Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 28
ASÍCUR Suöurlandsbraut 14 — Simi 38550 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 'IO-'IOO SUNNUDAGUB 4. AGUST 1968 IUikil umferð úr borginni Veðurúflit ekki sérlega gott ÞRÁTT fyrir fremur óyndislegt veðurútlit hafa Reykvíkingar og aðrir hópazt á hina ýmsu sam- komustaði um Verzlunarmanna- helgina, t.d. í Þórsmörk og í Galtalækjarskóg. Umferðin út úr Reykjavík og um vegi austur og norður hefur verið geysimikil, en án verulegra óhappa. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir, hve margir munu vera á hinum ýmsu stöðum um helgina en allt bendir til þess, að Þórsmörk og Húsafellsskógur verði vinsæl- ustu staðimir. Samkvæmt upplýsingum um- ferðarlögreglunnar var mjög mik il umferð út úr höfuðborginni á föstudagskvöld, og hélt fólk áfram að streyma í burtu í gær- Ganga yffir Vatnajökul TfU spænskir fjallgöngugarpar lögðu af stað upp að Vatnajökli í gær og er ætlunin að ganga yfir hann. Þeir fara frá Jökul heimum inn að Grímsvötnum, þá niður í Esjufjöll og þaðan yfir Hvannadalshnúk niður i Öræfi þar sem bíll bíður þeirra. Það er tíu manna hópur sem fer yfir jökulinn, þar á meðal ein kona. Þau eru öll þaulvön fjallgöngum og hafa klifið marga fræga tinda. Einn úr hópnum er blaðamaður og annar er frá spfenska sjónvarpinu og ætla þeir hvor um sig að skýra frá ferðinni í sínu fjölmiðlunartæki. Ferðalangarnir gerðu ráð fyrir að ferðin tæki þá 18 daga. morgun. Lögreglan hefur gert út 12 bifreiðar í vegaeftirlit um helgina um allt land, en að auki eru lögreglumenn á bifhjólum í nágrenni Reykjavíkur. Þá hefur mikill fjöldi lögreglumanna ver- ið sendir til aðstoðar lögreglu- mönnum á hinum ýmsu sam- komustöðum. Á föstudagskvöld var leitað að áfengi í bílum á leið út úr höfuð- borginni og var nokkuð magn tekið af fólki, sem ekki hafði aldur til að vera með slíkt í fór- um sínum. Bifreiðaeftirlitsmenn voru í samvinnu við lögregluna um eftirlit með umferðinni og varð að snúa nokkrum bílum til baka til Reykjavíkur vegna ófullkomins útbúnaðar. Frá Umferðamiðstöðinni hafa flestir hópferðabílar lagt af stað. Þaðan fóru í fyrrakvöld um 600 manns að Húsafelli, en 320 í Þórsmörk og eru þá undanskild- ir ýmsar hópferðir. Úlfar Jac- obsen fór með sína hópa þaðan í fyrrakvöld og í gær og munu það hafa verið alls 160-170 manns. f gær fóru frá Umferða- miðstöðinni sjálfri 4-500 manns að Húsafelli, en 200-250 í Þórs- mörk, auk hópferða, eins og t.d. ferð Ferðafélagsins. Sagði Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri,, að líklega yrðu allar ferðir í framtíðinni farnar frá Umferða- miðstöðinni. Auk fólksflutningabíla mun að sjálfsögðu geysimikill hópur fólks á einkabifreiðum leggja leið sína út úr bænum um helg- ina, eins og að undanförnu. Veðurútlit er ekki sérlega gott um helgina, en samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar er búizt við suðvestlægri átt og lítilsháttar úrkomu um allt suð- Framhald á hls. 27 Nú stendur yfir mesta umferð arhelgi ársins. En skyldu þeir vera margir, sem aka bíl frá 1929, eins og maðurinn á myndinni gerir? í blaðinu í dag er Sagt frá þessum bíl í þættinum: Gamlir bílar með virðulegan svip. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Morræni Sumarháskólinn NORRÆNT sumarháskólinn var settur í gær kl. 9,30 í Hátíða- sal Háskólans. Þór Vilhjálmsson prófessor, for maður íslandsdeildar norræna sumarháskólans setti skólann. Þá tók til máls prófessor Gunnar Fougstedt, formaður finnsku deildarimnar og að lokuim talaði dr. Gylifi Þ. Gísilason, mennta- miálanáðherra. Að setningarath'öfn loíkinni flutti Ólafur Björnsson pófessor erindi um ísland í dag ag þróun þess á sviði efnahagsmála og stjórnmála. Eftir hádegi tóku svo hinar ýmsu deildir háskólanis til staxfa. Mýr slökkvibíll Mýjung um borð í Reykjaborg: Saltað í plasttunnur Siglufirði 2. ágúst. SÍLDARSKIPIÐ Reykjaborg frá Reykjavik, skipstjóri Haraldur j Ágústsson lagði aftur af stað á síldarmiðin við Bjarnareyjar á miðnætti eftir að hafa landað Reykjaborg RE. 846 tunnum af saltsíld hér á Siglufirði. Það vakti athygli hér að skipið tók nú um borð ásamt venjulegum síldartunnum, tæp- lega 800 plasttunnur, með smelli- loki, og tekur tunnan 50 lítra. Síldin verður verkuð á venjuleg an hátt í þessar tunnur, haus- skorin og slógdregin og verður pækill settur í tunnurnar um leið og sildin er lögð niður, en að öðru leiti ekkert hreyft við henni fyrr en að landi kemur, en þá verður hún sett í venju- legar tunnur. Hér er um algera nýjung að ræða í sambandi við sild®r.sölt- un, sem fylgst verður með af gaumgæfni hvernig tekzt. Har- aldur Agústsson skipstjóri á Reykjaborg sag'ði í viðtali við fréttaritara Mbl. „Ég hef trú á þessari meðferð síldarinnar <%g eru tunnurnar keyptar og þessi tilraun gerð á vegum útgerðar skipsins. Að öðru leiti verður að sjálfsögðu að bíða með frek ari ummæli þar til árangurinn af þessari ferð liggur fyrir“. Eins og áður sagði íandaði skip 846 tunnum af síld, sem var heldur smá, e'ða 33—34 cm, en að sögn mjög góð vara. SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavik hefur fengið nýjan og fullkom- inn slökkviliðsbíl, sem var skip- að upp úr Fjallfossi í gær. Rún- ar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, sagði, að þeir væru ekki búnir að fá bílinn í sínar hendur enn- þá, en hann vonaðist til að það yrði mjög fljótlega eftir verzl- unarm annahelgina. Hann sagði, að bíll þessi væri mun full'komnari og burðarmeiri en þeir bílar sem slökkviliðið hefur fyrir, tæki tvö tonn af vatni (hinir eitt) og 200 lítra af froðuvökva. Dælukerfið er þann ig að bæ'ði er hægt að dæla með háum og lágum þrýstingi. Há- þrýstikerfi er venjulega notað við minni eldsvoða, en lágþrýsti kerfið við stóra eldsvoða, þar sem þarf mikið vatn. Dælukerf- ið gefur um 800 punda þrýsting þegar háþrýstikerfið er notað, en þegar lágþrýstikerfið er not- að getur hann hinsvegar dælt um 3000 lítrum á mínútu. Þá er á bílnum langdræg byssa sem hægt er að tengja við há- þrýstikerfið. Hana er hægt að Framhald á bls. 27 Botninn skemmdur Neskaupstað, 3. ágúst. UNNIÐ var við það í alla nótt að dæla sjónum úr Hans Sif og er skipið nú nærri orðið þurrt. Froskmaður er á leið hingað frá Reykjavík og á hann að kanna botninn og segja til um hvort viðgerð sé möguleg þarna á staðn um, en óttazt er að botninn sé mun meira skemmdur en talið var í fyrstu. Dráttarbáturinn mun bíða þar til skýrsla frosk- mannsins liggur fyrir. Fáir ferðamenn Akureyri, 3. ágúst: EKKI virðist ferðamannastraum- ur um Akureyri vera mikill í dag. Hótelin eru ekki full, nema Hótel KEA og tjaldstæði bæjar- ins er ekki fullt. Umferð á þjóð vegum hefur og verið lítil í morg un, en talsverð í gær. Umferðin innanbæjar hefur verið gífurleg hér í morgun og er búizt við miklum straumi fólks út úr bænum í dag. Umferðin hefur gengið greiðlega og slysa- laust nema hvað mjög harður árekstur varð í gærkvöldi á mót um Strandgötu og Glerárgötu, þar sem bíll úr Reyikjavík veitti biðskyldumerki ekki athygli og ók á annan bíl miðjan og kast- aði honum þversum norður Gler árgötu og á þriðja bílinn, sem kom að norðan. Allir bílarnir skemmdust talsvert og tveir fyrst nefndu mikið. Veður hefur verið hlýtt hér og þurrt. Allsterk sunnangola hef- ur verið hér, en sólarlaust. Bú- izt er við að mikill mannfjöldi sæki á bindindismótið í Vagla- skógi, sem ýmis ungmenna- og bindindissamtök í Suður-ÍÞing- eyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri gangast fyrir nú um helgina. — Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.