Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ: SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 199«
Samtal við dr. Bjarna Benediktsson
um forsetakosningarnar
EINS og að líkum lætur, er
mikið rætt um forsetakosn-
ingarnar, sem fram fara hér á
landi 30. júní n.k. Morgunblað-
ið hefur gefið báðum fram-
bjóðendunum kost á því að
skýra sjónarmið sín, en hér á
eftir fer samtal við forsætis-
ráðherra, dr. Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokks
ins, um kosningar þessar.
í upphafi samtals okkar
þótti mér rétt að spyrja hann,
hvort hann væri samþykkur
þeirri skoðun, sem fram hef-
ur komið, að forsetakosning-
arnar séu ópólitískar. Hann
svaraði:
„í þau tvö skipti, sem geng-
ið hefur verið til kosninga um
forseta, fyrst á Alþingi 1944 og
síðan við almennar kosningar
'1952, hafa að minnsta kosti
'tveir stærstu flokkarnir geng-
ið skiptir til leiks. Af því sást
þá þegar, að flokkssjónarmið
ein réðu ekki úrslitum um af-
stöðu manna. Kosningarnar
'1952 skáru einkar skýrt úr um
þetta. Þá tóku bæði Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn þá ákvörðun að
styðja tiltekinn frambjóðanda,
en úrslit kosninganna voru
ótvíræð bending um það, að
mikill hluti kjósenda óskaði
ekki eftir beinum afskiptum
flokkanna af slíkum kosning-
um.
Úrslitin 1952 hafa að sjálf-
sögðu haft áhrif á afstöðu
manna síðar, og nú hafa aliir
flokkar tekið þá ákvörðun að
hafa ekki afskipti af kosning-
unni — ég segi allir flokkar,
en hef þó þann fyrirvara, að ég
veit ekki um afstöðu kommún-
ista í þessu efni, en a.m.k. sýn-
ist vera minnstur ágreiningur
í þeirra liði.
Báðir frambjóðendurnir hafa
einnig lýst yfir því, að framboð
þeirra væri óflokksbundið, og
vil ég sérstaklega vekja at-
•hygli á ummælum Gunnars
Thoroddsens í samtalinu við
Morgunblaðið, þar sem hann
segir: „Afstaða mín til forseta-
’kjörs 1952 var þessi: Ég taldi,
að stjórnmálaflokkarnir ættu
ekki að bjóða fram eða standa
að framboði. í flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins lagði ég til, að
Sjálfstæðisflokkurinn sem $lík-
ur léti forsetakjör afskiptalaust
og gæfi flokksmönnum frjáls-
ar hendur. Við það forsetakjör,
sem nú er framundan, virðast
allir stjórnmálaflokkar telja
rétt að gera forsetakjör_ekki að
flokksmáli. Mér virðist sú af-
staða bezt í samræmi við eðli
embættisins og vilja fólksins“.“
„Og þú ert sammála þessu
sjónarmiði?"
„Já. Viðhorf flokksins var
ítarlega rætt bæði í miðstjórn
og þingflokki og voru allir sam-
mála um, að flokkurinn léti
kosningarnar afskiptalausar.
Um þessa hlið málsins er því
enginn ágreiningur innan
flokksins. Hér er þess vegna
ekki um venjuleg stjórnmála-
átök að ræða, það er t.d. hvorki
verið að greiða atkvæði um
ríkisstjórn eða afstöðu til ein-
stakra mála eins og aðild að
Atlantshafsbandalaginu, svo að
dæmi sé tekið.
Hitt verða menn, öbundnir
af flokks-samþykkt, að ákveða
hvorum frambjóðendanna þeir
treysta betur til að gegna for-
setaembættinu. Um þá ákvörð-
un er ég vitanlega jafn óbund-
inn sem aðrir og hefi frjáls-
ræði til að láta uppi mína skoð-
un. Slíkt val manna á milli er
annars eðlis en þegar verið er
að berjast um ólíkar stefnur
eða tiltekin málefni. Þess
vegna verður ekki komizt hjá
persónulegu mati á frambjóð-
endum í forsetakosningum. Það
er aumur maður, sem engar
sögur fara af. í stjórnmálabar-
áttu verða menn ætíð að vera
viðbúnir ýmiskonar söguburði
og venja sig við að láta hann
sem vind um eyru þjóta. Þegar
ekki er deilt um málefni heldur
einungis persónulegt mat á
mönnum, verður umtalið óhjá-
kvæmilega mun persónulegra
en ella.
Enginn okkar er alfullkom-
inn og má með sönnu sittihvað
út á okkur alla setja. En von-
laust er að ætla á nokkrum
mánuðum að búa í hugum al-
mennings til allt aðra mynd af
manni, sem áratugum saman
hefur í okkar litla þjóðfélagi
starfað í allra augsýn ,en þá,
sem hann hefur sjálfur mótað
með lífi sínu og starfi.
Um leið og menn skoða þá
mynd, þurfa þeir að gera sér
grein fyrir, hvað skiptir mestu
máli um val manns í stöðu
forseta íslands. Nú hefur það
að vísu komið fram, að uppi
eru ólíkar hugmyndir um þýð-
ingu þessarar stöðu. Það er
rétt, að dagleg störf forseta
eru ekki ýkja mikil, og æski-
legt er, að sem sjaldnast þurfi
verulega á hann að reyna.
Stjórnskipun okkar er sú, að
hið raunverulega vald er hjá
kjósendum, Alþingi og ríkis-
stjórn. En þess eru of mörg
dæmi ,að á Alþingi hefur geng-
ið illa að koma saman ríkis-
stjórn, er njóti nauðsynlegs
stuðnings þingsins. Ég hefi á
Alþingi í vetur nefnt þrjú
dæmi um, að afskipti þess, sem
með þjóðhöfðingjavaldið hefur
farið, hafi ráðið úrslitum um
stjórnarmyndun á þeim 28 ár-
um ,sem liðin eru frá því, að
þetta vald komst á innlendar
hendur ,eða frá því vorið 1940.
Fleiri dæmi mætti nefna, sam-
anber það, sem Stefán Jóhann
segir í ævisögu sinni af tildrög-
um stjórnarmyndunar sinnar
1947.
Það er þess vegna ótvírætt,
að forseti íslands getur haft,
og hefur haft, úrslitaorð um
hin allra mikilvægustu efni,
einmitt þegar mest á reið og
mestur vandi var fyrir hönd-
um.
f stjórnarskránni er forset-
anum að nafni eða formi til
fengið ýmislegt annað vald, þar
á meðal getur hann knúð fram
bióðaratkvæðagfeiaslu TTm
iagafrumvarp með því að
synja frumvarpinu staðfesting-
ar. Þarna er þó einungis um
öryggisákvæði að ræða, sem
deila má um, hvort Iheppilegt
hafi verið að setja í stjórnar-
skrána. Aldrei hefur þessu
ákvæði verið beitt og sannast
sagna á ekki að beita því, þar
sem þingræði er viðhaft.
Forseti verður bæði að
kunna skil á takmörkum síns
raunverulega valds og hafa
hæfileika til þess að beita pví
rétt, þegar á hann reynir".
„En af hverju var ákvæðið
um þjóðaratkvæðagreiðsluna
sett inn í stjórnarskrána?“
„Ástæðan til þess var sú, að
þegar verið var að semja frum-
varpið að lýðveldisstjórnar-
skránni var utanþingsstjórn,
sem meirihluti Alþingis undi
mjög illa, þó að ekki væri hægt
að ná samkomulagi um þing-
ræðisstjórn. Með réttu eða
röngu töldu margir þingmenn,
þar á meðal ég, að þáverandi
ríkisstjóri hefði við skipun ut-
anþingsstjórnarinnar farið
öðruvísi að en þingræðisregl-
ur segja til um. Menn óttuðust
þess vegna, að innlendur þjóð-
höfðingi kynni að beita bók-
staf stjórnarskrárinnar á ann-
an veg en konungur hafði ætíð
gert frá því að landið fékk við-
urkennt fullveldi 1918 — og
þar með taka afstöðu með eða
móti lagafrumvörpum, alveg
gagnstætt því, sem ætlazt er
til í þingræðislandi, þar sem
staðfesting þjóðhöfðingjans á
gerðum löggjafarþings er ein-
ungis formlegs eðlis. Menn
vildu ekki eiga það á hættu,
að forseti gæti hindrað lög-
lega samþykkt Alþingis með
því að synja henni staðfesting-
ar, heldur tæki lagafrumvarp
engu að síður gildi, en vald
forseta yrði takmarkað við það
eitt að geta þá komið fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um mál-
ið. Þetta ákvæði skýrist þess
vegna eingöngu af því tíma-
bundna ástandi, sem hér ríkti
á árunum 1942-—44, og hefur
reynslan síðan bent til að
þessi varúð þingsins hafi verið
ástæðulaus. Ekki er kunnugt,
að forseta hafi nokkru sinni
komið til hugar að stofna til
þess glundroða, sem af því
mundi leiða, ef hann ætlaði að
hindra Alþingi í löggjafarstarfi
þess“.
„Þú sagðir, að flokkarnir
hefðu tekið þá afetöðu að hafa
ekki bein afskipti af forseta-
kosningunum, en hafðir þó
tfyrirvara á um komimúnista.
Mér skil'st að einu blöðin, sem
enn hafa tekið afstöðu í kosn-
ingunum séu nokkur málgögn
Alþýðubandalagsmanna eða
kommúnista og hafi þau lýst
yfir stuðningi við Kristján Eld-
járn. Hvað segir þú um þetta?“
„Kristján EMjíárn á stuðn-
ingsmenn í öllum flokkum og
menn greiða honum atkvæði á
mjög mismunandi forsendum.
Þegar af því, var það auðvitað
fráleitt, ®em mér skilst, að
kommúnistablað hafi haldið
fram, að kjör Kristjáns Eld-
jiárns mundi sýna einhverja
andstöðu meirihluta kjósenda
við Atl a n tsh a fsband alagið. En
þessi yfirlýsing er þó lærdóms
rík, vegna þess að hún sýnir,
að vissir hópar kjósa forseta-
efni sitt í þeirri von, að ef
hann nái kosningu geti þeir
fengið hann til að misibeita
valdi sínu, málstað sjálfra
þeirra tiil framdráttar. Út af
fyrir sig ber ég ekki slíkan
kvíðboga í brjósti, enda skilst
mér, að Kristján Eldjárn hafi
í samtalinu við Morgunlblaðið,
og sumir stuðningsmenn hans
að minnsta kosti, hafa einnig
í þeirra eigin blaði, skýrt það
réttilega, að forsetakosning-
arnar snúast alls ekki um þessi
efni.
Eins og ég sagði áðan, eru
frambjóðendur að sjálfsögðu
kosnir af mjög mismunandi á-
stæðum. Sjálfur þekki ég báða
frambjóðendurna og hef mæt-
ur á þeim báðum. Gunnar
Thoroddsen hef ég þó þekkt
miklu lengur en Kristján Eld-
járn, enda kynnzt Gunnari
flestum mönnum betur. Það
er vegna þeirra kynna, sem ég
var í hópi þeirra, sem skoruðu
á Gunnar Thoroddsen að gefa
fcost á sér til forsetakjörs og
styð hann eftir megni í þess-
ari kosningabaráttu. Gunnar
Thoroddsen gerþekkir, vegna
menntunar sinnar og starfa,
eðli og völd forsetaemibættis-
ins. Það er rétt, að hann hef-
ur tekið opinlberan þátt í
stjórnmálum og verið flokks-
bundinn frá æskuárum sínum.
En það er líka rétt, sem Her-
mann Jónasson sagði eitt sinn,
að oft verða þeir kredduminni
og víðsýnni, sem eru í for-
ystuliði baráttunnar, heddur
en hinir, sem einnig hafa sín-
ar skoðanir, en hafa ekki þurft
að ganga í gegnum eldskirn
langrar stjórnmálabaráttu.
Allt fer þetta eftir eðli manns-
ins sjálfs. Og kynni mín af
Gunnari Thoroddsen hafa sann
fært mig um að hann hefur til
að bera þá dómgreind, víðsýni
og hlutleysi, sem fonseti fs-
lands öðru fremur þarf á að
halda í sínu vandasama og
viðurhlutamikla emibætti."
„En þegar þú rifjar upp
kynni ykkar Gunnars Thor-
oddsens, hvað vilt þú þá segja
um forsetakosningarnar 1952
og afskipti hans af þeim. Mis-
líkaði þér framikoma hans þá?“
„Auðvitað misLíkaði mér og
mörgum okkar þá afstaða
Gunnars Thoroddsens. En þótt
ég sé, vafalaust með réttu,
stundum talinn hvatskeytleg-
ur um of, þá hefi ég sjálfur
þurft að taka svo margar
vandasamar og tvísýnar á-
kvarðanir, að ég viðurkenni
hin fornkveðnu sannindi að
allt orkar tvímælis þá gert
er. Mér er þess vegna fjarri
skapi að erfa það við nokk-
urn mann, þótt hann hafi
í ákveðnum málum aðra
skoðun en ég. Afstaða forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins til
forsetakosninganna 1952 var
og miklu flóknara mál en sum-
ir virðast halda nú eftir á.
Innan flokksinis áttu sér þá
stað mjög langvinnar bodla-
leggingar um afstöðuna til for
setakjörsins, og Gunnar Thor-
oddsen ilýsti því skýrt og skor-
inort yfir, að ef annar hvor
þeirra bræðra, Ólafs eða
Thors Thors, gæfu kost á sér til
framiboðs, mundi hann styðja
þá, hvað sem um framboð Ás-
geirs Ásgeirssonar yrði. Ólaf-
ur Thors léði hins vegar aldrei
máls á eigin framboði, og að
athuguðu máli neitaði Thor að
verða við áskorunum um að
gefa kost á sér.
Þess er og skylt að geta, að
um það bil sem Gunnar Thor-
oddsen varð viðskila við flesta
okkur hina í svokölluðu for-
ystuliði^ þá var framlboð Ás-
geirs Asgeirssonar að okkar
viti allt annað en sigurstrang-
legt. Eftir því sem við heyrð-
um þá hljóð í flokksmönnum
okkar, ekki sízt hér í bænum,
var það mat okkar, að hann
hefði sáralítið fylgi. Breytti
þar engu um, þótt vitað væri,
að það voru fleiri af forystu-
mönnum en Gunnar Thorodd-
sen, sem töldu ráðlegt fyrir
Sjálfstæðisfilokkinn að styðja
Ásgeir Ásgeirsson, Það var
ekki þá — og er ekfci heldur
nú — neitt launungarmál, að
ég var einn í þeirra hópi, þó
að ég beygði mig fyrir ákvörð
unum þess meirihluta, sem
vildi með engu móti styðja Ás-
geir Ásgeirsson.
Til þeirrar ákvörðunar minn
ar lágu ýmis rök, en ekki sízt
að ég taldi sýnt, að um Ásgeir
Ásgeirsson mundi ekki skapast
sú eining, sem vera þarf um
þjóðihöfðingja. í þessu reyndist
ég hafa rangt fyrir mér. Þegar
til kom kaus fólkið gamal-
reyndan, hógværan stjórnmála
mann en ekki hinn ágæta
kirk j uhöfðingj a og lærdóms-
mann séra Bjarna.
Allar voru þessar ákvarð-
anir innan filokfcsins um af-
stöðu til Ásgeirs Ásgeirssonar
teknar, áður en itifl. rnáíla kom
framiboð séra Bjarna Jónsson-
ar, sem ég studdi af heilum
ihuga og tel mér heiður af að
hafa hvatt til framJboðsinis úr
því sem komið var“.
„Að lokum langar mig að
spyrja þig, hvort úrslit forseta
kosninganna 1952 hatfi ekki
orðið þér mikil vonbrigði?"
„Jú, þau urðu mér og mörg-
um öðrum mikil vonlbrigði, en
því varð að taka. Og það er
rétt, sem Gunnar Thoroddsen
hefur nú minnt á, að ég átti
þátt í að bera klæði á vopnin
og jafna deilur af þessum sök-
um. Þar um réð heildarmat
mitt á hæfileikum Gunnars
Thoroddsens, sem sárindi út
af óvæntum ósigri breyttu
engu um. Vil ég í því sam-
bandi víkja að því, að sumir
hafa fyrr og síðar lagt stund
á þá iðju, að sá því manna á
meðal, að togstreita hafi löng-
um átt sér stað miílli mín og
Gunnars Thoroddsens. Þeirrar
togstreitu hef ég aldrei orðið
var. Þó að við Gunnar höfum
í flestum meginmálum verið
sammála, þá er það auðvitað
rétt, að stundum ‘hefur okkur
greint á en hvorugur látið það
á sig fá, enda tel ég slíka sam-
búð ekki til óþurftar heldur á
þá lund, sem ein sé sæmileg
frjálsum mönnum. Aðalatriðið
fyrir kjósendur — jafnt mig
sem aðra — er og ekki, hvort
þeir hafa verið forsetaefni
ætíð sammála, heldur verða
þeir að meta, hvort frambjóð-
andi sé líklegur til að kun-na
að taka vandasamar ákvarðan-
ir, byggja þær á skynsamlegum
rökum, sem a.m.k. sannfæra
ihann sjálfan, og haMa síðan
tfast við sannfæringu sína,
hvort sem öðrum iLíkar betur
eða verr“.
M.
Dr. Bjarni Benediktsson