Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1968 19 Myndin er tekin fyrir utan Iðnó, er leikarar og starfsfólk þar kom saman í fyrsta sinn að loknu sumarleyfi. A myndina vantar nokkra leikaranna. inn verið sýndur bæði á vegum Fjalakattarins og Þjóðleikhúss- ins. Það er Jón Sigurbúömsson, sem sviðsetur. Mann og konu að bes.su sinni, en leikmyndir teikn ar Steinþór Sigurðsson. Brynjólf ur Jóhannessorí leikur séra Sig- valda, en hann lék sem kunnugt er þann fræga klerk við frum- uppfærsluna 1955. Regína Þórð- ardóttir fer með hlutverk Þór- dísar í Hlíð, Valgerður Dan er Sigrún og Þorsteinn Gunnarsson, Þórarinn stúdent. Valdemar Helgason leikur Hjálmar tudda, en það hlutverk fór hann einnig me'ð 1933. Leikritið um Yvonne Búrgund arprinsessu eftir Witold Com- browioe er eitt þeirra nútíma- leikrita, sein mesta athygli hafa vakið víða erlendis á síðustu ár- um. Höfundurinn er pólskur að uppruna, en hefur mörg undan- farin ár verið búsettur i Frakk- landi. Leikrit þetta lá lengi í handraðanum áður en það komst á svið, en hins vegar var höf- undurinn kunnur af skáldsög- um sínum. Hann hlaut til dæmis fyrir tveimur árum bókmennta- verðlaun Evrópuráðssins. Magnús Jónsson hefur þýtt Yvonne, en leikstjóri verður Sveinn Einarsson. Með stærstu hlutverkin fara Jón Sigurbjöms- son, Sigríður Hagalín, Borgar Garðarsson, Jón A’ðils og Þórunn Sigurðardóttir. Steinþór Sigurðs- son teiknar leikmyndir, en bún- inga teikna Una Collins. Yvone mikið til óbreytt í vetur frá því verður frumsýnd í október. Starfslið Leikfélagsins verður sem var á fyrra leikári, nema hvað einn leikari bætist í hóp fastráðinna leikara, Steindór Hjörleifsson. Slysatölur milli vik morha 11.-17. ágúst Starf Leikfélagsins hafið Starfsárið er hafið hjá Leik félagi Reykjavíkur. Núna í vikunni komu leikarar í Iðnó og starfsfólk saman í fyrsta sinn að nýloknu sumarleyfi, og þegar daginn eftir hófust æfingar á tveim fyrstu verk- efnunum, sem frumsýnd verða í haust, Manni og konu og Yvonne Búrgundar- prinsessu eftir Combrowice. Leikárinu lauk 19. júní sl. með sfðustu sýningu á Heddu Gabler, en aðsókn að þeirri sýningu var svo mikil, að Hedda verður sýnd að nýju nú í haust, og auk þess er ráðgert að fara með hana í stutta leikför til Akureyrar um mánaðamótin september—októ- ber. Strax þann 20. júní lagði leik- flokkur Leikfélagsins af stað út á land með Koppalogn Jónasar Árnasonar, sem sýnt hafði verið í Iðnó frá því á jólum, lengst allra leikrita á leikárinu. Koppa- logn var sýnt 19 sinnum úti á Norður- og Austurlandi, og hef- ur nú veri’ð sýnt samtals 72 sinn- um, en sýningar hefjast á Koppa- logni aftur í Reykjavík um miðj an október. Þriðja leikritið frá fyrra leikári, sem sýnt verður í haust, er svo skopleikurinn Leyni melur 13, sem frumsýndur var í maí í vor og hlaut mikla að- sókn. Leikhússtjóri, Sveinn Einars- son, ávarpaði samstarfsfólk sitt að afloknu sumarleyfi og lýsti því sem framundan er í leik- húsinu nú í haust. Ennfremur ræddi hann ný viðhorf í húsbygg ingarmálum félagsins, en þau mál verða rædd á aðalfundi Leik félagsins; sem haldinn verður þriðjudaginn 5. september nk. Hinn vinsæli alþýðusjónleikur, Maður ok kona, verður frum- sýndur upp úr 20. september. Er þetta önnur sviðsetning L. R. á leiknum, sem þeir Emil Thor- oddsen og Indri’ði Waage sömdu upp úr hinni sígildu sögu Jóns Thoroddsens, en þessi leikgerð var frumsýnd í Iðnó 4 jólum fyr ir 35 árum. Síðan hefur leikur- FRAMKVÆMDANEFND hægri umferðar hefur fengið tilkynn- ingar úr lögsagnarumdæmum landsins um umferðarslys, sem lögreglumenn haft gert skýrslur um og þar urðu í tólftu viku hægri umferðar. í þeirri viku urðu 69 slík um- ferðarslys á vegum í þéttbýli, en 25 á vegum í dreifbýli eða alls 94 umferðarslys á landinu öllu Þar af urðu 47 í Reykjavík. Samkvæmt reynslu frá 1966 og 1967 eru 90% líkur á því, að slysatala í þéttbýli sé milli 58 og 92, en í dreifbýli milli 10 og 32, ef ástand umferðarmála helzt óbreytt. Slík mörk eru kölluð vikmörk eða nánar tiltekið 90% vikmörk ef mörkin eru miðuð við 90% líkur. Slysatölur voru því milli vik- marka, þ.e. á þann hátt sem bú- ast mátti við bæði í þéttbýli og dreifbýli. Af fyrrgreindum umferðar- slysum urðu 19 á vegamótum í þéttbýli. Vikmörk fyrir þess háttar slys eru 13 og 32. Alls urðu í vikunni 11 umferð- arslys, þar sem menn urðu fyrir meiðslum. Vikmörk fyrir tölu slíkra slysa eru 3 og 14. Af þeim sem meiddust, voru 3 ökumenn, 5 farþegar og 6 gangandi menn, eða alls 14 menn. í þessum umferðarslysum varð eitt banaslys, hið fyrsta, sem kunnugt er um síðan hægri umferð tók gildi. Varð það á veginum heim að bænum Vaði í S.-Þing. Dráttarvél, sem var ein á ferð, fór út af veginum og valt. Varð ökumaður undir henni. Samkvæmt vegalögum frá 1963 eru vegir heim að bæjum sýsluvegir, nema síðustú 200 metrarnir. Slysið átti sér því stað á sýsluvegi, sem telst opinber vegur. Það er því skráð sem um- ferðarslys. 4 LESBÚK BARNANNA HVAÐ HENTAR HVERJUM? Efst á myndinni eru fimm ólíkir menn. Hver þeirra þarf að nota þrjá af hlutunum, sem eru fyrir neðan þá á myndinni. Hvaða hluti mund- uð þið velja ef þið væruð í þeirra sporum? SMÆLKI Pétur litli hafði meiti sig á fæti. Á hverjum degi kom læknir til þess að nudda hann. Það var ákaflega sárt fyrk Pétur litla, því að læknirinn var harðhentur. Einn dag varð læknir- inn sjálfur veikur og sendi a.nnan í sinn stað. Nú hætti Pétur alveg að kveinka sér. Hann brosti, þegar verið var að nudda hann. ,,Þú ert duglegur drengur“, sagði móðir hans. „Finnur þú ekki mikið til?“ „Ekki hið minnsta", svaraði Pétur. „Ég er ekki svo heimskur að láta nudda veika fót- inn“. Vinurinn: „Hvað þótti þér mest um vert á ferð þinni um Alpafjöllin?“ Ferðamaðurinn: „Að konan mín var alltaf mállaus af aðdáun“. María gamla ferðaðist með járnbrautarlest í fyrsta skipti á ævinni. J árnbrautarþjónninn: „Get ég fengið farmið- ann yðar?“ María: „Hvað er þetta? Viljið þér fá farmiðann minn?“ Járnbrautarþjónninn: „Já, látið mig fá hann“. María: „Nei, ef þér viljið fá farmiða, verðið þér að snúa yður til mannsins, sem sat fyrir innan gatið á veggnum. Þar fékk ég minn“. Rakarinn: „Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef þá ánægju að raka yð- ur“. Maðurinn: „Nei, ég hef komið hingað einu sinni áður“. Rakarinn: „Jæja, ég get ómögulega munað eftir andliti yðar“. Maðurinn: „Því get ég vel trúað. Nú eru sárin öll gróin“. Lögregluþjónninn: „Ég held að þið höfum fund- ið konuna yðar, sem var týnd“. Maðurinn: „Haldið þér það? Hvað segir hún?“ Lögregluþjónninn: „Ekki neitt“. Maðurinn: „Þá er það ekki konan mín“. Ráðning Prentvillupúkaþrautin (svar úr síðasta blaði): THOMAS EDISON. KAKAN eftir Sally Jarvis „HVERS vegna viltu ekki hnetuköku, amma?“ spurði Siggi litli og horfði á ömmu sína setja krem á kökuna. „Hnetukaka var einu sinni uppáhaldskakan mín, sagði amrna og andvarpaði. „Þegar ég var á þínum aldri beið ég og beið eftir að mamma ba-kaði hnetu- köku. En það var sein- legt að baka hana, svo að mamma gerði það mjög sjaldan. Þegar hún svo loksins bakaði hnetu köku var það venjulega fyrir eimhver gestaboð, og þá fékk ég ekki að smakka á henni fyrr en gestirnir voru farnir“.. „Eitt sinn sem oftar ákváðu mamma og pabbi að hafa gestaboð þá um kvöldið, og mamma ætl- aði að baka hnetuköku á meðan ég var í skólan- um. Þegar ég kom heim fór ég, eins og venjulega, beint inn í eldhús, en það var enginn þar. Allir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.