Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 196« Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÖFLUGT STARF ALMENNA BÓKAFÉLA GSINS íslendingar og hafið: Sýningin stenzt samanburð við hið bezta erlendis A lmenna Bókafélagið var stofnað árið 1955 „til þess að efla menningu þjóðar innar með útgáfu úrvalsrita í fræðum og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist.“ Allt frá þeim tíma hefur félagið rækt þetta meginhlutverk af þeim krafti, sem alþjóð er kunnur. Um þessar mundir koma út þrjár nýjar bækur á vegum fé lagsins, íslenzkt skáldrit, ein- staklega vandað kynningar- rit um ísland á ensku og bók er lýsir störfum blökkumanna leiðtogans Martins Luther King. Þessar bækur má ef til vill skoða sem dæmigerðan þverskurð af útgáfustarfi fé- lagsins. Jafnframt því sem á þess vegum koma út íslenzk skáld rit jafnt ný og endurútgefin, hefur félagið hafið mikla sókn í útgáfu bóka til fræðslu og upplýsinga um vísindi, þekkingu og viðburði nútím- ans. Má þar minnast landa- fræðibókaflokksins, sem nú mun nær uppseldur, og bók- anna í alfræðasafni AB, en í þeim flokki hafa komið út 18 bækur nú þegar af 21. Bækur í þessum flokki eiga erindi inn á hvert einasta heimili, þær eru vandaðar að öllum frágangi og einkar skýrar af- lestrar. Engu þýðingarminni er út- gáfustarfsemi félagsins á er- lendum vettvangi. Landkynn ingarbækur þess hafa selzt mjög vel víða um lönd. Þar ber bókina um Surtsey hæst, en hún hefur verið þýdd á ensku fyrir Bandaríkjamark- að, þýzku, dönsku og norsku og gefin út í stóru upplagi, enda þótt hún sé naumast fá- anleg í búðum. Ekki er hægt að minnast Almenna Bókafélagsins án þess að geta bóka þess um ís- lenzka sögu, bókmenntir, landshætti og stjórnmál, sem eru drjúgur skerfur til kynn ingar á fortíð íslands og nú- tíð. Þá eru ótaldar fjölmarg- ar ljóðabækur og erlend skáldverk. En félagið mun hafa gefið út nálægt tvö hundruð bækur á starfsferli sínum. íslenzk bókaútgáfa á við ýmis vandamál að stríða. Hér sem annarsstaðar fer verð bóka stöðugt hækkandi vegna aukins kostnaðar. Hér á landi er ekki markaður fyrir stór bókaupplög og erlendar bæk- ur eru af mörgum keyptar í ódýrari útgáfum á frummál- inu. Þá hafa bókaútgefendur bent á óeðlilega háa tolla á öllu efni til bókagerðar. Víða erlendis eru stærstu útgefendur bóka um land og sögu tengdir háskólum, t.d. í Noregi, þar sem Universitets- forlaget við Osloarháskóla er einhver stærsti bókaútgefand inn. Á íslandi skortir aðila, sem hefur það meginverkefni, að gefa út og kynna bækur vísindamanna og sögu lands- ins. Margir aðilar vinna þetta starf og úr ríkissjóði er fé til framkvæmda á þessu sviði skipt á milli þeirra, þannig að enginn verður nægilega öflug ur til stórátaka. Þá verður að dreifa bókum um þetta efni sem annað á þann hátt, að þær fari ekki einungis til takmarkaðs hóps sérfróðra manna, heldur eigi allur al- menningur auðveldan aðgang að því að eignast þær. Sá tími kemur ef til vill, að Háskóli íslands stofni eigin bókaútgáfu, sem sinni útgáfu fræðirita og samræmi aðgerð ir á því sviði, en því miður sjást þess ekki merki, að svo verði í nánustu framtíð. Þar til svo verður yrði vissulega heppilegra að fela þetta verk efni einkaaðila, sem byggir á langri reynslu og hefur sann- að, að hann hefur bolmagn til þess að gefa út jafnt vísinda- rit sem vinsælar fagurbók- menntir. SAMSKIPTI VIÐ AÐRA TTér á landi er nú haldið al- “ þjóðleg skákmót, þar sem íslenzkum skákmönnum gefst tækifæri til þess að reyna hæfni sína við erlenda skák- snillinga. Á þessu sviði sem öðrum auka kynnin við aðra víðsýni og þekkingu. Því er oft haldið fram og stundum réttilega, að íslend- ingar hafi hvorki efni né að- stöðu til að taka þátt í sam- starfi við erlenda aðila eða alþjóðasamtök á þann hátt, að eitthvert gagn verði af fyr ir land og þjóð. Og það kemur fyrir, að þessari röksemd er beitt fyrir fullyrðingum um, að okkur sé heppilegast að halda að okkur höndum í slík um samskiptum, fækka full- trúum okkar erlendis og draga saman seglin. Sömu menn krefjast þess þó jafn- framt, að ísland láti meira til SÝNINGIN islendingar og hafið hefur vakið mikla athygli sýn- ingargesta, enda er sýningin sú yfirgripsmesta og fróðlegasta, sem haldin hefur verið á íslandi. Sýningargestir eru nú orðnir yfir 25 þúsund. Við lögðum leið okkar í sýningarhöllina, gengum þar um og skyggndumst inn í ævintýraheim sjávarútvegsins. í stuttri grein er ekki hægt að beizla þann hafsjó af fróðleik, sem sýningin er, en hér verða hripaðar línur um nokkur atriði, sem vöktu forvitni okkar. Við komum fyrst inn í sögusýn inguna, þar sem forn fiskveiði- og fiskvinnslutæki eru sýnd á- samt líkönum mismunandi skipa tegunda og forvitnilegum göml- um stækkuðum myndum frá gamalli tíð Sögusýningin er í and dyri sýningarhallarinnar og þar er einnig safn uppsettra fiska úr Byggðarsafni Vestmannaeyja. Tegundir fiskanna eru alls 70 og er bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá safnið, sem er sett upp af Jóni Guðmundssyni kennara. 1 Vestmannaeyjum er einnig safn lifandi fiska, þar sem allar helztu fiskategundir við ísland dafna í góðu yfirlæti. Við höldum áfram í gegn um deild Rannsóknéirstofnunar ríkís- ins, Orkustofnunarinnar og Sem entsverksmiðju ríkisins. Rann- sóknarstofnunin og Orkustofn- unin kynna verkefni framtíðar- innar og Sementsverksmi'ðjan kynnir þann vinnslumöguleika úr sjó, sem snýr að þeim. 1 sögusýningunni vinna Hrafn- istumenn við veiðarfæragerð og við tilltum okkur niður hjá þeim og röbbuðum við þá. Þetta voru unglegir og hressir heiðursmenn á aldrinum 70—76 ára, og hétu Jón Kristjánsson, sem er Önfirðingur, Ingvar Árna son, sem er Arnfirðingur og Guð mundur Guðjónsson, sem er reyk viskur Árnesingur. — Hvernig líkar ykkur að vinna hér? Jón: „Alveg prýðilega og við erum mikið ánægðir með það hvað fólkið kemur kátt og brosmilt hingað til okkar.“ — Truflar umferðin ykkur ekkert? Ingvar: „Nei, nei, það bítur ekkert á okkur. Nú, ef fólkið stanzar, þá ræðum við gjaman við það um iarðlífið og eiginlega hvað sem er.“ — Hefur þú verið lengi sjó- máður. Guðmundur? — „Ég var í 48 ár til siós bæði á skútum, mótorskipum og tog- urum. Ég var t.d. skipstióri á .Tóni forseta.“ — Stanzar fólk ekki við hiá vkkur oe forvitnast um vinnu- bröeðin? sín taka á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og „láti sjálf- stæða rödd“ koma fram þar. Grundvöllur viðurkenning- ar í alþjóðasamstarfi er, að gaumgæfilega sé fylgzt með hræringum á því sviði. Full- trúar landa taki sem virkast- an þátt í öllum undirbúnings störfum og fylgist vel með öfl un upplýsinga og skoðunum annarra, þannig að fullyrð- ingar þeirra og skoðanir séu byggðar á raunhæfu mati á öllum aðstæðum. Við núver- andi skilyrði vegna fámennis, fjarlægðar og mikils kostnað ar eru hverjum einstökum „Jú, það gerir það‘‘, svarar Jón um leið og hann vefur þræði á netahnýtinganálina. „Ah, nú truflaðir þú mig, ég gleymdi brögðunum í nálina. Þau eigia að vera 18“. „Þeir fiska, sem róa,“ sönglar Ingvar og stokkar línuna af full- um krafti. — Hafið þið ávallt næg verk- efni? ,,Það er lítið eins og er“ svarar Guðmundur um leið og hann gengur frá steina- og kúlutein á neti. „Þegar við erum inni í Hrafn- istu vinnum við ýmis verk og þar er t. d. netafelling, áhnýting tauma og svona sitthvað, sem til fellur‘‘, segir Jón og heldur áfram að syngja með fjörugu sjómannalagi, sem hljómar í há- talarakerfi sýningariinnar. „Þetta er fín tónlist,“ segiir Jón, „það wantar bara stelpurn- ar“, og hann svingar sér í stóln- um. Guðmundur býður okbur í nef ið og segist vera með úrvalstó- bak, en við leggjum ekki í fyr- irtækið að sinni. „Þeir fiska sem róa“ sönglar Ingvar enn og Jón brosir við með sínu viðkunnanlegia brosi. „Við Hrafnistubúar biðjum að heilsa fólkinu“, segir hann, „og þökk um því gott viðmót“. „Þú hefur misst gleraugun Ingvar“, segir Guðmundur og hann teigir sig niður í netabing- inn eftir gleraugunum. „Ha, já“, svarar Ingvar, „þau tolla ekki á mér helvítis gleraug- un“. „Það þýðir ekki að vera með gleraugu, nema þau tolli á manni“, segir Guðmundur og í fulltrúa íslands á erlendum vettvangi falin svo umfangs- mikil verkefni, að oft á tíðum veitist örðugt að gegna þess- um grundvallarþætti sem skyldi. Það er því þverstæða, að krefjast þess annars vegar, að ísland láti meira til sín taka á alþjóðavettvangi, en hins vegar leggja til, að full- trúum þar verði fækkað. Sjón armið um hagkvæmni í rekstri á þessu sviði sem öðr- um eiga ávallt fyllsta rétt á sér. Til þess að tryggja sölu afurða okkar á erlendum mörkuðum verður ætíð að því leita nokkrir sýningargestir aðstoðar Hrafnistumanna og biðja þá að útskýra fyrir sér nokk ur atriði í sögusýningunni, sem þeir gera án tafar. Við höldum áfram ferð okkar og komum nú inn í aðalsalinn og komum fyrst að Akureyrarbásn- um, sem er byggður upp af 16 sýningaraðilum og sýnir athafna- skiptingu Akureyrar. í nálægum bás er ferskfiskeft- irlitið með sýnishorn af nýjum ísuðum fiski, þorski, ýsu, rauð- sprettu og karfa. Við bás Reykjavíkurhafnar standa nokkrir menn og virða fyrir sér líkön af Sundahöfn og byggingum og akstursbrautum nýja skipulagsins í miðbænum. Þar er á ferð Sigmund Jó- hannsson frá Vestmannaeyjum og við spyrjum hann um saman- burð á þessari sýningu í saman- burði við Esbj erg-sýninguna, en þar var Sigmund í sambandi við vélar sínar. „Þessi sýning er mun skemmti- legri, þó að hin hafi verið sölu- sýning og sumir básarnir eru hreinustu listaverk og það er auð séð að mikið er vandað til“. Við göngum nú fram hjá bás Vélskólans þar sem rafmagnstöfl ur hvæsa og blikka ljósum, en þar eru sýnd sjálfvirknitæki í vélarrúm. í bás netagerðarmanna er m.a. líkan af Vattanesinu, 250 tonna bát með útfíraða nót við síðuna og eru bátur og nót í réttu stærð arhlutfalli. Nótin er ótrúlega stór. Þar hittum við að máli full- trúa Hocht-verksmiðjanna þýzku, Framhald á bls. 31 hafa augun opin fyrir því, sem þar fer fram. Þetta er ef til vill meginverkefni okkar fámennu utanríkisþjónustu sem stendur, og kunnugt er um ákveðnar tillögur hennar um framkvæmd þess, sem væntanlega verða að veru- leika fyrr en síðar. í alþjóðlegu samstarfi verða íslendingar að sníða sér stakk eftir vexti sem á öðrum sviðum, þess vegna verður að leggja mikla rækt við þá á- fanga, sem þegar hefur verið náð, og undirbúa næsta leik gaumgæfilega. Myndin er tekin í bás Stýrimannaskóians í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.