Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 196« — Mér þætti gaman að vita, hvort það er satt, eða hvort þú ert bara að blekkja sjálfa þig, sagði hann næstum hroittalega. Hún leit á hann steinhissa. Hún tók eftir því, að andlitið á honum var tekið. Við hvað átti hann með þessum orðum sínum? Ekki gat hann þó verið afbrýði- samur gagnvart Hugh? Það var allt búið hjá henni og Hugh, hvort sem var, og það fyrir löngu. Auk þess var Hugh nú giftur systur hans. — Þú heldur þó ekki, að ég kæri mig um hann H-ugh lengur? sagði hún lágt. — Ég veit ekki ... En eins og ég var þúinn að segja, þá veiztu það varla fyrir víst, fjrrr en þú ert búin að sjá hann aftur. Svo sneri hann sér við og gekk út úr stofunni. Hún horfði á eftir honum, algjörlega miður sín. Hvað gekk að honum Jeff? Gleðin, sem hafði verið allsráð- andi hjá henni, fyrir skammri stundu, var nú horfin. Hún var áberandi þögul við kvöldverðarborðið. Og hann var líka þögull og niðurdreginn. En næsta dag virtist hann hafa tek- ið aftur gleði sína. Hún fór að huigsa um, hvort hún hefði ekki gert meira úr þessu atviki en vert hefði verið. Og lífið þarna á þessari brasíl isku plantekru var svo hægt og viðkunnanlegt, að hún gleymdi fljótt þessu litla atviki. Stundum fóru þau Jeff út að ríða, snemma morguns. Og það var yndislegt að ríða yfir lágu háls- ana, rétt um sólaruppkomu! Henni datt í hug, að aldrei væri hanm eins glæsilegur og í reið- fötum á hestbaki. Þau voru vön að koma heldur seint inn til morgunverðar, sem þau neyttu með Kay, en svo fór Jeff út til að líta eftir einhverju á búinu. Þá voru þær tvær vanar að dunda við allt og ekkert, þang- að til undir kvöld, en þá var 37 --------------- i venjulega ekið í klúbbhúsið, sem var í eitthvað tíu mílna fjarlægð. Ricco-klúbburinn var hinn viður kemnidi samkomustaður fyrir allt nágrennið. Það var einkennilega sam- settur hópur, sem vandi komur sínar í þennan klúbb, en yfir- leitt var það kátt og skemmti- legt fólk. Þarna voru spænskir og brasílskir landeigendur á- samt enskum og amerískum tó- baksræktarmönnum. Ungar stúlk ur eins og Pam, voru sjaldgæf- ar og nýnæmi þairna. Af því leiddi, að henni var talsverður sómi sýndur. O g flesta karl- mennina kunni hún vel við. Samit var þarna einn maður, sem hún fékk strax ósjálfrátt ó- beit á. Og samt virtist nú í fljótu bragði engin sérstök ástæða til þess. Hann var tóbaksræktar- maður og sagður vera afskaplega forríkur. Hann var um þrítugt, hávaxinn og laglegur maður, en nokkuð dökkur yfirlitum. Móðir hans hafði verið brasílsk en fað irinn amerískur og þegar frá .JOÓ OCj L orna Suðunl arndsbr aut 12 Sími 84488. m omi Í foöllreytt úrua t af LeramiL ocj o líuhordlömpu m Skoðið í gluggana spamúRUHús reykjavíkur VID ÓÐ/NSTORG - RBYKJAVÍK KILJA Ú T S A L A KILJA Síðbuxur — sportföt — tvískiptir prjónakjólar — dragtir. JOIIN GRAIG blússur og pils í settum — táninga- dragtir. LÍTIÐ INN MEÐAN ÚRVAIJÐ ER MEST. KILJA Verzlunin Kilja KILJA Snorrabraut 22, sími 23118. 4690 Jt- Heyrðu vinan við skulum ekki fara að rífast á brúðkaupsnóttina. fyrstu byrjun valdi hann Pam úr til þess að sýna henni nær- gætni. Hann hét Hal Ruthers. — Það er ekki oft að maður fær að sjá svona unga og fall- ega stúlku nýkomna frá Eng- landi, sagði hann við Pam, fyrsta daginn, sem þau hittust, er þau sátu á svölunum í klúbbnum. — Verðið þér hér lengi? Hún brosti. — Nei, ekki mjög lengi, býst ég við. Hann færði stólinn sinn ofur- lítið nær henni. — Þá verð ég að fá að hafa þá ánægju að sýna yður hérna í kring. Það er svo margt, sem ég gæti sýnt yður. Það er margt svo töfrandi að sjá í þessu nýja landi. — Jeff og Kay hafa verið að sýna mér landið, sagði hún. — Já, en þau þekkja bara lítið til hérna. Þau eru of ensk til þess að skilja það. En ég skil það, afþví að móðir mín, eins og þér kannski vitið, var dóttir bras ílsks aðalsmanns. Og ég er hreykinn af að hafa brasílskt blóð í æðum. Enda þótt faðir minn væri að mestu amerískur, finnst mér ég tilheyra þessu landi meira en hans landi. Og að einu leyti er ég ólíkur lönd- um yðar: Ég kann að meta fall- ega stúlku. Hann át hana með augunum meðan hann talaði — og þau augu voru svört og losta full. Ofurlítill hrollur fór niður eft ir bakinu é Pam, rétt eins og hann hefði raunverulega snert hana, sem hann þó ekki hafði gert. Hún reyndi að slá uppá gamansemi. — Haldið þér, að Englending- ar kunni ekki að meta stúlkur? — Nei, það kunna þeir sann- Einbýlishús á bezta stað í Garðahreppi, 4 herbergi, eldhús, bað, þvottahús og bílskúr, er til leigu, með eða án hús- gagna. — Tilboð merkt: „6925“ sendist afgr. Morgun- I blaðsins fyrir 31. ágúst. 25. ÁGÚST. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú færð óvenjulega ábyrgð á herðar, taktu þessu með stillingu, því að ef þú gerir það ekki, þá sérðu lengi eftir því. Nautið, 20. apríl — 20.maí. Þegar þú heÆur loksinis fengið ráðrúm til að snúa þér við, verður þér eitthvað til hugarangurs. Greiddu úr þessari vitleysu, því að það getur þú. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Margt óvenjulegt skeður: Bústu við því ólíklegasta, en þó ein- hverju uppbyggilegu!.. .og reyndu að læra af því. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Það getur orðið gaman í dag, en farðu varlega i umferðinni, og eins á byggingarlóðum! Reyndu að forðast rifrildi, og bland- aðu geði við vini þína í kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Allt veltur á því, að þér takist að koma auga á galla í áformum þínum. Ekkert gerir þér það til, þótt þú lækkir eitthvað í tign á ytra borði. Haltu áfram með fyrirætlanir þínar. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Sennilega verða meiri hindranir, en þú bjóst við. Kirkjan kann að verða þér styrkur. Vogin 23. sept. — 22. okt. Jafnvægið er dálítið reikult í dag. Taktu enga áhættu. Snúðu þér að rólegum hugðarefnum, nóg verður að hugsa um. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Líttu yfir farinn veg, og horfur á bættum kjörum. Sinntu því, sem þér er hugþekkast, og gakktu síðan til hvllu. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Vertu ekki hissa, þótt þú kunnir að þurfa að verjast, eða fylgja fast eftir einhverju. Kannske heima fyrir. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Notaðu hæfileika þína til að komast hjá umferðarflækjum, ferða lögum eða óþarfa samskiptum við taugaspennt fólk. Vatnsberinn, 20. jan. — 20. febr. Athugaðu öryggismál heima og eins á farartækjum, sem þú ferð í, eða átt sjálfur. Sumt er ekki hægt að fá fyrir peninga, þótt þeir standi stutt við. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Forðaðu sjálfum þér og öðrum frá freistingunni Gerðu skyldu þlna í kirkjusókn, og farðu snemma í rúmið í kvöld. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.