Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 19

Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 19 Frá fenjasvæðunum á s-strönd Kúbu. Þarna er krökkt af vatnafiski og að vetrinum aragrúi anda og annarra fugla frá meginlandinu. Byltingastjórnin lét reisa á svæðinu frumlega gisti- skála að ytra útliti eftirlíkingar indíánakofanna „bo-híó“, sem Kólumbus leit þar fyrir nær 500 árum. Húsin eru búin öllum nútíma þægindum, frá svölunum dorga menn í rólegheitum eða fara á andaveiðar. - KÚBA Framhald af bls. 10 ið heldur uppi að öllu leyti um 250 þúsundum ungmenna á skóla allt árið. Hverfið sem við búum í er ný tízku villuhverfi, þar bjuggu auðmenn áður fyrr. í hluta hverf isins hefur villunum verið breytt í skóla öðrum í heimavistir eða matsali, því ríkið sér krökkun- um fyrir fæði og klæðum. í miðju hverfinu er breiðgata mik il og eftir henni miðri liggur forkunnarfagur garður. Til að auka tilbreytinguna skiptast þar á fjölmargar tegundir trjáa. Það er skemmtileg sjón þegar maður er á leið til vinnu að morgni, að sjá alla hersingu skólabarn- anna í skólabúningum sínum ganga í röðum gegnum garðinn. Ævintýri á Floridasundi. — Hefur þú nokkurn tímann verið áhorfandi að skærum, á hafinu milli Kúbu og Bandaríkj anna? — Það fer eftir því hvað þú kallar skærur. Bandaríkjamenn eru alltaf á ferðinni í kringum okkur á sundinu Einkum eftir- litsflugvélar, sem sveima yfir manni. Stundum er þetta í ör- yggisskyni, því að við stöðvum skipið meðan á rann-sóknum stendur og getur þá oft litið svo út sem eitthvað sé að hjá okkur. Eitt sinn lentum við þó í smá- ævintýri. Það var í fyrravetur, að við komum úr löngum rann- sóknarleiðangri. Svo illa hafði viljað til, að miðunarstöð okkar hafði farið úr sambandi og rad- arinn í ólagi. Veðrið var vont, töluverður sjór og sterkur straumur liggur um svæðið. Við töldum okkur sigla í átt til Hav ana en ekki sáum við land. Skyndilega sáum við menn birtast yfir öldutoppunum og lítið segl bera við himin. Við sigldum í áttina til þeirra og héldum þá helzt vera skipbrots- menn í nauðum. Mikil var undr un okkar, þegar við litum far- kostinn. Hann var samsettur úr 6 hjólbarðaslöngum, sem^ festar voru saman á trégrind. í eftir- dragi var svo önnur slanga úr dráttarvélarbarða og^ sátu í henni tveir menn. Á sjálfum flekanum sátu svo aðrir fjórir. Þegar við vorum komnir í kal'l færi spurðumst við fyrir um ferðir þeirra. Þeir voru þá hin- ir bröttustu og sögðust koma frá Jamaica og vera á leið til Key West á Florida. Við vissum auðvitað hvers kyns var. Til að komast frá Kúbu leggja menn á sig ótrúleg ustu raunir. Sumir leggja í haf á furðulegustu farkostum og reyna að fleyta sér inn á skipa- leiðina til Florida í von um að verða teknir upp í skip. Hér voru greinilega á ferð slíkir ferðamenn. Nú vildi svo til að er við vorum undan Florida hafði okk ur borizt aðvörun um, að í að- sigi væri norðan stormur. Við kölluðum því til þeirra aftur og sögðum þeim, sem satt var að þá hefði rekið langt frá öllum siglingaleiðum til Florida og inn á leiðina til Kúbu kæmust þeir ekki áður en vindurinn skylli á Við buðum þeim að taka þá í tog, því annars væru þeir dauð ans matur, þeir neituðu. Þá sögð um við skyldu okkar við það að tilkynna um ferðir þeirra í land því ekki ætluðum við að verða ábyrgir fyrir dauða þeirra. Eina sem við gátum gert var því að senda boð í land um talstöðina. Ekki gátum við tekið þá um borð í skipið því lestin var full af ís. Sá mögukiki var líka fyr- ir hendi að þeir væru vopnaðir og á flótta undan lögunum. Nú leið og befð, og ekki kom björg- unarskipið úr landi enda gátum við ekki gefið upp nákvæma stnðarákvörðun. Nóttin skall á, og þá fór að fara um vini okkar í gúmislöngunum. Hitamismunur er mikill þegar sólar nýtur ekki við og þarna sátu þessir vesa- lingar í sjó upp í mitti og báru sig illa, sem vonlegt var. Við beindum ljóskösturum okkar að flekanum til að missa þá ekki út í sortann. Þegar komið var fast að miðnætti þoldum við ekki lengur mátið og tilkynntum í talstöðina, að við myndum setja út björgunarbátinn til þeirra. En ;þá birtist skyndilega eftir- litsbátur frá strandgæzlu Kúbu Líklega hafa þeir verið nærri all an tímann. en ákveðið að láta björgunarskipið um málið. þang að til við ákváðum að setja út björgunarbátinn. Varðmennirnir kröfðust þess, að flekamenn vörp uðu sér i sjóinn og syntu yfir í varðbátinn, vegna ótta við að þeir væru vopnaðir. Flóttamenn irnir grétu og kölluðu á alla góða vætti sér til bjargar, þeir væru með öllu saklausir menn sem ekkert hefðu gert af sér, vopn hefðu þeir engin. Við mótmæltum, reyndum að leiða strandgæzlumönnum það fyrir sjónir, að sjórinn væri fullur af hákörlum og gæti það orðið flóttamönnumum bráður bani að leggja i hann. Um dag- inn höfðum við rennt fyrir fisk meðan á biðinni stóð og dró einn fisk um borð, sem ekkert var eftir af nema hausinn; há- karlarnir höfðu séð fyrir afgang num. Loksins létu strandgæzlu- menn til leiðast. lögðust upp að flekanum og það síðasta sem ég sá af þessum vesalingum var að þeim var troðið niður um lúgu á bátnum. Þegar því var lokið tókum við flekann upp. Þar var ekki feitan gölt að flá, farang- urinn var þessi: einn svartur götuskór, kexkassi hálffullur af sjó, sem nokkrar kexkökur flutu ofan á, einn plastpoki líklega til hlífðar fyrir regni, og eitt vasaljós rennblautt. Svo ein- kennilega viidi til að nokkru síðar lenti ég í samræðum við mann nokkrun, hóf hann þá að segj a mér flóttasögu um frænda sinn. Sá hafði ásamt nokkrum fé lögum sínum úr litlu sveitaþorpi skammt frá Havana rejmt flótta á gúmmíslöngum. Þetta voru þá engir aðrir en vinir okkar frá Floridasundi. Sagði maðurinn mér, að frændiinn og félagar hans úr sveitinni hefðu verið fjóra daga að velkjast í hafinu áður en þeim var bjargað. Nú sætu þeir í vinnubúðum. Hjá góðu fólki. — Hyggstu dveljast áfram haldandi á Kúbu? — Næstu sex mánuði í öllu falli. Kona mín og dóttir, sem er tólf ára, dveljast með mér á Kúbu, en tveir synir okkar eru í Reykjavík og stunda hér nám sitt. Við kunnum að mörgu leyti vel við okkur á Kúbu. Fólkið er með afbrigðum vingjamlegt, einkennileg blanda af þremur litarháttum, ef telja á múlatt- anma með, fullt lífsorku. Ég uni mér vel innan um þetta fólk og trúi á framtíð þess. Spánn — ísland M.s. Arnarfell Lestar í Valencia kringum 21.ágúst, og einnig er áformuð viðkoma í Atmeria. Flutningur óskast skráður sem fyrst. Skipadeild S.Í.S. FORD CORTIINIA 1969 CORTIIMA árgerð 1969 er væntanleg um mánaðamótin september — október Helztu breytingar frá árgerð 1968 eru: 1. Breytt véarhlíf (grille). 2. Breytt gírskiptistöng I gólfi (sport gerð). 3. Fóðrað stýrishjól, sein gefur eftir undan höggi. 4. Tvöfalt hemlakerfi. 5. Veltirofar í mælakorði. 6. Öryggissnerlar í hurðum. 7. Breytt skiptistöng fyrir stefnuljós. 8. Endurbættir rúðuþurrku og innsogshnappar. 9. FORD-stafir á vélarloki og kistuloki. 10. Allt rafkerfi með öryggjum. 11. Festingar fyrir öryggisbelti. 12. Ný áklæði. 13. Nýir litir, í miklu úrvali. 14. Vélarlok opnað innan frá. Sfð/ð f stuttan tíma og táið Cortinu árgerð 1969. Gerið yður grein fyrir hinum mikla endursölu - verðmismun. Tökum notaða bílinn upp í þann nýja. Skráið yður strax tyrir CORTINA 1969 ( l i M B 011 { KB. KRI5TJÁNE 1 SUDURLANDSBRAUT ,2 ISDN H.F. • SÍMI 3 53 00 ALLT MEÐ BEINAR’ FERÐIR FRA ÚTLÖNDUM TIL HAFNA ÚTI A LANDI ALLT MEÐ HRAÐFERÐIRNAR EIMSKIP ORUGG ÞJONUSTA HAGKVÆM KJÖR EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.