Morgunblaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
17
íslenzki hesturinn nýtur
mikilla vinsældaí Þyzkalandi
á hesti sínum, Berki, og hlaut
farandbikar, sem ísl. landbún
aðarráðuneytið hefur gefið,
sem er drykkjarhorn greypt
í silfur. Feldmann hefur tvisv
ar sinnum áður, 1965 og 1966
sigrað á Berki í þessari tölt-
keppni.
í Bischmisheim í Saar fór í
marz sl. einnig fram keppni
íslenzkra hesta, en í Saar eru
um 150 íslenzkir hestar og
fara vinsældir þeirra stöðugt
vaxandi. Eru þeir sag'ðir geð-
góðir og viljugir og hafi varð
veitt eitt, sem önnur tamin
dýr glata svo auðveldlega,
þ.e. persónuleika.
Laugardaginn 1. júní riðu 100 manns á 100 íslenzkutn hestum margar klukkustundir í fögru
landslaoi í Siebengebirge.
íslenzki hesturinn nýtur
mikilla og vaxandi vinsælda
í Vestur-Þýzkalandi og nú eru
þar um 4000 íslenzkir hestar
á mörgum hrossabúum. í júní
sl. fór fram í Aegidienberg í
Siebengebirge keppni milli ís-
lenzkra hesta i Vestur-Þýzka-
landi og tóku 100 hestar þátt
í keppninni, en að henni stó’ðu
félög eigenda íslenzkra hesta
og íslenzka landbúnaðarráðu-
neytið gaf verðlaun til kepþn
innar. Þá fóru þar fram upp-
boð á íslenzkum hestum, þar
sem 36 hestar voru seldir.
Keppni þessi fór mjög vel
fram og fjöldi manns kom
til þess að hörfa á hana. Var
greinilegt, að áhuginn á ís-
lenzkum hestum í V-Þýzka-
landi fer vaxandi. Er íslenzki
hesturinn bæði vinsæll fyrir
tölt og skeið og Walter Feld-
mann varð sigurvegari í tölti
Sigurvegaramir í töltkeppni í Aegedienberg 2. og 3. ]um.
Fremst til hægri á myndinni er Walter Feldmann á Berki,
í miðju Annemarie Dahmen á Svan og til vinstri er Bruno
Podlech á Kolbak.
Vetrarmynd frá Saarbrúcken. Islenzku hestarnir eru bæði
notaðir til reiðar og fyrir létt ikerrur og sleða, en aðeins til
upplyftingar og skemmtunar fyrir efnað og dugmikið at-
hafnafólk í borgunum.
- í
Stökkkeppnin fór fram á hringbraut.
- ÚR VERINU
Framliald af bls. 3
Síldin stendur djúpt.
Norðmenn kvarta undan því,
að síldin haldi sig djúpt við
Spitsbergen og gangi illa að ná
henni jafnvel með hinum allra
dýpstu nótum.
Sæmileg veiði við Shetlandseyj-
ar.
Sæmileg síldveiði hefur verið
við Shetlandseyjar, og hafa úm
150 norsk síldveiðiskip haldið sig
þar á miðunum undanfarið sum
komin frá Bjarnareyjarsvæðinu
Síldin hefur nú færzt nær landi
og kvarta Norðmenn undan að
komast ekki að henni, þar sem
mikill hluti hennar sé kominn
inn fyrir brezka landhelgi.
Síldarlaust í Norðursjónum.
Ohemju veiði hefur verið í
Norðursjónum undanfarin ár, en
nú bregður svo við, að þar
finnst ekki nokkur síld. Er þetta
mikið áhyggjuefni hjá norskum
útgerðarmönnum og síldarverk-
smiðjueigendum. Nú eru mjöl-
birgðir senn á þrotum í Noregi,
og er eina vonin, að makríllinn
fari að veiðast. En það er held-
ur ekki nein vissa.
Markaðsverð á fiski- og síldar-
mjöli.
hefur verið stöðugt undanfar-
ið, verðið uml8.6 til 18.9 eggja-
hvítueiningin. Perú hefur ráðið
mestu um markaðsverðið. Þar
hefur nú verið löndunarbann
frá 1. júlí, og er ætlunin, að
það standi í 3 mánuði. Óttast
Perúmenn nú, að um ofveiði sé
að ræða. Perú setti í fyrra nýtt
framleiðslumet með því að veiða
9.8 milljón lestir af hráefni frí
sept. 1967 til maí 1968. Fyrra
metið var 9.1 millj. lestir.
Síld frá Bjarnarey á Þýzka-
landsmarkað.
Flutningur á sjókældri síld í
tönkum gefur stöðugt betri og
betri- raun í Noregi. Síld sem
kemur þannig að landi í Noregi,
er nú flökuð og send til Vestur-
Þýzkalands kæld í vögnum, sem
halda 2 gráðu hita. Hefur síldin
líkað vel.
Þróunin heldur áfram.
Fyrsta síldveiðiskip Norð-
manna, sem jafnframt er verk-
smiðjuskip, et nýfarið á miðin
við Bjarnarey. Skipið er með
síldarbræðsluvélum, sem anna
90 lestum á dag, og kæligeym-
um, sem taka 200 lestir af síld.
Skipið rúmar 440 lestir af hrá-
efni fyrir verksmiðjuna, en sé
það á venjulegum síldveiðum, er
gert ráð fyrir að það lesti 700
til 800 lestir og er þá eitt með
allra stærstu hringnótarskipum
Norðmanna.
Skipið heitir „Triplex1 og er
talið 580 lestir brúttó:
Síldarverksmiðja og söltun á
Svalbarða
Norðmenn eru nú farnir að
velta því fyrir sér, hvort ekki
sé rétt að koma upp síldariðn-
aði á Svalbarða. Þeir eigi nú
einu sinni þessa eyju og því
ekki að nota hana, þar sem síld
in heldur sig á þessum slóðum.
Þar kváðu vera h'afnarmann-
virki, sem mætti nota. Það er
talið, að síldveiðiskip, sem eru
að veiðum við Bjarnarey, mundu
spara 5 sólarhringa siglingu
með að landa í Nýja-Álasundi í
stað þess að sigla til Noregs.
Sæmilegui afli
HANDFÆRABÁTAR frá Skaga
strönd hafa aflað sæmilega imd
anfarið. Einn bátur, Helga
Björg, er gerður út átroll og
hefur fengið um 400 tonn síðan
á sjómanndaginn. Afli bátanna
hefur skapað mikla vinnu hér
iog hefur hið gamla frystihús
Hólanes h.f. átt fullt í fangi með
að verka aflann. Nú standa von-
ir til að hægt verði að flytja
í nýja frystitoúsið innan skamms
og mun þá öll aðstaða til fisk-
verkunar stórbatna. Undanfarið
hefur verið unnið að því að
safna hlutafé til kaupa á bát til
Skagastrandar og hefur fólk sýnt
mikinn áhuga á því máli. Má
gera ráð fyrir að af kaupunum
geti orðið áður en langt um lið
ur. — Fréttaritari.