Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 196« Marcel Marceau sýnir í Þjóðleikhúsinu N.K. MIÐVIKUDAG kemur hingað til landsins franski lát- bragðsleikarinn Marcel Marceau og sýnir hér á vegum Þj óðleik- hússins. Fyrirhugað er að hann sýni tvisvar í Þjóðleikhúsinu og verður fyrri sýningin föstudag- inn 30. ágúst. Marcel Marceau kom hingað árið 1966 og sýndi þá þrisvar sinnum í Þjóðileikhúsinu við fá- dæma hrifningu. Á undanförn- um árum hefur listamaðurinn verið aaest á sýningarferðum bæði í Evrópu og einnig í Am- eríku. Marceau er fæddur í Stras- bourg árið 1923, en flutti ungur ásamt foreldrum sínum til Limo- ges. Árið 1943 kom hann fyrst til Parísar þar var hann fyrst kennari á heimili flóttabarna og kenndi þeim m.a. málaralist og leiklist. Ári síðar innritaðist hann í leiklistarskóla og lagði aðallega stund á nám í látbragðs leik. Meðal kennara hans voru: Jean Louis Barrault og Jean Vil- ar. í byrjun deildi Marceau tíma sínum milli tveggja leik- húsa í París, en það mun hafa verið árfð 1949, sem Marceau stofnaði sinn eigin flokk, og sýndu þeir einvörðungu lát- bragðsleiki. Varð hann á ótrú- lega skömmum tíma heims- frægur. Þekktasta hlutverk Marceau er tvímælalaust flækingurinn Bip, sem er nú orðinn ein af sígildum fígúrum í látbragðslist- inni. Myndin var teikin í ferðalagin u, þegar þátttakiendur þreyttu með sér reiptog. Risgjöld holdin í Hvaliirði í boði Breiðholts h.f. LAUGARDAGINN 20. júlí bauð Breiðholt hf. o'kkuir iðnaðar- og verkamönmium og fleirum, sem vinna við byggingarframkvæmd- iir á vegum þeirra til risgjalda. Ofckur var boðið upp í Hvalfjörð. Voru þau risgjöld mjög með öðr- um hætti en við byggingarmenn eigum að venjast, þar sem við áttum lífca að taka með okkur koniuir okkar og böm. 1 Hval- firði voiru reist veiti/ngatjöld. Enn fremur gátu allir, sem vildiu, feng ið tjaldstæði á næstu grösum. — Alls konar vei'tingar voru látnar í té. Bömin urðu urðu ekki út- 'undan með skemmtunina, og gerðu forráðamenn örugglega allt sitt bezta til þess að allir gætu skemrnt sér sem bezt og átt góðar endurmininingar um ferða- lagið. Ég vil fyrir hönd okkar, sem boðið var, færa réttum aðilium beztu þakkir. Steingrímur Þórðarson. „Og ég heyri kurrinn, upp- reisn fjölmennra stétta" SÉÐLA októbermánaðar 1967 birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins grein um tékkneskt skáld og vísindamann, Miroslav Holub að nafni. Jafnframt voru birt nokkur ljóð eftir hann í íslenzkri þýðingu, þeirra á meðal ljóðið sem hér fylgir „Undir smásjánni“. Ljóðin voru þýdd úr ensku, en þá var nýkomið út safn ljóða hans í Penguin-bóka- flokknum Modern European Poets". Þar var frá því skýrt í for- mála, að Holúb væri eitt af frumlegustu og frjósömustu skáldum Tékkóslóvakíu en (, jafnframt vel metinn og vel menntaður vísindamaður, sem ferðast hefði víða beggja vegna járntjaldsins, lagt stund á rannsóknir og sótt vísindaráðstefnur. Hann hafði þá gefið út át'ta ljóða- söfn og tvær ferðabækur, en auk þess fjölmargar vísinda- greinar um sérgrein sína, meinafræði. Hann var rit- stjóri alþýðlegs vísindatíma- rits í Tékkóslóvakíu. { Miroslav Holub eir fæddur árið 1923 í Pilsen, stuindaði nám í læknisfræði og gerðist sérfræðingur í meinafræði. Hann hefur starfað við Sýkla- og frumurannsóknar- stofnun Ví s ind aak ade m íu n n- ar í Prag og meðal ainnars dvalizt um tveggja ára skeið í Bandarikjunum í boði Public Health Researoh Insti- tute of the City of New York“. Hann telur sjálfan sig marxista, en er af öðrum tal- inn kreddulaus maður. Ekki virðist 'hann heldur hafa hlot ið náð fyrir augum komm- únis'taflokksins í landinu, því að á 11. flokksþinginu 1958 varð hann fy-rir hörðum árás um ásamt fleiri skáldum, sem höfðu birt ljóð sín í frjáls lyndu tímariti ,,Kveten“. SjáLfuir hetfiuir Holiuib þakíkað velgengni sína sem ljóðskáld þessum árásum. Hóluto er saigður hafa verið í hópi þeirra, er ruddu braut í Tékkóslóvakíu svonefndri „hversdagsljóðlist". Samsvör- un við hversdagsheiminn og innblás'tur sækir hann í vís- indastarf sitt, þar sem raf- eindasmásjárnar eru hans helzta vinnutæki. Þar hefur hann skyggnz't inn í ókunna veröld, sem er utan sjónar- svið mannsins, — undir smá- sjánni sér hann veröld, sem minnir hann á fjöldann — yrkjendur jarðairinn'ar og hann gæðir þessa ókunnu ver öld eiginlekum veraldarinnar úti fyrir dyrum vísindaaka- demíunnar. Með augun við sjóngíer smásjárinnar heyrir hann „kurrinn, uppreisn fjöl- mennra stétta“. Holub hefur sjálfur sagt í samtali, að honum þyki mest gaman að skrifa fyrir fólk, sem hefur ekki komizt í tæri við ljóðlist til dæmis þá, sem vi'ta jafnvel ©kki, að hún er fyrir þá. „Ég mundi vilja“, segir hann, „að þeir læsu ljóð Undir smásjánni in mín eins eðlilega og þeir lesa blöð eða fara á knatt- leik: — þanniig, að þeim finn- ist þau ekki erfiðari, ókarl- mannlegri eða lofsverðari'*. Hann segir líka, að meðal vísindamanna • leyni hann því að hann yrki. „Vísindamönn- um hættir til að bera í brjósti grunsemdir í garð skálda; segir hann, „þeim finnst skáld á einhvern hátt óábyrg“. Og hann segir líka, að bófc- menntamenn séu haldnir tor- tryggni í garð ví’sindamarma" þeir búas't við, að ljóð vís- indamanns sé þurr stað- reyndaupptalning eins og skýrsla úr rannsóknarstofu". Upphaflega orti Holub ljóð undir hefðbundnum háttum eða rímuðum, en hætti því og yrkir nú ljóð í frjálsara formi. Sjálfur segir hann, að ljóð sín verði alltaf til út frá hugmyndum og sagt hefur verið, að hann vinni þau eins og vísindastörfin, hann reyni stöðugt að komast undir yfir- borð viðtekinnar hversdags- legrar reynslu til að draga fram ný merkingarsvið, af- hjúpa nýjar tilfinningalegar staðreyndir. Hér eru einnig draumlönd tunglauðn, yfirgefin. Hér er einnig fjöldi, yrkjendur jarðarinnar. Og frumur, stríðsmenn sem fórnuðu lífinu fyrir söng. Hér eru einnig kirkjugarðar, orðstír og spjór. Og ég heyri kurrinn, uppreisn fjölmennra stétta. ðgn bjartari horfur en áður um lausn matvælaástandsins í Biafra - Viðrœður hafnar á ný í Addis Abeba - Nýjar tillögur Lagosstjórnar Lagos, London, París, Genf, 20. ágúst. AP-NTB. • Samkvæmt þeim fregnum, sem í dag berast frá Lagos, London Genf og París, virðast heldur bjartari horfur á því en áður að matvælavandamál ið í Biafra verði leyst. Er lík- ur taldar á því, að Lagos- stjórnin samþykki að komið verði á loftbrú til matvæla- flutninga til Biafra svo fram- arlega sem leiðtogar Biafra- manna fallast einnig á, að matvælaflutningar fari fram á landi. Til þessa hafa Biafra menn sagt, að þeir mundu ekki taka við matvælum, sem flutt væru um land Lagos- stjórnar. • Haile Selassie, keisari Eþíó- píu, er sagður hafa lagt ýmsar tillögur fyrir deiiuaðila að und- anförnu og báðir kannað þær tii lilítar. Og í London hefur Ant- hony Enahoro, aðalfulltrúi Lag- osstjómarinnar á samningafund unum í Addis Abeba, rætt við brezka ráðamenn og Hunt lá- varð. • í dag komu fuliltrúar deilu- aðila enn saiman til fundar í Addis Abeba, en viðræður haifa ekkf farið fram frá því á mið- vikudag í síðustu viku etr upp úir þeim slitnaði eftir að litlu virtist muna að til samkomu- togs dnægi. AP segir, að fulltrúar Lagos- stjárnarinnar hafi baft meðferð is nýjar tillögur varðandi mat- vælaflutningana, en ekki hafi verið Ijóst í hverju þær væru fólgnar, Einnig hafa þeir lagt fram til- lögur þar sem svo er kveðið á, að láti Biafrabúair af andstöðu við Lagosstjómina muni hún halda hernámi Biafra innan ákveðinna takmarka og leyfa til teknum fjölda Ibohermanna að innritast í stjómairherinn. í þessum tillögum, sem hafa verið lagðar skriflega fyrir Haile Selassie, segir, að ekki sé þörf á því að hafa setulið Lagosstjóm- ar allstaðar í austurhlutanum — Biafra. Stjórnin sé reiðubúin að semja um það við Biaframenn, hvar setuliðinu vedði fyrir komið. þannig að óbreyttir borgarar verði þess sem mininst varir, meðan slík ógnar tortryggni rík- ir meðal Iboa í garð stjórnarinn ar í Lagos. Þá er endurtekið, að Lagosstjórnin muni ekki leggjast. gegn því, að erlendir aðilar fylg- ist með þróun mála og skipan í Biafra eftir að friður hefur verið saminn. í frétt frá Rauða krossinum í Frakklandi í dag segir, að mönn- um hans hafi tekizt að koma matvælabirgðum til Biafra og og muni haldíð áfram matvæla- flutningum. Segir að fyrsta send ingin, um 40 lestir af mjólk, kjöti og lyfjum, hafi komizt til Biafra í byrjun þessa mánaðar.lyfin og mjólkin hafi verið flutt með flug vélum frá Le Bourgetflugvelli, kjötið farið sjóleiðis frá Le Havre, Bordeaux og Dunkerque, til Libreville í Gabon og þaðan með flugvélum til Biafra. Takist að halda þessari leið op- inni gerir Rauði krossinn sér von ir um að takast megi að koma 70 lestum ag matvælum á viku til hinna hrjáðu Biafrabúa. Af vígvÖllunum í Níeríu eru litlar fréttir. Þó hefur AP eftir heimildum í Lagos, að Biafra- menn veiti öfluga mótstöðu við Aba, sem er síðasta stórvígi Bi- afraleiðtoganna. Er talið að 25000 manna deild fótgönguliða úr Lag osher, eigi ekki eftir nema 25 km að borginni — og aðrar sveit- ir Lagoshers, en fámennari hafi komizt enn nær borginni úr öðr- um áttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.