Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 32
KSKUR Suðurlandsbraut 14 — Sími 38550 SUNNUDAGUR 25. AGUST 1968 Fjöldi gesta, erlendra og innl endra var við vígslu Norræna hú ssins. A efstu myndínni sitja freanst Alvar AaJto, arkitekt hússins, forseti íslands, Kristján F.ldjárn og forsetafrú og Ár- mann Snævarr, formaður hússtjórnar. Norræni byggingardag urinn hefst á morgun Um 700 erlendir fulltrúar sitja ráðstefnuna NOBRÆNI byggingardagurinn verður settur í Háskólabíói kl. 10 nk. mánudag. Fyrsti hópur hinna erlendu fulltrúa komu með flugvél til landsins upp úr hádegi í gær, en einnig kemur stór hópur í dag með flugvél. Þá mun allstór hópur koma með skipi á mánudagsmorgun. Áætlað er að um 700 manns frá Norðurlöndunum öllum, að Færeyjum með'töldium, sitji þessa ráðstefnu, auk um 150— 200 íslenzkra fulltrúa. Ráðstefn- unni lýkur á miðvikudagsmorg- un. Sem fyrr segir verður Nor- ræni bygginigaxdagurinn settur á mánudagsmorgun. Mun Hörður Bjarnason, húsameistari, fyrst bjóða gesti velkomna, en síð- an munu formenn hins Norræna byggingadags í hverju landi flytja kveðjur. Eggert G. Þor- steinsson flytur se'tningarræð- una. Aðalefni Norræna bygging ardagsins er húsakostur, og verða fkitt fjölmörg erindi um það efni alla þrjá dagana. Farið verður með hina -erlendiu gesti í fjölmargar skoðunarferð- ir, m.a. munu þeir skoða hita- vei'tuna, ný íbúðarhverfi í Reykjavík og til Krísuvíkur, en eftir ráðstefnuna eiga gestir þess kos't að fara í Þjórsárdal, að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli, svo og um Borgarfjörð. Á mánu- dag mun ríkisstjórnin og Reykja víkurboirg hafa móttöku fyrir fulltrúa á ráðstefnunni. Aðalfundi Skógrœktarfélags íslands lauk á laugardagskvöld: Fljótdalsáætlunin aðalmál hans Aðalfundur Skógræktarfélags íslands er haldinn um þessar mundir á Hallormsstað. Við náð- um sambandi við Hákon Bjama- son skógræktarstjóra í gærmorg un, og báðum hann um að segja okkur frá fundarstörfum. „Fundurinn hófst á Hallorms- stað á föstudag og sóttu hann- 109 manns,“ sagði Hákon._ „For- maður Skógræktarfélags fslands Hákon Guðmundsson, yfirborgar dómari, setti fundinn, og gat þeirra mála, sem rætt yrði um á fundinum. Aðalmál fundarins var Fljótsdalsáætlunin svokall- aða, um það að bændur tækju upp skógrækt skipulega sam- hliða úbskapnum. Tillagan um þessa Fljótsdals- áætlun kom upphaflega frá Skóg ræktarfélagi Austurlands, og hefur undanfarið verið unnið að áætlunargerðinni af þeim Sig- urði Blöndal, Einari Sæmundsen og Baldri Þorsteinssyni. Á föstu dag var tillaga þessi, og nokkr- Framhald á bls. 31 Norræna húsið vígt í gær Alto opnaði og bauð forsets íslands og öðrum gestum inn að ganga Menntamálaráðherra tók við lyklavöldum og afhenti þau formanni hússtjórnar í heldur hryssingslegu en björtu veðri lyftust fánar Norð- urlandanna að húni framan við Norræna húsið kl. 10 í gærmorg- un í upphafi vígsluhátíðar húss- ins. Per Mohr Damm, lögmaður í færeyjum, dró færeyska fán- ann að húni, Grels Teir, iðnað- ar og viðskiptamálaráðherra Finna dró upp finnska fánann, Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra dró upp íslenzka fánann, Kjeld Bondevik, kirkju og menntamálaráðherra Noregs þann norska og Ragnar Edeman landshöfðingi dró sænska fán ann að húni. Að svo búnu opn- aði höfundur hússins, arkitekt- inn Alvar Aalto húsið og bauð forseta íslands, herra Krist- jánj Eldjám, og forsetafrú inn að ganga á-samt um 250 gestum, innlendum og er- lendum. Síðar við athöfina af- henti formaður byggingarnefnd- ar, Egil Thrane, Gylfa Þ. Gísla- syni, menntamáiaráðherra lykil inn að húsinu, og hann fékk hann aftur Ármanni Sævarr, stjómar- formanni hússins, sem tákn um að hún tæki þar við hússtjórn. Þegar gestir höfðu tekið sér sæti í bókasafni og lestrarsal þessa bjarta fagra húss, bauð framkvæmdastjóri þess, gesti vel komna og kvað helmingi fleiri norræna gesti hafa séð sér fært að koma erlendis frá en forráða mienn hússins hefðu þorað að vona. Þá tók til máls forseti Is- lands, herra Kristján Eldjárn, og er ræða hans birt í heild ann- I ars staðar í blaðinu. Á eftir ræðu hans lék strokkvartett verk eftir Jón Leifs og lék einn- ig milli ræða, en Lúðrasveit I Reykjavíkur lék fyrir utan hús- •ið. : Sven Stray þingmaður og for- seti Norðurlandaráðs talaði næst ur. Hann lagði í ræðu sinni m.a. út af ljóði Andreasar Munch um eyjuna í norðri, þar sem varð- veitt var norræn menning og sem hann hafði lesið í æsku og það haft mikil á hrif á hann. Kvað Stray mikið satt í því ao hér á íslandi stæðu hinar nor- rænu rætur, eins og skáldið lýs- ir. Því væri Norræna húsið nú risið í Reykjavik. Hann kvað Nor ræna húsið annars eðlis en aðr- ar stofnanir, sem Norðurlanda- samvinna stæði að. Það væri reist í þeim tilgangi að styrkja og þróa samband þjóðanna og mynda grundvöll þess að við get um talað um ,,Norden“. Aðalræðu dagsins flutti Hall- dór Kiljan Laxness, rithöfuindur, og er hún brit í heild í blaðinu. Að ræðu hans lokinni stóð upp formaður byggingarnefndar húss ins, Egil Thrane, skrifstotfustjóri, rakti tildrög að uppkomu þessa húss og lýsti verkinu að nokkru. Gat hann þess m.a. að kostnað- ur værj 45 millj. króna með öllu innbúi nú og að Reykjavík- urborg hefði boðið að standa straum af kostnaði við lóðina í kring og gerð tjarnarinnar, sem Alvar Aalto hafði lagt til að gerð yrði framan við húsið. Hann af- hemti siðan Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra lykilinn að húsinu. Menntamálaráðherra þakkaði með ræðu arkitektinum Alvari Alto og ölilum þeim sem staðið 'hefðu að byggingu húss- nis. Hann afhenti síðan lykilinn að Norræna húsinu Ármanni Snævarr, h áskól a rek tor, sem er formaður hússtjórnar. Tók Ár- mainn við íyklinum með þeim ium mælum að hússtjórnin bæri nú ábyrgð á húsinu. Drapr hann á tilgang hússins, þar sem bóka- safn og lessalur eru miðpun'kt- urinn, en húsinu hafa þegar bor- ist góðar bókagjafir, m.a. 75 þús kr. frá Nordisk Fond. Harnn minntist á væn'tanlegar l'istsýn- ingar í húsinu, listamenn er þang að myndu boðnir, námskeið sem þar yrðu haldin o.fl., en ætlast væri til að allir gestir væru vel- komnir bæði erlendir gestir og Svend Stray, forseti Norðurlandaráðs. innlendir og ekki sizt fólk utan af landsbyggðinni. Erik Eriksen, fyrrv. forsætis- ráðherra Dana hatfði verið kjör- inn til að tala fyrir hönd Nor- rænu félaganna og var það sér- stakur heiður vegna hinna miklu og velviljuðu afskipta hans aí handritamáilnu. Hann rifjaði upp að hann var í Reykjavík á fundi Norðurlandaráðs þar sem Framtaald 4 tals. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.