Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
3
Jón Auðuis, dómpróf.s
TILVILJUN, EÐA -?
Gerist nokkuð af tilviljun? Er nokk
ur „hending" til?
Ekki kemst ég hjá það að gefa til-
viljuninni eitthvert rúm í lífsskoðun
minni. Og ég vil taka það fram nú þeg-
ar að þar þykist ég vera í góðum fé-
lagsskap. í einni fegiurstu dæmisögu
siinni segir Jesú, að „af hendingu" hafi
prestur nokkur farið fram hjá þar sem
særður maður lá.
Hann gerir bersýnilega ekki ráð fyr
ir því sem guðlegri ráðstöfun, heldur
hreinni tilviljun, að prestinn bar þarna
að.
Tilviljun, — segjum við, og þó stund
um með nokkrum efa um að svo sé. At-
vikin verða stundum undarleg.
Ég las nýlega um furðulegar hliðstæð
ur í lífi tveggja Bandaríkjaforseta Lin-
colns og Kennedys:
Ritari Lincolns hét Kennedy og hann
varaði forsetann við því að fara í leik-
húsið kveldið sem hann var skotinn þar.
Ritari Kennedys hét Lincoln og hann
varaði forsetann við það að fara til
Dallas, þar sem hann var skotinn. Kon-
ur þessara tveggja vinsælu forseta
misstu báðar son meðan þær voru hús-
freyjur í Hvíta úhsinu. Báðir þessir for-
setar voru skotnir aftan frá og við hlið
þeirra beggja voru eiginkonur þeirra.
Báðir voru þeir skotnir á föstudegi og
eftirmenn beggja hétu Johnson. Eftir
Lincoln kom Andrew Johnson, fædd-
ur 1808 Eftir Kennedy kom Lyndon
Johnson, fæddur 1908.
Þetta kann að segja næsta lítið, þó
nema margir staðar við slíkt ogspyrja:
Tilviljun, — eða?
í fornum trúarbrögðum var mjög tíðk
að „hið heilaga hlutkesti“, og var litið
svo á, að þar réði Guð eða guðirnir
úrslitum. Menn varpa tíðum hlutkesti
með því að kasta peningi, og það er
kölluð tilviljun, hreint dæmi tilviljun-
ar, hvor flötur peningsins kemur upp,
og tilviljunar sem enginn geti sagt fyrir
En ef við þekktum aðstæður allar
þyngd peningsins, mótstöðu loftsins,
orku handarinnar og stöðu fingranna,
sem fleygja pæningnum, gætum við sagt
fyrir nákvæmlega hvor flötur penings-
ins kæmi upp. Það er tilviljun aðeins
vegna þess, að við vitum ekki nógu
mikið.
Hvað er tilviljun? Við köllum tilvilj-
un það, sem við getum ekki séð fyrir
og Guð ekki ákveðið viljað. Það er auð-
vitað fráleitt, sem menn hafa oft á orði
og víða er fullyrt í guðræknisritum,
ungum og gömlum, að ekkert gerist,
nema Guð vilji það og beinlínis láti
það verða.
Jesú Kristur leit ekki þannig á. Hann
taldi t.d. sjúkdóma vera andstæða vilja
Guðs. Þessvegna gekk hann um og
trúði því að hann væri að vinna Guðs
verk með því að lækna menn af mein-
semdum þeirra.
En þótt Guð vilji ekki vissa hluti,
og ill íilviljun geti orðið afdrifarík, er
ekki þar með sagt, að hún sé ekki í
einhverjum skilningi á valdi Guðs. Jós-
ef sagði við bræður sína, sem höfðu
bruggað honum fjandsamleg ráð: „Þér
ætluðuð að gera mér illt, en Guð sneri
því til góðs.“ I hendi hans er einnig
það, sem hann hefir ekki viljað og ekki
valdið. Einnig það, sem við köllum til-
viljun.
Forspáin er fágæt og þó er hún stað-
reynd, sem ekki er auðvelt að afsanna
með rökum. Margir líta þannig á, að avo
miikið magn sé fyriir hendi spádóma, sem
sannanlega komu fram, að ástæða sé
til að ætla, að allt sé ákveðið fyrirfram
og því geti engin tilviljun komið til
mála.
Þetta er fráleit fullyrðing.
Að eitthvert auga er til, sem sér gegn
um atburðarásina og greinir hverjar af-
leiðingar hljóti að verða af frjálsu
viljavali mannsins, er engan vegin sama
og það, að vilji hans sé bundinn. Rit
Lúters um „Hinn þrælbundna vilja
mannsins" býst ég við að flestum nú-
tímamönnum þyki býsna fráleitt.
Að Guð sér fyrir, hvert ólán muni
hljótast af heimskulegu eða syndsam-
legu vali mannsins, þýðir auðvitað ekki
það, að Guð hafi viljað það ólán.
Þetta er flókið mál, það er mér jaifn-
Ijósft og þér. En ég hreyfði því hér,
þótt þvi gæti engin veruleg skil orðið
gerð, af því að spumingin hreyfir sér
svo oft í hugum manna:
TILVILJUN, — EÐA ?
IÉÉ*****ÉÉÉÉÉÉÉ
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Þorskveiðarnar.
Mjög hefur dregið úr afla
upp ó síðkastið bæði hjá togur-
um og bátum. Enn einu sinni
hafa skipin bæði togarar og
línubátar, orðið að flýja miðin
við Austur-Grænland vegna
íssins. ísinn við Austur-Græn-
land er hinn sami og er á milli
Spitsbergen og íslands og rekur
suður með Austur-Grænlandi og
suður fyrir Hvarf og norður með
Grænlandi að vestan og alla leið
til Labrador. Þegar skpin fara fyr
ir Hvarf, verða þau oft að sigla
100 mílur fyrir sunnan það til
að komast fyrir ísinn. Seinni
hluta sumars fer þessi ís minnk
andi, og verða þá veiðar auð-
veldari, ekki aðeins við Austur-
Grænland, heldur líka við Vest-
ur-Grænland.
Togararnir leituðu flestir fyr
ir sér út af Bjargi, en afli var
þar tregari en við Austur-Græn
land.
Línuveiðarnar virðast vera að
fjara út. Handfærabátar em allt
af að reita sæmilega, þó nokk-
uð hafi dregið úr aflanum. Sum-
ir eru að fá stórufsa, eins og
Andvari, sem landaði nú fyrir
helgina í Þorlákshöfn 10 lest-
Við Vestmannaeyjar, þar sem
útgerð togbáta er mest, var þeg
ar í næst síðustu viku farið að
draga úr sjósókn vegna þjóð-
hátíðarundirbúnings og ekkert
róið í síðustu viku. Togveiði er
lítið stunduð frá Suðurnesjum
og Faxaflóasvæðinu, og hafa bát
ar úr þessum landshlutum leit-
azt við að fá að landa fyrir
norðan og austan, þar sem fisk
gengd er miklu meiri en hér
syðra. Sumir þessara báta hafa
aflað ágætlega í vor Anna frá
Keflavík hefur fengið 400 lestir
og lagt upp á Siglufirði, og Við-
ey frá Reykjavík hefur fengið
300 lestir á 7 vikum. Aðrir bát-
ar fyrir norðan og austan eru
þó sjálfsagt með meiri afla, þótt
þeim, er þetta ritar, sé ekki
kunnugt um það.
Síldveiðin.
Ekkert hefur raknað úr með
síldveiðina á Bjarnareyjarsvæð
inu. Algengasta dagveiði hefur
verið 750-1500 lestir og eru það
ekki nema 15-30 lestir á bát að
meðaltali. Margir bátar hafa ekki
enn séð síld, og þeir hæstu eru
með 1500-2000 lestir. Allir mæna
nú á, að slídin fari að nálgast
landið, og vona, að það verði
verulegt magn, en ekki einhver
óvera eins og í fyrra. Hafrún og
Hrafn Sveinbjarnarson III.
stunda nú veiðar hér syðra fyr-
ir Norðurstjörnuna í Hafnar-
firði og Höfrungur III. hefur
veitt í beitu fyrir Akranes. Hafa
þessir bátar veitt lítið. Síldin er
með átu.
Efnahagslegt og stjórnarfarslegt
sjálfstæffi.
Stórskáld sagði núna í vik-
unni við þann er þetta ritar:
„Er efnahagsástandið á leið að
gera ísland að nýlendu?" Á
leiðinni niður götuna hélt hug-
urinn áfram að glíma við þessa
hugdettu hins aldna rithöfundar
Er ekki fjarstæða að láta sér
koma til hugar, að efnahagsleg-
ir erfiðleikar geti orðið svo
miklir á fslandi, að það glati
sjálfstæði sínu En hver hefði
trúað því á sínum tíma, þegar
Nýfundnaland fékk sjálfstæði
sitt eftir að hafa verið brezk
nýlenda um langt skeið, að það
glataði sjálfstæði sínu vegna
efnahagserfiðleika og leitaði und
ir verndarvæng Kanada. Var þó
Nýfundnaland sjálfsagt kosta-
meira land en ísland og lá ekki
síður við fengsæl fiskimið. Þjóð
in var líka fjölmennari en ís-
lendingar.
Hvaða ástand myndast á fs-
landi, ef sjávarútvegurinn hryn
ur? Hvaða fjarstæða myndi marg
ur segja, er nokkuð slíkt á
næstu grösum? Kjör launastétt-
anna hafa ekki skert nema þá
sjómannanna, sem stunda síld-
veiðar. Almannatryggingakerfið
starfar eins og áður. Það ber
furðulítið á atvinnuleysi, það
var þá helst í fyrra haust. Og
kaupmátturinn virðist lítið
minnka, ef dæma má eftir hin-
um óhagstæða verzlunarjöfnuði,
sem er nær alveg sá sami um
mitt árið nú og á sama tíma í
fyrra um iy2 milljarður króna
Ekki er reiknað með sama gengi
En sjávarútvegurinn er smátt
og smátt að lamast. Allir vara-
sjóðir hans eru þurrausnir og
skuldir hafa hrúgazt upp í
bönkunum, slóði lausaskulda er
dreifður um allt. Það er ekki
borgaður eyrir af neinum stofn
lánum. Framleiðslutækin á landi
og sjó dragnast niður af við-
haldsleysi. Til útgerðarinnar
ræðst ekki við að kaupa nauð-
synlegar útgerðarvörur. Bátar
geta ekki stundað þær veiðar,
sem hagstæðast er, vegna þess
að þeir hafa ekki stofnfé til að
kaupa linu eða net. í vetur var
netalaust með öllu um tíma. Sagt
er að einir tveir bátar hafi keypt
síldarnætur í ár, enda er það
að verða á einskis manns færi
að kaupa nót, þegar hún kostar
um 2% millj. króna. Margir bát
ar liggja í höfn og komast ekki
á veiðar af fjárskortL Og marg
ir eru gerðir út af vanefnum.
Sjómenn leita eftir atvinnu í
landi. Ekkert nýtt fiskiskip er
keypt, sem ekki var búið að
semja um fyrir löngu. Það er
kannski nóg af fiskiskipum í
dag, eins og afkoman er, myndi
margur segja, en ef engin endur
nýjun á sér stað fer fyrir báta-
flotanum eins og togurunum.
Engar endurbætur eða hagræð-
ing á sér stað við verkunina.
Ofan á þetta allt hefur svo
bæzt nýtt verðfall á sjávaraf-
urðum og söluerfiðleikar. Ef
ekki verður gripið skjótt til úr-
ræða, sem koma sjávarútvegin-
um á heilbrigðan rekstrargrund
völl, hljóta þeir menn, sem við
hann fást, að gefast unnvörpum
upp.
Það gæti skapast hreint öng-
þveiti, sem hefði örlagaríkar af-
leiðingar fyrir alla.
ísfiskurinn selst illa í Hull
Það hefur þráfaldlega komið
fyrir í sumar, að fiskur hefur
ekki selzt á markaðnum í Hull
og fleiri fiskibæjum. Stundum
hefur það komið fyrir, að helm-
ingur af því, sem á boðstólum
var, fór í mjölverksmiðjurnar.
Þegar nóg var af fiski af heima
miðum, var sneitt hjá fiski af
fjarlægari miðum eins og frá ís-
landi og Grænlandi. Verð hefur
þar af leiðandi verið lágt á fiski
í Bretlandi í sumar.
Eriffleikar danskrar útgerffar.
Danskir útgerðarmenn hafa
fengið 5 ára lán hjá Danmarks
Fiskeribank til þess að greiða
lausaskuldir sínar, sem voru
orðnar það miklar, að úttekt
hafði verið stöðvuð hjá veiðar-
færa- og matvöruverzlunum.
Bretar kaupa síldarverksmiffjur
í Kanada.
Hið kunna brezka útgerðarfyr
irtæki Chr. Salvesen og Co, Ltd
hefur keypt tvær fiski- og síld-
arverksmiðjur í Kanada, aðra
1000 lesta afköstum á sólar-
hring, álíka og Kletts- og Qr-
firiseyjarverksmiðjurnar tiil
samans. Hin er með 350 lesta
afköstum.
Kanadastjórn hleypur undir
bagga.
Eitt af hinum stóru Unilever-
fyrirtækjum, Bird's Eye, á stóra
fiskverkunarstöð í Nýfundna-
landi, sem kostaði ný upp undir
1. milljarð króna. Reksturinn
hefur gengið illa, og hefur nú
Kanadastjórn lagt fram 57 millj
króna í áhættufé. Stjórnin seg-
ist ekki gera þetta vegna hinna
brezku hluthafa, sem keyptu
51 prs. af hlutafénu fyrir 5 ár-
um á 114 millj. króna gegn stað
greiðslu, heldur vegna þess að
1000 manns hefur atvinnu í stöð
inni auk 100 sjómanna sem eru
á 4 togurum, sem félagið á.
Afkoma Ross-fyrirtækjanna.
var betri í ár en í fyrra sem
nam um 10 prs. Þetta annað
stærsta útgerðar- og fiskverkun
arfyrirtæki í Bretlandi á fyrir-
tæki víða um heim og hefur tap-
að víðast nema í Ástralíu, þéu-
sem það hefur verið mjög ábata
söm vertíð og borið töpin uppi.
Ódýr hafnargjöld hæna aff.
Bæjaryfirvöldin í Kinsale í
Suður-frlandi hafa skýrt norsk-
um yfirvöldum frá því, að norsk
ir fiskibátar sem séu á veiðum
fyrir suðurströnd fralnds, geti
fengið þar vistir og nauðsynjar
og þurfi aðeins að greiða í hafn
argjöld 70 krónur fyrir hverja
viðkornu og 275 krónur fyrir
allt árið.
Italíuferðir
ítalska blómaströndin - London
brottf. 9. ágúst (2 sæti).
Róm - Sorrento - London
brottf. 16. ág. (4 sæti), og 30. ág. (2 sæti).
Grikkland - London
brottf. 13. sept. (nokkur sæti).
Ferð/n, sem fólk treystir
Ferbin, sem fólk nýtur
Ferðin, sem tryggir yður
mest fyrir peningana er
Spánarferðir
Verð trá kr. 10.900,- með söluskatti
Lloret de Mar — skemmtilegasti
jjjnrjiiiTppj baðstaður Spánar * 4 dagar London
9 ágúst (fllllt).
in n’n 16. ág. (3 sæti). 23. ág. (2 sæti), 30. ág. (6 sæti),
6. sept., 13. sept. (fullt).
TORREMOLINOS, brottf. 23. ágúst (fá sæti),
20. sept. (4 sæti).
Benidorm,
brottf. 20 sept. (6 sæti).
Síðustu sœtin í sumarferðirnar
ÚTSÝNARFERÐ
FERÐASKRIFSTOFAN
ÚTSÝN
Austurstræti 17
Sími 20100/23510.
Framhald á bls. 17