Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
IMota hið nýja til að skilja hið gamlá
UNDANFARNAR vikur hef-
ur flokkur 25 jarðfræðinga
frá Norðurlöndunum verið á
ferð um landið við náttúru-
skoðun undir stjórn íslenzku
jarðfræðinganna Sigurðar
Þórarinssonar og Haraldar
Sigurðssonar. Ferðalag þetta
er liður í einskonar sumarhá-
skóla, sem jarðfræðingar á
Norðurlöndum efna til og er
þetta fimmta árið í röð, sem
slík ferð er farin um ísland.
Þátttaka í þessum ferðum hef
ur alltaf verið mjög góð, en
hún er bundin við 25 manna
hóp í einu. Er blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við
nokkra jarðfræðinga úr hópn
um nú fyrir skemmstu, voru
þeir allir sammála um að það
hlyti að vera sjálfsagður hlut-
ur í menntun jarðfræðinga að
ferðast um og kynna sér jarð
fræði annarra þjóða og þá
sérstaklega þar sem jarðfræð-
in væri frábrugðin því, sem
menn ættu að venjast í
heimalöndum sínum. Þátttaka
íslendinga í þessum norræna
skóla hefur takmarkazt við
að sýna jarðfræðingum hinna
Norðurlandannan náttúru ís-
lands.
Dr. Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur kom þeirri
hugmynd af stað fyrir nokkr-
um árum, að stofna mætti hér
á landi norræna rannsóknar-
stöð í eldfjallavísindum. Um
þetta mál fluttu afþingismenn
irnir Sigurður Bjarnason og
Ólafur Jóhannesson tillögu í
Norðurlandaráði með • tíu
þingmönnum öðrum - og eins
og skýrt hefur verið frá, hef-
ur komið fram mikill áhugi
á þessu máli í ráðinu.
Jarðfræðingar þeir, sem
hér hafa verið á ferð. fóru
hver til síns heima s.l. föstu-
dag. Þá um morguninn hitti
blaðamaður Morgunblaðsins
nokkra þeirra að máli á Hótel
Garði, þar sem þeir gistu.
Var ekki úr vegi að spyrja
þá um álit þeirra á norrænni
eldfjallarannsóknastöð á fs-
landi og um ferð þeirra um
landið.
Færeyjar líkar Austfjörðum.
í herbergi nr. 8 á Garði
gistu þeir Jóannes Rasmus-
sen, jarðfræðingur £rá Fær-
eyjum og Aage Jensen, sem
„Hafið þið kynnzt eitthvað
þeim jarðfræðirannsóknum,
sem hér hafa farið fram?“
„Já“, segir Jensen, „og við
höfum orðið mjög hrifnir af
því, hvað íslenzkir jarðfræð-
ingar hafa getað gert. Það
hefur vakið furðu okkar í
þessu sambandi, að engin
jairðfræðideild skuli vera við
Háskólann, m.a. til þess að
samræma þá vinnu, sem hér
er unnin í jarðfræði".
„Hvernig lízt ykkur þá á
þá hugmynd að koma hér á
fót eldfjallarannsóknarstöð?“
Rætt við norræna jarðfræðinga
á jarðfræðinámskeiði á Íslandi
starfar við Hafnarháskóla.
Rasmussen færðist undan því
í fyrstu að tala við blaða-
menn, sagði að hann væri
með danska hópnum og fyrst
tala ætti við einn frá hverju
landi, því þá ekki að tali við
einhvern Dana. Sættist hann
loks á, að segja fáein orð í
viðurvist Jensens.
Aðspurður um samanburð
á jarðfræði íslands og Dan-
merkur sagði Jensen, að ekki
væri neitt sameiginlegt með
löndunum á því sviði.
„En Færeyjar og ísland eru
hins vegar miklu líkari“,
sagði Rasmussen, „til dæmis
eru Vestfirðir og Austfirðir
mjög likir Færeyjum. í Fær-
eyjum eru hins vegar engin
eldfjöll, eins og á eldfjalla-
svæðum fslands, svo að því
leyti er mjög fróðlegt fyrir
mig að koma hingað“.
„Það liggur alveg beint
við“, segir Jóannes Rasmus-
sen og Aage Jensen tekur
undir þau orð.
„Mycket bra“.
í setustofunni á Garði sátu
þeir Inga Tell frá Lundi í Sví
þjóð, og Kaleni Pelkonen, frá
Hel’sinkiháskóla. Svíinn verð-
fram í og segir: „Jarðmynd-
anir hér eru svo miklu yngri
en í löndum okkar. í Finn-
landi eru yngstu jarðmyndan
ir t.d. sautján þúsund milljón
ára gamlar, en hér á landi eru
þær enn að myndazt. Því hef
ég haft ánægju af að koma
til íslands. Ferðin um landið
mun hjálpa mér mikið við að
kenna nemendum mínum í
Helsinki almenna jarðfræði
og Um ungar jarðmyndanir“.
„Hvað um norræna eld-
fjallamiðstöð?“
Inge Tell brosir og segir:
„Mycket bra“.
Skemmtilegur samanburður.
Prófessor Johannes Dons
frá háskólanum í Osló er með
al eldri manna í norræna
námskeiðinu. Um ferðalagið
um ísland segir hann:
„Við hófum ferðina með
því að skoða nágrenni Reykja
víkur, en síðan flugum við til
Akureyrar, þaðan sem við fór
um til Mývatns og inn í
Herðubreiðarlindir. Seinna
fórum við um Vesturland og
þá á Snæfellsnes. Siðasti
hluti ferðarinnar var um Suð
urland, þar sem við sáum
Inge Tell og Kaleni Pelkonen.
Aage Jensen og Jóannes Rasmussen.
ur fyrir svörum, er blaðamað
ur spyr þá um hvað jarðfræð-
ingar geti lært á íslandi.
„ísland er jarðfræðileg til-
raunastofa, ef svo má segja.
Hér getur maðucr séð flesta
jarðfræðilega hluti gerast, en
jarðfræðingar verða að
byggja túlkanir sínar á fyrri
aidursskeiðum jarðar á því,
sem þeir sjá nú á tímum. Við
erum allir á einu máli um, að
við höfum séð hér mjög at-
hyglisverða hluti og þá ekki
sízt í sambandi við mótun
landslags".
Kaleni Pelkonen grípur
Heklu og Torfajökulssvæðið
og margt fleira.
Það, sem við höfðum mest-
an áhuga á að sjá, eru hin
ungu eldfjallasvæði. Sjálfum
finnst mér skemmtilegt að
bera þau saman við jarð-
svæði í Noregi, sem eru þús-
und milljóna ára gömul og þá
reyna að nota mér það, sem
gerist nú á tímum til þess að
reyna að skilja það, sem átti
sér stað fyrir ármilljónum.
Þetta finnst mér vera megin-
tilgangur þessarar ferðar: að
kynna mönnum jarðfræði
ungs lands, mönnum, sem
Próf. Johannes Dons.
e.t.v. hafa aldrei tækifæri til
þess að sjá slíka hluti annars
staðar.
Mér finnst hugmyndin um
norræna rannsóknarstöð hér
á landi alveg frábær. Ég vona,
að þessi hugmynd eigi eftir
að verða að raunveruleika,
því það myndi m.a. gefa hin-
um Norðurlöndunum tæki-
færi til þess að senda stúdenta
sína hingað til þess að kynn-
ast íslenzkum náttúrufyrir-
bærum, auk þess að það
myndi gefa norrænum jarð-
fræðingum tækifæri til þess
að vinna miklu meira samaii
en þeir hafa gert til þessa“.
„Finnst yður þá, að íslend-
ingar ættu að koma sér upp
jarðfræðideild við Háskól-
ann?“
„Alveg tvímælalaust. Norð-
urlandamenn hafa orðið
furðu lostnir yfir því, að þið
skulið ekki hafa hér jarð-
fræðideild".
„En er ekki hætt við, að
þeir, sem lærðu jarðfræði hér
á landi, sæu þá aðeins berg-
myndanir af mjög takmörkuð
um hluta jarðsögunnar?“
„íslendingar verða að hafa
leyfi til þess að ferðast um
eins og aðrir. Sjálfur hef ég
farið um allan heim til að
kynna mér jarðfræði ýmissa
landa og ég álít það nauðsyn-
legt hverjum jarðfræðingi,
sem ætlar sér að fylgjast með
í sínu starfi“.
„Eruð þér þá ánægður með
ferðina hingað?“
„Fullkomlega. Við höfum
haft framúirskarandi farar-
stjóra, sem hafa gert ferðina
mjög góða. Ég hafði í upphafi
nokkrar áhyggjur af því, að
engin föst. áætlun var um,
hvert fara skyldi. En ég komst
að því, að í þessu landi er
slíkt ómögulegt. Hér verður
að fara eftir því, hvort ár eru
í vexti og öðru slíku, hvort
unnt er að komast í áfanga-
stað, og ef ekki er um það að
ræða, þá verður að halda eitt-
hvað annað“.
Stjórn Veiðifélags Árnesinga
þverbrýtur samþykktir
í BRÉFI, sem stjórn Veiðifélags
Árnesinga sendi öllum veiðieig-
endum á Vatnasvæði Ölfusár-
Hvítár dagsett 14. júní s.l. segir
svo:
„Aðalfundur Veiðifélags Ár-
nesinga var haldinn að Selfossi
27. apríl 1968.
Meðal ýmissa tillagna var sam
þykkt á fundinum svohljóðandi
tillaga:
„Aðalfundur Veiðifélags Ár-
nesingja, haldinn að Selfossi 27.
apríl 1968 samþykkir að félags-
mönnum Veiðifélags Árnesinga
á vatnasvæði Ölfusár-fHvítár sé
frjálst að veiða á þessu sumri
frá upphafi veiðitímans til og
með 9. ágúst og frá og með 20.
ág. til loka laxveiðitímans, hverj
um fyrir landi sinnar jarðar.
Veiða má í lagnet, króknet eða
stöng“.
Hér skýtur skökku við! Þessi
tillaga var ekki samþykkt á fund
inum. Hinsvegar var tillaga, bor-
in fram af Einari Gestssyni á
Hæli, formanni Stóru-Laxár-
deildar, samþykkt með yfirgnæf
andi meirihluta atkvæða, 138
gegn 85 að viðhöfðu nafnakalli,
svohljóðandi:
„Aðalfundur Veiðifélags Ár-
nesinga haldinn að Selfossi 27.
apríl, felur stjóminni að leggja
til við veiðimálastofnunina, að
ekki verði leyfð laxveiði á fé-
lagssvæðunum á tímabilinu frá
5. júni til 4. júlí þetta ár.“
Þessi merka samþykkt birtist
í öllum víðlesnustu blöðum lands
ins, ómótmælt af félagsstjórn.
Enda liggur í augum uppi að aðal
fundur gat ekki samþykkt tvær
tillögur , algerlega andstæðar að
efni og tilgangi.
Þessarar tillögu getur stjórnin’
að engu í fyrrnefndu bréfi. Hér
er um stórfurðulegt athæfi að
ræða og ósæmilegt. Segja má
að stjórnin hafi fyrirgert rétti
sínum sem slík, þar sem hún
þverbrýtur gerðir aðalfundar og
virðir einskis vilja og samþykkt-
ir meirihluta félagsmanna á að-
alfundi.
Þeir menn eiga heimangengt
úr álirifastöðum í félagsmálum,
sem meta meira sinn eigin hag
en hag og heill þess félagsskap-
ar, sem þeir eiga að vinna fyrir.
Ekkert er líklegra en að af
þessari stjórnarráðstöfun leiði
stjórnleysi, sem geri félagið
óstarfhæft. Það er að minnsta
kosti ekki þeim, sem stjórnina
skipa að þakka, þó svo verði
ekki.
Guðmundur í Núpstúni.