Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1968 Frá 15. Norræna iðnþinginuað Hótel Sögu. Iðnaðarmenn frá Norður- löndum þinga í Reykjavík DAGANA 16. og 17. ágú.<?t sl. foéldu samtök iðnaðarmaona og smáiðnrekenda á Norðurlöndum ráðstefnu hér í Reykjavxík, 15. Norræna iðnþingið. Um 25 full- trúar frá Norðurlöndum sátu þingið, en þetta er í annað sinin, sem Norrænt iðnþing er haldið hér í Reykjavík. Samfök iðn- aðarmanna á Norðurlöndum hafa átt náið samstarf í meira en hálfa öld, en Norræna iðnráðið var stofnað árið 1912. Landssamband iönaðarmanna hefur verið aðili að þessu samstarfi síðan 1936, en hér var norrænt iðniþinig hald iö sumarið 1952. Iðnþingið sátu formenn og stjómarmenn samtakanna. f»ing- ið var haldið á Hótel Sögu og setti Vigfús Sigurðsson, forseti Lmdssambands iðnaðarmanna það, en hann hefur verið for- maður Norræna iðnráðsins sl. 3 ár. Ennfremur ávarpaðí iðnaðar- málaráðherra, Jóhann Hafstein, þingið, og formenn iðnsamband- anna á Norðurlöndum fluttu kveðjur. Þingfundum stjórnaði Björgvin Frederiksen, forstjóri Mörg mál voru á dagskrá þings ins. Fluttar voru skýrslur um þró un efnahagsmála og iðnaðarins í hverju landi undanfarin 3 ár og skýrt frá starfi sambandanna. Rætt var um menntun iðnaðar- manna, einkum sem stjórnenda fyrirtækju. Ennfremur um nauð- syn aðlögunar iðnmenntunar að nýjum. og breyttum kröfum vegna skipulaigslegi a breytinga í ýmisum iðngreinum og um álög- ur opinberra gjalda á rekstur iðn fyrirtækja og um innheimtustarf semi atvinniurekenda fyrir opin- bera aðila. „Norræna iðnráðið, sem stofn- að var árið 1912, er meðal þeirra samtaka sem fyrst hófu norrænt samstarf á sviði atvinnumála. Inn/an vébanda þess eru um 250 þúsund fyrirtæki með um það bil 2 miffljónum starfsmanna og sem fraimleiða fyrir um 500 millj- arða króna á ári. Ráðið hefur rætt um sameiginleg hagsmuna- og áhugamál handiðnaðar og smærri verksmiðjuiðniaðar á Norðurlöndunum á 15. norræna iðniþiniginu í Reykjavík dagana 16. og 17. ágúst 1968. Þessi atvinnugrein er í örum vexti á öllum Norðurlöndum, en stendur um leið frammi fyrir verulegum skipulagslegum breyt ingum, sem gera nauðsynlegar ýmisar breytingar í atvinnumála löggjöf Norðurlandanna. Norræna iðnráðið vekur at- hygli ríkiisstjórna Norðurland- anna á þeim verulegu atvinnu- og efnahagsleguim möguleikum, sem fyrjr hendi eru í þessari at- vinnugrein og skorar á þær að gera ráðstafanir, ssm geta leitt til þess, að þessir möguleikar verði nýttir að fullu. Til þess að greiða fyrir skipu- lagslegri aðlögun og breytingum í iðnaðinum þarf að gera ráðstaf- amir til þess að tryggja fyrir- tækjunnm aukinn aðgamg að fjár magni. Efla þarf og samræma undir- stöðu- og framhaldsmenntun í iðnaðinum. Leggja verður aukna áherzlu á menntun stjórmenda iðnfyrirtækja. Haga verður skattalögg’öf og löggjöf um ön.mur gjöld til hins opimbera á þann veg, að atvinnu- rekendum sé ekki íþyngt með störfuim fyrir stjórnvöld án end- urgjalds. Samræmia þarf og ein- falda þá upplýsinga- og inm- heimtustarfsemi fyrir hið opin- bera, sem fyrirtækjunum er lögð á herðar. Auka þarf þjónustu ráðunauta við fyrirtæki í hamdiðnaði og smærri verksmiðjuiðnaði, og auð velda þarf fyrirtækjunum að færa sér í nyt niðurstöður rann- sókna og tæknilegar framfarir yfirleitt. Slík jákvæð atvinnumálastefna sem miðar að því að nýta mögu- leika lítilla og meðalstórra fyrir- tækja er þýðingarmikið fram- lag til efnahagsþróuniarinnar í hverju einstöku laigf og mundi jafmframt efla samstarf Norður- landanna í heild. Fimmtánda Norræna iðnþing- ið fagnar þeirri ákvörðun, sem tekin var á fundi forsætisráð- herra Norðurlamdanina í Kaup- manni^hhöfn h. 22.—23. apríl ’68 um að gerðar verðí raunhæfar til'lögur um aukna norræna sam- vinmu. Ráðið telur eðlilegt, að heildarsaimtök atvinnuveganna fái að taka þátt í þessu starfi, hver á sínu sviði“. Iðnþinginu lauk síðdegis á laugardag, en á su nudag skoð- uðu þingfulltrúar Búrfellsvirkj- un og á mánudag var farið til Akureyrar og austur í Mývatns- sveit. í lok þingsing tók Adolf Sörensen, Danmörku, við for- mennsku í Norræna iðnráðinu og mun skrifstofa ráðsins verða í Kaupmannahöfn næstu 3 árin, en þar verður næsta norræna iðn þing væntanlega haldið árið 1971. Tékknesk-ís- lenzkn iéhgið iordæmir Eftirfarandi sainþykkt var gerð einróma á fundi stjórnar- og framkvæmdanefndar Tékk- nesk-íslenzka félagsins, þann 22. ágúst 1968. Við lýsum hryggð okkar og fordæmingu á tilefnislausri og níðingslegri árás Varsjárvelda á Sósíalíska lýðveldið Tékkóslóvak íu og vottum þjóðr m þess dýpstu samúð okkar. Jafnframt skorum við á öll vin áttufélög íslendinga við aðrar þjóðir og einkum þau, sem stofn uð eru til samskipta vfð árásar- ríkin, að beita áhrifum sinum opinberlega til stuðnings vtð mál stað frjálsrar Tékkóslóvakíu. (Frá stjóm og framkvæmda- nefnd Tékknesk-íslenzka félagsins). 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK B4.RNANNA 3 voru í óða önn að taka til fyrir gestaboðið. Og þarna á miðju eldhús- borðimu var þessi líka gómsæta hnetukaka, með þykku kremi ofan á og allt í kring. Ég gekk í kringum borðið og skoð aði hana frá öllum hlið- um; ég hafði ekkert borð að síðan um hádegið! Allt í elnu sá ég að dá- lítið krem hafði runnið af kökunni og nitður á diskinn. Það myndi varla nokkur skipta sér af því þótt ég tæki það, svo kakan liti betur út. Þeg- ar ég hafði tekið það með puttanum sá ég ójöfnu annars staðar, og þan.nig koll af kolli. Loks sá ég að allt var að verða ójafnt, svo að ég tók svo- lítið ofan af kökiumni til þess að lagfæra það. Einmitt þegar allt var að fara í vitleysu kall- aði vinkona mín í mig, og ég hljóp heim til hennar, því ég átti að borða kvöldmat þar — vegna gestaboðsins, þú skilur! Næsta morgun hafði ég gleymt öllu saman. En þegar ég kom niður var svo mikil kyrrð við morgunverðarborðið, að ég varð óttaelegin. Pabbi horfði lengi á mig og sagði svo loks: „Lísa, borðaðir þú af hnetukökurmi í gær?“ „Nei“, sagði ég, sem satt var, því að ég hafði ekki borðað kökuna. „Borðaðir þú dálítið af kreminu?" „Já“, sagði ég, „ég tók dálítið krern, sem var ut an með hliðunum“. „,Við skulum líta á kök una“, sagði pabbi. „Mamma, viltu koma með kökuna?" Hún kom inn með kök una, þfennan bjarta sól- skinsmorgun. Og mér brá í brún. Það voru fingra- för á diskinum, allt í kringum kötouna, og meira að segja upp með hliðunum — og ofan á voru líka fingraför, þar semn óg tók torem til 'þess að bæta með hiliðarnar. Pabbi 'hristi höfuðið og sagði: „Mamma þín bjó þessa köku til fyrir gestima, en hún gat ekki borið hana fram svona. Og núna er kakan ónýt. Þar sem þú borðaðir kremið, verður þú núna að borða kök- una“. Og pabbi skar stóra sneið af kökunni og setti á diskinn minn .Hnetu- kaka í morgunmat! Mér fannst það alveg stór- kostlegt og ég naut hvers bita. Þagar ég hafði lokið, skar pabbi aðra sneið og setti á diskimm hjá mér. Hún var líka góð. Þegar hafði borðað tvær sneiðar, hélt hann áfram og skar þriðju sneiðina. „Ég get vairla borðað meira“, sagði ég. „Þú borðaðir kremið, og nú verður þú líka að borða kökuna", sagði pabbi. Átti hann virkillega við alla kökuna! Ég gat rétt pínt mig til þess að borða þriðju sneiðina, og lagði frá mér gaffalinn — en pabbi hélt áfram og skar fjórðu sneiðina. „Pabbi, ég er allt of södd. Ég get ekki borðað meira“. ,,Þú borðaðir kremið og nú verður þú líka að borða kökuna". „En ég get það ekki“. „Það vill enginn annar borða köku, sem er öll út ötuð 1 fingraförum", sagði pabbi rólegri röddu. „Kakan biður eft- ir þér í hádegisverð“. Ég borðaði hnetuköku í hádegismat og í kvöld- mat — og þá var ennþá svolítið eftir — ég borð- aði það morguninn eftir. ,,Nú, er það 'þess vegna sem þú vilt ekki hnetu- köku?“ sagði Siggi. „Ég hef ekki fengið mér einn bita síðan", sagði amma. Hún lagfærði kremið á kökunni — Siggi stakk þá fingri sínum í krem- ið og sleikti. „Ef þú borðar kremið .....“, byrjaði amma. Siggi stafck höndunum í vasa sína, skömmustu- legur. .......verður þú að borða kökuna“, lauk hann við setningun. Og þau hlógu bæði. ? 9.* 8 „ .n ts iz FINNIÐ LANDIÐ Lalli á langa ferð fyrir höndum. Til hvaða lands er hann að fara? Ef þið dragið strik frá 1 til 2 og svo áfram tii 85 finnið þið rétta svarið. SMÆLKl Jörundur, bróðir Pét- urs litla, var einangrað- ur í sóttkví, því að hann var veikur af inflúenzku. Mamma þeirra sauð allt- af vandlega matarílátin, sem frá honum komu, svo að enginn skyldi smitast af þeim. „Hvers vegna sýður þú ílátin, rnarnma?" spurði Pétur litlL „Vegna þess að Jör- undur er smitaður af sóttkveikjum og þær flytjast með ílátunum frá honum. Þegar ég sýð ílátin, þá drepast sótt- kveikjurnar". Þegar Pétur er búinn að velta þessari skýringu fyrir sér dálitla stund, segir hann: „Er þá ekki bezt að sjóða Jörund sjálfan, mamma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.