Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1958 James O’Brien býður Kristján Jóhann Kristjánsson og fylgdarlið hans velkomið. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Sigríður Gestsdóttir, Hólmfríður Mekkinósdóttir, Halldór Guðmundsson, fuiltrúi verzlunarráðsins, Axel Thorarensen, James O’Brien, Sigurður Magnússon, Alfreð Elías son, Kristján Jóhann Kristjánsson, Bolli Gunnarsson, E.K. Olsen, Hjálmar Finnsson. Stúlka hætt komin Hékk á gluggakarmi á annarri hœð LITLU munaði, að lítil stúlka stórslasaðist á fimmtudag. Hafði hún skriðið út um glugga á annarri hæð húss í Þingholts- strætinu og komist í sjálfheldu. Hékk hún þar á annarri hendi, en Ingólfur Sveinsson, lögreglu- þjónn, sem átti þarna leið hjá, kom auga á bamið, náði í stiga og bjargaði því. „Við spurðum Ingólf um atburð inn og sagðist harrn hafa átt þanna leið hjá Borgarbókasafn- iniu, þegar hann sá stúlksuna. Hún stóð á gluggakarminum Oig hélit sér með anmarri hendi í gluggann. Mér var sagt á eftir, að hún hefði verið að leika sér í herberginu og lokast á einn eða annan hátt inmi. Hún hefur sjálf- sagt orðið óróleg fyrst hún reyndi að fara á þennan hátt út úr herberginu. Glugginn sem hún» fór út um, var ekki stór, svo- kallaður efri gluggi. Hún hefur svo séð, að ekki var haegt að komast þessa leið, en ekki getað eða þorað að fara inn aftur, enda nokkuð erfitt. Ég var svo heppinn að finma stiga í nágrenninu og reisti hann þarna upp og kom henni til hjálp ar. Þá var maður kominn inn í herbergið og hann hjálpaði mér mieð stúlkuna, tók á móti henni inn um gluggann.“ „Var stúlkan ekki hrædd?“ „Ekki virtist mér það, og það var mesta mildi að ekki skyldi koma fát á hana þvi að þarna er nokkuð hátt fall niður á stein- stétt og hún hefði hæglega getað stórslasazt.“ 20 ár frá fyrsta farþegaflugi Loftleiða til Bandaríkjanna Sunnudaginn 25. þ.m. er sögu- Qegum áfanga náð í þróunarbraut íslenzkra flugmála, þar sem þann dag verða 20 ár liðin frá því er Loftleiðir hófu fyrsta á- ætlunarflug sitt frá íslandi til Bandaríkjanna. Nokkru áður höfðu flugmálastjórnir Bandarikj anna og íslands orðið sammála um að verða við beiðni Loft- leiða um leyfi til áætlunarflugs, og ákvað stjórn félagsins að staðfesta það með ferð, er hefj- ast skyldi frá Reykjavík með Skymasterflugvél félagsins, TF- RVC „Geysi“, hinn 25. ágúst 1948. Flugstjóri í þessari ferð var Alfreð Elíasson, núverandi fram kvæmdastjóri Loftleiða, en að- stoðarflugmaður hans Kristinn Olsen, núverandi flugdeildar- stjóri félagsins. Vélamaður var Ha'ldór Guðmundsson, nú for- Stjóri tæknideildar Loftleiða í New York, flugleiðsögumaður Axel Thorarensen, loftskeyta- maður Bolli Gunnarsson og flug freyjur Sigriður Gestsdóttir, er nú starfar í söluskrifstofu Loft- leiða að Vesturgötu 2 og Hólm- fríður Mekkinósdóttir. Meðalald ur áhafnarinnar var 26 ár. Farþegar voru 45, 23 kar’ar og 22 konur, 12 útlendir, 33 íslenzk ir, elzti farþeginn 67 ára, sá yngsti hálfs árs. Auk áhafnar voru í ferðinni frá Loftleiðum þáverandi stjórn arformaður, Kristján Jóhann Kristjánsson og Sigurður Magn- ússon b’aðafulltrúi. Upphaflega var gert ráð fyr- ir að fljúga frá Reykjavík til Gander, en vegna óveðurs þar var ákveðið að halda til Goose Bay og var lent þar eftir tæpra 8 stunda flug. Að lokinni rúmrar hálfrar annarrar klukkustundar viðdvöl var haldið til New York og lent á Idlewild flugvelli eft- ir 5 klst. og 40 mínútur. Var flugtíminm frá fslandi því tæp- ar 14 klukkustundir. Á Idlewild flugvelli biðu, auk fréttamanna, komu flugvélarinn ar Hjálmar Finnsson, er þá var fulltrúi félagsins í New York. nú fOrstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, fulltrúi borgarstjórans í New York, Mr. James O’Brien og fulltrúi verzlunarráðs borg- arinnar. Þótti það fréttnæmt, að svo skyldi vilja til að fyrsta á- ætlunarflugvélin frá því landi, sem við ís er .kennt skyldi renna inn í eina þá mestu hitabylgju, er skollið hafði yfir New York. Enda þótt Loftleiðum hefði verið veitt heimild til áætlunar- flugs árið 1948, þá urðu ferðirn- ar ekki reglubundnar fyrr en á árinu 1952 og í ársbyrjun 1953 hóf félagið fyrstu vikulegar ferð ir milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Frá einni ferð í viku hefir ferðunum svo smám saman fjölgað unz þær eru nú — á tví tugsafmæli áætlunarflugsins — orðnar 19 í viku milli fslands og Bandarikjanna. Til fyrstu áætlunarferðanna notuðu Loftleiðir flugvélar af Skymaster gerð, er fóru með 335 km hraða, miðað við klukku- stund, og fluttu 46 farþega. Nú er flogið vélum af Rolls Royce gerð, sem fara með 630 km hraða á klukkustund og flytja 189 far- þega. Á því 20 ára tímabili, sem nú er að baki, hafa Loftleiðir alls flutt rúmlega 850 þúsund ,far- þega milli New York og íslands. Má fullyrða, að fátt hafi orðið til þess að auka betur góðkynni milli Bandaríkjamanna og ís- lendinga en áætlunarferðir Loft- leiða. f því sambandi má t.d. minna á, að um helmingur við- dvalargesta Loftleiða hér á ís- Ekið ó kyrr- stæðon bíl Frá kl. 22 í fyrrakvöld til kl. 11,30 í gærmorgun var ekið á kyrrstæðan bíl ét bílastæðinu við Ásgarð 1-17, og varð af talsvert tjón. Þeir sem átt hafa leið nm þetta bílastæði á ofangreindum tima, vinsamlegast athugi bíla sína, þvi að öllum líkindum hefur ökumaður ekki veitt þessu eftir- tekt. Góðfúslega hringið i síma 34905 og látið vita, eða í Svein Þormóðsson á Morgunblaðinu, simi 10100. landi er nú bandarískur og kynn isferðir íslendinga til Bandaríkj anna eru sívaxandi. Á hinu 20 ára timabili áætl- unarflugs Loftleiða milli íslands og Bandaríkjanna hefir Loftleið um verið heimilað að bjóða lægri gjöld milli Bandaríkjanna og Norður Evrópu en þau, sem önn auk góðrar fyrirgreiðslu, átt mik inn þátt í að auka Loftleiðum vinsældir. Ber á 20 ára afmæl- inu að þakka flugmálayfirvöld- um Bandaríkjanna þann skiln- ing, sem þau hafa sýnt á sér- stöðu íslendinga, og láta í ljós von um, að næstu 20 árin á þró- unarferli Loftleiða fái félagið aðstöðu til þess að halda a.m k. þeim hundraðshluta, sem það hef ir nú af farþegaflutningunum yf- ir Norður-Atlantshafið. MBL. hefur borizt svofelld yfir- lýsing frá Samtökum um vest- ræna samvmnu: „Stjórn Samtaka um vestræna samvinnu fordæmir tilefnislausa árás Sovétríkjanna og band- ingja þeirra í Varsjárbandalag- inu á Tékkóslóvakíu og lýsir yfir dýpstu samúð sinni með bar áttu Tékkóslóvaka fyrir frelsi, fullveldi og lýðræðislegum stjóm arháttum. Jafnframt harmar stjómin þær auknu viðsjár í al- Hjarta 11 grætt í 5 Houstom, Texas, 19. ágúst NTB-AP. Á SUNNUDAGSMORGUN var grætt hjarta úr ellefu ára dreng í fimm ára telpu, og er líðan hennar eftir atvikum góð, að því er fregnir frá St. Lukes sjúkra- húsinu í Houston herma. Hjarta- græðsluna framkvæmdi lækna- Iið undir stjórn dr. Dentons A. Cooleys, sem þar með hefur stjórnað níu hjartagræðslum. Sjö sjúklinga hans eru á lífi, og tveir þeirra útskrifaðir úr sjúkra húsinu og famir að vinna. Hjartagjafinn, James Dudley VIÐ erum ekki ánægðir með stillingu umferðarljósanna á Miklubraut, sagði Guttormur Þormar, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra í viðtali við Mbl. í gær og mun erlendur sérfræð- ingur væntanlegur hráðlega frá fyrirtækinu, sem seldi okkur ljósin til þess að stilla þau endan- lega. Reykvíkiingar sem aðriir, er leið eiga uim götur bcxr.gariinnair hafa teki® eftir þvi, að beygjuljósiin á Mikkubraiut eru alltof stuitt. Gutt- ormur sagði, að kkukfca stjómaði ljósumurm og væri mismiuniaindi tími á þeim, Beygjuljósin enu hins vegar einskonar atfgangsljós, þannig, að tími þeirra styttist eft- ir því sem hin lengjast. Fyrirtæk- þjóðamálum, sem þessi svívirði- lega árás mun hafa í för með sér, og þann viðgang afturhalcþtafla í heiminum, sem hún stuðlar að. Árásin er freklegt brot á Stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, sem hljóta að láta málið til sín taka og gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að stórveldi og leppríki þedrra fái þannig fótum troðið sjálfs- ákvörðunarrétt fullveldi smá- þjóða“^ ára drengs ára telpu Herron, sem var ellefu ára, lézt af heilablæðingu. Föður hans, sem er prófessor í efnafræði við Purdueháskóla í Lafajætte, Indi- ana, var tjáð, að drengurinn væri líklega heppilegur hjartagjafi og flutti hann drenginn þá til Houston. Telpan, sem hjartað fékk, heitir Maria Giannaris. Var fyrirsjáanlegt að hún mundi ekki lifa lengi, án hjartagæðslu, og kom til greina fyrúr nokkru að græða í hana hjarta úr öðrum dreng, en foreldrar hans vildu ekki gefa hjarta ha«is. ið sem seld-i ljósin hingað til liands, ráðlagði það, að ekki yrði hreyft við stillingu þeinra fyrstu mánuðina, sem þau væru í notk- un, en nú er væntanlegur sér- fræðinguir til þess að stilla ljósin og lagfæra þennan galda. >á kvað Guttoirmiur saimistiíil- ingu Ijósanna ekki nægitega góða og yrði það tagfært einniig og yrði þá hraðkin merktur á hverjum stað. Hann kvað við- bragðsflýti ökumainna ekki nógu mikinn og kæmi hann einnig að sök í þessu efni. Þó hafðá hann trú á því að það stæði til bóta. Nokkiurs misskilnings hefur gætt meðal ökuan'anna á ljósum- um við Álfheimia-Suðurlanids- 'oraiuit og Nóatún-Laugaveg. Þar er leyfilegt að aika á móti græmiu ljósr og beygja, þótt örin, er sýn- ir beygjunia sé ekki komin. ör- jn er einungis til þess að sýna ökumönmum, að umtferðin á móti sé bönnuð. Komi hins vegar eng- in umferð á móti og slökkt ex á örmni má beygja. í þessu tid- tfelli sem öðnum igildir sú regla, að aka naá móti græinu ljósi. > ----------»■♦-•»---- Erindi um stjórn- arskrórmúlið SAMBAND ungra Framsóknar- manna hefur gefið út í bæklings- formi erindi, sem flutt voru á ráðstefnu SUF um stjórnarskrár- málið. Eru birt í bæklingi þess- um þrjú erindi, svo og ávarp foar- manns Framsóknarflokksins o g ályktun ráðstefnunnax. Farþegahópurinn að ganga frá borði i N ewYork. Fordæma tilefnis- lausa árás Erlendur sérfræðingur stillir umferðarljðsin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.