Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 1
28 SIÐUIt OG LESBOK
Höfum fengið nóg
af Rússum
Fólk
fyrst
bjartsýnna í Prag en
eftir Cierna-fundinn
Prag, 3. ágúst,
frá Magnúsi Sigurðssyni
blaðamanni Mbl.:
FUNDUK leiðtoga kommún-
ista frá Tékkóslóvakíu, Sovét
ríkjunum, Póllandi, A-Þýzka
landi og Búlgaríu, hófst í
Bratizlava í morgun. Talið
var að fundurinn yrði stuttur
og að sameiginleg yfirlýsing
eftir fundinn yrði gefin út
jafnvel síðdegis í dag.
Hættan á sovézkri hernað-
aríhlutun í Tékkóslóvakíu,
sem virtist vofa yfir fyrir
nokkrum dögum er nú að því
er virðist liðin hjá. Talsmað
ur varnarmálaráðuneytisins,
lýsti því yfir nú kl. hálf níu í
morgun að allir sovézku her
mennirnir hefðu yfirgefið
landið í nótt eða snemma í
morgun-
Fólkið er bjartsýnna nú en
eftir Cierna-fundinn, þá sagði
það: „Við erum bjartsýnir af
því að við verðum að vera
bjartsýnir“. Almennt eru
menn nú raunverulega bjart
sýnir í Tékkóslóvakíu, að
minnsta kosti þeir sem ég hef
hitt.
Þótt ástandið hafi breyzt
mikið til batnaðar fullyrði ég
Þing repúblikana
hefst á morgun
Miami 3. ág. AP-NTB.
FLOKKSÞING repúblikana
hefst í Miami á morgun,
mánudag, og verður kjörinn
frambjóðandi flokksins við
forsetakosningarnar banda-
risku í nóvember í haust. AP-
fréttastofan segir, að Richard
Nixon sé sigurglaður og geri
sér góðar vonir um, að hljóta
tilskilinn meirihluta í fyrstu
atkvæðagreiðslu.
Nixon álítur, að hann muni
fá stuðning um tvö hundruð
fulltrúa, sem ekki hafa fyrir-
fram lýst fylgi við aðra fram
bjó'ðendur, auk þeirra, sem
fyrir löngu hafa lofað Nixon
stuðningi.
Margir fulltrúar frá Sluður-
ríkjunum sem áður hafa tjáð
sig fylgjandi Nixon hafa gefið
í skyn, að þeir muni breyta
afstöðu sinni og veita Ronald
Reagan, ríkisstjóra brautar-
gengi, ef útlit er fyrir að Nix
on fái ekki meiri hluta at-
kvæða strax í uphafi atkvæða
greiðslunnar. Nixon þarf að
fá 667 atkvæði til að sigra í
íyrstu lotu.
Eins og áður hefur veri’ð
S'kýrt í Mbl. hafa niðurstöð-
ux Harris og Galiup skoðana-
kannana leitt í Ijós, að Nelson
Roekefeller er sá frambjóð-
andi, sem er líklegastur til að
bera sigurorð af Hubert
Humprhey í forsetakosningun
um. NTB-fréttastofan segir, að
sigurlíkur Rockefellers til að
ná útnefningu hafi stórauk-
izt síðustu daga. Ósigur Nix-
ons fyrir John Kennedy árið
1960, sé mönnum nú ofarlega
í huga og kjósendur vijrja fá
nýjan mann.
Prambjóðendur og fulltrúar
streyma til Miami og undir-
búningi lýkur senn. Nelson
Rockefeller og Ronald Regan
komu til Miami í gær, laugar
dag, en Richard Nixon kemur
ekki þangað fyrr en á mánu-
dag.
Síðustu daga og vikur hef-
Framhald á bls. 2
hiklaust að afstaðan til Rússa
hefur ekkert breytzt. Hér rík
ir mikill fjandskapur í garð
Sovétríkjanna, það leynir sér
ekki í einkasamtölum við
fólk, þótt ckki komi það fram
opinberlega. Afstaðan til
Rússa lýsir sér vel í þessari
setningu, sem maður einn
sagði við mig: „Við höfum
fengið nóg af Rússum".
Fólk er reitt yfir því að
Tító og Ceaucescu skuli ekki
fá að sitja Bratislava-fundinn.
Þeir eru mikil átrúnaðargoð
hér enda hafa þeir staðið
dyggilega með Tékkum í frels
isbaráttu þeirra. Ekki kæmi
það mér á óvart þótt þeim
verði tekið sem þjóðhetjum,
þegar þeir heimsækja Tékkó
slóvakíu innan tíðar.
Svo virðist sem Tékkóslóv
akía hafi ekki þurft að gefa
eftir í neinu, sem máli skiptir
gagnvart Sovétríkjunum og
hinum kommúnistaríkjunum.
Samkomulag hafi náðzt um
það á fundinum í Cierna, að
þróunin í frelsisátt í Tékkó-
slóvakíu fái að halda áfram
og Tékkar fái að ráða málum
sínum sjálfir án utanaðkom-
andi áhrifa, eins og gerðist í
Budapest árið 1956 og að slíkt
eigi ekki að endurtaká sig. Þá
á að hafa orðið samkomulag
um að hætt yrði gagnrýni á
Tékkóslóvakíu í blöðum í Sov
étríkjunum og hinum komm
únistaríkjunum fjórum. Ásak
anir á hendur tékkneskum
stjórnvöldum í sovézkum
blöðum hættu þegar á
fimmtudag. Þá eiga blöð í
Framhald á bls. 27
Páll páfi
svarar gagnryni
PÁLL páfi VI birti í gær orð-
sendingu, sem svar við hinni
hatrömmu gagnrýni, sem víða
hefur komið fram, vegna getn-
aðarverjuboðskapar hans fyrr
í vikunni. Páfi var hinn víg-
reifasti og á honum að heyra,
að hvergi myndi hvikað frá
fyrri afstöðu i þessum efnum.
Páfi las tilkynningu sína
fyrst á ítölsku og síðan á fjór-
um öðrum tungum og hlýddu
á þúsundir, sem hafði leikið
hugur á að heyra, hvort páfi
yrði mildari um notkun getn
aðarverja en fram kom í páfa-
bréfinu fyrrnefnda.
Páfi minnti á þá ábyrgð,
sem hjónabandið legði fólki á
herðar og lagði áherzlu á, að
dauðlegir menn hefðu ekki
fer heim
London. 3. ágúst:— NTB —
FYRRV. innanrí kisráðherra Bol
ivíu, Antonio Argnedars, sem
flúði land fyrir skömmu, sneri
Að venju leggur fjöldi fólks í ferðalög um Verzlunarmanna helgina og rigningin í gær virð-
ist aftra fáum frá útilegum. Þessi mynd var tekin við Umferðamiðstöðina í gær og sýnir
nokkra unglinga, sem voru á leið í Húsafellsskóg. (Ljósm. MbL Kr. Ben.)
leyfi til að grípa fram fyrir
hendurnar á þeim vilja guðs
að þeir skyldu uppfylla jörð-
ina.
Páll páfi sagði, að hann og
ráðgjafar hans hefðu verið sér
fyllilega meðvitandi um þá á-
byrgð er þeir tóku á sig, en
þeir hefðu leitað styrks í bæn
inni og heilagri ritningu. Auk
þess hefðu þeir lesið sér til og
rætt við fróða menn, um
hvernig túlka bæri hið heil-
aga lögmál mannlegrar ástar,
og þann kjarna hjónabandsins
sem á uppruna sinn í hinni
holdlegu þörf. Þeir hefðu haft
að leiðarljósi hina næmu
kennd mannlegs kærleika og
guðleg handleiðsla hefði vísað
Framhald á bls. 2
aftur heim til Bolivíu í gær-
kvöldi. Arguedars leitaði fyrst
til Chile og baðst þar hælis sem
pólitískur flóttamaður, en hélt
síðan til London og hefur dval-
ið þar um hrið.
Arguedas hvarf með leynd frá
Bolivíu, eftir að það upplýstist,
að hann hafði afhent stjórnvöld-
um á Kúbu dagbók skæruliða-
foringjans Che Guevara. Gert
er ráð fyrir, að mál verði höfð-
að gegn Arguedas fljótlega.
Lrír f ugmenn
lít sr lausir
Vietianne, Laos, 3. ágúst.
— AP—NTB —
N-VIETNAMSTJÓRN lét í
gær lausa þrjá bandaríska
flugme.nn og komu þ:ir í dag
til Vietianne höfuðborgar La
os. Upphaflega var flugmönn
umurn sleppt úr haldi fyrir
tveimur vikum, en ekki er
vitað hvers vegna þeir fóru
ekki frá Hanoi fyrr. Getgát-
ur eru uppi um að ummæli
Avereli Harrimanns í París fyr
r skömmu, þar sem hann lét að
því iiggja að flugmennirnir
myndu fara til Bandaríkjana
með herflugvél. í Vietianne
var aftur á móti sagt að þeir
myndu fara þaðan til Bang-
kok með venjulegri farþega-
þotu. Búizt var við að þar
myndu flugmennirnir halda
fund með fréttamönnum. Flug
mennirnir komu til Vietianne
með flugvél alþjóðaeftirlits
nefndarinnar.