Morgunblaðið - 09.07.1968, Side 18
18
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JTTLT 1908
Islenzkar uppfyndingar
varðandi sjávarútveginn
*
eftir Asgeir Jakobsson
Líkan af skuttogara Andrésar gunnarssonar.
SIÐARI HLIJTI
Sigurður Óskarsson og teina-
hreinsarinn.
Yestmanneyingar virðast fjári
frjóir og um margt hugkvæmn-
ari en aðrir sjávarútvegsmenn,
það sýnir allir rekstur þeirra á
hraðfrystihúsunum og ýms vinnu
brögð og tilhögun við sjó-
mennskuna. Það eroi sennilega
eggin, sem gera þetta, þau leita
til heilans fremur en niður eins
og almennt hefur verið talið.
Þessi vél Sigurðar hreinsar neta-
slitrurnar af teinunum, en þeir
endaist oft á við margair slöng-
ur og það var seinlegt verk
mjög að hreinsa teinana og
hreinsar vélin báða teinana á
neti á 2-3 mínútum.
Sigurður hvað hafa í smíðum
nefafellingarvél og er þetta að
sögn mikill efnismaður, en hann
er enn ungur að árum.
Sigurður Kristinsson og kola-
skurðarvélin.
Nú víkur sögunni til Hólma-
víkur Það hefur verið lítið um
fiskinn við Húnaflóa undanfar-
in ár, og útgerð á Ströndum átt
Andrés Gunnarsson.
erfitt uppdráttar. Strandamenn
hafa þó ekki lagt árar í bát og
ungir menn hafa flykkst suður
og orðið þar framámenn við
skipstjórn, enda hefur þarna bú
ið kjarnafólk um allar aldir og
stundum göldrótt. Sigurður Krist
insson á Hólmavík hefur smíðað
og fundið upp kolaskurðarvél
og sker hún eða klippir uggana,
af kolanum sem síðan er heil-
frystur. VéMn kflippir 30 kola á
mínútu og jafngildir það afköst-
um 30 stúlkna.
Sigurður hvað einnig hafa
fundið upp rækjuflokkunarvél,
sem fiokkar 7 kg. af rækju á
mínútu, en ekki sá ég hana og
kann lítil skil á henni. Sigurð-
ur glímir einnig við beitingavél
og á hún að beita jafnharðan
og lagt er.
í þessu fámenna þorpi, sem
kúrir þarna í fiskleysi og ís norð
ur frá, er því margt þarflegt
að gerast og athyglisvert og
væri skemmtilegt að geta sagt
meira frá því, en uppfinninga-
maðurinn var sjálfur ekki á sýn
ingunni og ég hitti engan, sem
gat gefið sér æskilegar upplýs
ingar um hann.
Sjálfsagt er hann kvæntur og
margra barna faðir. Menn una
ekki ókvæntir að sagt er á
Ströndum.
Mönnum hefur orðið tíðrætt
um jafnvægi í byggð landsins,
en aldrei komið auga á þá stað-
reynd, að það er kvenfólkið,
sem stjórnar þeim þætti þjóðar-
búskapsins. Ríkisstjórnin er
ekki eins hugkvæm og sumir
síldarútgerðamenn, sem byrja á
því að skapa konum skipstjór-
anna aðstöðu áður en þeir byggja
plönin eða reisa verksmiðjurnar
og segjast ekki þurfa að óttast
hráefnisskort eftir þá ráðstöfun.
Jóns Þórðarson og handfæravind
an.
Þá er nú komið að lokumhinn
ar ævagömlu íþróttar skaksins
og véUn tekin við. Þannig fer
um allar fornar dygðir, og er
ekki um að sakast. Skakvélin
er al-íslenzk uppfinning og hug
myndin bráðsnjöll.
Skakinu sjálfu stjórnar sjálf-
virkur armur áfastur rúllunni
og vinnur hann á svipaðan hátt
og handleggurinn, nema hann
verkjar ekki neins staðar þá að
hann standi lengi og skaki mik-
ið. Dráttarkraftur rúllunnar er
stillanlegur, þannig að hún get
ur gefið eftir, ef fiskurinn tek-
ur mikið í. Einhver mistök munu
hafa orðið við fyrstu reynslu
þessa tækis. Það er ekki nóg
að senda tæki af þessu tagi um
borð í einhvern bát, sem er við
róðra.
Sjómenn hafa engan tíma til
að sinna tilraunastarfsemi af því
tagi.
Ný tæki eins og handfæravind-
una þarf því að prófa um borð
í skipum, þar sem áhöfnin á.
ekki allt sitt undir veiðunum.
Handfæravinda Jóns Þórðar-
sonar var sjóknúin, en á sýn-
ingunni var einnig vinda af
líkri gerð en rafdrifin og hefur
Ellert Kristjánsson smíðað hana.
Ætlum við að þiggja heimsfrægð?
af íslenzkum manni, þá loksins
að hún gæti verið fyrir hendi?
Andrés Gunnarsson og skuttog-
arinn.
Á sýningunni var líkan af
skuttogara, sem Andrés Gunn-
arsson, vélstjóri hafði teiknað
1940 og eru allir á einu máli
um það, að hann eigi fyrstur
manna í þessari veröld huigmynd
ina aðþessum ljótu og ólánlegu
en afkastamiklu og öruggu skip
um, sem flestir binda nú mestar
vonir við í togaraútgerð. Auð-
vitað breytazt ekki veiðiafköst
vörpunnar, þó að hún sé tekin
inn á skut í stað síðu, en skut-
togari getur verið lengur að
vegna veðurs en síðutogari og
aflað meira af þeim sökum, auk
þess, sem skuttogararnir eru enn
tiltölulega ný skip búin nýj-
ustu tækjum bæði til veiðanna
og geymslu og nýtingar fisks-
ins, en síðutogararnir gerast nú
margir gamlir og margt úrelt
þarafleiðandi um borð í þeim.
Þeir síðutogarar, sem stunda út-
hafsveiðar eru einnig almennt
minni en skuttogararnir.
Stöðugleiki skuttogara er sagð
ur talsvert meiri en síðutogara
og er það skiljanlegt, en ljótir
eru þeir, það er eiginlega ekkert
skipslag á þeim. En það á þó
ekki við um þann togara, sem
Andrés teiknaði 1940, Hann er
fremur lögulegt skip.
f grundvallaratriðum er togari
Andrésar samskonar og skuttog
arar þeir, sem verið er aðbyggja
að hugmynd þessi hafi borizt til
erlendra manna, sem hafi hag-
nýtt sér hana og hinn mikli floti
skuttogara, sem nú er á heims-
höfunum sé a'fleiðing hugmynd
ar þessa íslenzka vélstjóra, þá
er þetta vitaskuld mesta afrek
íslenzks manna á alþjóðamæli-
kvarða annars en Enorra og höf
undar Njálu. Hér þarf ýtarlegr-
ar rannsóknar við og dugir nú
ekkert tómlæti. Það hafa minni
uppfinningar í atvinnuháttum
menningarþjóðanna skapað
mönnum ódauðlegt nafn en það,
að vera höfundur að nýrri skipa
gerð, sem virðist ætla að valda
byltingu í fiskveiðum. Nær, sem
opniuð er bók í sjávarútvegs-
sögu eru þeir nefndir. Englend
ingurinn Scott og Daninn Niel-
sen, sem gerðu þó ekki annað en
endurbæta hleravörpuna. Hvað
skyldi þá ekki verða um mann,
sem sannanlega hefði teiknað
langfyrstur manna skuttogara.
Það er skylda íslenzka ríkisins
að láta rannsaka þetta og ef
það reyniist rétt, að láta það þá
ekki liggja í láginni, enda er
heimssögulegur viðburður og
það er ekki lítið atriði fyrir
þessa fámennu þjóð, að það kom
ist á bækur hjá erlendum þjóð-
um, að hugmyndina að þeim
skipum, sem bráðum þekja nú
he'ímghöfin eigi ísilenidingurinn
Andrés Gunnarsson.
Þessu meguim við ekki drrita nið
ur vegna íslenzks tómlætis. Það
er skammgott hald í oflæti, satt
er það, en hitt dugir heldur ekki
að læðast með löndum og láta
heiminn ekki vita að við séum
til. Sú þjóð, sem ekki nennir að
auglýsa sig treðst undir í þess-
um heimi samkeppninnar.
Síldarflokkunarvélin.
Hér ber enn að geta einnar
vélar, sem er reyndar lands-
þekkt, en það er síldarflokkun
arvél sú, sem þeir smíðuðu í fé-
lagi Haraldur Haraldsson og Ás
geir Long.
Þegar veiðitíminn tók að lengj
ast, veiðisvæðið að stækka og
veiðiafköstin að margfaldast,
varð síld sú, sem veiddist sí-
fellt misjafnari og misjafnari og
meir vandkvæðum bundið að
flokka hana til söltunar eða ann
arrar sölu.
Á árunum 1962 og 63 í sam-
bandi við síldarsöluna til Þýzka
lands varð matið mönnum erfitt,
og þá fóru þeir Haraldur og Ás-
geir að brjóta heilann um flokk
unarvéiina. Árið 1964 kom fyrsta
síldarflokkunarvélin á markað-
inn hér og keypti Ingvar Vil-
hjálmsson fyrstu vélina. Nú hafa
verið seldar á annað hundrað
vélar. Þessi vél er flestum kunn
og hér er aðeins minnt á hana
í leiðinni. Hún hefur reynzt okk
ur ómetanleg og segja fróðir
menn, að það hefði varla verið
tök á að salta síld undanfarin
ár, eg hennar hefði ekiki notið
við. Finnst ekki fleirum en mér
að svona menn eigi að fá orður
jafnvel umfram hreppstjóra sem
lengi hafa lifað.
Á sýningunni var mikil véla-
samstæða, sem Steinn Steinsson
hefur fundið upp og haussker
þessi vél síldina, slódregur hana
og veltir henni uppúr salti <
kryddi, þannig að hún er tilbú-
in að ieggjast í tunnu. Þessa vél
má nota hvort heldur er um
borð í skipi eða á föstu landi.
Afköstin eru 25 tonn á klukku-
stund hverri. Síldarflokkunarvél
hefur Steinn einnig látið smíða
eftir sinni fyrirsögn, en ekki
kann ég skil á að hvaða leyti
hún er frábrugðin flokkunarvél
þeirra Haralds og Ásgeirs.
Öngultaumavélin.
Það er undarlegt með mann-
inn. Sumir eru þannig fæddir,
eins og t.d. sá sem þetta ritar,
að þeir geta ekki lært á ein-
földustu vélar jafnvel ekki prím
us, en aðrir kunna á hinar marg
brotnustu vélar um leið og þeir
sjá þær. Þeir skilja vélar. Berg-
ur Jónsson í Hampiðjunni kvað
vera einn af þeim síðartöldu. Og
það er ekki nóg með að hann
kunni á þær vélar, sem hann sér
heldur býr hann til vélar og
breytir vélum. Fyrir mann, sem
ekki skilur vélar verður þetta
yfirnáttúrulegt. Snjalla og ein-
falda hugmynd getur maður
eins og frá, sem að baki austurpat
entinu eða lagningsrennunni, en
þegar kemur skrúfa við skrúfu,
leiðsla við leiðslu og hjól við
hjól þá er maður fljótlega kom-
in út úr kortinu. Þegar ég sá öng
ultaumavélin, sem Bergur hafði
smíðað algerlega á eigin spýtur
og átt að henni hugmyndina frá
grunni, þá hugsaði ég með mér:
— Þetta. hlýtur að vera alvit-
laus maður. . . .
Það ier nú ekki aldeilis. Hann
virðist fyllilega normal og hættu
laus, en hann les vélar eins og
við hinir lesum reyfara. Ég held
að öngultaumavélin, sem Bergur
hefur nýlokið við smíði á, sé
margbrotnasta vél, sem ég hef
séð hugsaða og smíðaða af ís-
lendingi. Mín orð hafa náttúr-
lega heldur lítið gildi í þessu
efni, þar aem ég hef aldreiskil-
ið prímusinn, en ég hef líka
þarna að styðjast við ummæU
sérfróðra manna og það leyndi
sér ekki, að þetta var stór vél
og geysimikið um skrúfur leiðsl-
ur og hjól. Vélin er algerlega
sjálfvirk og drifin bæði af raf-
magni og lofti og það þarf
einn mann til að gæta hennar.
Hún snýr tvö þúsund tauma á
klukkustund. Daginn, sem ég
skoðaði hana var hún búið að
skila tuttugu þúsund taumum
þann daginn. Það er stutt síðan
hún var tekin í notkun, en hún
hefur þegar snúið á aðra millj-
ón tauma. Bergur hóf smíði vél-
arinnar í haust er var, og lauk
henni í vor.
Það kunna að vera til sjálf-
virkar öngultaumavélar í Japan
eða einhvers staðar í heiminum,
en í næstu löndum eru þær eklri
tiL Berglur hafði því ekki við
neitt að styðjast og er vélin því
alger uppfinning. Ef vel lánast
með þessa vél, og það er ekki
útlit fyrir annað, hún er þegar
það mikið reynd, þegar þetta er
skrifað losar hún okkur við það,
að kaupa handsnúna öngultauma
fyrir harðan gjaldeyri, frá Es-
bjerg eða hvaðan það er nú, sem
við fáum tauma okkar. Það er sá
iðnaður sem borgar sig, sem hef
ur nægan innanlandsmarkað til
að hægt sér að reka hann með
nútímasniði!
f sambandi við þessa tauma-
vél hefur Bergur smíðað aðra
vél næstum jafnhryllilega. Sú
vél spinnur garnið í taumana.
Spyrðuvél á Bergur fullsmíð-
aða, en hann hefur látið sér hægt
með að koma henni á framfæri,
þar sem lítið er nú hengt upp
af fiski sem kunnugt er.
Þeir segja í Hampiðjunni, að
Bergur hafi smíðað fleiri vélar,
þó að þær geti ekki kallazt upp
fundnar af honum, og mörgum
vélum, sem keyptar hafa verið
erlendis frá, hefur hann breytt
eða endurbætt þær, og er þetta
að sögn hinn mesti völundur.
Ýmislegt til hagsbótar.
Ennn er að nefna afhausunar-
vélar þeirra Ólafs Þórðarsonar
og Oddgeirs Péturssonar. Vél
Ólafs hausar fisk til saltfisks-
verkunar, það er hún rífur upp-
úr hnakkanum en þverkubbar
ekki. Haraldur Haraldsson sagð
ist einnig hafa smíðað slíka véL
Þannig mætti lengi telja. Har-
aldur Ágústsson fann kannski
ekki neitt upp, en hann upp-
götvaði, hvernig bezt væri að
nota kastblökkina við síldveið-
ar og jafngildir slíkt auðvitað
margri vélasmíðinni og vel það.
Kristinn í Vestmannaeyjum,
sem mér skilst að teiknað hafi
fyrstur manna hinar stóru næt-
ur, sien notaðar voru við veiðar-
nar með kastblökk á að sjálf-
sögðu sinn heiður af þeirri fram
kvæmd.
Margt hefur verið fundið upp
til hagræðingar um borð í skip-
unum og kann ég ekki að rekja
Bergur Jónsson.
þá sögu alla, enda ekki meining-
in hér. þar sem að það telst ekki
til uppfinninga. Sævar á Ernin-
um fann upp aðferð til að dæla
loðnunni, Magnús Grímsson frá
Súðavík bjó til tvöfalda lagn-
ingsrennu, sem er til mjög mik-
ils hagræðis.
Yngri mennirnir taka við.
Flotinn er nú mannaður yngri
mönnum en nokkru sinni fyrr.
Þessu fylgir slysahætta og ýma
ir ókostir eins og gengur, reynsla
er mönnum nauðsynleg á sjó. En
þessir menn eru börn mikils upp
finningatíma tuttugustu aldar-
innar miðrar, og þess gætir um
borð. Gömlu mönnunum datt
aldrei neitt í hug, nema róa í
dag, eins og þeir neru í gær, og
síðan voru þeir oft eins og stað-
ir klárar, ef eitthvað nýtt var
á döfinni. Hins vegar drápu þeir
sig sjaldan fyrir asnaskap.
Ungu mennirnir nú eru miklu
betur vakandi fyrir nýjungum
og hugsa sjálfir og spekúlera,
óhræddir við að láta breyta, ef
þeir telja þess þurfa og það er
þeirra líf og yndi að þreifa sig
áfram með eitthvað nýtt. Og
þeir eru hugkvæmnir.
Hins vegar drepa þeir sig oft
fyrir asnaskap.
Framhald á bls. 25