Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 196« IMýkomið IMýkomið Úrval af skólaskóm stærðir 28 — 36. Skóskemman BANKASTRÆTI. Hestaeigendur Kaupum góðar hryssur og geldinga til útflutnings í september n.k. Upplýsingar í síma 22310 og 17180 frá kl. 1—5 alla virka daga nema laugardaga. Sigurður Hannesson & Co. h.f. Fyrir bíl ó Akureyri Akureyri, 23. ágúst. —• Ung- lingspiltur á vélhjóli varð fyrir bíl kl. 6.30 í kvöld á mótum Gler árgötu og Tryggvasögu eða skammt sunnan við Gleráirbrúna. Pilturinn kom norður yfir brúna eftir aðalbraut. þegar bílnum var ekið inn á hana til austurs. Kast aðist drengurinn af hjólinu nokkra metra og meiddist á fæti, en ekki alvarlega að því er talið er. — Sv. P. Alvorlegt vinnuslys TÓLF ára drengur slasaðist alvar lega á höfði, er sveif á fellihurð skall í andlit honum. Drengurinn var í vöruporti J. Þorláksson & Normann í Banka- stræti og hafði hann fiktáð eitt- hvað í sveif þeirri er dregur hurðina upp. Við það losnaði festingin á hurðinni með þeim af leiðingum að hurðin féll niður, en um leið snerist sveifin og skall í andli'ti drengsins. Mun hann hafa kjálkabrotnað og hlot ið fleiri meiðsli. Hann var flutt- ur í sjúkrahús, en ekki gat Mbl. afláð sér upplýsinga um líðan hans í gæi. Gjöf til Hjurtuverndur HJARTAVERND hefir nýlega borizt gjöf, að upphæð kr. 10.000. 00, til minningar um Jón Sigurðs son frá Keflavík, sem lézt 7. 12. 1966, frá eiginkonu hans Ágústu Sigurjónsdóttur og systur hans Bjarnfríði Sigurðardóttur. Samtökin vilja láta í ljós þakk læti sitt fyrir þessa rausnarlegu gjöf. (Frá Hjartavernd). Sjómunnuíélugið vottur Téhkum sumúð STJÓRN og trúnaðarmannaráð Sjómannaféiags Reykjavíkur gerði á fundi sínum í gærkvöldi svohljóðandi samþykkt, vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu: Stjórn og trúnaðarmannará’ð Sjómannafélags Reykjavíkur tel- ur, að hverri þjóð beri réttur til að ráða sjálf sínum innri málum á lýðræðislegan hátt og mótmæl ir því harðlega, og fordæmir jafn framt, hina hrottalegu og þó tit- efnislausu innrás fimm Varsjár- bandalagsríkja og handtöku og brottflutning þeirra forystu- manna þjóðarinnar er hún hafði sjálf valið sér. Sjómannafélag Reykjavíkur vottar tékknesku þjóðinni sam- úð í þeim hörmungum er hún á nú við að búa og skrorar á allar frelsisunnandi þjóðir áð gera allt er þær mega, til þess að tékkneska þjóðin fái endurheimt frelsi sitt. (Frá Sjómannafélagi Reyk javíkur). VIÐ ERUM FLUTTIR ÚR NÓATÚNI AÐ LAUGAVEGI 164 ÁÐUR M.R. fiÚÐIN NÆG BÍLASTÆÐI LAUGAVEGI 164

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.