Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 11 f ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 SIJNIML-dagar í sólarlöndum Vinsœlar utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum Miðvikudagar eru þotuflugsdagar SUNNU til Miðjarðarhafsins Beint til Majorka á 3V2 tíma. Majorko - London 17 dngnr frd kr. 8.900.- Nu komast íslendingar eins og aðrar þjóðir ódýrt til sólskinsparadísarinnar á Majorka, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Majorka er vinsælust allra staða vegna þess að sólskinsparadísin þar bregzt ekki og þar er fjölbreyttasta skemmt- analíf og mestir möguleikar til skoðunar og skemmtiferða um eyjuna sjálfa, sem er stærri en Borgarfjarðar- og Mýrasýslur til samans, og einnig er hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir til Afríku, Barcelona'og Madrid (dagferðir), Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flugvél. Tveir heilir sólar- hringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir til eftirsóttra staða. Næstu ferðir: 14. ágúst (fullbókað), 21. ágúst (fá sæti), 28. ágúst (fullbókað), 4. sept. (fullbókað), 11. sept. (fullbókað), 18. sept. (fá sæti), 25. sept. (fullbókað), 9. okt. og 23. okt. ðktóber og nóvember er yndislegur tími til sumarauka á Majorka. Fyrirhugaðar aukaferbir i september ■ ■ 12 daga ferðir — Verð krónur 14.400,oo Stuttar og ódýrar ferðir sem gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru mjög ólíkar. Miljónaborgin London er tilkomu- mikil og sögufræg höfuðborg stórveldis með fjölbreytt menningar- og skemmt- analíf. Amsterdam er heillandi fögur með fljót sín og síki, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo borgin við sundið, Kaupm annahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast annars staðar á erlendri grund. Fararstjórar: Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson. Brottfarardagar: 18. ágúst — 1. sept. — 8. sept. — 15. sept. Fá sceti laus í flestum ferðum L0ND0N - AMSTERDAM - KAUPMANNAHOFN ÍTALÍA í SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september — 21 dagur. — Verð kr. 27. 600.— Þessi lúxusferð er mun ódýrari en aðrar hliðstæðar ferðir vegna hagstæðra viðskiptasamn- inga SUNNU á ftalíu. — Flogið er tii Mílanó o g ekið þaðan um fegurstu byggðir ítaMiu. Með- al annars komið til Feneyja hinnar „fljótandi borgar“ ævintýra, söngs og sögu. Róm eru helgaðir fimm dagar, því að margt er að sjá. Frá Róm liggur leiðin suður um Napóli, Pompei og Sorrento, siglt með einu glæsilegasta hafskipi heims, risaskipinu Michaelangelo 43 þús. smálestir að stærð, til Cannes á frönsku Rivierunni og ek'ið til Nizza, þar sem dvaMzt er síðustu daga ferðarinnar. Frá Nizza er flogið heim með viðkomu í London, þar sem hægt ex að framlengja ferðina ef óskað er. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 23. ágúst. — 17 daga ferð. — Verð kr. 22.840. Þessi ferð hefur verið farin svo til óbreytt í sjö ár og jafnan við miklar vinsældir, enda fólk komið heim með óbrotgjarnar minningar. Hér gefst fólki tækifæri til að kynnast nokkrum fegurstu stöðum í Evrópu í rólegri ferð. Flogið er til Parísar og dvalizt þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Frá París er flogið til Sviss, skroppið í skemmtiferð suður yfir fjallaskörðin til Ítalíu. Frá Sviss er farið fljúgandi til Rínarlanda og dvalizt í fjóra daga við ána Rín í Rudesheim, einum frægasta skemmtanabæ Rínarlanda. Þar er haldin vínhátíð og krýnd víndrottning. Farið er í ökuferðir um Rínarhéruð og siglt á fljótinu með skemmtileg- um farþegaskipum. Fararstjóri: Jón Helgason. EDINBORGARHÁTÍÐIN Brottför 24. ágúst — 7 daga ferð- — Verð kr. 8. 900. — Þessi vinsæla ferð hefur verið farin á hverj u ári í sex ár og jafnan fullskipuð. Fara all- margir árlega, enda er Edinborgarhátíðin ein mikilfenglegasta listahátíð álfunnar. Auk þess er Edinborg mjög fögur borg og ánægjulegt að dveljast þar sólheita síðsumardaga. Farið er í skemmtiferðir upp í hálendi Skotlands og hin fögru vatnahéruð, en jafnan komið heim á hótel í Edinborg að kvöldi. Hægt er að framlengja dvölina og skreppa til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson leikari. Ferða- og farseðlaþjónusta Sunnu fyrir hópa og einstaklinga, er viðurkennd af þeim mörgu, sem reynt hafa. Skipuleggjum IT-ferðir. Ákveðið brottfarardag þegar yður hentar, við útvegum hótel og fyrirgreiðslu hvar sem er í heiminum. í SUNIMUFERÐIJM eru eingöngu notuð góð hótel. Flogið lengstu leiðirnar og ekið eingöngu þar sem Iandslagsfegurð er mest. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu sem reynt hafa SUNNU-ferðir og velja þær aftur ár eftir ár. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið. Biðjið um nákvænta ferðaáætlun og pantið snemma, því yfirleitt komast aldrei allir sem vilja í SUNNU-ferðir. Það eru ferðir, sem fólk getur treyst. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA Brottför 6. október. — 21 dagur. — Verð kr. 28.900. — Þeir mörgu, sem hafa tekið þátt í þessum ævintýraferðum SUNNU til dularheima Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og furðum, sem fyrir augu ber. Flogið til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalizt er í tvo daga. Flogið áfram til Beirut, þar sem skoðaðir eru leynd- ardómar þessarar frægu borgar vegamóta í Austurlöndum nær. Heimsóttir persneskir teppasalar í frihöfninni. Frá Beirut er flogið til Karió og dvalizt á góðu hóteli á bökkum Nílar. Frá Kairó er flogið til Jerúsalem, dvalizt þar í fimm daga og skoð- aðir allir helztu sögustaðir Biblíunnar. Frá Jerúsalem er flogið til London og hægt að framlengja dvöl þar, ef óskað er. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. ferðirnar sem fólkið velur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.