Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968
■jfc- Fullveldisljóð
„Ljóðavinur" skrifar:
Kæri Velvakandi!
Þar sem ég hefi fengrizt þó nokkuð við
ljóðagerð í frístundum mínum, hefi ég
fylgzt af áhuga með ljóðasamkeppninni,
sem nýlega er afstaðinn Þar sem ég taldi
/ mig ekki samkeppnisfæran í slíkri verð-
launakeppni, sendi ég ekki ljóð mitt tii
keppninnar.
Nú hefi ég heyrt, að ekkert ljóðanna,
sem bárust hafi þótt frambærilegt, eða
verðiaunahæft. En peningar finnst mér auka
atriði í slíku, en aftur á móti finnst mér
mjög leiðinlegt, að ekkert nýtt ljóð komi
fram við svona tækifæri, eins og 50 ára
fullveldishátíðina komandi.
Ætla ég því að senda þér mitt Ijóð og
biðja þig að láta blað þitt birta það, í
þeirri trú, að ég fái einhverja dóma um
það í pósti þínum. Þetta álít ég gæti orðið
til þess, að fleiri kæmu á eftir með ljóð,
sem hafa ekki verið send til keppninnar
af sömu minnimáttarkennd og í mínu
hrjósti bjó.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Ljóðavinur."
Atlants úr hafi ísland rís,
aldanna fegursta höfuð-ból.
Þrungið af litbrigðum, eldi og Is
og albjartri miðnætur-sól.
Hvergi fossarnir fegurri skarta
hvergi friðsælla smáblómið grær.
Þetta almætti elskar hvert hjarta.
sem í íslenzkri lífveru slær.
Fullveldi landsins fögnum vér,
fimmtíu ár eru að baki skráð,
þakklætiskveðju blærinn ber
fyrir blómin, er þau hafa sáð,
leyst af þjóðinni fjötur um fætur,
fátækt, kúgun og lífskjörin hörð.
Sérhvert mannsauga af gleði nú grætur,
sem gengur á íslenzkri jörð.
Heill þér mitt land, með hetjudáð,
heill þér mitt land, með freisishug.
Við biðjum að gæfan þér gefi náð,
gróandi hreysti og dug.
Áfram skulum við hópinn hér halda,
hrópa um alheiminn þakklætis-óð.
Þannig skulum við guði okkar gjalda,
hve góður er íslenzkri þjóð.
Ljóðavinur."
-k Rányrkja?
Jón Vigfússon skrifar:
Það er mikið rætt og ritað um kal á
túnum og engi. Þegar ég var unglingur
heyrði ég kal ekki nefnt. En þá var ali-
dýraáburður borin á tún árlega, tilbúinn
áburður þekktist þá ekki. Er ekki hugsan-
legt, að jörðin þurfi að fá eitthvað í stað-
inn fyrir það sem hún er svipt árlega, þ.e.
grasið. Tilbúinn áburður gerir ekkert
nema pína grasið upp. Svörðurinn fær ekk
ert í staðinn. Vitanlega eiga bændur erfitt
vegna fólkleysis að bera alidýraáburð á
túnin, en nú eru til áburðarvélar, sem dreifa
áburðinum, svo að ekki þarf að raka á eft-
ir, áburðurinn fer þá niður í svörðinn, og
jörðin fær þá eitthvað í staðinn fyrir það
sem hún gefur. Ég er hvorki bú- né jarð-
fræðingur, en mér datt í hug að skjóta
þessu fram, því að mér finnst vert að at-
huga þetta, en hvergi séð þess getið.
Jón Vigfússon".
Reykvíkingar vilja hjálpa
upp á búskapinn
Löngum hefur farið orð af því, hve Reyk
víkingar séu hjálpfúsir og bóngóðir, þegar
eitthvað bjátar á. Það er raunar stórfurðu-
legt, hve mikið fé saínazt hér árlega í
hvers konar söfnunum. Gott dæmi um hjálp
semivilja þeirra er áhugi almennings á því
að koma heyi af grasblettum sínum til
bænda, sem eiga kalin tún. Nokkur bréf
hafa birzt um þetta efni í þessum dálkum,
en mörg eru óbirt. Velvakanda grunar, að
erfitt og kostnaðarsamt verði í framkvæmd
að þurrka og hirða hey af þústmdum smá-
bletta um alla borgina, skipta því milli
hreppa og senda. En hvað um það, söm
er gerðin þeirra, sem þetta vilja.
Hér er bréf um þetta frá Haraldi Omari
„Kært Velvakandi!
Mér finnst aveg sjálfsagt, að heyið úr
görðum Reykjavíkur fari ekki í öskutunn-
ur, heldur til bænda, sem þurfa þess. Fáir
Reykvíkingur mundu vilja fá borgun fyr-
ir, ef grasið væri sótt til þeirra. Af blaða-
skrifum að dæma, virðist hér um flókið
mál að ræða. En þvi ekki að gera það
einfalt? Hér er tillaga til Búnaðarfélags
íslands:
Gerið út mann með dráttarvél og hey-
grindarvagn, garðsláttuvél og ljá og orf
og sendið hann um bæinn. Gæti sá maður
bæði hirt grasið, sem húseigendurnir eru
þegar húnir að slá svo og slegið og hirt,
þar sem þess er óskað. Gefið ennfremur
upp símanúmer, þar sem Reykvíkingar getú
látið vita um gras sem má sækja. En vel
á minnzt: Hvert fer grasið, sem slegið er
i skrautgörðum Reykjavíkurborgar? Með
þökk fyrir birtinguna,
Haraldur Ómar“.
—Ætli heyið fari ekki mest á haugana,
það sem ekki er látið rotna í áburð I
blómabeðum, undir trjám og í kálgörðum.
Velvakandi telur, að tæplega mundi einn
maður í Reykjavík komast yfir að hirða
og heyja handa mörgum skepnum. Þeir
yrðu að vera fleiri.
Sími 22-0-22
Rauðarársfíg 31
Hrossamarkaður
Þeir, sem ætla sér að setja hross á uppboðið hjá Dand-
búnaðarsýningunni ’68, eru beðnir að hafa samband við
Pétuir Hjálmsison í símum Dandbúnaðarsýingarinnar ’68,
84885 og 84886.
IMAGIMÚSAR
iKIPHOLIi 21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
SÍM'1-44-44
mm/fí
sd.
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748.
Sigurður Jónsson.
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundiaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
VÖRUBÚL
Bæjarfélag óskar að kaupa notaðan vörubíl, 6—8
tonna, ekki eldri en árgerð 1964.
Má vera pall- og sturtulaus
Tilboð merkt: „Vörubíll — 8245“ sendist á afgr. Mbl.
fyrir n.k. þriðjudagskvöld.
Hefi opnoð lækningostofu
í Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 11684.
Viðtöl eftiir umtal'i. Guðmundar Bjarnason, læknir.
Sérgrein: Barnaskurðlækningar, aim. skurðlækningar.
UTAVER
Teppi — teppi
Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi.
Verð pr. ferm. frá kr. 255,—
Góð og vönduð teppi.
Málmfræðingur
Sérfiræðing vantair til rannsókna á sviði málmfræði
(metallurgie)).
Rannsóknanstofn un iðnaðarlns,
v/Hringbraut, símii 21230.
Verksmiðjuhúsnœði
um 200 fermletrar eða meira óskaist til kaups í bygginigu
eða fullbyggt, í Reýkj'aví'k, Kópavogi eða Hafmarfirði.
Til'boð sem tilgireinir stað, ásigkom'ulag og verð, semd-
ist blaðinu fyirir 7. þ.m. rnerkt: „Iðnaður 8387“.
Afgreiðslustúlka
ekki yngri en 20 ára, ígetuir fengið fasta 'atvinnu í Raf-
tækjaiverzlun í Miðbænum 1. september n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á iskiriístofu Kaup-
mann'»saimtak-ann'a, Marargötu 2.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Amar Þór, hirl., Benedibts Sveinssonair, hdl.,
Landsbanka íslands, Veðdeildar, Björns Hemannssomar,
hrl., Gunnars Jónssortar hdl., Kjartans R. Ólafssonar, hdl.
og Innbeimtu ríkissjóðs verður húseignin Hraunhólar 12,
Garðahireppi, þinglesin eign Þórarins Sigurðssonar, seld á
nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfiri
fimmtudaginn 8. ágúst 1968, kl. 3.45 eJh.
Uppboð þetta vair 'auglýst í 34., 36. og 38. tölublaði Lög-
birtintgablaðsins 1968.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- oig Kjósarsýslu.
BÍLALEIGAN
AKBRAIJT
SENDUM
SÍIVil 82347
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu