Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGUR 4, ÁGÚST 19««
hafði Jeff beinlínis boðið henni
að slást í hópinn Þar eð hún
þoldi ekki að sitja þarna og
horfa á þau dansa saman, stóð
hún upp og gekk burt. Hún ætl-
aði inn í setusalinn og líta í
tímarit. Hún kærði sig ekkert
um að dansa við hina mennina.
Ef Jeff vildi raunverulega finna
hana á eftir, var það engum erf-
iðleikum bundið. En þótt hún
sæti þarna í salnum og blaðaði
með óþolinmæði í tímariti í hálf
tíma eða meira, sá hún Jeff
aldrei bregða fyrir. Loksins
þoldi hún þetta ekki lengur, og
fór niður í káetuna sína.
Þegar þau Phyllis og Jeff
höfðu lokið dansinum, leiddi
hann hana aftur þangað sem
þau höfðu skilið við Pam. En
þá var hún farin þáðan.
— Þetta er skrítið, sagði hann
— Hvert getur hún farið?
í — Hún var eitthvað að tala
um, að hún væri lasin, sagði
Phyllis.
— En vitlaust af mér. Ég man
að þú hafðir gengið til hljóm-
sveitarinnar, til að biðja um sér
AUKIN ÞÆGINDI AUKIN HÍBÝLAPRÝDI
Við erum
sammála
nwood
UPPÞVOTTAVÉLIN
ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK.
HRÆRIVÉLIN
ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN
VENJULEG HRÆRIVÉL.
KENWOOD hrærivélin býð-
upp á fleiri hjálpartæki en
nokkur önnur hrærivél, til
þess að létta störf húsmóð-
urinnar. KENWOOD hræri-
vélin er auðveld og þægileg
í notkun.
Kynnið yður Kenwood og þér
kaupið Kenwood hrærivélina.
Verð kr. 6,890.-
KENWOOD uppþvotta-
vélin er með 2000 w.
suðuelementi. Tekur í
einu fullkominn borð-
búnað fyrir 6 og hana er
hægt að staðsetja hvar
sem er í eldhúsinu. Inn-
byggð. Frístandandi eða
fest upp á vegg.
Verð kr. 16.100,oo
— Viðgerða og varahlutaþjónusta —
Simi
11687
21240
Laugavegi
170-172
stakt lag, þegar hún sagði það. !
Svo bætti hún við, áður en j
hann kæmist til að svara neinu: j
— Við skulum ganga svolítið um |
þilfarið Jeff.
Hún stakk hendinni undir j
handlegg hans, rétt eins og hún '
ætti hann sjálf. Hún þrýsti sér
ofurlítið að honum, er þau gengu
svo eð ilmefnið úr hári hennar
næði til nasa hans. Þetta var
lokkandi ilmefni, hvorttveggja í
senn ginnandi og framandlegt.
— Þetta er eins og í gamla j
daga, Jeff, sagði hún í hálfum
hljóðum. — Við tvö í tungls-
Ijósinu. . . Hvað við skemmtum
okkur vel í Rio.
20
Hann kinkaði koili, seinlega. —
Já, við höfum öll skemmt okkur
vel í Rio. Að vissu leyti verð
ég feginn að koma heim aftur.
Hún skalf ofurlítið. — Ég get
ekki sagt það sama. Þú veizt
ekki hvað ég kvíði fyrir að koma
heim aftur. Ég fæ hroll við til-
hugsunina eina. Hugsaðu þér, eft
ir þetta dúsamlega frí að fara
aftur til hans!
Hann svaraði dræmt: — Hvers
vegna ertu þá að fara aftur,
Phyllis? Hvers vegna varstu
ekki kyrr í London?
Hún hló ofurlágt. — Ó, Jeff
veiztu það virkilega ekki, elsk-
an mín
Hann svaraði, og dálítið hvasst
—Ég kann að vera heimskur, en
ég veit það ekki.
Hún dró sig nær honum. —
Það er nú bara af því að þú
vilt ekki vita það, Jeff. Röddin
var hás. — Veiztu það ekki, að
ég er að fara aftur til þess að
geta verið nærri þér, jafnvel þó
að það kosti það að vera nærri
honum líka!
Hann dró sig heldur frá henni
— Phyllis! Röddin var bæði
undrandi og tortryggin.
Hún sá strax, að hún hafði
hlaupið á sig, og gengið of langt
— Góði Jeff, flýtti hún sér að
segja, — þú mátt ekki misskilja
mig. Ég á bara við, af því að
þú ert svo góður vinur. Þér get
ég treyst.
— Já, vitanlega er ég vinur
þinn, Phyllis, aagði hann en
honum leið illa.
Þau gengu enn um stund,
þegjandi, en þá sagði hún: —En
hvað hún getur verið sæt stúlka
hún Pam. Segðu mér eitthvað
meira um hana. Hittirðu hana
fyrst núna í ferðinni, eða hafð-
irðu þekkt hana áður
— Ég hafði aldrei séð hana
áður, sagði hann, — en ég hafði
heyrt hana nefnda. Hún var áð-
ur trúlofuð honum Hugh Rich-
ards.
— Hún er þó ekki stúlkan,
sem hann sveik, þegar hann gift
ist henni systur þinni? spurði
hún og ætlaði ekki að trúa hon-
um.
Hann hleypti brúnum. Hann
var orðinn reiður. Já, það var
ekki nema satt, þótt hún systir
hans væri annarsvegar, þá hafði
Hugh svikið Pam.
— Hann sveik hana alls ekki.
sagði hann snöggt. Trúlofun-
inni var slitið með samkomulagi
þeirra beggja.
M,
«!l h.
*f I .M»(.
III. ,w#*
tj pib
HHiu.ii
— Ég gaf Skjónu nýju jólakökuna hennar ömmu!
Phyllis andvarpaði — Veslings
Pam. Hún hlýtur að hafa tekið
sér þetta afskaplega nærri.
— Já, það er ég líka hræddur
um. Og það er þessvegna, að. . .
— Þú átt við, að það sé þess-
vegna, að þú ert svona góður
við hana lauk hún setningunni
fyrir hann.
—Ekki beinlínis það, sagði
hann. —- Kannski hefur það samt
verið þannig í fyrstunni. Ég
vildi gjarna bæta úr þessu og
hugga hana, ef ég gæti. En í
seinnd tíð-----. Hanh þagnaði. og
í þetta sinn lauk hún ekki setn-
ingunni fyrir hann. Hún virtist
vera að hugsa sig um. Hún starði
beint fram fyrir sig, með hálf-
lokuð augu og strengdar varir. .
j Þetta fannst honum vera ein-
I kennilegur svipur og næstum
4. ÁGÚST.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Þú kannt að verða var ýmissa tálmana í dag. Veldu einföldustu
útleiðina, og mundu að kurteisi hefur hingað til ek'ki orðið telj-
andi mörgum að fjörtjóni. Hafðu vakandi auga á hlutunum.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Þér líður ekki nægilega vel heinma, svo að þú skalt halda þi.g
utan dyra eftir megni. Leitaðu hugþekkrar dægrastyttingar, er
kvöldar. .
Tvíburarnir 21. mai — 20. júní.
Reydu að flækja þér ekki inn í of miklar deilur. Gefðu þig að
trúmálum, og hvíldu þig eftir mætti. Trúðu varlega því, sem þú
heyrir.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Þú ert of viðkvæmur, en það eru nú fleiri. Taktu nægilega
mikinn þátt í sóknarmáluim.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Þótt þú verðir fyrir einhverjum annarlegum áhrifum, þá skaltu
gera framtíðaráætlanir a.m.k. hálfan mánuð fram í tímann.
Reynu að tryggja þig fyrir tapi og skaða.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Vertu eins mikið með fjölskyldu þinni og þú getur. Hefurðu
lært eitthvað af reynsiunni? Hvað hefurðu lagt til málanna fyrir
kirkjuna.
Vegin 23. sept. — 22. okt.
Haltu stillingu þinni, aðrir ei’u að því er virðist afar vanstiiltir.
Fólk kann að gefa þér smáhugmyndir. Gerðu ráð fyri smá mis-
tökum.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Vertu á verði. Taktu þátt í kirkjusókn, og sóknarmálum. Haltu
virðingu þinni. Gott er að skipuieggja í kvöld.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Andans mál eru ofarlega á baugi, en láttu ekki slá ryki I augu
þér. Fólki er anmað hvort ekki ljóst, hvað það lætur sér um munn
fara, eða þá að sögur eru hálfsagðar.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Reyndu að smúa þér mjög eindregið að trúmálum í dag. Láttu
fjármálin eiga sig algerlega, og forðaztu alla eyðslu í kvöld.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Það kunna ýmsir að misskilja framkomu þína, reyndu að vera
sem mest einsamali, og helzt úti við.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Snúðu þér að andlegum málurn, erfitt er að hegða sér skynsam-
lega, er kvölda tekur, en það margborgar sig að reyna að leggja
það á sig.
<<••»»
LJÓS OG ORKA S.F.
Suðurlandsbraut 12. — Sími 84488.
LAMPAR OG
HEIMILISTÆKI
í MIKLU ÚRVALI