Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1968
3
Sr. Jón Aubuns, dómpróf.:
PRAG
í nótt lauk þeirri viku, sem færði
flestum þjóðum heims meira harmaefni
en menn gátu í byrjun áttað sig á.
Menn voru sterklega farnir að vona, að
verulega væri að rofa til í samskiptum
þjóða í austri og vestri, tortryggni að
minnka, fjandskapur að hjaðna.
Þessar vonir gerði á svipstundu að
engu hin viðbjóðslega innrás Rússa og
fjögurra annarra þjóða Varsjárbanda-
lagsins inn í Tékkó-Slóvakíu. Fárra
vikna gamall „vináttusamningur“ þess-
ara þjóða við Tékkó-Slóvakíu var svik-
inn. Þjóðin er kúguð og þjökuð fyrir
þá eina „sök“, að leitast við að sameima
meðfædda frelsisþrá heilbrigðra manna
sósíalísku þjóðskipulagi.
Margir voru að fá trú á því að frjáls
ræði og sósíalismi gtæu að vissu marki
átt samleið. Og margir fögnuðu því.
Glæpuirinn í Tékkó-Slóvakíu er fram-
inn vegna þess að hin kommúnísku
bandalagsríki vita betur. Þau vita að
frjálsræði borgaranna, ritfrelsi og mál-
frelsi er hættulegt kommúnismanum, að
skipulag hans þolir ekki svo sjálfsögð
mannréttindi.
Þetta er lexía, sem Tékkar verða nú
að gjalda blóði og tárum. En bylgja
tortryggni ög haturs er vakin og flæðir
yfir heiminn. Hvenar mun það flóð fjara
út?
Hvað hefir kristindómurinn að segja
um þessa atburði?
Þú veizt hvað hann segir um svik og
morð. Þú evizt, hvað hann segir um lygi
og ofbeldi. En veiztu, að hann hefir á-
kveðinn boðskap um manninn, einstakl-
inginn og hans heilaga rétrt? Veiztu, að
frá honum er komin hugmynd siðaðs
manns um mannhelgi?
Þess er kannski naumast von. Svo
margt annað hefir setið í fyrirrúmi í
kristinni boðun. Trúfræðisetningar,
gerðar af mönnum sem voru börn sinn-
ar aldar, hafa verið sagðar eilíf sann-
indi og gerðar að skilyrði fyrir eilífum
velfarnaði. Margskonar hugmyndir og
helgisiðir, sem raunar gátu þjónað sínu
markmiði um sinn þótt ekki væru af
kristnum uppruna, hafa tíðum verið látn
ar skyggja á það sem greinir kristin-
dóminn skýrast frá öllum öðrum trúar-
brögðum: Kenningu Krists um manninn,
persónuleikann.
Enginn hefir kennt eins og Kristur,
að svo sé maðurinn, einstaklingurinn
verðmætur, að ekkerrt gjald, ekki heim-
ur allur og hans dýrð, sé jafngildi einn-
ar mannlegrar sálar.
Svo verðmætt sagði Kristur hvert
mannsbarn eilífum Guði, að himnarnir
bergmáli ýmist af gleði eða sorg yfir ör
lögum jarðarbarnsins. Svo verðmætt var
hvert mannsbam Guðssyni sjálfum, að
hann hikaði ekki við að deyja fyrir
smæsta smælingjann á jörðu.
Undan rótum þessarar sérkristilegu
manngildishugsjónar er vestrænt lýð-
ræði fætt. Hún er móðir dýrustu verð-
mæta vestrænnar menningar. Þar sem
þessi hugsjón er höfð að engu veður
ofbeldið uppi, umburðarleysið, rudda-
skapurinn, kúgunin, virðingarleysið fyr
ir sjálfsögðum rétti annarra manna.
Innrásin í Tékkó-Slóvakíu, innrásin í
Finnland 1939, þjóðarmorðin í Eystra-
saltslöndunum, kúgun frelsisvina í Ung
verjalandi 1956, valdbeitingin gegn við
leitni borgaranna í Póllandi og víðar
eftir því frelsi, sem heilbrigður, siðað- j
ur maður getur ekki lifan án, — allt ,
þetta staðfestir svo að ekki verður um
þokað þann grun, að „austrænt lýð-
ræði“ hefir lítið af þessum kristna arfi
þegið. J
Á það er auðvelt að benda, hve sorg-
lega illa sjálfum túlkendum kristindóms
ins hefir gengið að átta sig á þessari
grundvallarkenningu Krists um gildi
mannsins og glæp kúgarans. Ofbeldis-
hneigðin hefir stundum tröllriðið kirkj-
unni sjálfri. Einnig þar hefir frjálslynd
ið verið barið niður vægðarlausu vopna
valdi. Einnig innan vébanda hennar '■*
hafa runnið straumar blóðs þeirra manna
sem færðu frelsinu dýrasta fórn. j
Á sama grunni, grunni hins eldforna,
lemítísk-.gyðinglega umbuðarieysi og
alræðishneigðar, stendur einræðisríkið
sem þolir ekki frelsisviðleitni oágrann-
ans af ótta og hræðslu við eigið hrun. j
f skjóli kristinnar manngildishugsjón
ar sjáum við skýrast, hvern glæp er ver
ið að drýgja í Tékkó-Slóvakíu. En saga
kristninnar sýnir jafnframt það, að dýr
ustu fórnirnar hafa aldrei verið færð-
ar árangurslaust, að píslarvættið verð-
ur aldrei án árangurs. i i
Þess vegna getum við ekki veirið vcxn-
laus um, að bjarmi af betra degi bíði að j
baki myrkursins yfir Tékkó-Slóvakíu í
dag.
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Þorskveiðarnar.
Tíðarfarið hefur verið heldur
stirt til sjávarins upp á síðkast-
ið. Afli er eitthvað minni hjá
trollbátum en áður, en mest á
það rót sína að rekja til stirðari
gæfta. Mikið af bátum er nú í
lagfæringu, og sjómenn hafa þá
notað tímann til þess að bregða
sér eit'tJhvað í burt.
Engu að síður berst alltaf
mikið á land af fis'ki, einkum í
stærstu verstöð landsins, Yest-
mannaeyjum, þar sem gerðir
hafa verið út í sumar um 70 tog
bátar. í frystihúsunum þar er
alltaf jöfn og mikil vinna, en lít-
ið rúm er orðið í mörgum þeirra
eins og víða annars staðar.
f Reykjavík ber langmest á
togarafiskinum, en þó róa all-
margir bátar þaðan og afla oft
sæmilega. Handfærabátar hafa
komið með góðan afla, þannig
kom Andvari með rétt fyrir helg
inga með 11 lestir af þorski og
ufsa.
Fyrir norðan er sami góði afl
inn, og hefur helzt staðið á, að
hægt væri að veita fiskinum
móttöku. Fiskurinn er þar mjög
smár, og er nótaveiði minni báta
mjög umdeild. Evjafjörður og
sjálfsagt fleiri staðir fyrir norð-
an eru hinar beztu uppeldisstöðv
ar fyrir bæði þorsk og ýsu og
raunar síld líka. Inni á sjálfum
Akureyrarpolli fundu menn um
daginn botnlóðningar og héldu,
að það væri síld, og köstuðu þar
nót, en þetta reyndist ársgömul
ýsa svo sem spönn á lengd. Þess-
ari ýsu var nú sleppt, en mikið
af unigviði er drepið miskunnar-
laust fyrir norðan, miklu af því
fleygt strax fyrir borð, en annað
hirt. Menn afsaka sig með því,
að ef þeir drepa ekki smáfisk-
inn, þá geri Englendingurinn
það!
Karfaveiðamar.
Togararnir hafa verjð að
koma með ágætisafla, bæði frá
Austur-Grænlandi og eins af
hryggjunum út af Vestfjörðum.
Hafa sumir verið að fá full-
fermi. Togararnir fyrir norðan
hafa aflað vel. Þeir eru í miklu
styttri túrum en gerist hér
syðra enda styttra að sækja og
mikið af aflanum þorskur.
Nú enu sum skipin í seinustu
veiðiferð sinni, áður en þau fara
að sigla. Einn þýzkur togari
seldi karfafarm núna í vikunni
fyrir um 2% millj. króna. Er það
ótrúlega góð sala þetta snemma.
Síldveiðarnar.
Stirð tíð hefur verið á Bjarn-
areyjarsvæðinu undanfarið og
margan daginn, sem síldarbát-
arnir hafa ekkert fengið. En síð-
ustu daga hefur aflinn verið
500-790 lestir yfir sólarbringinn.
Þessi síld hefur svo til öll verið
söituð. Fæst fyrir hana þannig
um 10 sinnum meira en í flutn-
ingaskipin, sem flytja fyrir
bræðslurnar. Er ekki stutt yfir
í það, að farið verður að haus-
skera og slógdraga síldina með
vélum um borð í þessum skipum
og setja hana síðan í saltpækil
í geyma sikipanna. Það yrði
handagangur í öskjunni, ef „Síld
in“ kæmi t.d. með 20.000 til
30.000 tunnur af síld til frekari
verkunar í Reykjavík. Norð-
menn eiga þegar 20 skip, sem
flytja síldina í tönkum sjókælda
eða í pækli og segja það fullnægj
andi fyrir saltsíldarframleiðslu
Noregs, ef nokkur veiði væri,
sem héti. Og þessum skipum
fjölgar alltaf.
Síldveiði fslendinga við Shet-
landseyjar hefur vakið þó
nokkra athygli, þó henni hafi
lítið verið haldið á lofti. Sild
þessi hefur verið s/ld í Þýzka-
landi, mest af henni fyrir mjög
gott verð, um 10 sinnum hærra
verð en í flutningaskipin.
Síldarsölur í Þýzkalandi.
Eftirtaldir síldarbátar hafa
landað í Þýzkalandi undanfamar
tvær vikuir:
Lestir Kr.
Keflvík. 33 297.000
Guðr. Þork.d. 30 325.000
Hólmanes 22 226.000
Börkur 17 165.000
Birtingur 52 395.000
Guðr. Þorkd. 43 578.000
Ásgeir 41 386.000
Albert 57 170.000
Keflvíkingur 34 432.000
Jón Kjart.. 79 907.000
Kg.
8/77
10/79
10/16
9/47
7/57
13/31
9/46
3/00
12/59
11/50
Sáld í kössum selst yfirleitt fyrir
12-13 krónur kg. en sild, sem
ísuð er í stíur, á fast að helm-
ingi lægra verð. Síðan 14. júní
hefur Jón Kjartansson landað í
Þýzkalandi fyrir tæpar 6 millj.
króna, auk þess tvisvar í Leir-
vik.
3x100.
Eftir samningana við frysti-
húsin og bátana í byrjun síðustu
vetrarvertíðar var talið, að að-
stoðin við sjávarátveginn næmi
360 millj. kr. Síðan var með
samningnum í vor við að koma
verksmiðjunum og síldarflotan-
um af stað bætt við þá upphæð
á að gizka 140 millj. króna. Að-
stoðin við sjávarútveginn gæti
því fram að þessu numið um 500
millj. króna.
Frystihúsin, síldarbátarnir og
verksmiðjurnar hafa undanfar-
Íialíuferðir
Róm - Sorrento - London
brottf. 30. ágúst (2 sæti).
Crikkland - London
brottf. 13. sept. (nokkur sæti).
Ferðin, sem fólk treystir
Ferðin, sem fólk nýtur
Ferðin, sem tryggir yður
mest fyrir peningana er
Spcmarferðir
Verð trá kr. 70.900.- með söluskatti
® Lloret de Mar — skemmtilegasti
n n baðstaður Spánar ■> 4 dagar London
30. ágúst (6 sæti), 6. scpt., 13. sept. (fullt).
TORREMOLINOS, brottf. 20. sept. (4 sæti).
Benidorm,
brottf. 20 sept. (6 sæti).
Síðustu sœtin í sumarferðirnar
ÚTSÝNARFERÐ
FERÐASKRIFSTOFAN
ÚTSÝN
Austurstræti 17
Sími 2010023510.
ið orðið að taka á sig gífurlegt
tap, sem hefur verið mætt með j
þeim varasjóðum, sem til voru
fyrir verðfallið og aflahrestinn,
söfnun lausaskulda og auknum
lánum úr bönkum. Fáum bland-
ast hugur um, að þessar þrjár
atvinnugreinar þurfa á aukinni
aðstoð að halda, sem hér er ekki
aðstaða til að meta, en 100 millj.
króna handa hverri þeirra myndi
bæta mjög stöðu þeirra til að j
gegna því mikilvæga hlutverki i
að viðhalda blómlegu atvinnu-
lífi. Það er ekki gaman að þurfa
sífellt að tala fyrir aukinni að-
stoð við sjávarútveginn eða ein-
stakar greinar hans, en það er
þó betra, ef það hefði notkkuð
upp á sig, en að allt fari í strand.
300 millj. í viðbót við þær 500
millj. sem fyrir voru, er að vísu
há upphæð, en þó ekki svo mjög,
þegar hún er borin saman við *
6000 millj. króna fjárlög. — j
Norðmenn styrkja sinn sjávarút- i
veg yfir árið með 1855 millj.!
króna. — Ep þetta væri engan
veginn nóg til að rétta við sjáv-
arútveginn, heldur til þess að
bæta úr sárasta skortinum hjá
þeim greinum, sem eru verst
staddar. Ef koma á lagi á rekstr- j
argrundvöllinn og lánamálin,
þarf miklu meira fé. Þótt ekki
sé gert ráð fyrir frekari skakka- ,
föllum, sem þó eru fyrirsjáan- j
leg, sýnir þetta bezt, hve gengi i
krónunnar er orðið í litlu sam-
ræmi við þarfir útflutningsfram ;
leiðslunnar. |
f landi óðaverðbólgu eins og
íslandi verður ekki komizt hjá
því, að útflutningsatvinnuvegirn ^
ir eigi í stöðugum samningum
við ríkisvaldið. Starfsgrundvöll-
ur sjávarútvegsins hefur farið
hríðversnandi undanfarið með
svo að segja hverju misseri. Hef-
ur þetta verið að smálama hann
til stórtjóns fyrir allan almenn-
ing í landinu og öll viðskipti. ]
Ný vandamál.
Og enn syrtir í álinn Ofan á
aflabrest á síldveiðum og verðíaR
á lýsi og frosnum fiski bætast
nú erfiðleifcar með sölu afurð-
anna sem geta orðið enn alvar-
legrí en allt hitt. Á nýafstöðnum
fundum Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda og Söliumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna kom %
það fram ,að um einn þriðji
hluti af áætlaðri ársframleiðslu.
var óseldur. Allt útljt er fyrir
aukiinon afla, bæði vegna meiiri
fiskgengdar og eins, að miklu
fleiri bátar stunda nú bolfisk-
veiðar en áður, vegna þess hvem
ið síldin hagar sér. Það er ekki
ósennilegt að geta sér þess til,
að um næstu áramót geti firysti-
húsin verið hálffull af fiski og
að um mitt næsta ár geti helm-
ingurinn af bolfiskfiramleiðslu
Framh. á bls. 23.