Morgunblaðið - 09.07.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 196«
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritst j ór narf ulltr úi.
Fréttastjóri
Auglýsing ast j óri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Síml 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22 4-80.
á mánuði innanlands.
Kx. 7.00 eintakið.
LJÓTUR LEIKUR
uppi furðulegum skrifum um
úrslit forsetakosninganna síð
ustu daga. Fyrir kosningarn-
ar lá það fyrir, að stjórn-
málaflokkarnir mundu ekki
hafa afskipíi af kosningun-
um og í samræmi við það var
eðlilegt, að þau dagblöð sem
gefin eru út af stjórnmála-
flokkum tækju ekki afstöðu
til frambjóðenda. Fyrir kosn
ingar voru menn einnig al-
mennt sammála um, að af-
staða kjósenda til einstakra
stjórnmálaflokka mundi ekki
ráða afstöðu þeirra í kosn-
ingum um forseta.
Forsetaefnin tóku af öll
tvímæli um það, að þau
teldu kosningarnar algjör-
lega óháðar stjórnmálabarátt
unni í landinu. Þannig sagði
Gunnar Thoroddsen í samtali
við Mbl. hinn 26. maí sl.:
„Við það forsetakjör, sem nú
er framundan, virðast allir
stjórnmálaflokkar telja rétt
að gera forsetakjör ekki að
flokksmáli. Mér virðist sú af-
staða bezt í samræmi við eðli
embættisins og vilja fólks-
ins.“ Spurningu þess efnis,
' hvort hann teldi sig ópóli-
tískan frambjóðanda svar-
aði Kristján Eldjárn þannig í
samtali við Mbl. sama dag:
„Já, það geri ég, enda hef ég
aldrei gengið í neinn stjórn-
málaflokk og mjög lítinn
virkan þátt tekið í stjórn-
málum. .. . “
Þessi ummæli frambjóð-
endanna tveggja taka af öll
tvímæli um það, að þeir litu
á forsetakosningarnar algjör-
lega óháðar stjórnmálabar-
áttunni í landinu. Þau sjón-
armið voru einnig túlkuð í
blÖðum stuðningsmanna
- þeirra og raunar kom skýrt
í ljós í kosningunum sjálfum,
að báðir frambjóðendur áttu
stuðning í öllum flokkum.
Þannig studdu áhrifamiklir
forustumenn Framsóknar-
flokksins Gunnar Thorodd-
sen, svo sem einn varaþing-
maður flokksins, Jón Kjart-
ansson, fyrrverandi gjaldkeri
flokksins, Sigurjón Guð-
mundsson, stjórnarformaður
SÍS, Jakob Frímannsson og
Örlygur Hálfdánarson, sem
um langt skeið var formaður
r Sambands ungra Framsókn-
armanna. Það er því fráleitt
að túlka úrslit forsetakosning
anna sem sigur eða ósigur
einhverra tiltekinna stjórn-
málaflokka eða þjóðmála-
hreyfinga.
En málgagn Framsóknar-
flokksins hefur sérstaklega
fordæmt þá afstöðu einstakra
ráðherra í ríkisstjóminni að
veita Gunnari Thoroddsen
opinberan stuðning í kosn-
ingabaráttunni og telur, að
úrslit kosninganna beri að
túlka sem persónulegan ósig-
ur þeirra ráðherra, sem hlut
áttu að máli. Þetta er raunar
í fyrsta skipti, sem þeirri
kenningu er haldið á loft, að
vegna þess að menn gegna
ráðherrastörfum hafi þeir
minni rétt en aðrir til þess að
vinna að framboði þess for-
setaefnis, sem þeir vilja
styðja.
í viðtali við Mbl. nokkrum
vikum fyrir kosningar eða
hinn 9. júní sl. gerði Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, þetta að umtalsefni.
Ráðherrann sagði: „Viðhorf
(Sjálfstæðis)flokksins var
ítarlega rætt bæði í mið-
stjórn og þingflokki og voru
allir sammála um, að flokk-
urinn léti kosningarnar af-
skiptalausar. Um þessa hlið
málsins er því enginn ágrein-
ingur innan flokksins. Hér
er þess vegna ekki um venju-
leg stjórnmálaátök að ræða,
það er t.d. hvorki verið að
greiða atkvæði um ríkis-
stjóm eða afstöðu til ein-
stakra mála eins og aðild að
Atlantshafsbandalaginu, svo
að dæmi sé tekið. Hitt verða
menn, óbundnir af flokks-
samþykkt að ákveða hvorum
frambjóðendanna þeir
treysta betur til að gegna
forsetaembættinu. Um þá
ákvörðun er ég vitanlega
jafn óbundinn sem aðrir og
hefi frjálsræði til að láta
uppi mínar skoðanir.“
Úrslit forsetakosninganna
em vissulega eftirtektarverð
og það getur aðeins orðið til
góðs, að þau verði brotin til
mergjar. En málgögn Fram-
sóknarflokksins og kommún-
ista hafa stundað aðra iðju
síðustu daga. Þau hafa með
skrifum sínum dregið em-
bætti forseta íslands niður í
ómerkilegt pex um andstæð-
inga í stjórnmálunum á þann
veg,að það getur aðeins orðið
forsetaembættinu til tjóns og
óvirðingar. Mundi ekki vera
kominn tími til að gætnari
og hyggnari menn innan
þessara flokka geri ráðstaf-
anir til þess að stöðva slík
skrif.
ATVINNUSKORT-
UR HJÁ SKÓLA-
NEMENDUM
að er alvarleg staðreynd,
að enn skortir verulegan
fjölda skólanemenda atvinnu
í sumar og er þó komið fram
í júlímánuð. Fyrir nokkrum
dögum skýrði Geir Hallgríms
son, borgarstjóri, frá því á
Bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn
Síðasta vísindalega hindrunin sigruð
Eftir Roland Huntford
Á RÁÐSTEFNU jarðskjálfta-
fræðinga, sem nýlega var
haldin í sænska smábænum
Tallberg var í fyrsta skipti
viðurkennd opinberlega af
vísindamönnum austurs og
vesturs óskeikul aðferð til að
mæla og staðsetja kjarnorku-
sprengingar neðanjarðar og
þar með yfirstigin síðasta
hindrun algers banns á slík-
um sprengingum.
Það var einmitt út af þessu
atriði sem við lá að afvopnun-
arráðstefnan í Genf færi út
um þúfur. Sovétríkin héldu
því fram að fullt eftirlit væri
hægt að hafa með neðanjarðar
sprengingum með jarðskjálfta
mælingum, en Bandaríkja-
menn voru ósammála og héldu
fast við að staðarlegt eftirlit
væri nauðsynlegt, til þess að
greina á milli raunverulegra
sprenginiga og hræringa af nátt
úrunnar völdum Sovétríkin yís
uðu þessu algerlega á bug og
l .sögðu að allt staðarlegt eftir
lit væri hrein njósnastarfsemi
og þar neituðu Bandaríkja-
menn að samþykkja algert
bann, meðan möguleikar væru
á að fara í kringum slíkt
bann. Takmarkaður samning-
ur var því undirritaður af
Bandaríkjamönnum, Bretum
og Sovétmönnum árið 1963 og
var bann við neðanjarðar-
sprengingum ekki í þeim samn
ingi.
Síðan þá hafa vísindamenn
unnið sleitulaust að lausn
þessa vandamáls, þar eð menn
gerðu sér ljóst að Rússar
myndu aldrei samþykkja stað
arlegt eftirlit og að jarð-
skjálftamælingar væru eina
lausnin til að tryggja algjört
bann.
Tallberg-ráðstefnan var sú
fyrsta sinnar tegundar sem
bæði bandarískir og sovézkir
visindamenn hafa sótt frá
1960 og á þessum átta árum
hafa miklar framfarir orðið í
úrvinnslu jarðskjálftamæl-
inga. Helzti frumherjinn í
þessu starfi er brezki jarð-
skjálftafræðingurinn H.I.S.
Thirlaway. Hann hefur fund-
ið upp nýjar aðferðir sem
gera kleift að greina í sund-
ur nær allar neðanjarðar-
sprengingar sem eru yfír
vissan styrkleika.
Nýtízku jarðskjálftamæling
ar eru svo viðkvæmar að hægt
er að mæla með þeim styrk-
leikaöldu sem brotnar á strönd
í nokkur hundruð km fjar-
lægð. Þar af leiðandi sýna
þeir höggöldur frá minnstu
k j arnorkusprengingum.
Það þarf óhemju mikla vís-
indalega nákvæmni til að
greina á milli eðlilegra jarð-
hræringa og einnar lestar
kjarnorkusprengju í mörg
þúsund km fjarlægð, t.d. í
Síberíu á jarðskjálftamæli.
Til þess að slíkt sé kleift
þarf að koma upp neti mæl-
ingastöðva á yfinborði jarðar.
Á þann hátt er hægt að greina
kjarnorkusprengju með sam-
anburði hinna ýmsu stöðva.
Aðferðin byggist því fyrst og
fremst á vísindalegum útreikn
ingum. Þessi aðgerð gerir vís-
indamönnum kleift að nýta
þær mælingastöðvar sem nú
starfa til þess að greina og
staðsetja nær óskeikult allar
kjarnorkusprengingar sem
eru nokkrar lestir að styrk-
leika. Vonir standa til að inn-
an tíðar verði unnt að greina
allar sprengingar af manna
völdum hver sem styrkleiki
þeirra kann að vera.
Það sem vakti hvað mesta
athygli í sambandi við Tall-
berg-ráðstefnuna var að hana
sóttu tveir af háttsettustu full
trúum Genfarráðstefnunar
1960, prófessorarnir P. Press
frá Bandaríkjunum og I.
Pasechik frá Sovétríkjunum.
Fulltrúar margra landa
sóttu ráðstefnuna en algert
bann við neðanjarðartilraun-
um myndi snerta þau öll.
Þarna voru fulltrúar frá
Bandaríkj unum, Bretlandi og
Sovétríkjunum. Einnig þótti
þátttaka fulltrúa frá Frakk-
landi uppörvandi, en það var
í fyrsta skipti sem Frakkar
sendu fulltrúa á slíka ráð-
stefnu. Þá voru einnig fulltrú
ar Svíþjóðar, Kanada, Ind-
lands, Japan, Rúmeníu og
Tékkóslóvakíu, en öll þessi
lönd gætu framleitt kjarnorku
vopn en vilja eftir fremsta
megni forðast það. Skuggi
Kína, sem virti boð um að
senda fulltrúa að vettugi,
hvíldi yfir ráðstefnunni.
Fréttaritarar segja að
óvenjuleg eining hafi ríkt á
ráðstefnunni, þegar litið sé á
málin sem fjalilað var um.
Fulltrúarnir munu tilkynna
ríkisstjórnum sínum að nú
sé tæknilega kleift að halda
uppi víáindailegu yfirliti með
algeru banni við kjarnorku-
sprengingum neðanjarðar og
það er nú ráðamannanna að
ákveða hvernig við skuli
brugðist.
>•
Arsgamall túnvingull
dafnar á Brúaröræfum
borgarstjórnarfundi að í und
irbúningi væri að stofna sér-
stakan vinnuflokk skóla-
nemenda og jafnframt taldi
borgarstjóri ekki ólíklegt að
þá kæmi í Ijós að ástandið
væri ekki jafn ískyggilegt og
tölur Ráðningaskrifstofunn-
ar benda til þar sem mörg-
um hefði láðst að láta afskrá
sig, er þeir fengu atvinnu.
Vonandi er að svo reynist
en ljóst er samt að veruleg-
ur skortur er á atvinnu fyrir
skólafólk og mun það reynast
bæði nemendum og fjöl-
skyldum þeirra tilfinnanleg-
ur baggi ef ekki rætist úr.
Þess vegna er þess að vænta
að opinberir aðilar geri hið
allra fyrsta ráðstafanir til
þess að bæta úr þessum at-
vinnuskorti. Síldveiðarnar
eru nú að hefjast og líklegt
að það örvi allt atvinnulíf í
landinu en til lengdar verð-
ur ekki við það unað að fjöldi
skólanemenda gangi atvinnu-
laus.
Egilsstöðum, 10. júlí.
Um helgina fóru nokkrir
menn frá Egilsstöðum inn í Grá-
gæsadal á Brúaröræfum, en þar
var reist sæluhús í fyrrasumar.
Fóru þeir til að atlhuga land-
spildu, sem sáð var í túnvingli
í fyrrasumar.
Þarna var sáð í einn hektara
lands, örfoka mel. Grasið hafði
komið nokkuð vel upp og sögðu
leiðangursmenn, að þarna væru
ekki meiri kalskemmdir en niðri
í byggð, en þetta er um 600
metra yfir sjó.
Leiðangursmenn sögðu einnig,
að annar gróður á þessum slóð-
um væri nýlega tekinn við sér,
og þess vegna gæti túnvingull-
inn átt eftir að ná sér enn bet-
ur á strik.
Ferðalangarnir fóru einnig í
Hvannalindir og fundu þar úti-
genginn hrút, veturgamlan. Sáu
þeir talsverðan umgang eftir fé
í Lindunum og töldu, að um
fleira fé gæti verið að ræða, þó
þeir fyndu það ekki.
Hrútinn áætluðu þeir vera um
60 kíló á þyngd og var hann
mjög vel útlítandi og svo gæf-
ur, að undrun sætti með úti-
göngu kind, en þær eru venju-
lega mjög styggar.
Þeir félagar settu niður gras-
fræ í tilraunareiti utar á Brú-
aröræfum og stjórnaði Örn Þor-
leifsson, héraðsráðunautur, þeim
tilraunum.
—Hákon.
*
Attræður
í dag
ÁTTRÆÐUR verður í dag Jó-
hann Þorleifeson, starfemaður
hjá Landssíma íslands. í dag, á
þessuim merkisdegi sínum, verð-
ur hann á heimili dóttur sinnar
iog tengdasonar að Lynghaga 2
ihér í borg.