Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 — Það er eftirtektarvert að í hvert skipti sem ég fer að ráðum yðar, verð ég alltaf að koma aftur til yðar. mönnum er ögrað til þess. Hann þagnaði til þess að sjá, hvernig Stambulov bryggðist við. En ekki varð einu sinni nein breyting á svipnum kring um augun, sem var hálfgremjufullur og hálf- reiður. — Yfirhershöfðinginn ykkar skipaði svo fyrir í gaermorgun sagði Nemetz, — að allir Ung- verjar skyldu snúa aftur til vinnu sinnar. Ætlið þér þá að taka burt mann, sem mikil þörf er fyrir, fyrir það eitt, að hon- um kemur ekki saman við tengdaföður sinn? Stambulov leit á blöðin, sem hann var með fyrir framan sig. — Toth . .. Janos Toth. Er það tengdafaðir hans? — Stendur heima. Og svo er líka frú Toth ... tengdamóðir- in. — Eigið þér nokkra tengda- móður, herra fulltrúi? spurði Stambulov næstum vingjarnlega. — Nei- Nemetz hló. — Sem betur fer hef ég aldrei gifzt. Rússinn hló. Sem betur fer! Þessi var góður! Hann andvarp aði djúpt. — Það getur svo sem vel verið, að þessi frú Toth sé vargur en samt er hún hrein asta friðardúfa í samanburði við hana tengdamóður mína. Ef ég dey tíu árum fyrir aldur fram, þá er það henni að kenna. Já, hver okkar hefur sinn djöf- ul að draga. Segið þér Halmy lækni, að hann skuli engar á- hyggjur hafa. Ég sendi mann í sjúkrahúsið til að rannsaka mál- ið. Ef hann kemst að því sama, sem þér hafið sagt mér ... — En það er bara eitt atriði, sem ég skil ekki, sagði Nemetz. — Tothhjónin hafa yfirleitt ekki komið nærri sjúkrahúsinu síðasta hálfa mánuðinn. Hvern ig geta þau þá fullyrt, að Halmy sé um að kenna dauða ofurstans? Vingjarnlegi svipurinn þurrk- aðist út af andliti Rússans — bráðnaði eins og þunn snjóföl, þegar marzsólin fellur á fjalla- hlíðarnar, svo að ekki verður annað eftir en harður, grár kletturinn. — Það hafa þau heldur ekki, sagði hann. — Mínar upplýs- ingar koma frá sjúkrahúsinu. Nemetz stóð upp- —Þakka yður kærlega fyrir. Og hringið þér umfram allt, ef þér skylduð þurfa á hjálp deildarinnar minn ar að halda bætti hann við, enda þótt hann gæti ekki hugsað sér, að nokkurntíma mundi til þess koma. Stambulov rétti honum hönd- ina. Hún var viðkomu eins og deig. En þegar Nemetz ætlaði að draga að sér höndina aftur, harðnaði deigið snögglega og varð eins og stál undir silki- mjúkri húðinni, og stálið hélt hönd hans fastri. — Þér gætuð gert mér dálít- inn greiða, sagði Stambulov, er hann loksins sleppti hendinni. Hann gekk að skrifborðinu og talaði í innanhússímann við rit- ara sinn, sem kom að vörmu spori með ein tólf úttroðin um- slög. Stambulov tók þau og rétti Nemetz. — Það eru hlutir, sem hafa verið í eigu mannanna úr yðar deild. Mér datt í hug, að að- standendurnir vildu fá þá. Nemetz starði á umslögin og skildi ekki neitt, eða vildi ekki skilja. 74 — Hlutir úr deigi . . .? tautaði hann. — Já. Buddur, sjálfblekung- ar, úr ... röddin var óþolin- móð og geðvonzkuleg. — Við vilj um gjarna skila þeim aftur til fjölskyldnanna. Við erum orðnir þreyttir á þessum lygasögum um að dátarnir okkar steli frá föng- um okkar. Við drepum okkar menn ef þeir gera sig seka um slíkt. Nemetz tók nú að gera sér Ijósa hina ógnvekjandi þýðingu þessara umslaga. Hann hélt á- fram að stara á þau og hryllti við þeirri stundu, er hann yrði neyddur til að opna þau. — Við viljum helzt láta lítið á þessu bera, hélt Stambulov á- fram — Þessvegna hef ég ekki sent þetta beint til lögreglu- stöðvarinnar. Ég læt yður ráða, hvernig þér farið að þessu. Hann þagnaði sem snöggvast. — Einhver var að stinga uppá, að við eyðilegðum bara innihald þessara umslaga, en ég þvertók fyrir það. Mér er sama, hve miklir glæpamenn þessir menn hafa verið, en við verðum að minnsta kosti að taka fullt til- lit til fólksins þeirra. Við erum þó siðaðir menn! Nemetz stalst til að líta á Stambulov til þess að sjá, hvort hann væri að gera að gamni sínu. En hann var grafalvarleg- ur. Aftur kvöddust þeir með EINANGRIJIM Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, famleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast h.f. Ármúla 26 - Sími 30978 handabandi og svo fór Nemetz út. Einhversstaðar á leiðinni út, kvaddi hann Blavatsky, en seinna gat hann ekki munað, hvar eða hvernig. í stað þess að ganga inn í mið borgina, gekk hann nú í öfuga átt áleiðis til skemmtigarðsins. Hann settist á fyrsta bekkinn, sem hann kom að, og opnaði um- slögin. í því þriðja fann hann buddu Otto Koller, ásamt nafnskírteini hans, sjálfblekungi og gamla gullúrinu hans. Nemetz opnaði budduna í þeirri von að finna í leynihólfinu einhverja orðsend ingu eða kveðjuorð, sem honum kynni að hafa tekizt að krota niður, þó ekki hinztu kveðju heldur eitthvað eins og: „Trúðu þeim ekki, þetta er allt í gamni, og láttu hana ekki skamma mig þó að ég sé burtu í tvær nætur. Þeir hafa ekki drepið mig. Ég ksm í skrifstofuna á morgun eða hinn daginn eða þar næsta dag . . . “ En þarna voru engin skila- * AUÐTITAÐ VEITÉG «6 0 © að kaffi er svo viðkvœmur drykkur að það verður að laga það með umhyggju. Einkum verðurað VARAST, að: nota staðið vatn í kaffilögun, að láta kaffið sjóða, að hita upp kaffi sem hefur kólnað, að laga kaffi í of stórri könnu. Það borgar sig að laga kaffið með umhyggju. 0.J0HNS0N & KAABER ^ VELJUM ÍSLENZKT 60 <B> ISLENZKAN IÐNAÐ 60 Tauniis 17 M. Sport er til sölu af sérstökum ástæðum. Bíllinn er sérpantaður, með aukahlutum svo sem, gólfskiptingu og fl. Upplýsingar í síma 32620. LITAVER PLA8TINO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. Hrúturinn 21. mR4 — 19. apríl. Gerðu skyldu þina við kirkjuna í dag. Njóttu félagskapar góðra vina. Nautið 20. apríl — 20. maí. Dagdraumar um auðæfi og völd. Vertu raunsær. Þú heyrir eitthvað athyglisvert seinni partinn. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. í dag ertu í félagslífinu. Vertu gagnlegur en ekki ágengur. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Friðsamlegt fólk i kringum þig kann að ásælast eitthvað, sem þitt er. Sinntu kirkjunni í dag. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Hafirðu búið yfir einhverju, kann það að koma fram i dag. Farðu í kirkju Gott er kvöld í fámennum hópi, vertu Mtillátur. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Ættir.gjar og vinir verða erflðir í dag, allir eru d'álítið nöldur- gjarnir. Þú munt verða einhvers vísari í kirfcju, sem gefur þér kjark. Hugsaðu ráð þitt i dag. Vogin 23. september — 22. október. Furðulegt hvað peningamir geta gufað upp. Gefðu eitthvað til kirfcju þimnar. Sparaðu að öðru leyti. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Vertu allur þar sem þú ert séður, það borgar sig. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. í dag er góður dagur til að sinma rannsófcnarstörfum og alvar- legum hugaunum. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. í dag ættirðu að grannskoða hiug þinn allan og dagfar. Reyndu að finna einhverja leið til að verða hamingjusamari. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Taktu þinn skammt af þegnskap á þig. Tónlist er ofarlega á baugi. Fiskamir 19. febrúar — 20. marz. Vertu þínum nánustu samvinnuþýður eftir kirkjuför í dag. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.