Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968
21
HAFÍSINN - YRKISEFNI ÞJODSKALDANNA
Einar Benediktsson:
HAFÍS
Frá vestri til austurs um hólmann hálfan
hringar sig brimhvíta, fljótandi álfan.
I>ar björgin sig mylja sem brothætt skurn
yfir bældu, æðandi reginhafi. —
Ein himinvið sjón út á heimsenda sjálfan,
eitt helstrokið riki með turn við turn,
sem gljá og speglast við geisla hvum
yfir gaddbláum skuggum, marandi í hálfu kafL
í annað sinn heiðmáninn veltir nú vöngum
sem vofa á glugga yfir hafgaddsins svæði.
Hyldjúpsins þrá í hvalanna mæði
heyrist æ þyngri hjá vakanna spöngum.
Vordauðans sigð er á lofti um allt land.
Hver lambsfeldur við heiði og sand.
Hið volduga, harða, helþrönga band
lengir hugi og vonir á sóldögum köldum og löngum.
Heiðarnar eru línhvít lík,
lögð við hamranna dökku f jalir.
Blómin sín jarða daprir dalir.
Það dregur násúg um skaga og vík.
Túngrösin kynbætt af þúsund þrautum
við þúfuna grúfa í neðstu lautum.
Haginn er litlaus, lóslitin flík.
Lífsmörkin krjúpa í felur í jurtanna skautum.
— En kópurinn leikur hjá landsins steinum
og látrar sig um þetta hvíta grjót.
Hann teygir sig hátt á fitjaðan fót
með forvitnum barnsaugum, djúpum og hreinum.
í ótta og flótta frá skrápi og skoti
hann skimar og hvimar á kafi og floti —
á þangskerið efst nið'r í þarans rót
með þungan álagaham yfir dvergsmáum beinum.
Vgganna himnar eru ísaþökin,
opinberun þeirra er vökin.
En hreyfamir eiga sér annan heim
með æðra, víðara hvolfi til skipta.
Öfund á vængnum, sem loftin lyfta,
liósþráin, hún er gefin þeim.
Þeir skópust, sem allt í sköpunar-geim,
með skýlur starandi augna, er draumarnir svipta.
Hver kyrrð og þögn — hvílíkt endalaust eyði
er úthafsins volduga marmaraleiði.
Landaldan bærir barminn svo hljótt
sem barn sé þaggað og smáhætt að rugga
Útflæðin lygna augunum rótt
og ósana sötra í strandar skugga.
En norðrið er stálgrá, starandi nótt,
sem stendur kyrr eins og héla á vorloftsins glugga.
Nú greinir ei haf og hauður neitt,
hellan landföst þau tengir í eitt.
Höfnin er orðin hafjaka-lega.
Á handvað gengur fóturinn þurr.
Allt líf er í herfjötrum víða vega,
liver vogur hvílir dauður og kjurr,
— Æðarmúganna marar-kurr
minnir aðeins á djúpsins eilífa trega.
Að gíganna storð án gróðurs og brauðs
fellur glitrandi eldhraun norðurbmnans.
Tvíeggjuð sveifla frerans og funans
*lær frjóöflin hafs og moldar til dauðs.
Um hvern bláhyl í lofts og lagar ríki
hún logar i efsta og neðsta díki,
— og kristallsdjásnið hins örenda auðs
er eldíoorna gimsteinsins skinandi jafni og líkL
Og ísinn á hlutverk á láði og lá,
það ljómar af vogestsins hörðu brá.
Fyrir holds eða moldar kvilla og kröm
er kuldinn handlæknir Norðurlanda.
Með blóðrás helsins hann streymir til stranda
e,g styrkir hvern kraft út á yzta þröm, —
en allt, sem er krankt og hímir á höm,
hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans anda.
Af því verðui norðlenzka náttúran sterk.
Nágranni dauðans lífseigur fæðist.
f námsskóla frostsins nektin klæðist.
Neyðin á vopnfastan, heimofinn serk.
í skrautsölum öræfaauðnar og þagnar
andinn þekkir sig sjálfan og fagnar,
og krosslýðsins hljóðu hetjuverk
befja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar.
Er hafísinn vor ekki böl, sem betrar?
Hann ber okkur norðursins sumargjöf.
Hann flytur vort óðal um heljar höf
í heimboð til eilífs styrkjandi vetrar.
Hann byggir í hugunum máttugar myndir,
þvi minning hans bæði dregur og hrindir.
— Það svipar af hafsins hvítu gröf
í hjarta og mold, þegar þiðna íslenzkar lindir.
Og eitt sinn rís straumsins stormur og gnýr,
sem stórskot þúsund í einu dynji
og bryndrska-vígi hryðjist og hrynji.
Til heimskautsins landátt djúpsins sig knýr.
Þá bresta herkvíar voga og vara.
Sem víki haffloti sleginna knara,
á braut af landmörkum lífsins flýr
leikbróðir eldsins með gnauðandi helfölva skara.
Matthias Jochumsson:
HAFÍSINN
Ertu kominn, landsins forni fjandi?
Fyrstur varstu enn að sandi,
fyri en sigling, sól og bjargarráð.
Silfurfloti, sendur oss að kvelja!
situr ei í stafni kerling Helja,
hungurdiskum hendandi* yfir gráð?
Svignar Ránar kaldi móður-kviður,
knúinn dróma, hræðist voðastríð,
stynur þungt svo engjast iður:
eins og snót við nýja hríð.
Hvar er hafið, hvar er beltið bláa,
bjarta, frjálsa, silfurgljáa?
Ertu horfin, svása svalalind?
Þá er slitið brjóst úr munni barni:
björn og refur snudda tveir á hjami,
gnaga soltnir sömu beinagrind.
Þá er úti‘ um frið og fagra daga,
frama, dáð og vit og hreystiþrótt,
þá er búin þjóð og saga,
þá er dauði, reiginnótt.
Hvar er hafið? Allt er ísköld breiða,
eins og draugar milli leiða
standa gráir strókar hér og hvar.
Fða hvað? er þar ei komin kirkja?
Kynjamyndir! Hér er létt að yrkja:
Hér eru leiði heillar veraldar!
Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður,
kuldalegt er voðaríki þitt,
hræðiiegi heljararður!
hrolli slær um brjóstið mitt.
Þú átt, hafís, allt, sem andann fælir,
allt, sem grimmd og hörku stælir,
án þess samt að örva þrek og móð.
Fornjóts bleika, fimbulkalda vofa,
fiötruð hlekkjum þúsund ára dofa,
þú hefur drjúgast drukkið íslands blóð.
Hvaðan ertu? Enginn veit þín kynni,
enginn skilur þig né sækir heim,
þú er úti, þú er inni, —
þú er komin langt á sveim.
Anda þinn mér innst til hjarta leggur:
eiturkaldur smýgur heggur
Jörmungandur gegnum lífs míns rót.
Ótal þúsund örvabroddar glitra,
ótal þúsund sólargeislar titra,
skjálfa hræddir hörku þinni mót.
Fyrir sólu stuðlabjörgin stikna,
storm og þrumu hræðist voldug björk:
þitt mun aldrei veldi vikna,
voðaslungin eyðimörk.
Segulheimur, hverjum eru byggður,
himins reiðilogum skyggður,
kringum Norðra kaldan veldisstól?
þruma nornir þar hjá Urðarbrunni
þagnarmál, sem loka feigum munni?
4 þar möndul auðnu vorrar hjól?
Er þar rituð rún á segulspjaldi,
reginmál og dularkrafta teikn?
Horfa þar frá himins tjaldi
heimsins gátu fimbulteikn?
Enginn svarar. Innst í þínu djúpi,
undir dauðans fölva hjúpi
leynist máske líf og hulin náð.
Eitthvert geysi-hlutverk víst þú hefur,
heljarlík, sem árþúsundir sefur?
Hver má þýða heilög ragna ráð?
Ertu kannski farg, sem þrýstir fjöður
fólgins lífs og dulinskraftar elds,
fjörgar heilsulyfjum löður
læknir f jörs, og stillir hels? —
Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu,
hreyk þér eigi, þoldu, stríddu.
Þú er strá, en stórt er Drottins vald.
Hel og fár þér finnst á þínum vegi:
fávís maður, vittu, svo er eigi,
lialtu fast í Herrans klæðafald!
Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða,
lífið hvorki skilur þú né hel:
Trú þú: — upp úr djúpi dauða
Drottins rennur fagrahvel.
Hannes Hafstein:
í HAFÍSNUM
Hvort hefur þú vin okkar hafísinn séð,
er‘ann hraðar að landi för,
og tungunni hvítri og tönnunum með
hann treður á foldar vör?
Er hann fyllir f jörð,
ryðst um flúð og börð
og fellir sig strönd af strönd,
svo hver alda deyr
og hver þagnai þeyr,
er þaut yfir grænkandi lönd.
Eða hefur þú lent í hafísnum þá
við Horn eða Langanes,
og skoðað og heyrt'ann skipsþiljum frá-
er hann skraf sitt við rastirnar les?
Ei er háreysti neitt,
en það hljóð þó leitt,
er ‘ann hrönglast við byrðings skurn,
með breiðan köld
leggur skjöld við skjöld,
er skrúfar þó turn við turn.
Sem óvígur floti með öfug segl
er ömurlegt hafjaka-þing,
og ísnála-þoka með haglskýja-hregl
er hervörður allt í kring.
Glórir glæta köld
niðr' í glufufjöld,
eíns og Glámsaugu stari þar kyr.
En um nökkva súð
er æ napurt gnúð,
eins og nárakkinn klóri á dyr.
Þeir höfðu dvalið í dægur fimm
við dauðann í risaleik,
er nóttin ekki gat orðið dimm,
heldur aðeins vofubleik.
Hvar sem grisjað* í skarð
eða glufa varð,
var gufuknerrinum beitt.
En hvert lífvænt bil
gerði skammvin skil,
og skipið komst ekki neitt.
í þokunni grúfir sig þögul Hel
ura þrúðugar ísjaka-gjár,
og þéttar og þéttar að skips-súðar skel
treðst skarjaka-múgurinn flár,
nemur byrðings borð
eins og bryggja' að storð
liggi beint upp á endalaus torg.
En úr ísjaka-þröng
yfir alhvíta spöng
rís einstöku háturnuð borg.
Það hafði þrívegis heppnast drótt
að hefta lekann á knör.
Eftir drengilegt strit bæði dag og nótt
loks dvínað var táp og fjör. —
Framh. á bls. 23