Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 196« 7 Svífðu seglum þöndum Þeir, sem lögðu leið sína í Nauthólsvíkina síðari hluta laugardagsins 17. ágúst, áttu þess kost að sjá skemmtilega sjón, þar sem voru unglingar og ungmenni yfir 50 talsins, sem ýmist sigldu eða reru á bátum út á Skerjafirði í góða veðrinu. Æskulýðsráð Reykjavíkurborgar hefur komið upp góðri aðstöðu í Nauthólsvíkinni fyrir unglinga til að stunda þessa skemmtilegu og hollu íþrótt og þökk sé þeim mönnum, sem að því hafa stuðlað. Myndir þessar voru teknar í Nauthólsvíkinni s.l. laugardag. Gamalt og qott 6. júlí voru gefin saman í hjóna- band af séra Sigurði Kristj ánssyni, ísafirði ungfrú Ebba Guðmunda Pétursdóttir, Stóragerði 30 og Þor- grímur Oktosson, Stóragerði 30. Heimili þeirra verður að Dala- landi 11. (Ljósm.: Jón Aðalbjörn) Þann 14. ágúst voru gefin samam í hjónaband af séra Þorgrími V. Sigurðssyni á Staðarstað. Ungfrú Bjarkey Magnúsdóttir, Nökkvavogi 35, og Jóhann Heiðar Jónsson, Stað- arstað. Heimili þeirra er að Njále- götu 106, Rvík. Studio Guðmundar. Orðskviða-Klasi 103. Ómæt eru orð ómaga, einnig verk, þó gjöri baga. Aumur sjónlaus sagt að sjé. Gefins er allt gott að þiggja, gamlan vin skal ekki styggja. Barnalán er betra en fjé. (ort á 17. öld.) Spakmœli dagsins Veit ég þann, sem víða fer, vitr- ari þeim, sem heima er. f sllri vantrú felast þessir tveir meginþættir: Mikið sjálfsálit, en lítið álit á Guði. — H. Bonar. daginn. 70 ára er mánudaginn 26. ágúst Frede Jensen, Hátúni 10, Keflavík. Hann verður að heiman á afmælis Laugardaginn 3. ágúst voru gef in saman af séra Garðari Þorsteins syni, ungfrú Sigrún Óskarsdóttir og Sigurður Þorleifsson. Heimili þeirra verður að Álfaskeiði 82, Hafnarfirði. Ljósm. Jón K. Sæmundsson. Tapaði vesk- inu sinu 14 ára drengur varð fyrir þvi óhappi fyrir stuttu að týna vesk I inu sínu, sem hann hafði feng- |ið í fermingargjöf, merkt nafni hans og með nafnskírteini. Hann vinnur í skólagörðunum, | og hafði nýverið fengið borg- að kaupið sitt, og fór niður í ' banka í Austurstræti til að leysa | út ávísunina, og einmitt þess vegna var hann með 1000 krón- ur í veskinu. Gekk hann í gegn- } um ísafoldarbókabúð yfir á Aust I urvöll. Sól skein í heiði, svo að hann fór úr jakkanum, þar sem I veskið var geymt og settist á bekk í veðurblíðunni. Síðan ekki söguna meir. Næst I þegar hann ætlar að grípa til veskisins, var það horfið. Austurvöllur er fjölfarinn 1 staður, og hugsanlegt er, að ein hver hafi fundið veskið. Það eru því vinsamleg tilmæli til, I skilvísra finnanda, að hann | hringi heim til drengsins í sima , 35069. Líti svo hver í eigin barm Skilvísi borgar sig ávallt. VÍSUKORN Satt og logið sitt er hvað, sönnu er bezt að trúa. En hvernig á að þekkja það, þegar flestir ljúga? Páll Ólafsson. Laugardaginn 10. ágúst voru gef in saman í Garðakirkju af séra Braga Friðrikssyni ungfrú Edda Friðþjófsdóttir og Símon Rafnsson. Heimili þeirra verður að Hafnar götu 24, Vogum. Ljósm. Jón K. Sæmundsson. Nýlega voru gefin saman í hjóna band í Dómkirkjunni af séra ðsk- ari J. Þorlákssyni ungfrú Dagný Elíasdóttir og Ólafur B. Ólafsson, kennari. Heimili þeirra er að Norð- urbraut 7, Hafnarfirði. — Ljósm. Studio Gests. Bróðurvíg Mætan kvist af meiði jarðar mund í blindni sundur hjó Dauðinn gisti dalinn þar sem Draumurinn bjó. Þjáning risti þjóðar reiði — þræll í sama knérunn vó. Dauðinn kyssti Drauminn — á dalinn hélu sló. Steingerður Guðmundsdóttir. Svefnbekkir 2300 00 með skúffu 2950.00. Glæsi- legir svefnsófar 3500.00. Tízkuáklæði. Sófaverkstæð ið, Grettisgötu 60, sími 20676. Japanskt terylene á kr. 313.30 m, tvíbreitt khaki kir. 84.90 m, ljóst gab erdine í telpnabuxur kr. 135 m. Þorsteinsbúð, Snorra braut 61 og Keflavík. íbúð óskast 3jia herb. íbúð óskast strax. Góðri umgengni heitið. — Uppl. í síma 21934. íbúð Góð 2ja—5 herb. íbúð óskast til leigu. Algjör reglusemi. Uppl. í síma 19683. 3jo herbergjn íbúð til leigu á fjórðu hæð í háhýsi við Sólheima. Leigist í 1—2 ár. 3ja mánaða fyrirframgreiðsla. Upplýsingar gefur RAGNAR TÓMASSON, HDL., Austurstræti 17 — Símar 24645 og 16870. B l )S L w O Ð SVEFNSÓFAR SVEFNSÓFASETT NÝ GERÐ SÓFASETT 2 NÝJAR GERÐIR B l JS L w O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 ARABIA-hreinlætistæki Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. aðeins kr. 3.650,00 Handlaugar — 930,00 Fætur f. do. — 735,00 Baðker kr. 3.150,00. Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.