Morgunblaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGÚST 1968 5 VORIÐ 1933 gengu Seyðfirðing- ar í skrúðgöngu um bæinn á eft- ir einum fyrsta bílnum, sem þangað kom það vor. Þessi bill var R-17, sptjrtmodelið af ame- rískum Chrysler 1939, og enn í dag heillar hann alla þá, sem hann fá litið augum. Þessi bíll er búinn að vera í fjölskyldunni síðan 1931, segir Björn Steffensen, bifvélavirki og núverandi eigandi R-17. Þá keypti pabbi hann af Walter Sigurðssyni, konsúl, en hann kom. xneð bílinn hingað til lands 1931. Pabbi átti svo bílinn til 1955, en þá tók ég við honum. — Þú átt þá ýmsar endur- minningar úr þessum bíl ? — Það held ég nú. Það má eiginlega segja, að ég sé alinn upp í honum. Foreldrar mínir ferðuðust mikið um landið í bíln um og ég man vel eftir okkur systkinunum á þeim ferðalög- um. Þá voru sæti fyrir tvo aft- Glæsilegur bill R-17. Áður fyrr var sæti í farangursgeymslunni aftur í og þar sátu krakkarnir, þegar farið var í ferðalag. (Ljós.n. Mbl: Ól.K.M.). Alinn upp í Chrysler 1929 ur í farangursgeymslunni og þar sátu tvær systra minna,, stund- um allar þrjár, en ág stóð ekur honum nú undir hann, en hann var þá á 18 tommu felgum, sem voru með trépílárum, og varð ég því að Þessa mynd sendi Jón okkur Jika. liún er tekin sumarið 1934 og sýnir bilinn eins og hann upp an lega leit út. frammi í hjé móður minni. Þann ig ókum við um allar trissur og þótti sjálfsagt að fara Kjöl, Fjallabaksleið eða eitthvað álíka ef hugur stóð til. V Eftir að ég tók við bílnum hætti ég fljótlega að fá dekk sk'pta um og setja undir hann venjulega hjólastærð. Einnig skipti ég þá um vél og setti í úr Oldsmobile 1955. Mæ’aborð úr sama bíl sétti ég líka í þennan. — En þú breyttir ekkert ytra útliti bílsins? — Nei, það er nú það, sem I ég hef verið að halda í. Því þó ýmsar breytingar séu orðnar innan í bílnum, þá er útlitið enn það sama og fyrst og því verð- ur haldið svo lengi sem bílinn endist. — Er ekki dýrt að eiga svona 'mlan bíl? — Það væri dýrt, ef ég gæti "kkert unnið í honum sjálfur. — Og hefur þér aldrei dottið í hug að selja hann? — Nei, það hefur mér aldrei kemið til hugar. Enda á ég so>n, ;em tekur við honum eftir mmtán ár. — Er ekki gott að aka í hon- im? Björn skildi strax spurning- una og bauð okkur í stutta öku- ferð. Ekki bar á öðru en R-17 stæði fyrir sínu, þrátt fyrir öll árin að baki. — Hvað viltu fá fyrir hann? spurðum við þegar ökuferðinni var lokið. Fjölskylduvinur, sem aldrei brást. Jón Bjarklind sendi okkur eftirfarandi bréf, en í því rekur hann hluta af sögu gamla Fords- ins hans Guðjóns Guðjónssonar, sém við birtum myndir af fyrir skömmu. „Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég las í Morgunblaðinu um gamla Fordinn hans Guðjóns Guðjónssonar og sá mynd af honum. Þótt útlitið væri ofurlít- ið breytt, þekkti ég þarna aftur gamian og góðan „fjölskyldu- vin“, sem aldrei brást. Reyndar taldi ég með ólíkindum, að hann væri enn í „fullu fjöri“, en sann arlega hefur hann lent í góðum höndum. Það er alveg rétt, að þessi bíll, sem á sínum tíma þótti Gamilr bilar med viröti- !e<iu«¥i svip „dýrlegur sýningargripur“, eins og Guðjón komst að orði, kost- aði um kr. 4.500.00 árið 1930. Hins vegar var hann ekki seldur til Akureyrar, heldur til Húsa- víkur. Það var faðir minn, Sig- urður Bjarklind, þáverandi kaup félagsstjóri á Húsavík, sem keypti bílinn árið 1931. Var hann síðan fjölskyldubíll okkar og öruggur farkostur í 11 ár og bar hið virðulega númer H-33. Á þessum tíma hygg ég, að honum hafi verið ekið um flesta bílfæra vegi landsins og þar að auki all- mikið af vegleysum, enda komu kostir hans hvergi betur í ljós en þar, sem illt var yfirferðar. Fjöldi skemmtilegra minnin'ga úr ferðalögum víðs vegar um landíð er tengdur þessum ágæta bíl og ég get tekið undir með núverandi eiganda hans er hann lætur þessi orð falla: „Ég hef alltaf sezt öruggur upp í þennan bíl og farið þangað, sem ég ætla mér“. Árið 1942 var hann seldur bræðrunum Adolf og Axel Smith, og eítir það vissi ég ekki hvað um hann varð fyrr en nú. En vissulega er gaman að heyra, að hann skuli enn standa sem ungur væri í glímunni við Elli, meðan aðrir nýrri og glæsilegri farkostir lenda í ruslahaugunum eftir helmingi styttri ævi“. Vilhjálmur Valdimarsson fékk nú nýlega 11 punda lax í Geirlandsá í Síðu. Þetta þykir þar eystra óvenjulegt, þar eð lax hefur ekki gengið í ána áður fyrr, en laxaræktun hófst fyrir nokkrum árum í læk í Landbroti og er það trú manna að Iaxveiði í Geirlandsá sé afleiðing þeirrar ræktunar. A myndinni sést lítill hnokki með lax- inn hans Vilhjálms. — Ljósm.: Jón Þorbergsson. TRYGGING ER NAUÐSYN FERBATRYGGING er nauðsynleg, jafnt á ferðalögum innanlands sem utan Ódýr og hagkvæm slysatrygging fyrir ferðafólk FARANGURSTRYGGING bætir tjón, sem verða kann áfarangri. Þessi trygging er ekki síður nauðsynleg en ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGARH PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.