en ekki ®Ja ég að rengja þig, enda er mér málið skylt. Ættum við svo ekki að vera að liókum sammála um eitt atriði, að það er svo margt ef að er gáð, sem styður ísienzka menningu, og því slkyMuim við laka undir með sfcáldinu og segja: „Andvaka var allt mitt iif." FRETTIR Hallgrímskirkja Messa kl. 11. í stað dr. Jakobs, eins og auglýst var í gær, mess- ar séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Kristniboðsfélag karla. Fundur mánudagskvöld kl. 8.30 í Betaniu. Fundarefni: Frásaga frá Þýzkalandi og hugleiðing. Allir karimenn velkomnir. Strandamenn. Munið aðalifundinn 1 Tjarnarbúð uppi þriðjudag 11. júni kl. 9 e.h. Filadelfía Reykjavík. Sunnudaginn 9. júní hefur Fila- delfiusöfnuðurinn bænadag. Um kvöldið kl. 8. verður fórnarsam- koma vegna kirkjubyggingarinnar. Ræðumenn: Gunnvör Ásblom kristniboði frá Grænlandi og Hall- grímur Guðmundsson. Safnaðarsam koma kl. 2. Kristileg samkoma verður í Mjóuhlíð 16 sunnudags kvöldið 9. júlí kl. 8. Verið hjartan lega velkomin. ÞJÖDLEIKHÚSIÐ í LEIK- FÖR TIL NORÐURLANDA s°GrrtútJU- VIP SKULUM BARA VONA, AÐ ÞAÐ SLEPPI ÓSKADDAÐ FRAMHJÁ HAFÍSNUM!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.