Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltról Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjaid kr 120.00 í lausasölu. Hí Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. UM VERZLUNAR- MANNAHELGI ¥Tm verzlunarmannahelgina ^ er ástæða til að minnast þess hve ríkan þátt íslenzkir verzlunarmenn hafa átt í sjálf stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þegar verzlunin fluttist inn í landið í íslenzkar hendur urðu straumhvörf í málefn- um þjóðarinnar og jafnan hefur verzlunarstéttin ís- lenzka skipað traustan og virðulegan sess í huga þjóð- arinnar. Innlend verzlun hef- ur eflzt og dafnað og átt rík- an þátt í sókn þjóðarinnar til efnahagslegs sjálfstæðis. Á undanförnum áratugum hafa þó starfsskilyrði verzlunar- innar verið mjög misjöfn. Um áratugaskeið var haldið uppi ströngum innflutnings- höftum og öðrum hömlunum á starfi verzlunarstéttarinnar með afleiðingum, sem öllum eru kunnar, vöruskortur og biðraðir voru einkenni þeirra ára. Frá árinu 1960 hefur þó orðið gjörbreyting í þessum efnum. Ríkisstjórn undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins hef ur gert verzlunina frjálsa á ný. í kjölfar þess frelsis hef- ur fylgt algjör umbylting í verzlunarháttum lands- manna. Vöruúrval og gæði eru nú fyllilega sambærileg við það sem bezt gerist erlendis, ný verzlunarhús hafa verið byggð og stórverzlanir að er- lendri fyrimynd risið. Allt hefur þetta orðið neyt- andanum til hags og varla mun nú nokkur óska þess að hverfa aftur til haftaáranna. Þegar erfiðleikar steðja að þjóðinni á ný í efnahags- og atvinnumálum, eins og nú, -verður hlutverk verzlunar- stéttarinnar um margt enn þýðingarmeiri en áður. Nú er mikilvægara en áður, að hún leggi sig alla fram um, að ná sem hagstæðustum inn- kaupum og gæti í hvívetna allrar hagsýni í starfi sínu. Þótt syrti í álinn um sinn munu allir landsmenn leggja áherzlu á, að verzlunarfrels- inu verði haldið og það er m.a. hlutverk verzlunarstétt- arinnar að tryggja að svo geti orðið. Menntum íslenzkra verzl- ' unarmanna hefur aukizt og batnað á undanförnum árum og áratugum. Verzlunarstéttin hefur af stórhug og myndar- skap haldið uppi starfsemi Verzlunarskóla íslands, sem hefur áunnið sér aukið álit með hverju árinu, sem líður. Frá honum hefur verzlunin fengið vel menntað starfsfólk, sem hefur tryggt að verzlun- in hefur fylgzt með þróun- inni og leitast við að svara kröfum nýrra tíma. Viðskipta fræðideild háskólans hefur einnig menntað fjölda starfs- manna í þágu innlendrar verzlunar og á síðustu árum hefur mikil breyting orðið á starfsháttum viðskiptafræði- deildarinnar til hins betra. Verzlunin hefur einnig byggt upp öfluga og sjálf- stæða bankastofnun þar sem er Verzlunarbánki íslands og er nú verið að byggja upp við hann stofnlánadeild verzl unarinnar sem mun leysa úr brýnni þörf. Félagssamtök verzlunarstéttarinnar, bæði launþega og atvinnurekenda hafa einnig eflzt mjög og at- hyglisvert er að sjá þann samhug, sem einkennir verzl unarfólk, hvort sem það til- heyrir launþegastéttinni eða atvinnurekendum. Verzlunarstéttin getur því á frídegi sínum litið stolt yfir farinn veg. Hún hefur feng- ið miklu áorkað á stuttum tíma og skapað starfsgrein smni traustan sess meðal helztu atvinnugreina þjóðar- innar. Þess ber að vænta að innlend verzlun megi eflast og dafna í framtíðinni, sem hingað tjl. NORRÆNISUM- ARHÁSKÓLINN lVrorræni sumarháskólinn var settur í Reykjavík í gær og sækja hann.rúmlega 200 þátttakendur frá hinum Norð urlöndunum, en um 50 frá íslandi. Norræni sumarhá- skólinn hefur starfað frá 1950, en þetta er í fyrsta sinn, sem hann er settur á íslandi. Skólinn starfar í öllum há- skólaborgum Norðurlanda og í vetur störfuðu yfir 100 um- ræðuhópar í 18 háskólaborg- um. í viðtali við Mbl- í gær sagði Þór Vilhjálmsson, pró- fessor, formaður íslandsdeild ar skólans um starfsemi hans: „Að því er stefnt að koma á samvinnu manna, sem leggja stund á sem flestar fræði- greinar til að ræða um vanda mál, sem sameiginleg eru fyr ir þær allar. Það er einnig til gangur skólans að efla skiln- ing á grundvallaratriðum vís indastarfsemi skólans og á sérkennum rannsóknarað- ferða hinna ýmsu vísinda- greina.“ Norræni sumarháskólinn er Eftir Bill Cremlyn Jones OTTO Skorzeny, ofursti, fyrr um stormsveitarmaður í þjón ustu Hitlers, hefur tekið að sér að stjórna birgðaflutn- ingum til Biafra, „af mann- úðarástæðum". Skorzeny er nú sextugur. Hann er einkum frægur fyrir djarflega björgun Mussolinis úr höndum byltingarmanna árið 1943. Nú er hann vel stæður fasteignasali og býr í glæsilegu húsi í E1 Viso hverf inu í Madrid. Á skrifborði hqns er ljósmynd af honum sjálfum að taka í hönd Hitl- ers. — Ef ég væri beðinn um að hjálpa hungruðum Eski- móum, Indíánum, Malajum eða Kínverjum, yrði ég vissu lega við því, segir hann. Ég er mjög fús að láta í té reynslu mína og beita áhrifum mínum á Spáni til hjálpar. Skorzeny á 49% hluta- fjár í flugfélagi sem nefnist U.S.Air og hefur hann þegar staðið fyrir einni flugferð frá Madrid til Biafra með 12 tonn af skreið og lyfjum. Vél in flaug beinustu leið, án þess að nokkrar ráðstafanir væru gerðar til að tryggja öryggi hennar. — Vélin bar merki Rauða krossins, segir Skorzeny, og ég trúi ekki, að nokkur skjóti þannig vél niður. Við flytjum engin vopn. aðeins matvæli og sjúkravarning. Ekki eru þó allir trúaðír á verndarmátt rauða krossins á flugvélum sem eiga að fara til Biafra, en engin tilraun var gerð til að trufla ferð flugvélar Skorzenys. Skorzeny 1943 Skorzeny annast þessa flutninga í samvinnu við kirkjurnar í Danmörku og Noregi. Hann segir að prest- ur að nafni Viggo Möllerup hafi upprunalega komið til sín og leitað aðstoðar, með hlið- sjón af samböndum Sko ;en- ys við spánsk stjórnarvöld. — Ég var beðinn um þetta Skorzeny 1968 af mannúðarástæðum, segir Skorzeny. Þegar presturinn kom til mín féllst ég strax á málaleitan hans, vegna þess að ég hafði lesið og heyrt margt um ástandið í Biafra og enginn virtist ætla að koma fólkinu til hjálpar. Ég varð mjög hrifinn af framtaks semi þessara tveggja kirkna þarna langt í norðri. En auð- vitað fæ ég nokkuð fyrir minn snúð. Skorzeny var á sínum tíma sýknaður af öllum ákærum um stríðsglæpi, þar á meðal ákæru sem kom fram fyrir fáum árum, um að hann hefði fundið upp eiturgasbyssu, sem prófuð var á Gyðingum í fangabúðum nazista. Ölstríði í Svíþjóð lýkur MIKIL og hörð barátta hefur verið háð í Svíþjóð frá síðustu áramótum eða lengur um sölu á sterku öli í landinu. Sterkt öl hefur lengi verið bruggað og selt í Svíþjóð, en eingöngu selt frá áfengiseinkasölunni, eins og annað áfengi, og á stöðum, sem fengið hafa heimild hins opin- bera til sölu eða veitingar áfengra drykkja. Fyrir rúmlega hálfu ári var gerð nokkur undanþága frá lög um og reglugerðum í þessum efnum vegna voldugrar sóknar ýmissa þeirra aðila, sem kröfð- ust frjálsrar sölu á sterku öli. Var því óspart haldið fram, að öl væri tiltölulega meinlaus drykkur og neyzla sterkra einn þáttur í samstarfi Norð- urlandaþjóðanna og ekki sá ómerkasti. Nýlega fékk skól- inn 4 milljóna króna styrk úr Norræna menningarmála- sjóðnum og er því fé varið til rannsókna á sviði norræns menningarlífs. Það er fagnáð arefni, að Norræni sumarhá- skólinn hefur komið til ís- lands að þessu sinni og von- andi verður það til að efla áhuga á starfi hans hér og auka þátttöku af íslands hálfu. drykkja (brennivíns) myndi minnka að miklum mun. Sú stað hæfing kemur hins vegar alger lega í bág við reynslu Norður- landaþjóðanna, því að mörg und anfarin ár sýna opinberar skýrsl ur að neyzla sterkra drykkja hefur farið þar vaxandi, þrátt fyrir mikla ölsölu. Gildir þetta jafnt um Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð. Undanþágan var fólgin í því, að leyft var að selja sterkt öl á frjálsum markaði í tilrauna- skyni um óákveðinn tíma í þremur ömtum eða lénum í Sví þjóð, Gautaborg, Báhus og Vermalandi. Talið er að alls hafi ölið verið selt í 2200 verzlunum í þessum þrem ömtum eða lands höfðingjaumdæmum. __ Reynslan varð mjög neikvæð. Ölsalan óx stórlega frá því sem hún var, eða varð samkvæmt blaðafréttum átta sinnum meiri í Gautaborg, en 15—16 sinnum meiri í Vermalandi. Hófst fljótt mikil gagnrýni á þetta hömlulausa sölufrelsi á sterka ölinu. Voru skólayfir- völdin þar í fararbroddi, en flest áhrifamestu dagblöð landsins veittu þeim öruggt brautargengi. í Ijós kom, að drykkjuskap- ur barna og unglinga var að verða alvarlegt vandamál. Gekk víða svo langt, að á skóla- skemmtunum og samkomum nemenda, var mikill hluti nem- endanna ofurölvi. Gagnrýnin á þetta ölævintýri fór því stöðugt vaxandi. Þótti ríkisstjórninni að lokum mælir- inn fullur og mun hafa talið fullreynt um þessa tilraun. Um mánaðamótin júní/júlí gaf hún svo út stjórnarúrskurð um mál- ið og tilkynnti, að tilrauninni um frjálsa sölu á sterku öli skyldi hætt frá og með 15. júlí 1968. Saga þessa ölmáls í Svíþjóð er lærdómsrík, því að reynslan er ólýgnust. (Frétt frá Áfengisvarnaráði). Síld ■ Húnaflóa Skagaströnd 2. ágúst. UNDANFARNA daga hafa sjó- menn á miðunum við Húnaflóa orðið varir við töluverðar lóðn- ingar sem þeir telja líklegt að séu síldarlóðningar. Hafa troll- bátar fengið nokkuð af síld í troll sín. Mikill áhugi er á að reynt verði að veiða hana í reknet, en sjómenn telja að enn sem komið er sé ekki um það miklar torfu myndanir að ræða að árangurs- ríkt yrði að nota síldarnætur. Hefur verið óskað eftir því við Má Elíasson, fiskimálastjóra, og Jón Stefánsson, framkvæmda* stjóra Síldarútvegsnefnðar, að þeir styddu tilraun sem gerð yrði til reknetaveiða. Má öllum Ijóst vera hversu mikla þýðingu það hefði ef vel tækist til um veiðarnar þar sem landið er nú algerlega beitulaust. — Fréttaritar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.