Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtTNT 196« Grágæsin í Vatnsmýri rotuð á hreiðrinu UNDANFARIN ár hefur grágæs orpið suður í Vatnsmýri. Hún hefur oftast orðið fyrir meira eða minna ónæði af völdum barna og unglinga, sem sækjast eftir að ganga um þessar slóð- ir. Oftast hefur hún verið rænd öllum sínum eggjum, nema einu og i ár kom ungi úr þessu eina eggi, en þá keyrði nú fyrst um þverbak. Þegar eftirlitsmaður fuglanna við Tjörnina, Sigurður Samúels- son, kom að hreiðrinu í gær, var þar ljótt um að litast. Ein- hver óþokkinn hafði rotað gæs- ina með spýtu, sem lá þarna blóð ug hjá hreiðrinu. Gæsin sjálf var rétt við hreiðrið. Unginn var á burtu, hefur sennilega verið rænt. Atburður þessi hefur gerzt annað hvort á þriðjudag eða fimmtudag. „Það átti svo sem ekki af þess- ari grágæs að ganga,“ sagði Sig- urður Samúelsson, þegar við hittum hann hjá gæsahreiðrinu á föstudag. „Oft er búið að hrella hana. f hitteðfyrra var reynt að kveikja í sinu hjá hreiðrinu, hreinlega brenna hana. Eitt sinn átti hún 14 egg, en þeim var öllum rænt utan einu. Og það er ekki svo, að verið sé að ræna eggjunum til matar. Það væri nú sök sér, heldur hafa þau leg ið mölbrotin hjá hreiðrinu. Mér er þetta alveg óskiljanlegt." Myndina tók Sveinn Þormóðs- son hjá hreiðrinu á föstudag. Dúnninn í hreiðrinu má greina nær, en gæsin er fjær og spýt- an, sem notuð var til að rota grágæsina. Svona atburðir mega ekki endurtaka sig. Varizt of hraðan akstur! Galdra-Loftur í Ósló í kvöld GUÐLAUGUR Rósinkranz, Þjóð- leikhússtjóri, skýrði Morgun- blaðinu svo frá í símtali við Osló i gær, að leikflokkur Þjóðleik- Ferming í Hellnakirkju hússins muni sýna Galdra-Loft í Det Norske Teatret í Osló í kvöld. Sé talsverður áhugi á sýn ingunni þar í borg. Guðlaugur sagði, að sýning- unni í Stokkhólmi og Helsinki hafi verið mjög vel tekið. Hefði bæði leikritið og leikarar feng- ið góða dóma. Bjargaði mönnum og sokknum bát Skáld á mannbroddum í Hornbjargsvita ísafirði, 8. júní. VARÐSKIPIÐ Albert kom hing- að um þrjú leytið í nótt með skip- verjana 3 af vélbátnum Reyni ÍS 526, 8 tonna, sem sökk hjá Horni í fyrrakvöld. Varðskipsmönnum hafði tekizt að bjarga bátnum og drógu þeir hann hingað. Mbl. ræddi við Kjartan Sig- mundsson formann á Reyni og sagðist honum svo frá: „Laust fyr ir miðnætti í fyrrakvöld vorum við staddir í svonefndum Régia undir Hornbjarga um 200 metra frá landi í þreifandi norðan bil og frosti. ísinn þrengdi mjög mikið að okkur og var að loka okkur inni. Tók þá bátinn niðri, en höggið var svo lítið að ekkert hefði orð- ið að. Einni til tveimur mínútum síðar fór ég fram í til að fá mér kaffi, en sá þá strax að sjór var kominn upp á hálfa bekki. Rauk ég þá aftur í og keyrði á fullri ferð að landi, en þarna er mjög stórgrýtt og sökk báturinn nokk- uð fram af fjörunni. Nánar til- tekið fram af Miðdal, sem er á milli Kálfatinda og Miðfells. Við reyndum að blása upp gúmbátinn, en taugin slitnaði og gátum við þá ekki gert meira við hann. Við höfðum pramma merðferðis og komumst í hann og rérum út að Horni, en þar höfðum við bækistöð í eyðibýli að Horni. Þar þurrkuðum við föt- in okkar, og rérum síðan yfir í Höfn í Hornvík og komum þang- að um hálf tíuleytið í gærmorg- un. Þar er neyðarsendir og gátum við strax talað við ísafjörð og látið vita af okkur. Vildi þá svo til að varðskipið Albert var ein- mitt á leiðinni til Látravíkur og kom það og tók okkur. Með varðskipinu var Einar Bragi rithöfunduir og kona hans, en þau ætla að leysa vitavarðar- hjónin á Hornbjiargsvita af í mán aðartíma. Gerðu varðskipsmenn tvær tilraunir til að koma þeim Rúmlega 100 manns til vinnu og skóla N.K. ÞRIÐJUDAG fer þota Flug félagsins til London með 113 manna hóp, sem fer til skóla- náms og í vinnu. Ferðaskrifstof- an Útsýn hefur milligöngu um að ráða skólafólk til vinnu í sum arbúðum Butlins, sem eru víða í Bretlandi og Skotlandi. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eft- ir þessari vinnu og verður ferða- skrifstofan að senda töluverðan hluta fólksins með öðrum hætti, en Útsýn hafðileigt þotu Flug- félagsins til þess að lækka ferða- kostnaðinn fyrir skólafólkið. Þetta er fyrsta leiguflug Útsýnar á þessu sumri, en Útsýn hefur í sumar samið um fjölda leigu- flugferða til margra dvalarstaða við Miðjarðarhaf til þess að gefa fól'ki kost á, sem ódýrustum ferð um í fjölbreyttu úrvali. Skóla- og vinnufólkið mun flest allir korna heið með þot- unni þann 10. september. Lág- marksaldur í þessa vinnu er 18 ár og gat Útsýn ekki annað öll- um eftirspurnum. Ljósatafla sem sýnir staðsetningu vita íslands og eðlilegt ljósblik Albeirra. sunnud. 9. júní, prestur sr. Hreinn Hjartarson. Islendingar og hafið: DRRENGIR: Bragi Sveinsson, Gíslabæ. Birgir Sveinsson, Gíslabæ. Guðjón Kr. Kristgeirsson, Felli. Páll Pálsson, Malarrifi. Rúnar Reynisson, Skjaldatröð. STÚLKUR: Dóirothea Högnadóttir, Bjargi. Kristín Helgadóttir Y.-Tungu. Snjólaug Sveinsdóttir, Gíslabæ. Fréttaritari Hellnum. Orðið felmtri í SVÖRUM þeirra Ólafs Odds- sonar og Guðmundar Lárusson- ar um áhrif morðsins á Robert Kennedy, sem birtist í Mbl. í igær, er stafavíxl, er illa lítur út á prenti. Þar er talað um að þeir hafi orðið flemtri slegnir, en á auðvitað að vera felmtri. Kynning Hafnarmálaskrifstofunnar á morgun mánudag hafnargerðar væri í helzta at- vinnuvegi þjóðarinnar og jafn- MEÐ sýningu þeirri, sem Vita- og hafnamálin standa hér fyrir á íslendingar og hafið, er varla um annan tilgang að ræða en vekja athygli sýningargesta á þeirri starfsemi og þeirri þjónustu, sem ríkið rekur í sambandi við sigl- ingar við fsland. 1 vitadeild er skýrt frá í máli og myndum og sýningu á vitatækjum svo og fyrstu viðbrögðum í vitamálum fyrir rúmum 90 árum og siðan sýnt vitakort fslands eins og það er nú, þar sem hver viti lýsir með sínu sérstaka ljóseinkenni. Árlegur kostnaður við að reka alla vita landsins, radiovita og sjómerki, þar með einnig talinn rekstur vitaskips, mun um kr. 17.000.000.00, þegar með er talinn viss hluti af stjórnunarkostnaði stofnunarinnar. Til bygginga á nýjum vitum, er nú árlega varið um 3,0 millj. króna. í hafnadeildinni er að finna líkan af Vestmannaeyjum, stærstu verstöð landsins, eða réttara sagt hluta af Vestmanna- eyjum, þar sem höfnin kemur fram. Var þetta hugsað þannig, að með því að vekja athygli á einni þýðingarmestu fiskihöfn landsins, væri sýningargestum bent á hve veigamikill þáttur framt vakin athygli á veigamik- illi forgöngu sveitarfélaganna í hafnarframkvæmdum. Sjómælingadeildinni er sérstak lega ætlað að sýna, með saman- burði tveggja líkana af hafsbotni út af Reykjanesi, mismun á gam alli og nýrri sjómælingatækni. Annars vegar með handlóði en hins vegar með bergmálsdýptar- mæli. Á það að vera auðvelt fyr- ir hvern og einn að bera saman þessar tvær aðferðir og fá þann- ig séð hve nákvæmni í mæling- um með nýjum og fljótvirkari tækjum veitir sjófarendum auk- ið öryggi. í land í Látravík, en tókst ekki. Snéru iþeir aftux að Horni og fóru varðskipsmenn gangandi [ fylgd með hjómmum að vitan- um. Var svo svellað á þessum slóðum að allir tvrðu að ganga með mannbrodda. Stýrimennimdx á Albert fóru síðan að athuga bátinn, sem þá vax í kafi með stefnið upp úr. Köfuðu þeir þrátt fyrir mikinn kulda og tókst að þétta bátinn og draga hann út og var farið með hann á Hornvík. Þar köfuðu stýrimenniirnir aftur og skoðuðu bátinn og reyndist sjófær. Ég tel það alveg einstætt afrek að þeim skyldi takast að bjarga bátnum.“ Þeir félagar voru við eggja- töku undir Hornbjargi við mjög erfiðar aðstæðux og höfðu feng- ið 600 egg, þegar óhappið varð. Þeim varð ekkert meint af þessu volki. H. T. - ÚTFÖR Framh. af bls. 1 safnazt þar í kring, bæði á Fifth Avenue og hliðargötum. Um kl. 12.30 að staðartíma (kl. 16.30 að ísl. tíma) var gert ráð fyrir, að kistan yrði borin um borð í lestina, er átti að flytja hana og líkfylgdina til Wash- ington. Var sagt í morgun, að lestin mundi hægja ferðina á nokkrum stöðum á leiðinni, m.a. er farið yrði um Newark og Camben í New Jersey, Philadelph ia í Pennslyvania og Baltimore í Maryland, þar sem búizt var við miklum mannfjölda. Búizt var við, að um þúsund manns yrðu í föriruni, en kistan sjálf verður höfð á palli, sveipuð rauðu flau- eli. Til Washington var áætlað að kiomið yrði nokkru fyrir kl. 16 að staðartíma. Þar mun líkfyigd- in fara framhjá dómsmálaráðu- neytinu á Constitution Avenue, þar sem Robert Kennedy var ráðherra; fram/hjá skritfstofum öidungadeildarinnar, þar sem hann vann síðustu áriin; framíhjá Hvíta húsinu; framihjá „borg hiinna fátæku“, sem slegið hefur vierið upp í borginni vegna her- ferðarinnar gegn fátækt; fram- hjá minniismerki Lincolns, þar sem kór syngur sorgardög; yfir Potomac um Memorial-brúna og inn í Vixginia, þar sem er heimáli Kennedyjhjónanna ag tii Arling- ton kirkjugarðsins, þar sem 147 Bandaríkjamenn eiga sér hvílu- stað. Athiöfnin þar verður stutt og iátlaus. Richard Gudhing, kard- inál'i, vinur K e nn edy -fj ölskyW- unnar, mælir síðuistu orðiin yfir kistunni, áður en hún verður lát- in síga í gröfina og Leonard Bernstein hljómsveitarstj, annar vinu fjölskyldunnar stjórnar Philhormoniuhljómsveitinni í New York, sem leikur þátt úr fimmtu sinfóníu Mahlens. Meðal þeirra, sem bera kistu Kennedys, verða Edward, ynigsti bróðir hans og sá eini ex eftir lifir bræðranna og elzti sonur Roberts, Joseph; ennfremior Averell Harrimann, sérlegiux sendimaður Bandaríkjaforseta, McNarmara, forseti Alþjóða- bankans sem kom frá París, og Harleck lávarður, fyrrum David Ormsby Gore, sendilherra Breta í Washington í stjórmartíð Johns F. Kennedys. Sjónvarpað verður um öll Bandaríkin frá útförinni og hófst dagskráin, þagar klukkan níu í morgun að staðartíma. Verður fylgzt með öllum þáttum útfar- arinnar og er ekki gert náð fyrir, að dagskránni ljúki fyrr en undir kl. 8 í kvöld, að staðar- tíma. f dag verður sungin sálumessa fyrir Robert Kennedy í St. Francis Xavier kirkjumni í Hyannisport í Massachusettes, en þá kirkju sótti hinn látni tíð- um og var þar kórdrengur sem barn. Samúðarfcveðjur hafa borizt Kennedy-fjölskyldunni víða að, m. a. frá fjölda þjóðhöfðingja. Páll páfi, sem sendix fuiltrúa sinn til útfararinnar, söng í morg- un í kapellu sinni messu fjrrir sálu Roberts Kennedy, þá þriðju frá því hann vax skotinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.