Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.08.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 21 A SLÓÐUM ÆSKUNNAR I UMSJA STEFÁNS HALLDÓRSSONAR OG TRAUSTA VALSSONAR ÞÁ ER MAHARISHISÓTTI Á fSLANDSMIÐ „KL. 5.30 f dag talar í Stjörnu- bíói indverski heimspekingurinn og hugsuðurinn MAHARISHI MAHESH YOGI, og mun erindi hans fjalla um hina gömlu ind- versku Veda-menningu og tengsl bennar við nútímann." Eitthvað var það á þen-nan veg, sem dagblöðin skýrðu okkur frá kaldan hauistmorgun árið 1963. Þá grunaði víst engan, að ný- stofnuð hljómsveit, the Beatles, ætti eftir að gera þennan lág- vaxna og viðfelldna, þenman hár- prúða og hörundsdökka munk, heimsfrægan. Hvað var jafn frá Maharishi. Myndin er tekin í Stjörnubíói. leitt að líkja saman sem dægur- lagahljómsveit og indverskri heimspekL Nokkrum árum áður hafði Ma- harishi fengið leyfi klausturs síns til að ferðast um heiminn og kenna mörg þúsund ára gaml- ar hugmyndir um heimspeki. Til- gangurinn var að gera mönnum kleyft að tileinka sér djúpa, andlega yfirvegun. Eigi voru það þó margar sál- irnar, sem lögðu leið sína í Stjörnubíó 2. október fyrir tæp um fimm árum. Og þeir, sem komnir voru. hugsuðu um það eitt að láta sér líða notalega í hlýjum sal kvikmyndahússins. En þegar 20 mínútur liðu, án þeas að nokkuð örlaði á Mahar- iahi, tóku menn að ókyrrast í sætum sínum. Risu þá fylgdar- menn yogans, sem mættir voru upp á aftuxfæturna og sögðu, að það væri venja hans heilagleika að láta bíða eftir sér. Bættuhin- ir frómu menn því við, að þeir væru ekki þess virði að fá að hlýða á meistarann, sem hefðu eigi þolinmæði til að bíða. Sljákk a@rþá heldur í mönnum. Klukkan rúmlega sex birtist 3vo Mahariishi Mahesh sjálfur í élgLn persónu. Var hann klædd- ur hvítri skykkju einni fata og bar tréklossa á fótum. Svið Stjörnubiós minnti lítt á, að þar skyldi fyrirlestur fram fara. Eng inn var ræðustóllinn, heldur hafði þarna verið komið fyrir breiðum sófa, sem á var breitt grænt silkiáklæði. Sviðið næst sófanum var allt þakið blómum, svo og sófinn sjálfur. Bar mest á gulum biskupsfíflum (kryisen- temum). Er Maharishi hafði tek- TIL ÞEIRRA, sem ekki þekkja nafnið GEORGE BEST, skal þetta sagt: George Best leikur sóknarleikmann með hinu heims- þekta enska knattspyrnuliði MAN CHBSTER UNITED. Er hann ávallt meðal markahæstu leikmanna 1. deildarinnar ensku. Sumir telja George bezta knatt- spyrnumann heimsins í dag. Hvort það heitir að taka of stórt upp í sig, læt ég ósagt: en hitt er öruggt, að hanm er með- al allra snjöllustu framlínumann knattspyrnunnar nú. Hið þekkta enska bítlablað MELODY MAK- ER fékk hann nýlega til að láta í ljós skoðanir sínar um nokkr- ar tveggja laga plötur. sem þá voru hvað vimsælastar. Og gef- um þá knattspyrnubítlinum Ge- orge Best orðið: MANNFRED MANN: „Mighty Quinn“. Allar plöturnar hans Man- freds hafa lagzt vel í mig, og er þessi engin undantekning — hún er lygilega góð. Það er stað- neynd, sem ég kann vel að meta, að allar þær plötur, sem þessi hljómsveit hefur sent frá sér eru frábrugðnar þeim, sem á undan komu. Höfundur „Mighty Qu- inn“ er Bob Dylan, og þótt mér geðjist venjulega ekki að lögum hans, verð ég að játa, að þetta lag er gott. DONOVAN: „Jennifer Juniper." Stórkostleg plata. Hún er eins góð og „First There Is A Moun- tain“. Gerð plötumnar er öll yf- irhöfuð góð. Mér líkar vel við Donovan og þatm boðskap, sem hamn flytur í hinum fjörmiklu plötum sínum. THE HOLLIES: „Jennifer Ecc- les“. Þetta er ein af þeim plötum, sem þér finnst betri og betri, eftir því sem þú hlustar oftar á hana. „Jennifler Eccles“ nær aldrei efstu sætunum á vinsæla- listum, en hún er mjög hentug fyrir „diskótek" og til að dansa eftir. Þessi plata er með því bezta, sem the Hollies hafa sent frá sér og mjög lík „Bus Stop“. TREMELOES: „Suddenly You Love Me“. Þú hækkar í plötuspilaranum, þegar þú heyrir í þessari plötu — það er eins örugt og að Guð- jón Samúelsson teiknaði Þjóð- leikhúsið. Platan er of hröð til að dansa eftir, en hún er stór- kostleg til að raula með. „Sudd- enly You Love Me“ er lífleg og fjörgandi, og þú heyrir það strax, er þú hlustar á plötuna, að þar eru Tremeloes að verki. Þeir þurfa svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir þessa plötu — það er öðru nær. ið af sér tréklossana, gekk hann upp á sviðið og settist í miðj- an sófanm — mitt blómahafið. Hann krosslagði fæturna undir sér með virðuleik. Tók hann síð- an eitt blómið og handfjatlaði það, mieðan á ræðunni stóð. Heim spekileg ró færðist yfir svip hans. Maharishi Mahesh yogi lauk á sínum tíma háskólaprófi í stærð- og eðlisfræði við Allaha- bad-háskólann í Indlandi. Stund aði hann síðan nám við Jyothir Math í Norður-Indlandi undir handleiðslu þáverandi Shankara Charya, Swami Brahmanandra BEE GEES: „Words“. Fyrsta lag þessarar tegundar var „Massachusetts", og þetta lag, „Words“, finnst mér ekki eins gott. Bee Gees virðast ætla að fylgja stíl Massachusetts-lagsins en það sýnir engin framför. Það má ekki gefa okkur inn of stór- an skammt af sama meðalinu í einu. En samt get ég ekki annað en viðurkennt, að það hefðu engir getað sungið þetta lag eins vel og Bee Gees gera. THE MONKEES: „Valleri". Þetta lag 'er langt frá því að vera með því bezta frá Monkees. Svo virðist sem „Valleri" sé „kokteill" af skemmtilegum hug myndum þeirra félaga í fyrri lög um. En einhvem veginn nær þessi blanda hvergi að renna saman, svo að bragð sé af. CILLA BLACK: „Step Inside Love“. Án efa er þetta bezta platan hennar Cillu Svörtu í langan tíma. Mér kæmi það ekki á óvart þó að sjónvarpsþátturinn hennar í Bretlandi hafi hjálpað mikið til. Hún syngur þetta gullfall- ega lag vel. Það hefur alltaf glatt mig að heyra í Cillu. ESHTER AND ABI OFARIM: „Cinderella Rockefeller". Hreint út sagt er þetta stór- kostleg plata. Hún er afar sér- stöð og skringileg í alla staði. Og röddin í söngkonunni — hún er dásamleg. Það þori ég að hengja mig upp á, að þau Est- her og Abi hafa haft mjög gam- an að gerð þessarar plötu. CLIFF RICHARD: „Congratula- tions“. Ég hugsa, að þetta lag hljóti fyrstu verðlaun í lagakeppni iev- rópsku sjónvarpsstöðvanna. Þetta er einmitt rétta lagið í slíka keppni og slær örugglega í gegn. Lagið er betra en „Pupp- et On A String“, sem hlaut fyrstu verðlaun í fyrra. Cliff er góður söngvari, og ég hef ekk- ert út á plötuna að setja, en samt verð ég að játa, að svona lög eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. MOVE: „Fire Brigade“. Þetta er eitt af þeim lögum, sem þú raular ósjálfrátt með. Ég dái Move það mikið, að ég bíð af sjúklegri ástríðu eftir næstu 12-laga plötunni þeirra. „Fire Brigade" finnst mér bezta tveggja laga platan þeirra fé- laga hingað til, en þeir eiga sjálfsagt eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni, því að þetta er fjölhæf hljómsveit, sem lengi mun lifa. THE BEATLES: „Lady Ma- donna“. Saraswati. Embætti Shankarach arya gegnir sá, sem er fróðastur um hina gömlu indversku Veda- heimispeki. Er honum trúað fyr- ir „praktiska" þætti heimspek- innar. En það eru einfaldar og mjög áhrifaríkar aðferðir til þess að öðlast innsýn inn í hina and- andlegu yfirvegun. Svo ein- faldar eru þessar aðferðir. að sér hver maður getur tileinkað sér þær, án þess að trú eða heim- spekiskoðanir þurfi að raskast. „Ef þú borðar kjöt, borðarðu kjöt. Ef þú reykir, reyktu. Ef þú drekkiir — þá hugsaðu áður,“ er boðskapur Maharishis. Virðist honum hafa orðið tölu vert ágengt að breiða út boðskap sinn, því að samkvæmt upplýs- ingum bæklings frá honum 1963, hafa um 30000 manns í Evrópu numið listina, og í Norður-Am- eríku er hreyfing meistarans í miklum uppgangi. Hefur hann 20 miðstöðvar í Evrópu. Er Mahari-shi kom til fslands, hafði hann mikinn áhuga á að koma á fót einni slíkri miðstöð hérlendis. Kváðust erindrekar Indverjans hafa komið að máli við sálfræðing nokkurn hér í borg, og hefði sá tjáð þeim, að erfiður myndi róðurinn, því að andleg yfirvegun væri lítt í há- Það er erfitt að dæma the Be- atles. Allt, sem þeir fjórmenn- ingar gera, er frábært, og samt virðast þeir vaxa með vanda hverjum. Það er nýtízkulegur og Bkemmtilegur „rock and roll“ takt ur í þessu lagi. Þetta er bezta tveggja laga platan þeirra enn sem komið er, en það segi ég reyndar um hverja eina og ein- staka nýja plötu frá þeim. En eitt er öruggt: Þeir eru alltaf vegum höfð í þessu kalda landi. Hreyfing Maharishis nefnist Endurfæðing andlegrar hugsun- ar (á ensku Spiritual Ragenara- tion Movement), og er stefnu- mark hennar að vinna að því, að styrjaldir verði úr sögunni og friður ríki á jörðu. Kenning yo- gans er sú, að með því að draga úr spennu milli manna, megi draga úr spennu þeirri, sem er milli þjóða og koma þannig á friði í heiminum. „Þetta er unnt með djúpri og einlægri hugsun,“ segir hann. Fólki er ráðlagt að taka sér hálftíma kvölds og morgna til andlegrar yfirvegun- ar. Boðskapur hana þennan kalda haustdag á íslandi var um þetta: hvernig draga mætti úr spenn- unni í heiminum, með því að hver einn og einstakur iðkaði siðgæði og fagrar hugsanir. Ma- harishi talaði nokkra stund til hinna sárafáu áheyrenda í Stjörnubíói og lauk máli sínu með því að biðja viðstadda að hafa tveggja mínútu þögn til að iðka hugleiðingar. Ef til vill fá lesendur okkar seinna að heyra um áhrif hans á hina heimsfrægu hljómsveit, sem við minntumst á fyrr í þess- ari grein, the Beatles. að verða betri og betri. DAVE DEE, DOzY, BEAKY, MICK OG TICH: „Legend Of xanadu“. Svipan og hljóðið, sem hún framleiðir í þessu lagi er hreint út sagt geggjað. Þú hefur plötu- spilarann þinn á fullu, þegar þú heyrir í henni þessari — og syng ur hástöfum með. Ég þori að veðja hausnum á mér upp á það. Stórkostleg plata! Plötugagnrýnandinn George Best George Best.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.