Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 183. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 25. ÁGUST 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Her Rúmena reiðubúinn til varnar — Óttast innrás í landið — Málgagn ung- versku stjórnarinnar rœðst á Ceausescu Búkamest, 24. ág. NTB-AP. • ÚTVARPIÐ í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, skýrði svo frá í morgun, að her landsins væri því viðbúinn að verja sjálfstæði landsins, ef ráðizt yrði inn í það. Bár- ust um svipað leyti fréttir um, að búlgarskar og sovézk- ar hersveitir væru að safn- ast saman skammt frá landa- mærum Rúmeníu og var ótt- azt að innrás væri í vænd- um. Q Þá bárust þær fréttir frá Vínarborg, að ungverska blaðið ,Magyar Hirlap“ hafi ráðizt af hörku á ríkis- og flokksleiðtoga Rúmeníu, Nicolai Ceausescu, en hann hefur, sem kunnugt er, lýst algerum stuðningi við Tékkó slóvakíu og margsinis for- dæmt innrásina í landið harð lega. Jafnframt hefur Ceaus- escu varað landsmenn sína við því, að það, sem í dag sé kallað endurskoðunarstefna og svik við sósíalismann í Tékkóslóvakíu, geti á morg- un verið sagt um Rúmeníu. í frétt útvarpsins í Búkarest eagði, að fiunidir befðiu verið haldnir innaii rúmarxska harsinis og hvarvetna verið lýst yfiir fiull- uim stuiðningi við stjóm landsins bæði í innainríkis- og 'Utanríkis- máJium. „Bershöfðingjar og aðrir háttsettiir foringjar eru sammála um að fordæma innirás sósíalista- ríkjanna firnm í Tékkósló'Vakíiu“. sagði útvarpið, — „jafnframt leggja þeir áherzlu á, að þeir sóu all'taf reiðubúnÍT að verja frelsi, sjálfstæði og fullveldi föð- 'urlandsins og byltingarsigra rúm ensbu þjóðarinnar". Eins og frá var skýrt í gær, sagði siendiherra Rúmieníu í Bonn í gær, er hann átti viðræður við utanríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, að rúmeinská sitjórnin ótt- aðist innrás í landið. í dag seg- ist Lundúnablaðið „Daily Tele- graph“ hafa eftir áreiðanlegum heimildium, að búlgairskar her- sveitir séu á leið til suðurlanda- mæra Rúmieníu og annað brezkt blað, „The Guardian", segir, að sovézkar hersveitir hafi safnazt saman sfcammt frá lapdamærum Rúmieniíu og ályfctar, að hernað- araðgerðir gegn Rúmeníu geti verið yfirvofaindi. Tveir ráðberrar úr stjórn Tékkóslóvakíiu, þeir Ota Sik og Frantisek Vlasak, fónu frá Búkar est í gærkvöldi eftir stutta við- Framhald á bls. 2 Borgarbúa í Prag þyrpast nmhverfis sovézkan skriðdreka. Tekur Dubcek við stiórnur- tuumum ú ný? Talið að liann hafi tekið þátt í samninga- viðræðunum í Moskvu og tekizt hafi málamiðlun Bjartsýni í Prag Prag, Vín, Moskva, 24. ágúst. — AP-NTB • í SENDINGU frá Prag-útvarpinu, sem náðist í London í dag, sagði, að Alex- ander Dubcek, leiðtogi tékk- neskra kommúnista, sæti nú að samningum við Sovétleið- togana og mundi taka við stjórn landsins að nýju inn- an fárra daga. ^ Útvarpsstöðin sagði, að þessar upplýsingar væru fengnar frá Gustav Husak, aðstoðarforsætisráðherra, sem væri með Dubcek, Cer- nik og Svoboda í Moskvu. £ Dr. Husak sendi þau boð til flokksþings Slóvaka, að bíða átekta í Bratislava og hefja ekki fyrirhugaðan fund sinn fyrr en Dubcek gæti setið hann líka. Útvarpsstöð- in sagði ennfremur, að yfir- menn sovézka hernámsliðs- ins hefðu leyft slóvakískum kommúnistaforingjum að tala við Husak, og hefði hann heitið því að flytja ávarp um Moskvuförina í einhverja i hinna frjálsu útvarpsstöðva í Tékkóslóvakíu, jafnskjótt og aðstæður leyfðu. ^ NTB fréttastofan skýrði og frá því um hádegið í dag, að allt benti til, að það væri rétt, að Dubcek og Smrkov- sky væru í Moskvu og hefðu verið komnir þangað á und- an Svoboda. Einnig að menn væru nokkurn veginn vissir I um, að þeir hefðu tekið þátt I í viðræðunum. Fréttastofan hafði eftir | leynilegu útvarpsstöðinni ,,Tékkóslóvakía“, að Svoboda, | forseti, hafi náð virðingar- verðum árangri í samninga- viðræðunum í Moskvu og muni þeim ljúka síðdegis í dag. j INIeituðu þeir? | ?FRJALSA útvarpsstöðin í / / Prag hefur eftir óstaðfest- ) /um heimildum, að þeir ; 7 Kolder og Indra, hafi á 7 Jsamningafundunum íj 1 Moskvu neitað því að hafa j lbeðið um íhlutun herja \ Varsjárbandalagsins íi Tékkóslóvakíu. Talið hef- ^ ur verið, að hafi nokkrirf Tékkóslóvakar beðið um L slíka aðstoð, hafi það ver-1 ið þessir tveir menn. ( Samningafundir í Moskvu hafa dregizt á langinn Viðræðuir Svoboda, forsetia og sovézkra forygt'Uimaininia hófuist að nýju í mongium og hefuir frétta- miaðuir Reufers það fyirir saibt, að Framhald á hls. 2 Skipt um hermenn UM það bil sem Morgunblaðið fór í prentun um miðjan dag í gær skýrði AP fréttastofan frá því að tékkneska sendiráðið í London hefði sagt eftir útvarps- stöðinni í Prag að sovézku og a- þýzku hermennirnir væru á leið úr landinu en nýir hermenn kæmu í þeirra stað. Væri ástæðan sú, að hermennirnir hefðu orðið fyrir of miklum áhrifum af því, sem þeir hefðu séð í Tékkósló- vakíu, þeir hefðu gert sér grein fyrir því að þar væri ekki um neina gagnbyltingu að ræða. Þá skýrði NTB fréttastofan frá þvi að Dubcek væri líklega þegar á lcið til Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.