Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 Páfi í trúaryfirlýsingu: Kristnir menn sameinist Páll páfi VI. gaf 30. júní sl. út trúaryfirlýsingu við messu í Péturskirkju. Yfirlýsingin er gef in út vegna loka helgihaldsárs píslavættisdauða hinna heilögu postula Péturs og Páls. Páll páfi gaf þessa yfirlýsingu vegna hins mikla trúarumróts, er nú á sér stað í heiminum, og sem yfirhirðir kirkjunnar. Segir rómversk kaþólska kirkj- an, að trúaryfirlýsing þessi sé svar til heimsins og páfi vonar, að hún verði óstyrkum styrkur og „lýsi þeim, er ljósið þrá, en lifa í skugga.“ Einnig segir, að rómversk ka- þólska kirkjan vilji með þessari trúaryfirlýsingu votta öllum heiminum staðfastlega, hver sé hinn guðdómlegi sannleikur, sem Frelsarinn bau'ð henni að boða ölum heimi, og hún hefur gert í nær tvö þúsund ár. Trúaryfirlýsingin skiptist í tólf kafla. í þeim fyrsta er fjall að um drottin allsherjar, föður son og heilagan anda, skapara alis hins sýnilega, sknpara þeirra vera, sem einvörðungu eru and- legar og menn kalla engla, og skapara andlegrar og ódauðlegr ar sálar í hverjum manni. Segir páfi, að það samband, er gerir hinar þrjár persónur að einni og sömu, sé ofar mannlegum skiln ingi, en þakkar hinni guðdóm- legu gæzku fyrir það, að margir trúi og geti borið vitni mönnun- um um hinn eina Guð, þótt þeir þekki eigi til leyndardóms hinn- ar alheilögu þrenningar. Næsti kafli fjallar um heilaga þrenningu. Þá er fjallað um hold tekiuna. Fjórði kaflinn er um Maríu mey. Páfi segir, að kirkjan trúi, að María, sem alla tfð var mey, sé móðir orðsins, sem holdgaðist, Guðs vors og Frelsara, og vegna þessa hlutverks, sem hún var valin til, hafi hún verið endur- leyst á tignari hátt og verið varð veitt frá flekk erfðarsyndarinn- ar og búi yfir meiri fyllingu náð arinnar en allar skapaðar verur. Þá er fjallað um erfðasyndina. Þar segir, að hið fyrsta brot Adams hafi valdið því, áð mann legt eðli, sem sé sameiginlegt öllum mönnum, hafi fallið í það horf og ástand. Erfðasyndin ber- ist frá manni til manns með mannlegu eðli. Skirnin sé stofn- uð að Drottni Jesú Kristi til eftirgjafa syndanna. Því á að skíra jafnvel smábörn, sem enn hafa ekki getað drýgt persónu- lega synd og á það að vera til þess, að þau geti verið endur- fædd af heilögum anda til náðar lífs í Kristi Jesú. Næsti kafli er um kirkjuna. Páfi segir, áð hin eina heilaga, 1 kaþólska og postullega kirkja, sem Jesús Kristur reisti á kletti | þeim, sem Pétur er, sé lýður Guðs á jörð. Með sakramentunum geri hún meðlimi sína þátttakandi í leynd- ardómum dauða og upprisu Krists. Hún sé því heilög, þótt syndugir menn séu innain vé- banda hennar, því að sjálf búi hún ekki yfir öðru lifi en lífi náðarinnar. Með- limir hennar helgist, ef þeir hverfi frá lífi hennar, en það sé einmitt slíkt fráhvarf, sem valdi því að heilagleiki hennar fái ekki að ljóma. Því þjáist hún og geri yfirbót fyrir afbrot þessi, en hún hafi máttinn til að lækna og græða börn sín fyrir blóð Krists og náðargjöf heilags anda. Næst er fjallað um kirkjuna, sem verndara opinberunar sé erfingi alls, sem Guð lofaði. Hún sé grundvölluð á postulum og um aldaraðir hafi hún látið af hendi ævarandi kenningu þeirra og völd, sem hirða í arf- taka Péturs og biskupa þeirra, sem í sambandi eru við hann. Þá segir: „Vér trúum á óskeik- ulleika þann, er arftaki Péturs hefir, þegar hann kennir sem hirðir og fræðari allra hinna trú- uðu.“ Eining kirkjunnar. Þar segir páfi meðal annars: Það er öðru nær, að hinar fjöl- mörgu helgisiðadeildir, sem inn- an kirkjunnar eru og hin lög- mæta margbreytni, bæði guð- f'ræðilegrar og andlegrar arf- íleifðar og sérstaks kirkjuaga, Þkerði einingu hennar — það Igerir hana miklu fremur aug- ^jósari. Þar sem vér viðurkenn- |um einnig, að utan kirkju tKrists séu margir þættir sann- tinda, og leiða til helgunar, en feru þó eiginlega eign hennar og jmiða að kaþólskri einingu. . . . .„þá er það von vor, að þeir kristnir menn, sem enn eru við hina ni síðar sem að- eigi í fullu samfélagi einu réttu kirkju, mi sameinast í eina hjörð, eins hafi einn hirði. Þá fjallaði páfi um leiðina til sáluhjálpar og segir, að kirkjan sé nauðsynleg til þess, en Guð vilji, að allir menn verði hólpn- ir, og því geti menn orðið það, þótt þeir saklausir þekki eigi til fagnaðarboðskapar Krists og kirkju hans, ef þeir leiða Guðs einlæglega í hjarta sér. Þá er fjallað um sakramentin og minnt á þýðingu og eðli þeirra. Næst síðasti kaflinn er um um’hyggju kirkjunnar fyrir þörf um mannanna. Páfi segir, að Guðsríki, sem stofnað var hér á jörð með kirkju Krists, sé ekki af þessum heimi, og því megi ekki blanda saman við menning- arþróun, vísindi eða vélamenn- ingu mannkynsins. Vöxtur Guðs ríkis er falinn í sífellt dýpri þekkingu á fjársjóðum Krists og ; kærleika Guðs. Þessi kærleikur hvetji kirkjuna til stöðugrar um hyggju fyrir sannri tímanlegri velferð allra manna, þótt hún bendi hins vegar sífellt á, að hér er eigi hinn varanlegi samastað- ur, en sjálfsagt að gera hann úr garði, sem bezt og skuli þar allir hjálpa til. Umhyggja kirkjunnar fyrir | þörfum mannkyns, er löngun hennar til að vera meðal þess og lýsa þeim ljósi Krists og safna mönnum saman í Frelsaranum. „Umhyggja þessi getur aldrei þýtt það“, segir páfi, „að kirkj- an lagi sig eftir 'þessum heimi. né heldur að eftirvænting eftir Drottni 'hennar og hinu eilífa Guðsríki þverri". Að lokum er fjallað um sam- félag heilagra. Þessi mynd lýsir hörmungunum lík lítils drengs, sem lézt úr því varpað í fjöldagröf. í Biafra vel. hungri, inn í Verið er að vefja klæði og síðan er - REFUBLIKANAR Framhald af bls. 1 ur staða Nixons veikzt nokkuð og stuðningsmenn hans viður kenna, að hann hafi misst fylgi um 50 fulltrúa, sem áð Nýi sIökkviliðsbíHinn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) - SLOKKVIBILL Franxhald af bls. 29 taka af á augnabliki og setja hana inn í brennandi hús, þar sem hún stjórnar sér sjálf. Húsið er einnig mun stærra en á gömlu bílunum og komast sex menn fyrir -í því. Mótorinn er mjög aflmikill og með sjálfskipt ingu. Slökkviliðsstjóri sagði, að þessi bíll væri mjög þörf viðbót við bílakost þeirra, hann væri mjög fjölhæfur og hentugur til þess að senda fyrstan í kall, þar sem hægt er að nota hann í hvers konar bruna. - MIKIL UMFERÐ Framhald af bls. 28 vestanvert landið, eða á öllum helztu ferðamannastöðum sunn- anlands. Er allt útlit fyrir, að sólarlaust verði að mestu og ekki mjög hlýtt, 10-12 stig. Veðrið mun þó verða öllu betra á Norð- urlandi og norðaustanverðu land inu, þar sem búizt er við þurru og hlýju veðri. Þessa mynd tók fréttaritari blaðsins a Raufarhöfn, er dráttarbáturinn Fair Play dró Hans Sif út úr höfninni í Raufarhöfn aðf aranótt föstudags. - PAFINN Framhald af bls. 1 þeim veginn væntanlega til blessunar öllum kristnum mönnum. Samning bréfsins hefði vissulega ekki verið erf iðis- og sársaukalaus, en ein- lægar væru vonir um að boð- skapnum yrði tekið fagnandi, og fólk gerði sér ljóst að nið- urstaða hans væri grundvölluð á kærleika og lögmálinu. ur höfðu heitið horíum stuðn- ingi. Flestir þessir fulltrúar munu hallast að Ronald Reag an, ríkisstjóra í Kaliforníu en nokkrir þeirra munu veita Nel son Rockefeller atkvæði sitt. Hinn aukni stuðningur við Reagan síðustu daga byggist á ótta við að George Wallace muni taka verulegt atkvæða- magn frá Nixon í Suðurríkjun um en að Reagan eigi auð- veldar með að halda þeim at- kvæðum. Af þessum sökum er nú ekki talið jafn víst og áð- ur að Nixon muni ná útnefn- ingunni við fyrstu atkvæða- greiðslu er fari svo að hann fái ekki tilskilið atkvæðamagn við fyrstu eða aðra atkvæða- greiðslu aukast sigurlíkur Rockefellers eða Reagans mjög. Lengi hefur verið talað um þann möguleika, að Rocke feller og Reagan tækju hönd- um saman ag að Reagan yrði varaforsetaefni á lista með Rockefeller. Skoðanaágrein- ingur er þó mjög djúpstæður milli þeirra og ekkert hefur komið fram af hálfu þeirra eða náinna stuðningsmanna þeirra, sem bendir til þess að slíkt bandalag sé í uppsiglingu. Þó er ljóst, að allt getur gerzt þegar flokksþingið hefst. Staða Rockefellers hefur styrkzt mjög að undanförnu, bæði vegna hagstæðra skoðana kannanna svo og vegna stuðn ings frá áhrifamiklum aðilum innan flokksins svo sem frá Charles Percy, öldungadeildar þingmanni og einnig hefur bandaríska stórblaðið New York Times lýst yfir stuðn- ingi við Rockefelífcr. Fari svo samt sem áður að Nixon hljóti útnefningu hef- ur þeirri skoðun aukizt fylgi síðustu daga að hann muni velja Lindsay borgarstjóra í New York sem varaforsetaefni sitt og reyna með því_ að varpa einhverjum æskuljóma á framboðslista sinn. Lindsay er talinn njóta verulegs stuðn ings í stórborgunum og meðal blökkumanna. Hins vegar eru þeir Nixon og Lindsay bá'ðir búsettir í New York og yrði Nixon að flytja heimilsfang sitt til annars ríkis ef hann veldi Lndsay á listann með sér vegna ákvæða stjórnar- skrárinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.