Morgunblaðið - 09.07.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 09.07.1968, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1908 Tvær fjölskyldur misstu heimili sín í eldsvoða á Akureyri Akureyri, 8. júlí. XVÆR fjölskyldur urðu hús- næðislausar og misstu allt innbú sitt i dag, þegar eldur kom upp í stóru, tveggja hæða timbur- húsi nr. 21 við Hrafnagilsstræti. Eldurinn var svo bráður, að hús- mæðurnar, sem voru einar í bús- inu, gátu með naumindum forð- að sér út og tókst ekki að bjarga Sláttur hafinn í Húnavatnss. SLÁTTUR er bafinn í Húna- vatnssýslu. Hófst hann í s.l. viku á Bjargi og Ytra-Bjargi, og búið að slá nokkra hektara. Eru þetta melatún og var borið á þau nokk uð snemma, eða um 20. maí. Mikið kal er í túnum á þessum bæjum, en þar sem ekki er dauð kalið virðist slægja ætla að verða sæmileg, og var vel sprott- ið, það sem slegið var. Ekki er kunnugt um, að slátt- ur sé víðar hafinn í Húnavatns- sýslum, og verður það óvíða fyrr en um næstu helgi. neinu fémætu. Húsið er allt svið- ið innan og stórskemmt, svo að ekki sé meira sagt, og húsgögn, fatnaður og lausamunir allt brunnið til ösku. Laust eftir klukkan eitt í dag varð húsfreyjan á neðri hæðinni þess vör að eldur var kominn upp í svefnherberginu. Hljóp hún þegar upp á efri hæðina og sagði konunni þar frá eldinum, en þá var eldurinn 'kominn í svefnherbergið og læsti sig á svipstundu um báðar hæðirnar. Úr næsta húsi sást, hvar reyk lagði út um gluggana og þaðan var hringt í slökkviliðið, sem komið var á staðinn eftir þrjár mínútur, en þá stóðu eldtungur út um gluggana. Slökkvistarfið var mjög erfitt vegna mikils reyks, en slökkviliðsmenn fóru inn á báðar hæðir með reykgrím ur til að berjast við eldinn. Einn ig var farið upp á þakið og það rofið til að komast betur að eld- inum og er framganga slökkvi- liðsins mjög rómuð. Því tókst að slökkva eldinn á tæpum tveim- ur klukkustundum. Báðar íbúð- irnar voru klæddar innan með 70 umferðarslys I siðustu viku júní UMFERÐARSLYS í síðustiu viku júní urðu 70, þar af 16 á vegum í dreifbýli og 30 í Reykjavík. Er hér átt við slys, er skýrslur ná til. Samkvæmt reynslu tveggja ®íð ustu ára er hér um að ræða líka tölu og búast mátti við, ef eigi hafði verið breytt til hægri um- ferðar. Er umferðaröryggi enn sem komið er, efcki verra en það var í vinstri umferð, og í þétt- býli er það betra, en svo til ó- breytt á þjóðvegum. í fyrrgreindum umferðarslys- um meiddust 18 menn í 12 um- ferðarslysum. Voru fimm öku- menn, einn hjólríðandi, tveir gangandi og 10 farþegar. Skemmdarverkin í Hvalfirði. „Tangarsókn44 gegn yfir- gefinni varðstöð IMATO! Ferðalangar teknir, en neita sakagiftum Á ELLEFTA tímanum á sunnu- dagskvöldið voru spellvirki unnin á hinni yfirgefnu varðstöð í Hvalfirði. Lögreglan í Borgar- nesi fékk að vita um þennan at- burð og gerði Akraneslögreglunni viðvart, en hún kom ekki á stað- inn fyrr en spellvirkjarnir voru á brótt. Meira en mannhæðarhá girð- ing er kringum varðstöðina þétt- riðin með gaddavír, en járn- staurar héldu henni uppi. Aðal- spellvirkin voru framin á girð- ingunni fyrir framan stöðina við veginn og kringum hliðið. Vír- inn var klipptur niður af 61 staur og 15 staurar voru rifnir upp og lagðir niður, en múrsteinshnull- ungur er undir hverjum staur. Þá var sprautað málningu á skilt ið við varðstöðvarhliðið og á einn bragganna. Voru það slagorð eins og „Úr NATO ‘69“ og fleiri af upphrópunum „hernámsand- stæðinga", sem svo nefna sig. Samband var milli Borgar- fjarðarlögreglunnar og Reykja- víkurlögreglunnar og stöðvaði Reykjavíkurlögreglan amerískan fólksbíl og rússajeppa, en grun- ur lék á að þeir, sem spellvirkin unnu, yæru í þeim. Fólk þetta var síðan fært til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík, en neitaði að eiga þátt í þessum spellvirkjum. í bílum þessum var fólk, sem hefur komið við sögu í andmælum gegn NATO hér á landi. Fólk þetta hafði meðferðis naglbít og tangir sem af þeim var tekið. Málið hefir nú verið afhent rannsóknarlögreglunni hér í Reykjavík, sem hefir það til rann sóknar. texi og er það allt sviðið eða brunnið og að mestu ónýtt. Engu varð bjargað af efri hæð inni en af þeirri neðri náðist út snyrtiborð og skatthol. Einnig fundu slökkviliðsmenn að tilvís- un húsfreyjunnar veski hennar mikið brunnið, en í því voru fimm eitt þúsund krónu seðlar, nokkuð sviðnir, en þó ekki meira en svo, að þeim var skipt í banka í dag fyrir heila seðla. Innbú ■beggja fjölskyldnanna var vá- tryggt. Á efri hæð hússins bjuggu hjónin Ármann Þorgrímsson, smiður og Kristveig Jónsdóttir ásamt þremur börnum sínum. Eitt þeirra er í sumardvöl ann- ars staðar, en tvö voru heima, en stödd úti við, þegar eldsvoð- inn varð. Fjölskyldan hafði keypt íbúðina og flutt í hana fyrir einum mánuði eða svo. Á neðri hæð bjuggu Jón Þor- láksson, sjómaður, og kona hans, Árveig Kristinsdóttir og fimm börn þeirra. Ekkert barnanna var heima. Tveir brunaverðir meiddust við slökkvistarfið í dag. Gunn- laugur Búi Sveinsson skarst illa^-,_ á hendi á brotinni gluggarúðu og Þorkell Eggertsson meiddist í baki, er hann datt um stól inni í reykhafinu. Þorkell var með reykgrímu og súrefnisflösku á baki og varð flaskan undir hon- um, þegar hann datt aftur yfir sig. — Sveinn. Slökkvilið Akureyrar að björgunarstarfið við Hrafnagilsstræti 21 í gær. Wheeler með áhyggjur Washington, 7. júlí. EARLE G. Wheeler, formaður Nasser framlengir Moskvudvöl sína Moskvu og Kaíró 8.7. AP-NTB NASSER Egyptalandsforseti ræddi í dag óvænt við Pod- gorny forseta Sovétríkjanna, og Breznev aðalritara sovézka komm únistaflokksins og Kosygin for- sætisráðherra á sveitasetri sov- ézku stjórnarinnar skammt fyrir utan Moskvu. Stjórnmálafrétta- ritarar höfðu talið víst að við- ræður þeirra, sem hófust sl. fimmtudag, væri lokið, en Nass- er hafði þegið boð stjórnarinnar um að hvíla sig á landssetrinu þar til á morgun, miðvikudag. Stjórnmálafréttaritaramir setja viðræðurnar í samband við yfir- lýsingu Bandaríkjastjóraar um nýjar vopnasendingar til ísraels. Anwar Sadat, forseti egypzka þjóðþingsins sat viðræðufundinn í dag ásamt Nasser. Eins og fyrr segir komu við- ræðurnar í dag mjög á óvart, en fréttaritarar telja þær benda til að fullt samkomulag hafi ekki ríkt á fundinum fyrir helgi. Þeir benda einnig á að í upphafi hafi ætlunin varið að Nasser flygi til Júgóslavíu í dag, til viðræðna við Tito forseta. Tass fréttastofan sovézka hef- ur litlar fréttir flutt frá við- ræðum Nasser í Moskvu, aðrar en þær að eining og hreinskilni einkenndi þær. Podgorny forseti Sovétríkjanna sagði að viðræð- umar bæru vott um trausta órjúf anlega vináttu þjóðanna á milli og sagði að Sovétríkin myndu halda áfram að veita Egyptum aðstoð. Stjórnmálafréttaritarar segja að Nasser hafi í Moskvu lagt áherzlu á friðarvilja sinn, án þess að hafa nokkuð nýtt fram að færa, er leitt gæti til lausnar deilunnar fyrir botni Miðjarðar hafs. í ræðu sem hann hélt í ' Moskvu lofaði hann að leggja | fram tillögu er hugsanlega gæti í orðið grundvöllur að lausn mála I á sviði stjórnmála sem byggist | á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu j þjóðanna 22. nóvember s.l. Sov- I étríkin hafa áður lýst yfir stuðn 1 ingi sínum við ályktunina sem ; samningsgrundvöll. Brezhnev og Nasser í Mosk vu. bandaríska herráðsins, hefur lát iS í ljós áhyggjur af varnarmál- um Bandaríkjanna í framtiðinni, vegna stöðugra endurbóta á her styrk Sovétríkjanna. Wheeler segir, að hernaðar- máttur Bandaríkjanna sé enn nægur til þess að tryggja fram- tíð þeirra þótt til atómstríðs kæmi, en Sovétríkin vinni að stöðugum endurbótum á kjarn- orkuvopnabúnaði sínum, bæði á- rásarvopnum og varnarvopnum, og nálgist hernaðarmátt Banda- ríkjanna. Wheeler lagði áherzlu á, að Bandaríkin verði að viðhalda hernaðarlegum yfirburðum sín um, þannig, að tilgangslaust verði að ráðast á þau. Ef það verði ekki gert, muni Sovétrík- in brátt álíta sig þess megnug, að leggja út í hernaðarlegar eða stjórnmálalegar aðgerðir gegn Bandaríkjunum. Stuart Symington, öldunga- deildarþingmaður, lagði fyrir Wheeler ýmsar spurningar um styrkleikahlutfallið milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á lok uðum varnarmálafundi í apríl síðastliðnum, en ummæli Wheel- ers voru ekki birt opinberlega fyrr en nú um helgina. Syming- ton spurði Wheeler meðal ann- ars, hvort hann væri ekki kvíð- inn vegna þess að kjarnorku- máttur Sovétríkjanna færi sívax andi á meðan Bandaríkin hefðu lagt hömlur á smíði nýrra or- ustuflugvéla og kjarnorkukaf- báta. Wheeler kvaðst hafa á- hyggjur af þessari þróun, en sagði, að Bandaríkin myndu geta snúið henni við og haldið áfram stöðu sinni sem voldugasta stór- veldi heimsins. Bilvelta á Vaðlaheiði Akuneyri, 8. júlí. SEX manna fólksbíll valt heila veltu fram af fjögurra metra hárri vegarbrún við eina af beygjunum austan í Vaðlaiheiði seint á laugardagskvöld. Hafði ökumaður misst vald á bílnum og ekiki náð beygjunni. Fernt var ’í bílnum og meiddist ekki telj- andi, nema hvað öbumaðurinn skarst nokkuð á höfði. Bíllinn, sem var með blæjuþaki, er tal- inn gjörónýtuir. — Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.