Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 3 Jón Auðuns, dómpróf.: BRÓDURMORÐ MORÐIÐ á Rotoert Kennedy hef- ir vakið margar spurningar, enga almennari en þessa: Hvernig getur þetta gerzt í menn ingarríki? Spurningin getur ekki beinzt að þessum hræðilega verknaði einum ,hér þarf að mörgu að gæta. Fyrsti bróðurmorðinginn heyrði Drottin kalla til sín: Hvar er bróðir þinn? Blóð hans hróp- ar til mín af jörðunni. Lostinn samvizkubiti svaraði maðurinn: Á ég að gæta bróður míns? Hvort guðsröddin var það eða rödd samvizkunnar, sem var að vakna í manni, er stóð á mörk- um dýrs og manns, skiptir ekki meginmáli. En síðan samvizkan sló Kain yfir líki bróður hans hefir broddur þessarar spurnar búið í samvizku mannsins: Á ég að gæta bróður míns? Og samt hefir blóðaldan hrun- ið um jörðina og aldrei fleiri mannslífum verið fórnað á víg- völlum en á okkar öld. Og á svo kölluðum friðar'tímum höfum við séð mannslífið að litlu met- ið. Man enginn neyðarópin úr fangabúðum nazista? Eru morð- in á Stalíns-tímanum gleymd? Er bergmálið aJE kúlnaregninu, sem kaffærði frelsisviðleitni Ungverja, þagnað? Er okkur gleymdur glæpurinn í Eystra- saltslöndunum? Er ek'kert að gerast í Vietnam og Nígeríu? Á ég að gæta bróður míns? Munu Finnar aldrei spyrja þess í hljóði? Það er spurt um fleira nú en þetta eina bróðurmorð, en hvernig gat það gerzt í menn- ingarríki, sem er því miður mjög að setja ofan í augum sæmilega siðaðs fólks? Hvar liggja rætur þessa morðs og margra annarra? Við hverju er að búast þegar mikill hluti þess lesmáls, sem þorri fólks sækist eftir, segir frá glæpsamlegum ofbeldisverkum sem sjálfsögðum athöfnum og ruddalegustu líkamsárásum sem eftirsóknarverðri karlmennsku? Við hverju er að búast, þar sem villimannlegir hnefaleikar eru ákjósanleg dægradvöl? Við hverju er að búast, þar sem morðvopn eru nærfellt talin barnaleikföng? Við hverju er að búast þegar ungir alast upp við blygðunarlausustu ofbeldisverk og manndráp í kvikmyndahúsun- um og við sjónvarpstækin í heimahúsum? Getur hjá því farið, að slíkri kynslóð verði manndráp sjálf- sögð athöfn og eðlileg til að fá sínum vilja framgengt? Með undrun og harmi horfum við stundum i vesturveg til þeirrar þjóðar, sem um skeið hef ir v.erið máttugasti útvörður lýð- ræðis. En hvað er um okkur sjálf? Á hverri leið erum við? Hér hafa á síðustu tímum verið framin manndráp og siðlausar líkamsárásir. Hvað veldur? Snú- um spurningunni að okkur sjálfum: Við hvað elst unga kynslóðin á fslandi upp í dag? Það er talað margt um grósku í listum. Ekki veit ég við hvað er þá miðað, þegar þess er gætt að listirnar verða með ári hverju grófari, ruddalegri. ískyggilega mikið af því, sem kvikmyndahús in flytja og unga fólkið sækir, er gegnsýrt kynferðislosta og of- beldisathöfnum. Og ennþá ískyggilegra er það, að sjönvarp- ið er látið flytja öþverrann inn I í heimilin, þar sem börn og ung- lingar horfa því nær daglega á svívirðilegustu líkamsmeiðingar og manndráp í sjónvarpsmyndun j um. j Það var talað af mikilli vand- lætingu um afmenninguna, sem fylgdi Keflavíkursjónvarpinu, ruddaskapinn, morðin. Hvað höf um við nú fengið í staðinn, —- og vandlætararnir þegja? . Hvert erum við að stefna ungu kynslóðinni, sem elst upp við þetta? Erum við ekki að fæða hana á því, sem er undir- rót margra morða og glæpa f Vesturheimi? Hefir enginn á- < hyggjur af þessu? Hveænig verð- ur kynslóðin, sem við erum að ala upp í landinu? Ættu ekki þeir glæpir, sem hver af öðrum hafa verið drýgðir í okkar litla þjóðfélagi á skömmum tíma, að vera okkur nokkur áminning? Hið hryllilega morð á Robert Kennedy vekur andstyggð og harm hverjum góðum manni. En það á líka að kenna okkur að spyrja um sitt hvað það, sem I er að gerast í okkar eigin húsi. Nýi gæzluvöllurinn. Nýr barncagæzluvöllur opnaður í Hafnarfirði „VIÐ erum að opna hér góðan gæzluvöll í mjög ákjósanlegu veðri — enda alliir í sólskins- skapi‘‘, sagði formaður leikvall- arnefndar Hafnarfjarðar, frú Helga Guðmundsdóttir, ex blaða- maður Mbl. kom að leikvellin- um við Smyrlahraun, sem teki- inn var í notkun í gærmorgun. Völlurinn er tæpir tvö þúsuiid fermetrar að stærð, húsið er vandað með tvöföldu gleri í gl'Uggum. Gæzluvöllurdnn tekur á móti börnum á aldrinum tveggja til sex ára, sem tvær gæzlukonur Menntamálaráðstefna á vegum Félags háskólamenntaðra manna FQSTUDAGINN 14. júní n.k. gengst Félag háskólamenntaðra kennara fyrir menntamálaráð- stefnu í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn, sem félagið heldur slíka ráðstefnu. Rætt verður um vanrækt námsefni í hugvísindum og raunvísindum, landspróf og leiðir til framhaldsnáms og kenn- aramenntun og kennaraskort. Til ráðstefnunnar er boðið skóla- stjórum framhaldsskóla og ráða- mönnum fræðslumála. Á aðal- fundi F.H.K., er haldinn verður daginn eftir, verða umræðuefni ráðstefnunnar tekin til ályktunar og þar verður einnig lögð fram til umræðu og ályktunar ítarleg stefnuskrá félagsins í fræðslu- málum. Aðalfundur félagsins hefur til þessa verið haldinn á starfstíma skólanna, en sam- kvæmt nýjum ákvæðum félags- laganna verður (hann haldinn í júnímánuði framvegis. Tilgang- urinn er að auðvelda félögum úti á landi að taka þátt í störfum þess, gera fundinn að eins konar landsfundi samtakanna. Menntamálaráðstefna F.H.K. fer fram í Leifsbúð í Hótel Loft- leiða og hefst kl. 10 árdegis n.k. föstudag. Dagskrá er á þessa leið: Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður félagsins, setur ráðstefn- una. Dr. Matthías Jónasson flyt- ur ávarp er nefnist: Hefðbundin fræði og þekkingarkrafa nútím- ans. Um vanrækt námsefni í hug vísindum og raunvísindum fjalla Arnór Hannibalsson, magister (í þjóðfélagsfræði), og Páll Theó- dórsson, eðlisfræðingur (eðlis- og efnafræði). Að loknu matarhléi kl. 2 e.h. hefur Ingólfur A. Þor- kelsson, kennari, framsögu um kennaramenntun og kennara- skort og Hörður Bergmann, kenn ari, um landspróf og leiðir til framhaldsnáms. gæta firá kl. 9 tál 12 f. h. og 2 til 5 e. h. Við hliðina er opinn völl'UX, ætlaður stærri börnum Þann hluta vallarins, sem geng- ið er í geginum inn að gæzlu- vellinum, ætlaður fegrunar nefnd Hafnarfjarðar að tyrfa. gróðursetja þar blóm og tré og koma fyrir bekkjum, svo konur langt að komnar með börn sín, geti tyllt sér þar niður. Konur í Slysavarnafélaginu Hraunprýði gáfu nýlega 25 þús und kr. til barnaleikvalla, sem Helga sagði, að nefndin væri mjög þakklát fyrir. Og fleiri hefðu brugðizt vel við, t. a. m hefði komið frarn mjög góður S'kilndngur á þessu máli hjá bæjarstjórn. í leikvallanefnd Hafnarfjarðar enu auk Helgu Guðmundsdóttur Guðrún Ingvarsdóttir og Mál fríður Stefánsdóttir. Sumarsýning í Ásgrímssafni í DAG verður hin árlega sumar sýning Ásgrímssafns opnuð en safnið hefur verið lokað undan- farnar vikur m.a. vegna ýmis- konar lagfæringa en frá Dan- mörku komu í maí gamlar mynd i'r úr viðgerð og tök tíma að koma þeim fyrir í hinum þröngu htúsakynnum safnsins. Þessi sýning er 23. sýning Ás grímssafns sdðan það var opnað árið 1960. Sumarsýningin nú er með svipuðu sniði og hinar fyrri en þá er leitast við að sýna sem fjölþættust viðfangsefni í list- sköpun Ásgríms Jónssonar frá a'ldamótum til síðustu æviára hans. Með slíkri tilhögun eru ekki sízt hafðir í huga þeir er- lendu gestir sem jafnan skoða safnið á sumrin. í heimili listamannsins hefur verið komið fyrir vatnslitamynd um, m.a. frá Kerlingarfj öllum, Þingvöllum, Mývatnssveit. Einn ig myndir úr Njiálu og Sturl- ungu. í vinnustofu Ásgríms er sýn- ing á olíumálverkum, m.a. eru nokkrar þær myndir sem ný- komnar eru úr viðgerð frá danska ríkislistasafninu, og hatfa aldrei verið sýndar áður. Sú elzta atf þeim mun vera frá ár- unum 1916—18, og er atf atburði úr Njálu. Ásgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans. Einnig kort í litum af nokkrum landslagsmyndum í eigu safnsins, éisamt þjóðsagna- teikningum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1,30 —4. Aðgangur ókeypis. í júllí og ágúst verður safnið opið alla daga á sama tíma nema lauga'rdaga. Hraunborgir í Húsafellsskógi. Mynd þessi er nýkomin úr við gerð, máluð á árunum 1930-35. Ítalíuferðir Italska blómaströndin - London brottf. 26. júlí og 9. ágúst. Róm - Sorrento - London brott. 16. ág. og 30. ág. Ferð/n, sem fólk treystir Ferð/n, sem fólk nýtur Ferð/n, sem tryggir yður mest fyrir peningana er SpánarferðSr Verð trá kr. 10.900.- með söluskatti LLoret de Mar - skemmtilegasti baðstaður Spánar * 4 dagar London brottf. 18. júní (fullt), 26. júlí, 9. ágúst (fullt), 16. ágúst, 23. ágúst, 30. ágúst, 6. sept., 13. sept. Crikkland - London brottf. 13. sept. Skandinavia - Skotland brottf. 16. júií. Mið-Evrópuferðin vinsœla brottf. 3. ág. Dragið ekki að panta ÚTSÝNARFERÐ FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17 Sími 20100/23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.