Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 26

Morgunblaðið - 04.08.1968, Síða 26
( MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 19«8 „Ahuginn er sá sami hjá mér og þegar ég var að byrja" — segir Jón Björnsson, bóndi og tónlistarmaður d Hafsteinsstöðum SKAGAFJORÐUR ER barmafullur af sólskini, og mófuglarnir halda stórkostleg an konsert í tilefni dagsins og veðurblíðunnar. Fjarlaegur eimur af kindafjarmi berst sunnan og ofan úr fjalli, þeir eru að smala til rúnings, og bráðum er safnið væntanlegt ofan í Staðarrétt. Þegar við rennum í hlað á Hafsteinsstöð um, berst tónaflóð frá slag- hörpu út um opinn glugga. Ég drep á dyr og spyr, hvort Jón Björnsson sé heima, — þurfti vitaskuld ekki að bera fram svo aulalega spurningu hafandi heyrt tónlistina út um gluggann. Jón kemur til dyra, vinnu- klæddur og broshýr, og býð- ur okkur til stofu. „Það var gott, að þið komuð ekki seinna ég er að fara í réttina eftir stundarkorn og verð þar langt fram á kvöld. Ég var að nóta tímann, meðan ég beið eftir fénu, til að semja undirspil undir nýlegt lag. — Nei, blessaður, þið truflið ekkert, ég var búinn með það og ég gleymi því ekki svo glatt.“ „Mig langaði til að fræðast svolítið um sjálfan þig og tónlistarstörf þín, þar sem þú ert einn megin-máttarstólpi tónlistarlífs og tónmenntar í Skagafirði." „Þá er líklega bezt að byrja á því, að ég fæddist í Glaum- bæ 23.2 1903, en fluttist korn- undur að Stóru-Seylu, og ólst þar upp við öll venjuleg land búnaðarstörf. Ég eignaðist harmóniku 6 ára gamall og hef alltaf átt hljóðfæri síðan. Fór strax að spila á þessa ein földu harmóniku, en þekkti enga nótu, allt eftir eyranu. Seinna eignaðist ég tvöfalda og enií síðar þrefalda harm- óniku og spilaði heilmikið fyrir dansi á þessum árum, árum, allt utan að. — Um fermingaraldur vakn aði hjá mér áhugi á alvarlegri tónlist, og þá fór ég að spila utan að á orgel. Ég sá fljótt að nauðsynlegt var fyrir mig að læra eitthvað, ef ég ætti að ná árangri, kunni t.d. enga fingrasetningu. 17 ára fór ég til Akureyrar og var hjá Sig urgeir Jónssyni meginhlutann úr þremur vetrum. Það var stór stund fyrsti tíminn. „Þetta gengur ekki,“ sagði Sigurgeir, „þú þarft að læra allt frá byrjun. En það geng- ur fljótt og vel.“ Og það gekk fljótt og vel. Tvo af þessum Akureyrarvetrum var ég í söngtímum hjá séra Geir og svo söng ég 1. tenór í Geysi. Ég hef aldrei átt í erf- iðleikum með hæðina, enda hefur það oft komi'ð sér vel að geta gripið inn í tenórinn í kórunum; sem ég hef verið að stjóma. Eg lærði eingöngu að leika á orgel eða harmóníum. Ég hef lengi átt píanó og spil að á það iíka en án þess að hafa lært það sérstaklega. svo gifti ég mig á Akureyri, Sig- ríði Trjámannsdóttur, sem þá rak saumaverkstæði á Akur- eyri. — Við fluttum svo hingað í Skagafjörð 1925 og fórum að búa á Stóru-Seytlu um vorið en aðeins árlangt. Við bjugg- um í Brekku í 10 ár og 2 ár á Reykjarhóli, en 1939 keypti ég Hafsteinsstaði, og hér höf- um við búið síðan. —f árslok 1927 stofnuðum við 10 saman Karlakórinn Heimi, Fyrstu söngstjórarnir voru Gísli Magnússon í Ey- hildarholti og Pétur Sigurðs son, tónskáld, en haustið 1929 tók ég við söngstjórninni og hef haft hana á hendi óslit- ið síðan. Mér er ekki kunn- ugt um, að annar maður hafi stjórnað sama kórnum öllu lengur. Heimir var eiginlega arftaki Bændakórsins, sem stofnaður var í Skagafirði 1916 og starfaði í allmörg ár. Hann var fámennur, en góð- mennur. Þar voru t.d. ekki minni menn en reginbassinn Benedikt Sigurðsson á Fjalli og tenórinn Sigurður Skag- field. — Starf Heimis hefur ver- ið alveg samfellt og aldrei ár úr. Að vísu var starfsemin Jón Björnsson á Hafsteins- stöðum. dauf upp úr 1930, en lifnaði verulega 1934, þegar við geng um í Heklu og sóttum fyrsta Heklumótið. Við höfum sótt öll söngmót Heklu síðan. Ég hef skrifað niður allt, sem máli skiptir um starf kórsins frá upphafi, og það er orðið heljarmikil bók. Áhugi var mikill hjá söngmönnunum, en aðstaðan erfið. Þeir eru bú- settir víðs vegar í héraðinu, sumir langt frammi í Skaga- fjarðardölum, og milli þeirra fjarlægustu eru röskir 40 km. En þeir hafa ekki látið vegalengdir eða ófærð standa fyrir æfingasókn, sumir jafn vel vaðið jökulvötn í geir- vörtur. Oft hefur verið æft á heimilum kórmanna til skipt- is, en miðstöðin hefur alltaf verið Varmahlíð, eftir að byggt var þar. Félagatalan hefur síðustu 10-15 árin ver- ið 35-40 manns. Auk stjórnar á samæfingum og samsöngv- um hef ég kennt allar raddir í öllum lögum frá byrjun,en þau eru hátt á þriðja hundrað. Við höfum eiginlega alltaf haft nóg af tenórum, en nú finnst mér frekar vöntun á þeim, það kemur ekki eins mikið upp af þeim í Skaga- firði og áður, af hverju sem það stafar. — En nú fer ég að hætta við Heimi, ég er að verða þreyttur á karlakórssöngnum af þvi að mér finnst yngri mennirnir ekki hafa mikinm áhuga. Það er bezt, að þeir fái sér nýjan og yngri mann. Unga fólkið fer mikið úr sveitinni, ég tala nú ekki um ungu stúlkumar, sem fara allar út í loftið, svo að það gengur mjög illa orðið að halda sönglífinu uppi eins og ég vildi. Áhuginn hjá unga fólkinu er líka minni nú, sem ef til vill er eðlilegt, þar sem það hefur fleira fyrir stafni en áður. Áhuginn er samt sá sami hjá mér og þegar ég var að byrja. Ég er kannske kröfu harðari um mætingar en áður, en nokkuð er það, það er erf- iðara en áður að fá unga menn til að sækja æfingar. — Nú, ég hef verið organ- isti í Reynisstaðarkirkju og Glaumbæjarkirkju frá því um fermingu og stjórnað kirkju- kórum þar, og ég hef spilað í flestum kirkjum í héraðinu einhvem tíma. — Svo stofn- aði ég Samkór Sauðárkróks haustið 1966 og hef stjórnað honum síðan. Þar er afar þrótt mikið starf og t.d. farin söng för í vor. Allt hefur þetta söngmálastarf verið unnið í hjáverkum, og ég hef aldrei tekið nokkurn eyri fyrir neitt af þessu, ekki einu sinni fyrir bensíni á bílinn. Aðalstarf mitt hefur verið við búskap- inn, en nú er Steinbjörn son- ur minn tekinn við jörðinni að mestu, þó að ég hirði mitt fé enn. Hann hefur verið ein- söngvari í Heimi nú síðustu árin. — Hvenær ég samdi fyrsta lagið? Það man ég ekki, það er ekki gott að svara þvi, en þau sem nú eru mest sungin, eins og Björt nótt við texta eftir Davíð, munu vera frá því um 1930. Ég hef samið lög fyrir blandaðan kór og karla kór, en flest eru einsöngslög með undirleik. Ég á firnin öll í handriti, en eiginlega ekkert prentað. Þó komu lög við Lýð veldisljóðin hennar Huldu út ljósprentuð 1944, og þá var vinsamlega um þau skrifað, t.a.m. af Baldri Andréssyni, 'en ég sá eftir þessu, hefði get að gert betur, ef ég hafði melt lögin lengur. Carl Billich er mér góður haukur í horni með frágang á lögunum, en það er dýrt að gefa út og eiginlega vonlaust að gefa út alvarlegar tónsmíðar hér á landi, enda nærri viðburður, ef nokkuð er prentað eða gefið út af þeim. En hver veit nema ég hugsi svolítið um það, — mörg lögin eru komin um allt og mikið sungin af kórum, einkum norðanland^ og útvarpið á flutningsrétt á mörgum. — Mér finnst sjálfum mörg beztu lögin hafa orðið til á síðustu árum, og þau hafa fæstir eða engir séð eða heyrt enn. Mér finnst tónsmíðar og landbúnaðarstörf fara mjög vel saman. Beztu lögin mín eru orðin til við umgengnina við sauðféð eða þá úti í guðs- grænni náttúrunni. — Ég sem aldrei neitt, nema ég finni einhverja sál í textanum. Sér staklega eiga vel við mig ætt- jarðarljóð, ástaljóð og harm- ljóð. — Harmljóð eftir Krist- ján frá Djúpalæk, ort, þeg- ar sjóslysin miklu urðu 1957, snart mig djúpt, og ég held, að það sé bezta lagið mitt, samið fyrir blandaðan kór. Það var sungið af Samkór Sauðárkróks í vor, og þá heyrði Kristján það á kon- sert á Akureyri. Hann sagði mér á eftir, að hann hefði aldrei vitað hvað mikið var í ljóðinu, fyrr enn hann var búinn að heyra lagið. — Eitt lagið varð til í Reykjavíkum Jónsmessuleytið í fyrra. Það heitir Vornótt í Skagafirði, og Rósa B. Blöndals orti ljóðið. Hún byrjaði að yrkja klukk- an tólf um nóttina, og ég samdi lagið um leið. Ljóð og lag var hvort tveggja fullbú- ið klukkan þrjú, og ég hef ekki breytt einni nótu í lag- inu síðan. Karlakór Reykja- víkur söng svo lagið á kon- sert í vor. — Það hefur aðeins komið fyrir, að ég hafi samið lög án texta, en það er ekki mikið um það, — Ljóðið verður að fá að orka á sálina og endur- óma í laginu. Ég melti lögin nokkuð lengi, á'ður en ég festi þau á blað. Það getur verið nokkuð erfitt að vera með 2 eða 3 lög í höfðinu i einu, það getur haldið vöku fyrir manini. En þegar lagið er komið á pappírinn. hættir maður að hugsa um það. — Ef ég held sömu heilsu, hugsa ég mér að halda áfram við Samkórinn og svo tónsmíð amar.“ En nú varð Jóni litið út um gluggann. Þeir voru að nálg- ast réttina með safnið, og þá var ekki til setunnar boðið. Rúningurinn mundi standa fram á nótt. Sv.P. Svissneskur kirkjukór UM ÞESSAR mundir er hér á ferð þekktur svissneskur kirkju- kór, „Evangelische Singgemein- de“. Kór þessi var stofnaður 1962, atjórnandi hans er prófess or Martin Fláming, sem var einn af síðustu nemendum hinna frægu Thomas-kantóra í Leip- zig, Karl Straube og Gúnter Ramin. Martin Fláming var prófessor í tónlistarfræðum við tónlistar- háskólann i Leipzig og er nú kórstjóri við útvarpið í Zúrich, kennari við tónlistarháskólann í Bern og stjórnandi „Evangelisc- he Singgemeinde", sem er nú talinn bezti áhugakórinn starf- andi í þýzka hluta Sviss. Svissneski kirkjukórinn mun halda eina tónleika hér að þessu sinni. í Háteigskirkju miðviku- daginn 7. ágúst kl. 9 síðdegis. Á efnisskránni eru verk eftir þýzka og svissneska meistara. Þess skal getið að lokum, að kórinn syngur aðeins þetta eina sinn, og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning). Gautrekssaga í enskri þýðingu Hermanns Pálsonar og Pauls Edwards ÚT er komin á ensku bók, er geymir þýðingar Hermanns Páls sonar og Paul Edwards á nokkr- nm íslenzkum fornsögum. Sögurn ar eru Gautreks saga, Bósa saga og Herrauðs, Egils saga og Ás- mundar, Þorsteins þáttur bæjar- magns, og Helga þáttur Þórisson ar. Bókin er gefin út af London University Press. Bókinni fylgir formáli þýð- enda, en þar segja þeir að ýkju- sögur, sem þessar séu mun minna þekktar en hinar eiginlegu ís- lendingasögur og konungasögur. Hins végar sé ekki síður ástæða til að kynna þessar sögur. Þeir Hermann Pálsson og Paúl Edward eru kunnir af fyrri þýð- ingum sínum á íslenzkum forn- sögum. 40 rússneskar dráttarvélar * á Islandi BJÖRN og Halldór h.f. hafa nokkur undanfarin ár flutt inn rússneskar dráttarvélar, og eru nú um 40 vélar til í landinu. Rússneskur tæknifræðingur hef ur dvalizt hér á landi til eftir- lits vélunum, en er nú á för- um. Af því tilefni boðuðu umboðs menn þessara rússnesku drátt- arvéla til blaðamannafundar, og var blaðamönnum sýnd ein drátt arvélartegund. Er sú 20 hestöfl. Umboðsmennirnir sögðu, að vélarnar hefðu reynzt mjög vel þann tíma, sem þær hefðu verið notaðar hér á landi, og ekkert orðið um kvartanir. Hinn rúss- neski ráðunautur, Igor Maxim- ov, hefur verið til leiðbeining- ar og heimsótt reglulega bænd- ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SlMI 21296 ur, sem eiga þessar dráttarvélar Tekur nú annar maður við starfi hans. Umboðsmenn sögðu, að vél- arnar kostuðu frá 80 þús. kr. í allt að 175 þúsund kr. og er sú vél 55 ha. með drifi á öllum hjólum. Með vélunum fylgja varahlutir og eins árs ábyrgð frá verksmiðju. Þeim fylgir ör- yggisgrind og hús, og er hægt að tengja þær hvaða landbún- aðartæki sem er. Þær eru með vökvastýri, vökvastýrðum drátt arkrók og vökvakerfi á beizli, auk fleiri þæginda. Mvndin er af einni gerð rússnesku dráttarvélanna. Undir stýri er Halldór Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.