Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 19&8 23 Finnur Th. Jónsson, Bolungavík 50 ára Vinarkveðja „ALLT fram streymir endalaust, ár og dagar líða“, stendur í kvæðinu, og víst getur maður tekið undir með skáldinu, —en samt er þetta ekki nema hálfur sannleikur. Staðreynd er það, að tímaglös manna tæmast misjafnlega. Hjá sumum er það bara tímaspurs- mál, hjá öðrum heil e'ilífð. Stundum vaknar maður með andfælum við það, að beztu vin- ir manns v-erða fimmtugir eða þaðan af meira. Maður trúir máske ekki sínum eigin eyrum og augum, en þá er til siðs að vitna til kirkjubókanna og segja: „Ekki ljúga kirkjubækurnar," Og þó hafa þær reynst haldllitl- ar á stundum. Frænka mín öldr- uð, Kristín að nafni, taldi sig alia jafna yngri en hún raunveru lega var. Færði m.a.s. fæðingar- dag sinn til happadrýgri mánað artölu, en það var einkanlega vegna þess, að hún var róman- tísk að eðlisfari, og fyrir hana var einu árinu minna, eins og e'itt laufblað í blómskrúði æv- innar. Þessar hugleiðingar vakna, þegar mér er sá vandi á hömd- um að skrifa örfáar línur um bezta vin minn um 10 ára skeið vestuir í Boiungavík, Fimn Th. Jótnseom, skrifstof um anin, þainn viin, siem jafnan tók af sér hin stóru slögin, þann vin, sem allt- af stóð við hlið mér á hverju sem gekk, og byrjaði þó vinskap- ur okkar satt að segja ails ekki þannig að til þessa myndi draga. En það er önnur saga. Af okkar löngu kynnum mun- um við nú báðir ekkert, nema gott eitt. Vildiuim báðiir, að þaiu hefðu staðið nánairi og lengur, en enginn má sköpum renna, þegar vegir skiljast, sem þó skiljast aldrei að fullu. Einmana stendur maður oft á ströndiu, og þá finnur maður, hvers virði góður vinur er. Við Fimmur óittuim í ýmisieglum híiut- um saman, því að vegir okkar lágu alltaf samsíða. Við stofn- uðum Lionsklúbb, héldum uppi sj álf stæðisfélagi, stofnuðum Grænlandsáhugamannafél., sýsl- uðum við leiklist, raunar vildum við helzt stofna félög um öll svið mannlegs lífs. Þegar vegir okkar mættust, voru það alltaf gagnvegir. Aldrei fórum við svo af hvors annars fundi, að eitthvað hefði ekki verið á honum að græða. Sameiginlegur segull dró okkur hvorn að öðrum. Sjálfsagt höf- um við bætt hvorn annan upp, og engan fann ég líklegri til að gegna störfum mínum í byggðar- laginu, þegar ég fór í frí, og margsinnis var Fimnur setturlög reglustjóri af Dómsmálaráðuneyt inu í fjarveru minni. Ekki er nokkur efi á því, að Finnur hefði orðið prýðis lögfræðingur eins og hann á kyn til, þótt hann hafi í upphafi valið sér aðra braut. Finnur Th. Jónsson er sonur hjónamna Áau Fmnsdóttur Thordarsen og Jóns Grímssonar málflutningsmanns á ísafirði. Finnur Thordarsen, afi hans, var kvæntur Steinunni Thordarsen, og er hún enn á lífi, 102 ára að aldri, á Elliiheimálinu Grumd. For eldrar Jóns Grimssonar voru Grímur Jónsson guðfræðingur og akóLaistjóiri á ísafiffða og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir, dóttir séra Guðmundar E. John- sen, bróður séra Ólafs á Stað og Ingibjargar, konu Jóns Sigurðs sonar forseta. Langafi Finns og Jón forseti voru bræðrasynir, og þar tengjiumst við vinimir ræki- lega ættarböndum, og þau tengsl eru raiumax víðar í föðurætt hans. Finmi'r laufc prófi við Verzl- uinarskóla íslands, og verziunar- og skrifstofustörf hefur hann stundað lengst af, og ávallt ve- ið ómissandi í starfi, þar sem hann hefur borið niður, en þessi störf hans hafa borið hann til Þórshafnar í Færeyjum, Reykja- víiktuir og lokis tíil B oluinigiavíkiur, þar sem hann hefur unnið hjá Einari Guðfinnssyni um möng ár, og ég veit að sá mikli athafna- maður hefur kunnað vel að meta hinn fjölhæfa og gáfaða starfs- mann sinn. Svo sem áður er að vikið, hefur Finnur tekið mik- irm þátt í félagslífi, bæði opim- beru og óopinberu, og alls stað- ar hefur munað um hann, svo að við er jafnað af öllum, sem til þekkja. Engan annan fremur myndi ég kjósa við hlið mér í félagsmál- um, af þeim sem ég þekki, og engum treysti ég heldur frekar til forystu, ef því er að skipta. Finnur Th. Jónsson, vinur minin, hefur lifað tímana tvenna. Hann er mikilli reynslu ríkari. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hermína frá Siglufirði, en þau skildu. Núverandi kona hans er Margrót Guðmundsdótt- ir frá ísafirði. Ein sérdeilis in- dæliskona, sem Finn má öfunda af. Bairnalán befur Leikið við Finn, bæði í fyrra hjónabandi og hinu núverandi, og er þar kvenleggur yfirgnæfandi. Hann er ríkur af börnum, eins og góðra íslendinga er siður. Þessi afmæliskveðja mín hefur sjálfsagt æxlast á annan veg, en henni var ætlað í fyrstu, svo að mál er að snúa til baka draga í land og ná landi á hin- um bakkanum. Veit ég það, vinur minn Finn- 'ur, að sjálfsagt kanntu mór litl- ar þakkir fyrir að vera að nefna þig. Þú ert i eðli þíniu hógvær og af hjarta litillátur. En er það nú saimf ekki einimitt einkenni þeirra, sem hafa stórt hjarta og hugsa í eilífðareiktum, að vilja sem helzt sem minnzit láta um sig tala? Fyrirgefðu þá frekjuna í mér. Hún er sprottin af góðum hug. í henni er enginn broddur. Það er svo sjaldan, að mér gefst tæki færi til að ávarpa þig opinber- lega, eins og þú átt skilið. Viltu muna þau orð mín, að engan vin, nema ástvini, hef ég ennþá þekkt, sem er mér meir að skapi en þú, engan, sem mér hefur reynst sannari, þarfari og heilli en þú. Nú jitur þú vestur við Djúp á þínum friðarranni og tróni, í húsinu nýja, hjá Margréti og dætrunum og öllum okkar sameig inlegum vinum og kunningj- um. Einu siinni var ég búinin að lofa þér þvi, að ég skyldi mæta til þíns afmælisleiks. Af því gat ekki orðið. En ég er samit á leið- inni. Ég kem. Og í huganum er ég hjá þér. í dag berast til þín frá okkur á Harrastöðum einlæg ar afmælisóskir til þín og fjöl- skyldu þinnar. Lifðu heill, gamli hundakroppur, eins og þú veist þeir segja í Færeyjum um beztu vini sína. HaÆðu beztu þaikikiir fyr- ir samveruna hingað til, og svo skulum við hætta þessu rausi, áð ur en við vinirnir förum barasta að gráta af viðkvæmni. Ætli ég skrifi ekki næst um þig áttræð- an, nægur tími til stefnu. Vertu blessaður, þinn einlægur. Friðrik Sigurbjörnsson. Vilja breyta orðavali Samieiiruuðu þjóðunum, 19. ágúst. — AP. HÓPUR sérfræðinga hefur á vegum Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna — UNESCO — kannað ýmsar leiðir, er geti orðið til að draga úr kynþáttamisrétti í veröldinni og leggja m.a. til, að gerðar verði róttækar breytingar á orðavali kennara, fjölmiðlunartækja og annarra, sem fjalla um kynþátta- mál. Sagj.a þeir meðal annians, aið þessir aðilar ættu ekki að nota orð einis og negiri, fruimistæðiur, frumisíkiógiarstiilg, litaðuir, vanþró- aðuir og þar fram eftir götunum, þar siem þessi orð séu ýmiiist ó- réttlát, ófuilLniægj'anidi eða feLi í sér fyriirtLitniingu. Segja sérfræð- ingarnix, að orð sem þessi séu leifar af nýl'endustefnunmi og frá fyrxi tíð blaindin tiLfiinninigaiim, seim kalli fraim andstöðu og óvild þeirira, sem í Ihluit eiga. - ÚR VERINU Framhald af bls. 3 Landsmanna, bæði saltfiiskur og freðfiskur, legið óseldur í lamd- inu, nema áður verði gert stór- átak í söiumálum eða dregið úr veiðum. Enginn getur hugsað til lífskjaraskerðinigiar, en hætt er við, að hjá henmj. verði ekki kom izt, hvort gem mönmum líkar bet- 'Ur eða venr. Sjávarútvegurinn á niú ekkert eftir til að tapa. Gæðavara. Þegar verðfall og sölutregðg steðja að, þarf umfram allt að gera sér grein fyrir erfiðlei'kun- um, áður en þeir skella á mieð ofurþumga. Þá verður ef til vill ebki undir þeim risið. Muima má áratuginn fyrir stríð. Fynst verð'ur fyrir að leggja áherzlu á aiukna vöruvöndum. — Það er lengi hægt að selja fjrir eitthvert verð gæðavöru, en lé- Leg vara getur orðið óseljanleg, fyrir hvaða verð sem er. Sá, sem þetta ritar, lagði til á nýafstöðn- um að,alfundi Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðemda, að stefnt yrði að því að lamda sem miesbu af fiski í kös&um. Enm- fremur að netabátar yrðu skyld- aðir til að koma með net sín í land úr hverri veiðiferð. sem þó -gæti staðið í tvo tii þr.já daga. Þetta kunma að þykja harðir kost ir, en hvar er ætlunin að selja þann freðfiisk sem fler í blokk og saltfisk númer þrjú og fjögur. — Norðmenm koma með netin í land um helgar. Það þarf að setja reglur um, áð bát- ar megi ekki vera lengur úti en þrjá daga, sem ekki hafa kæli, og hinir fimm daga. Allan fisk verður að slægja um borð, vetur jafnt sem sumar. Það þarf að fyrirskipa, á meðan menn eru ekki búnir að komast yfir að fá kassa, að hillur skuli vera í bát unum, eins og gert er við síldar- löndun til frystingar. Það þarf að mæla svo fyrir, að allur fisk- ur skuli lagður og vel ísaður á slíkar hillur. A’ð fiski skuli land að af hillunum í kössum og hon um raðað í fiskgeymslurnar, en ekki kastað þar holt og bolt, og svo auðvitað vel ísaður. Það er ekki lengur um það að ræða að moka sem mestu í land, heldur að geta selt fiskinn. Hver vill nú kaupa fisk í skreið? Hver vill kaupa fisk í salt og frost, ef hann á það á hættu að geta ekki selt nema helming inn af fullverkúðu vörunni vegna lélegra gæða. Sjávarútvegsjnála ráðuneytið og Fiskmat ríkisins verða að taka forystuna á auk- inni vöruvöndun, þó að því fylgi óvinsældir. Lífsafkoma þjóðar- innar er í veði. Sölumálin. Þetta eru mjög viðkvæm mál. Reynsla íslendinga af fullu frjáls ræði í sölunni, þegar offram- leiðsla var af saltfiski um og upp úr 1930, var slæm. Þá var Sölusamband íslenzkra fiskfram leiðenda stofnað. Mikið aðhald hefur einnig jafnan verið í frdð fisksölunni og saltsíldarsölunni. Annar útflutningur hefur verið filtölulega frjáls. Á nýafstöðnum aðalfundi Sölu sambands íslenzkra fiskfram- leiðenda var samþykkt að bæta við sérstökum starfsmanni, sem annaðist auk þeirra, er fyrir eru, sölu og markaðsleit. Það er enginn vafi á því, að gerðar verða nú meiri kröfur til sölusamtakanna í þessum efnum en áður. Hitt er svo annað mál, hvort unnt er áð selja allan þann fisk, sem hægt er að afla. En ail- menningur mun eiga erfitt með að sætta sig við að loka þurfi frystihúsunum og binda bátana, af því að húsinu eru full og engin sala fyrir hendi. Svo að segja daglega berast nú skeyti frá sölusamtökunum á frosna fiskinum um, að ekki megi fram leiða í þessar eða hinar umbúð- irnar. Enn hefur ekki verið stöðvuð alveg framleiðsla á neinni fisktegund, en þó hefur mikið af ufsa og smáfiski farið í fiskimjöl. En þetta allt á eftir að harðna. Hið opinbera hefur oft beitt sér fyrir ráðstefnu af minna til- efni en söluerfiðleikum þeim, sem nú blasa við íslenzkum sjáv- arútvegi. Tollívilnun á síld í Þýzkalandi Stjórnarnefnd Efnahagsbanda lagsins hefur veitt Vestur-Þýzka landi undanþágu undan að taka toll af 75.000 lestum af síld. 41. 300 lestir verða tollfrjálsar með öllu, og 33.700 lestir verða toll- aðar með aðeins 1/2%. Venju- legur tollur af síld er 12%. Síldarlýsi og síldarmjöl Norðmenn hafa nú selt alla framleiðslu sína af síldarmjöli þáð sem af er árinu, 240.000 lest ir. í fyrra var framleiðslan til 1. 3gúst 310.000 lestir. Verðið hefur undanfarið verið stöðugt og gott, en hefur heldur slaknað upp á síðkastið. Norðmenn eiga nú lítið óselt af síldarlýsi. Verðið á því er enn lágt, og birgðir í heiminum hafa heldur aukizt, þó þær hafi minnkað bæ’ði hjá Islendingum og Norðmönnum. Eru Islendingar að dragast aftur úr? Norðmenn hverfa nú æ meira að því að geyma sildina í geym- um um borð í veiðiskipunum, og er síldin þar ýmist í kældum sjó eða saltpækli. Hvorutveggja aðferðin er notuð í sumum skip um, og eru skipin að koma með að landi allt að 300 lestir afl slíkri síld. Þetta myndi vera fullfermi í stóru síldarbátunum, sem kalláðir eru. Eru ekki íslendingar að sækja vatnið yfir lækinn í ýmsum til- burðum sínum við öflun síldar í salt? Hér hagnýtir ekkert ís- lénzkt skip sér þessa aðferð til geymslu á síldinni, sem er að ryðja sér til rúms í Noregi. En hvað stoðar að brýna íslenzka síldarútvegsmenn tiil að fara nýj ar leiðir, menn, sem eru fjéir- Ifagslega niður brotnir. Rafmagnsheili reiknar út togara Danska togaraflotanum hefur bætzt nýr togari, 250 lestir að stærð, og er hann nefndur flagg skip danska fiskiskipaflotans. Teikningar af skipinu eru gerðar eftir niðurstöðum rafmagnsheila. Skipið er með frystigeymi (tank), og kostaði það rúmar 15 millj. króna. Norðmenn vilja nýtt átak í sölumálum Nofrski sjávarútvegsmálaráð- herrann, Moxnes, hefur sagt, að það sé nauðsynlegt að hraða um ræðum um vandamál sjávarút- vegsins og hvernig megi gera nýtt átak í sölumálum. Útflytjendur hafa haft erin- dreka til að rannsaka áðstöðu til útflutnings til margra Afríku landa. ÚTSALA ÚTSALA AfSLATTUR 30% og 50% Útsalan heldur áfram í Austurstræti 18, Eymunds- sonarkjallara. Gerið góð kaup: Bing & Gröndal postulínsmatarstell o. fl. Postulínsstyttur, danskar og þýzkar. Stálborðbúnaður — v-þýzk gæðavara. Koparvörur, stálvörur, kristall, silfurvörur, skartgripir o. fl. Ath. Danskur silfurborðbúnaður ,.Senator“ fyrir sex á sérstöku tækifærisverði. Ath: Allar þessar vörur eru með gömlu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.