Morgunblaðið - 09.07.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1968
- HEFJA
Framhald aí bls. 1
nefndarinnar á Genfarráð-
Etefnunni, William G. Foster
og' formaður þeirrar sovézku,
Alexei A. Roshchin, munu
hittast nokkrum sinnum áður
en fundir á ráðstefnunni hefj-
ast og þá leggja síðustu hönd
á undirbúning viðræðnanna.
l>ar tii sjá sendisveitir rikj-
anna í samvinnu við utanrik-
isrá'ðuneytið á hvorum stað
um undirbúning.
• 9-liða áætlunin athyplis-
verð.
Sú ákvörðun stórveidanna
að hefja viðræður um eld-
flaugakapphlaupið hefur vak-
i» mikla eftirvæntingu meðal
þieirra manna, er fjalla sér-
staklega um möguleika á af-
vopnun og samskipti Austurs
og Vesturs. Þeir benda á, að
sáttfýsi stjórnanna í Washing
ton og Moskvu og viðræðu-
vilji hafi aukizt stig af stigi
á- síðustu árum, allt frá því
fyrstu verulega áfanganum
var náð árið 1963 me’ð bann-
iwu við kjarnorkutilraunum
ofanjarðar og í sjó. Þó var
enn leyft að gera tilraunir
neðanjarðar og hefur ekki
enn náðzt samkomulag um
að takmarka þær, einkum
vegna þess að ríkin hafa ekki
getað komið sér saman um
eftirlit. í síðustu viku var svo
undirritaður samningur um
að banna dreifingu kjarn-
orkuvopna til þeirra þjóða,
sem ekki hafa fengi’ð slík
vopn í hendur og þegar Alex-
ei Kosygin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna undirritaði
þann samning í Moskvu,
skýrði hann frá níu-liða áætl-
un sem Sovétst jórnin hefði
gert um ýmsa þætti takmörk-
unar vígbúnaðarkapphlaupks-
ins. (Sjá síðar).
Bandarískir sérfræðingar
telja, að ein ástæðan fyrir
því, að Moskvustjórnin lýsti
því yfir 27. júní sl., að hún
væri fús að ræða um tak-
mörkun eldflaugasmíða, hafi
verið sú, a'ð hún teldi, að siík
ar viðræður mundu verða
þjóðum heims, þeim er ekki
hafa enn fengið kjarnorku-
vopn, hvatning til þess að
undirrita samkomulagið um
bann við dreifingu kjarnorku
vopnanna. — Aðrar veiga-
miklar ástæður eru taldar
hernaðar- og efnahagslegar.
Sérfræðingar telja, að Sovét-
stjórnin hafi gert sér fulla
grein fyrir því, að gagnfiauga
kerfin, sem ríkin tvö eru nú
að koma sér upp með ærnum
tilkostnaði, verði einungis til
þess að ryðja braut smíði enn
þá kostnaðarsamari vopna og
varnarkerfa, sem þó geti
aldrei orðið nægilega haldgóð
í framtíðinni og svari í raun
og veru ekki kostnaði. Haldi
áfram sem horfi, verði Rússar
að draga úr framförum heima
fyrir og láta lönd og leið alla
sína drauma um bætt lifs-
kjör og það sé stjórninni
mjög á móti skapi.
Sérfræðingar hafa gert að
- LAUGARVATN
Framh. af bls. 12
og taka með sér á brott rusl
og annað, ruslið má setja í sér
stakar sorptunnur, sem hefur
verið komið fyrir víðs vegar
á tjaldbúðasvæðinu.
— Hvað er helzta vanda-
máiið hér?
— Það er kannski ósann-
gjarnt að segja, að helzta
vandamálið sé fjárskortur til
þess að framkvæma ýmsar al-
mennar sameiginlegar þarfir
þeirra sem hingað koma og
eem ég gat um áðan, en þó að
aðstaðan sé góð og við höfum
það gott, þá eigum við líka
drauma, sem við við vonum
að rætist. Minn draumur er
að Laugarvatn gegni hlut-
verki mennta og dyggða að
vetri og hollrar útivistar
landsmanna að sumri.
Mynd þessi birtist nýlega í er lendu blaði og sýnir hún norska
hákarlaskipið Steingutt hlaðið hákarli, sem skipið hafði feng-
ið á miðum við suðurströnd íslands Fréttaritari Morgun-
blaðsins á Vopnafirði segir að hákarlaveiðin hafi verið treg í
vor vegna hafíss, en sé nú að glæðast.
umtalsefni níu-liða áætlunina
sovézku, sem fyrr var getið.
Segja þeir, að þar komi fram
ýmsar gamlar hugmyndir sem
ýmist Sovétríkin eða Vestur-
veldin hafi áður lagt fram en
einnig nýjar hugmyndir sem
að áliti Bandaríkjastjórnar
opni ýmsar leiðir til við-
ræðna.
1 liðunum níu koma fram
eftirfarandi tillögur, raktar í
aðalatriðum:
• 1. Gert verði alþjóðlegt
samkomulag um að banna
notkun kjarnorkuvopna. Seg-
ir, að Sovétstjórnin hafi lagt
fram tillögu í þá átt á 22.
Allsherjarþingi Sameinu'ðu
þjóðanna og þá rætt um að
viðræður um slíkt samkomu-
lag gæti farið fram annað-
hvort á sérstakri alþjóðaráð-
stefnu eða á átján ríkja af-
vopnunarráðstefnunni í Genf
— ellegar jafnvel beint milli
einstakra rikja.
• 2. Gerðar verði ráðstafanir
til þess, að þau ríki, er þegar
ráða yfir kjarnorkuvopnum
komi saman til fundar og
geri með sér samkomulag um
að hætta íramleiðslu kjarn-
orkuvopna, draga úr kjarn-
orkubirgðum sínum. Siðan
verði komið á banni við notk
un kjarnorkuvopna og slik
vopn verði eyðilögð með við-
unandi alþjóðlegu eftirliti.
Lýsti Sovétstjómin sig fúsa
að hefja viðræður við hvert
kjarnorkuveldanna, sem er,
um þetta mál, hvenær sem er.
• 3. Sovétstjómin leggur til,
að gert verði samkomulag um
ráðstafanir er miða að þvi,
að taka fyrir framleiðslu
tækja til flutnings kjarnorku
vopna og í framhaldi af því,
að slík tæki verði eyðilögð.
Kveðst hún reiðubúin til við-
ræðna um þetta mál hvenær
sem er.
• 4. Samið verði um a‘ð
banna flug sprengjuflugvéla,
er bera kjarnorkuvopn, utan
landamæra þeirra ríkja, er
vélarnar og vopnin eiga. Jafn
framt verði takmörkuð þau
svæði, er kafbátar, sem bera
kjarnorkuvopn, megi sigla
um.
• 5. Samið verði um að
banna þegar kjarnorkutilraun
ir neðanjarðar að viðhöfðu
því eftirliti, sem þjóðirnar
hver um sig geti við komið
samkvæmt nýjustu tækni.
• 6. Lagt er til, a'ð átján ríkja
afvopnunarráðstefnan í Genf
kanni ’leiðir til þess að tryggja
eftirlit með því, að öll ríki
hlýði ákvæðum Genfarsam-
þykktarinnar frá 1925, þar
sem bönnuð er notkun hvers-
konar sýkla- og eiturefna-
vopna.
• 7. Genfarráðstefnan kanni
ennfremur möguleika á því
að leggja niður herstöðvar á
erlendri grund.
• 8. I þessari grein segir, að
Sovétstjórnin sé því fylgj-
andi, a'ð ákveðin verði tiltek-
in svæði, þar sem bannað sé
að hafa kjarnorkuvopn. Enn-
fremur hvetji hún til þess,
að gerðar verði ráðstafanir
til þess að koma á svæðis-
bundjnni afvopnun og draga
úr vígbúnaði á vissum svæð-
um, þar á meðal í Austurlönd
um nær.
• Egyptar sáttfúsari?
Kosygin sagði, þegar hann
skýrði frá þessu, að þótt
þarna væri minnzt á ýmsar
ráðstafanir, sem gera mætti
til að stöðva eða takmarka
vígbúnaðarhkapphlaupið milli
ríkja, bæri ekki að skoða á-
ætlunina sem úrslitakosti Sov
étstjórnarinnar er settir væru
fram í áróðursskyni. Þvert á
móti, það sem fyrir Rússum
vekti væri að benda á leiðir,
sem hver um sig gæ.ti Oirðið
miikilvægt skref í bareáttunni
fyrir takmörkun vígbúnaðar-
kapphiaupsins.
Það sem vekur mesta at-
kygli sérfræðinga í áætlun
Rússa er það sem segir um
vopnaeftirlitið í Austurlönd-
um nær. Ekki sízt þar sem
Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðlherra Sovétríkjanna, hafði
fjórum dögum áður látið að
því liggja, að Soivétstjóornin
kynni e. t. v. að samþykkja
að stórveldin tryggðu í sam-
einingu landamæri ísraels og
Arabarikjanna ... og enn-
fremur vegna þess, að von var
á Nasser, forseta Egyptalands,
í fyrstu heimsókn hans til
Moskvu eftir jún.ístyrjöldina í
fyrra. Er ekki ólíklegt, að
þessi afstaða Sovétstjórnarinn
ar hafí átt sinn þátt í því, að
viðræður Nassers við ráða-
menn í Kreml dróigust svo á
langinn í siðu,stu vi'ku, sem
raun bar vitni — og einnig
hafa ummæli egypzkra ráða-
manna að undanförnu, t. d.
Riads, utanríkisráðherra, er
hann var í Danmörku, bent
til þess, að þeir hafi tekið til
rækiiegri umhugsíunar en áð-
ur þann möguleika, að viður-
kenna tilvist ísraels og semja
frið.
Gunnar Jarring, sáttasemj-
ari Sameinuðu þjóðanna, í
deilu Araba og ísraels hefur
hvað eftijr annað átt viðræð-
ur við sovézka ráðamenn um
þetta mál og mun enn ræða
við Kosygin, þegar hann fier
til StokkhóLms á næstunni. Er
talið sennilegt, að ísraels-
menn verði fúsari að Ijá eyru
þeim tilmælum Jarrings, að
þeir gefi eftir, að öllu eða ein-
hverju leyti, þau landsvæði,
er þeir tóku herskiidi i fyrra,
ef þeir telja sig fá í staðinn
tryggingu Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna fyrir tilvist
sinni og öryggi
(Samantekið úr fréttum
AP, International Herald
Tribune og Moscow News
supplement).
- RIAFRA
Framhald af bls. 1
að Nígeríustjórn hefði keypt aug
lýsinguna til að skýra banda-
risku þjóðinni frá ástandi mála
og hjálpa henni við friðarum-
leitanir og íhuganir hennar.
Stjórnin skýrði einnig frá því
í auglýsingunni að efnahagsað-
gerðirnar gegn Biafra myndu
ekki afnumdar fyrr en uppreisn
inni yrði hætt. Þá hvatti stjórn-
in alla vini Nígeríu til að neyna
að tala um fyrir leiðtogum Bi-
afra, þ.e.a.s., að þeir hætti hern-
aðaraðgerðum og sameinist Ni-
geríu á nýjan leik, þar sem ekki
sé önnur leið út úr ógöngunum.
Flutningaflugvél í leigu Al-
heimsráðs Kirkjunnar lenti í Bi-
afra á sunnudag með 10 lestir
af lyfjum og matvælum handa
bágstöddum. Eigendur flugvélar
innar eru þeir sömu og þeirrar
er fórst í lendingu í Biafra í
síðustu viku. Gruna eigendurn-
5r stjórnarhermenn um að hafa
skotið flugvélina niður, en yfir-
völd í Nígeríu kenna slæmu
veðri um.
- VESTRÆNAR
Framhald af bis. 1
að við erum að sigrast á vanda-
málunum og þá veit ég að erfið-
leikar okkar verða yfirstignir".
Fyrr í dag hafi kvisazt út um
.lánið og þá steig pundið þegar í
verði á peningamarkaðnum, en
það hefur lönigum átt mjög í
vök að verjast. Heimildir í
Lundúnum segja, að lániheimild-
in bendi til þess, að ráðamenn í
peningamálum vestrænna þjóða
hafi trú á að efnahagsaðgerðir
brezku stjórnarinnar séu á réttri
leið.
Ailar þjóðirnar, sem tóku
þátt í fundinum í Basel, lýstu
yfir stuðningi sínum við lánið,
að' Frakklandi undanteknu, en
vegna ástandsins heima fyrir
treysti fransika stjórnin sér
ekki til að eiga aðild að láninu.
Stjórnmálafréttaritarar telja,
að með láni þessu muni hagur
Breta mjög vænkast og að þess-
ar ráðstafanir ættu að nægja til
að stöðva flóðið af brezkum
gjaldeyri úr landi.
- KRAFTAVERK
Framhald af bls. 32
þeir því við. Komu þeir að veg-
inum niður af skarðinu í þriðja
gír. Efst við skarðið er veg-
urinn sprengdur í kletta, svo-
nefnda skarðsklöpp og fyrir of-
an klettana er beygja. Er menn-
imir komu úr beygjunni, fannst
ökumanni bifreiðin ætla að
renna að klettunum. Bsygði
hann því frá þeim og eftir hjól-
förum að dæma, hefur hann einn
ig hemlað. Við þetta rann bif-
reiðin fram af veginum.
Við vegarbrúnina taka við þver
hníptir klettar, 30 metra háir.
Hefur því bifreiðin fallið 30
metra áður en hún snerti jörð-
ina aftur. Síðan valt hún niður
undir gras og hlutar af hentii
alla leið niður undir sjávarmál.
Á leiðinni niður skriðuna tættist
bifreiðin sundur. Vél og gírkassi
urðu eftir í miðri skriðu, en
yfirbygging og grind bifreiðar-
innar þeyttust áfram niður eft-
ir skriðunni. Hjól og aðrir smá-
hlutir ultu alla leið niður undir
jafnsléttu.
Mennirnir, sem í bifreiðlnni
voru álitu, að sögn Elíasar, að
þeir hefðu borizt með flakinu
langar leiðir niður hlíðina, en
sjálfur telur hann það ómögulegt
Eftir fyrsta fallið byrjaði bif-
reiðin að velta og eftir aðra
veltuna rifnaði þakið af yfir-
byggingunni og um leið losnaði
framsætið úr. Álítur Elias, að
mennirnir hafi hrokkið út úr
bifreiðinni við það, enda voru
þeir spenntir við framsætið með
öryggisbeltum.
Ökumaður bifreiðarinnar mun
hafa risið upp fljótlega eftir slys
ið til þess að sækja hjálp. Gekk
hann niður hlíðina niður á veg.
þar sem hann stöðvaði vörubif-
reið, sem ók með hann til stöðv
ar varnarliðsins á Stokksnesi.
Var send hjálp þaðan til þess
að sækja farþegann, sem eftir
varð. Ökumaðurinn skrámaðist
talsvert, en ekkert af meiðslum
hans mun vera talið alvarlegt.
Farþegi hans lá upp við stein, er
að var komið, en var með með-
vitund. Hafði hann hlotið þrjá
stóra skurði aftan á höfuðið og
var bak hans ein flæðandi und.
Einnig hafði hann smærri á-
verka víðar.
Flugvél frá Varnarliðinu flaug
með hina slösuðu til Keflavík-
urflugvallar, þar sem þeir voru
lagðir á sjúkrahús. Óttast var, að
farþeginn væri höfuðkúpubrot-
inn, en við rannsókn var ekki
unnt að finna að svo væri. Er
jafnvel búizt við, að hann geti
orðið vinnufær síðar í þessari
viku. Félagi hans mun að öllum
líkindum verða vinnufær í dag.
Er óhætt að segja, að krafta-
verk sé, hve vel þeir hafa slopp-
ið.
- TUGÞRAUT
Framh. af bls. 11
beztum árangri og þar með for-
ystunni. Hélt hann henni eftir
það unz stangarstökkskeppninni
var lokið, þótt oft væri mjótt
á munum. Þannig munaði t.d.
aðeins 3 stigum á köppunum þeg
ar hástökkið var búið. Eftir fyrri
daginn hafði Hedmark hlotið
3857 stig, Jensen 3815, Tuominen
Finnlandi, sem nær alltaf var í
þriðja sæti hafði hlotið 3615 stig,
Lindqvist Svíþjóð 3486, Johan-
sen Danmörku 3443, Jaáskeláin-
en Finnlandi 3399, von Scheele
iSvíþjóð 3379, Jón Þ. Ólafsson
3328 og Preben Olsen Danmörku
3299 stig.
★ Uppáhaldsgreinar
Síðari daginn áttu báðir að-
alkapparnir sínar uppáhalds-
greinar. Svíinn spjótkastið og
Daninn stangarstökkið. Tókst
Jensen vel upp og stökk 4.60
metra og var mjög nálægt því
að fara 4.70 metra. Spjótkastið
heppnaðist hins vegar illa hjá
báðum. Hedmark ,sem á bezt
rúma 80 metra ,kastaði aðeins
64.20 metra og Jensen gerði tvö
af þremur köstum sínum ógild.
Það rættist því það sem Svíinn
sagði í viðtali við Mbl. á laug-
ardaginn að úrslitin yrðu ekki
ráðin fyrr en í síðustu grein
þrautarinnar, 1500 metra hlaup-
inu.
Mjög gaman var að fylgjast
með hinni hörðu og skemmtilegu
viðureign kappanna. Keppnin
var að vísu mjög langdregin,
enda mun það nú vera orðið
keppikefli tugþrautarmanna að
draga keppnina sem mest á lang-
inn, til þess að fá meiri hvíld á
milli greina. Var auðséð, a'ð þeir
kunnu að nota sér þá hvíld sem
gafst. T.d. byrjaði Jensen ekki
í hástökkinu fyrr en á 1.86 m.
Meðan hinir voru að keppa, kom
hann út á völl með vindsæng og
teppi, dúðaði sig rækilega og
fékk sér síðan blund.
Stjl.
Úrslit tugþrautarinnar urðu
þessi. (í svigum er árangur
keppenda í einstökum greinum
talið í þessari röð: 100 metra
hlaup, langstökk, kúluvarp, há-
stökk, 400 m hlaup, 110 m grinda-
hlaup, kringlukast, stangarstökk,
spjótkast og 1500 metra hlaup.
1. Lennart Hedmark, Svíþjóð
7625 stig (11.0 — 7.13 — 13.52
I, 86 — 50,7 — 14,9 — 44,87 —-
3.80 — 64,20 — 4:38,8)
2 Steen Scmidt Jensen, D#n-
mörku 7603 stig (10,9 — 6,72 —
12,84 — 1,98 — 51.6 — 14.9 —
42.05 — 4.60 — 49.94 — 4:26.2)
3. Timo Tuominen, Finnlandi,
7187 stig (11.1 — 6.95 — 12.89 —
,1.74 — 51,7 — 15.2 — 41.82 —
4.00 — 55,68 — 4:42.4).
4. Jan-Olof Lundqvist, Svíþjóð,
6737 stig (11.2 — 6.69 — 11.69
— 1.77 — 51.4 — 16,0 — 37.04 —
4,00 — 44.74 — 4:42.2).
5. Vesa Jaááskelánen, Finn-
landi, 6705 stig (11,4 — 6,69 —
12.65 — 1.74 — 53.3 — 15.8 —
39.94 — 3,40 — 59,70 — 4:51,8).
6. Flemming Jensen, Dan-
mörku 6659 stig (11.2 — 6.68 —
II. 01 — 1.86 — 53.3 — 16.2 —
31.55 — 4,20 — 54.06 — 4:55.6).
7. Per von Scheele, Svíþjóð,
6648 stig (11.4 — 6.38 — 12.40
— 1.71 — 51.1 — 15,4 — 39.78 —
3.80 — 42.95 — 4:45.2).
8. Preben Olsen, Danmörku,
6519 stig (11.5 — 6.25 — 12.49 —
1.74 — 52.6 — 16,7 — 40,45 —
3.60 — 54.86 — 4:53.5).
9. Jón Þ. Ólafsson, íslandi,
(11.6 — 6.64 — 11.90 — 1.95 —
57.5 — 17,3 — 42.48 — 2.50 —
46.43 — hætti)