Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 27

Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 27 - TEKKAR Framhald af bls. 1 Tékkóslóvakíu einnig að hætta gagnrýni sinni á hin kommúnistaríkin. Prentfrelsi á að öðru leyti algerlega að fá að haldast í Tékkóslóvak íu. Mikil breyting augljós. Er sovézka sendinefndin með Leonid Breznev og Kosygin í fararbroddi kom til Bratizlava í gær sást, að mikil breyting var orðin frá því sem var áður. Sjón varpað var frá komu sovézku fulltrúanna og annað og betra yfirbragð á Breznev, en á fund- inum í Cierna. Nú var hann mjög glaðlegur og veifaði til fólksins, en í Cierna stökk honum varla bros og var yfirleitt þungur á brún. Var greinilegt á yfirbragði allra leiðtoganna að vinsemd virt ist ríkja meðal þeirra og tékk- nesku leiðtoganna. Eftir fundinn í Cierna, dró verulega úr bjartsýni fólksins hér í landinu, en það var ljóst þegar í gær að þetta hefði breytzt mjög til hins betra, eftir að Dubeek leiðtogi hafði komið fram í sjónvarpi og útvarpi, áð- u-r en hann fór til Bratislava. í>ar sagði hann meðal annars, að ekki yrði hvikað frá sjálfstæðis- stefnunni og áfram yrði haldið á þeirri leið, sem ákveðin var í janúar. Fundurinn í Bratislava í dag virðist fyrst og fremst vera form legs eðlis til þess að sýna að samkomulag hafði náðzt. Hinar raunverulegu ákvarðanir varð- andi þetta samkomulag hafa ver ið tekið í Cierna og ákvarðanir þær hafa leiðtogar hinna komm- únistaríkjanna fjögurra orðið að sætta sig við. Markmiðið með fundinum í dag er ekki hvað sízt að strika yfir bréf Varsjárfund- arins til leiðtoga Tékkóslóvakíu og eftirleiðis skuli litið svo á, að það hafi aldrei verið skrifað. í fljótu bragði virðist hin skyndi- lega lausn í þessari deilu, sem var komið á háskalegt stig að liggja í því, að leiðtogum Tékkó slóvakíu hafi tekizt að sannfæra forystumenn Sovétríkjanna um, að Tékkóslóvakía muni á engan hátt draga sig úr samstarfi sínu innan Varsjárbandalagsins. Sov- éz'ku leiðtogarnir virðast hafa haft miklu meiri áhuga á því að tryggja stórveldisaðstöðu Sovét- ríkjanna fremur en að skipta sér af innanríkismálum Tékkóslóvak íu. Það er hverjum manni ljóst, að hefðu Sovétríkin gripið til hernaðarlegrar íhlutunar mundi það hafa haft í för með sér stór kostlegan pólitískan og siðferðis Jegan ósigur. Sennilega hefðu íbúar Tékkóslóvakíu ekki gripið til vopna gegn ofurvaldinu, en Rússar hefðu eignazt jafnmarga óvini og íbúar landins eru, eða um 14 milljónir. Þrátt fyrir það, að samkomu- lag hefur náðzt verður margt ekki eins og áður. Nú má telja líklegt, að Tékkóslóvakía færist mun næir Rúmeníu og Júgóslav- íu enda hafa lefðtogar þessara ríkja sýnt Tékkóslóvakíu ákafan stuðning. Snemma í næstu viku mun Tito, forseti Júgóslavíu koma til Prag og siíðan Ceauscu, forseti Rúmeníu. „Við erum bjartsýnir . . .“ Eftir fundinn í Cierna var sýnilegt að stemmningin var verri hér í Prag en áður, fólk veðríð] BÚIZT er við suðvestlægri átt um helgina og sólarlausu veðri. Lítilsháttar úrkoma eða smáskúrir vestan til á landinu, en á Austurlandi og mestum hluta Norðurlands bjartara og þurrara. Bezta veðrið um helgina verðuT trú lega austast á landinu. Hiti su'ðvestanlands og á Vestfjörðum mun líklega vera 10—12 stig, en á Norðurlandi kemst hann liklega upp í 15 stig á daginn og jafnvel í 15—l 2‘0 stig á Norðausturlandi. var vonsvikið, bjartsýnin dofn- aði stórlega. En í gær jókst bjart sýni fólksins aftur eftir að Dub- cek hafði haldið ræðu í útvarp og sjónvarp. Þegar maður gekk um göturnar og spjallaði við fólk ið á fimmtudaginn eftir Ciema- fundinn sögðu allir: „Við erum bjartsýnir af því að við verðum að vera bjartsýnir" — en í gær var fólk raunverulega orðið bjartsýnt. Þá var greinilegt að það trúði því sem Dubcek sagði. Það trúði því að hann segði ekki annað en það sem hann gæti stað ið við. Það virðist trúa á þennan mann eins og guð. Þegar maður gengur um borgina núna, finn- ur maður að fólkið andar léttar. Ungt kærustupar sat á bekk, ég vatt mér að því og truflaði það milli kossanna. „Afsakið" sagði ég á þýzku, því að hér virðast flestir skilja það tungumál. „Ég er blaðamaður frá fslandi. Hvað finnst ykkur um ástandið hér?“ „Við erum bjartsýn" sögðu þau einum rómi, „það þýðir ekkert annað. Vonandi fá draumar okk ar um framtíðina að rætast við þetta nýja fyrirkomulag. Það var ekki hægt undir gamla farg- inu. Foreldrar okkar höfðu ná- kvæmilega sömu vonir og við, þær fengu ekki að rætast. Nú eru þau dáin, en við ætlum okk ur að sjá vonir þeirra rætast í okkur“. Mjög almenn viðbrögð fólks, sem maður hittir eru þessi: Við höfum fengið nóg af Rússum. Það segir auðvitað enginn opin- berlega vegna þess að það yrði ögrun við Rússa. Fólk segir: „Rússa geta gert allt við okkur sem þeir vilja, það þýðir ekkert fyrir okkur að berjast við þá. Til þess að ná því marki, sem við settum okkur í janúar verð- um við að 'haga okkur þannig að Rússar fái ekki höggstað á okk- ur“. Ég hef það fullkomlega á til- finningunni að frelsi ríki í land inu. Fólkið er bara ekki búið að læra á eða venjast frelsinu eftir tuttugu ára kúgun. Ég hafði mjög gaman af því á fimmtudag inn þegar ég var á fundi þar sem Smrkovsky forseti þjóð- þingsins kom fram og , svaraði spurningum fólksins um fund- inn í Cierna. Þar lagði fólkið fyrir hann erfiðar spurningar og varð hann að bjarga sér út úr þeim, ekki ósvipað því sem ger- ist í lýðræðislöndum. Ekki ósvipað því sem gerist í lýðræðislöndum. Fólkið hér í Prag er afskap- lega vingjarnlegt í garð Vestur landabúa og 'það er alls staðar tekið frábærlega á móti marmi. Allir vilja tala við mann og og greiða götu rnanns. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég kom á flugvöllinn í Prag vissi ég ekkert hvert ég ætti að fara, en lét berast með straumnum að áætlunarbifreið. Þar vatt sér að mér maður og spurði hvort ég væri útlendingur og er ég játti því tók hann undir hönd mér og leiddi mig að bifreið- ■ inni, greiddi fargjaldið fyrir mig og setti mig við hlið sér. Þetta var Tékki, en mér til mikillar furðu talaði hann sænsku. Hann sagði mér að hann hefði verið að koma frá Svíþjóð. Áður hafði hann verið við nám í Svíþjóð á I árunum 1945-48 en þá farið heim til Tékkóslóvakíu og lent | í því er kommúnistar tóku yfir og nú eftir 20 ár hefði hann fyrst fengið tækifæri til að hitta vini og kunningja í Svíþjóð. Er ég spurði 'hann af hverju hann hefði ekki farið fyrr, sagði hann: „Ég fékk það ekki“. Þetta voru fyrstu kynni mín af Tékkum eftir að þeir höfðu fengið frelsið á nýjan leik, þannig eru þeir, þeir vilja tala og tala. Eina mál ið sem ég hef ekki fengið þá til að ræða mikið er hvort þeir vilji að Tékkóslóvakía hverfi úr Var- sjárbandalaginu. Það vilja þeir ekki, því þeir vita að þeir kom- ast ekki upp með það. Heldur virðist mér anda köldu í garð NATO, en ég er ekki frá því, að það sem Tékkar raunverulega vilji, sé að bæði bandalögin verði lögð niður. A V^RRi || | ‘AN IÍD HFIMI X%m iV U 1 %8S)U^ 1 nli U1% nUIYII Fiokksþing í Fiorida FLOKKSÞING republikana- flokks Bandarikjanna hefst í Miami Beach á Floridaskaga á mánudaginn, og í sambandi við þingið er búizt við um 50 þúsund gestum til borgarinn- ar. Meðal þessara gesta eru þingfulltrúarnir 1.333, og aðal verkefni þeirra á þinginu er að velja forseta- og varafor- setaefni flokksins við kosning arnar í nóvember. Áætlað er að ákvörðun um frambjóðend ur verði tekin á miðvikudags kvöld, 7. ágúst, eða aðfara- nótt fimmtudags. Flokksþingið verður sett klukkan 10 á mánudagsmorg- un að staðartíma, eða klukk- an 2 síðdegis eftiir íslenzkum tíma, og á það að standa í fjóra daga. Þingfulltrúar tóku að streyma til Miami Beach um síðustu helgi, þeirra á meðal nefndarmenn þeir og konur, sem ganga eiga frá mikilvægasta þingskjali fund arins — stefnuyfirlýsingu flokksins. Ray C. Bliss skipar nú em- bætti formanns stjórnar repu blikanaflokksins, og flytur hann setningarræðuna á mánudagsmorgun. Síðan verð ur kjörinn fundarstjóri þings- ins, og verður það Edward W. Brooke öldungadeildar- þingmaður frá Massachusetts, fyrsti blökkumaðurinn, sem það embætti hlýtur. Natnak.il I. Fulltrúarnir 1.3*33 koma frá öllum 50 ríkjum Bandaríkj- anna og frá höfuðborginni Washington, Puerto Rico og Jómfrúareyjum. Fer fjöldi fulltrúa hvers ríkis eftir íbúa fjölda, flokksstyrk í ríkinu o. fl. Við atkvæðagreiðslu á miðvikudag er viðhaft nafna- kall, og geta þá fulltrúar hvers ríkis komið fram með tillögur um forsetaefni ef þeir óska. Til að ná útnefn- ingu þingsins þurfa forseta- og varaforsetaefnin að fá hreinan meirihluta atkvæða þingfulltrúa, eða að minnsta kosti 667 atkvæði. Nái enginn frambjóðenda því atkvæða- magni við fyrsta nafnakail, eru atkvæði greidd á ný, og þannig er haldið áfram þar til einhver frambjóðenda hefur náð tilskildum meirilhluta. Á undanförnum fjórum flokksþingum republikana hefur foTsetaefni flokksins verið kjörið í fyrstu atkvæða greiðslu. Að þessu sinni von- ast stuðningsmenn Richards Nixons til þess að sú venja haldist, og hann verði kjörinn frambjóðandi við fyrstu at- kvæðagreiðslu. Helzti keppi- ■nautur Nixons, Nelson Rocke- feller ríkisstjóri í New York, vonast hinsvegar til þess að geta komið í veg fyrir kjör Nixons við fyrstu atkvæða- greiðsluna, og síðan náð af honum fylginu smátt og smátt þar til hann hefði sjálfur náð nægum meiriihluta. Flestir óbundnir. Talið er að aðeins um 10% fulltrúanna séu bundnir ákveðnum frambjóðanda, þannig að þeir megi ekki við fyrstu atkvæðagreiðslu greiða öðrum atkvæði sín. Um 20% til viðbótar eru bundnir svo- nefndum „favorite son’s“, þ.e. fulltrúum úr heimaríki þeirra, venjulega formanni sendinefndarinnar, og ber þeim að greiða honum at- kvæði við fyrstu atkvæða- 9SSs^*s3&3£hs35isbi greiðslu. Er oft gripið til þess ráðs til að halda fulltrúunum óháðum þar til þingið hefst, og gefa þeim tækifæri til að kanna aðstæður áður en þeir ganga til liðs við ákveðinn frambjóðanda. Aðrir fulltrúar eru óbundnir, þótt meirihluti þeirra teljist oftast fylgja ákveðnum frambjóðanda frek ar en öðrum. Þótt enginn frambjóðenda nái hjreinum meirihluta við fyrstu atkvæða greiðslu nú á miðvikudag, er gert ráð fyrir því að atkvæða greiðslum verði haldið áfram þar til samkomulag hefur náðzt, en það gæti samkvæmt ofanskráðu dregizt fram á nótt. Engin hætta er á að fundar höldin á flokksþinginu fari fram hjá þeim, sem áhuga hafa á því að fylgjast með. Um sex þúsund fréttamenn sjónvarps, útvarps og blaða, myndatökumenn og tækni- fræðingar verða þar viðstadd ir, og verður sjónvarpað það- an um öll Bandaríkin og til 28 annarra ríkja í fimm heims álfum um gervihnetti. Einnig verða fulltrúar erlendra ríkja viðstaddir í Miami Beaoh, og hafa sendiráð 72 ríkja í Was- hington þegið boð flokksleið- toga republikana um að senda þangað fulltrúa. Frá setningu sumarháskólans Sjá frétt ábaksíðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.