Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 19®8 BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍIVfl 82347 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaupaveel 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 1-44-44 Hverfisfötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAOIMÚSAR skiphoo»21 sima«21190 eftír lolcvn v- 40381 ■■ LITLA BÍLALEIGAN Berjstaffastræti 11—13. Hafstætt leigucjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. johivs - mmm glenillareinangninin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville gleruliareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Lottsson hi. Hringbraut 121. - Sími 10600. f Góð helgistund í sjónvarpi „Kæri Velvakandi! Ég hef verið að hugsa um, hvort sjónvarpið gæti ekki endur- tekið þáttinn „Helgistund“ þar sem Sr. Bernharður (prestur að Núpi held ég hann hafi verið) flutti mjög góða ræðu. Hann sýndi myndir af flugvél og flugtumi og pilti og stúlku og meinti þar með að þetta væri lfking. Flug- maðurinn getur haldið sambandi við flugturninn án þess að sjá hann og þannig er það einnig með Jesú sem við ekki sjáum en get- um þó beðið og ákallað ogtreyst leiðbeiningum hans. Ég vildi að sjónvarpið sæi sér fært að endur- taka þennan þátt því hann er sér- staklega vel gerður fyrir böm og auðskilinn fyrir þau og hann á einnig erindi til okkar sem eldri Verzlið í stærstu blóanaverzluninni. Gróðurhúsinu GRÓÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. Balastore I Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fóanleg í breiddum fró 40-260 sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. ..... Lítið inn, þegar 'þér eigið leið um Laugóveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13, sími 13879 era, og ég veit að margir misstu af þessari „Helgistund“. 0 Vantar nýtt nafn Svo er hér annað sem kannski fær ekki rúm í þessu blaði því bréfið er þegar orðið langt. Væri nú ekki hægt að finna eitthvert gott nafn á Styrktarfélag Van- gefinna. Þó ýmsum kunni að finn ast það skrítið þá er það svo, að þegar fólk fær send samúðar- kort frá þessu félagi finnst mörg- um nafnið stinga sig óþægilega og jafnvel vera að sér sneitt. Og þess vegna mætti að skaðlausu gefa félaginu nafn eins og til dæmis hefur verið gert hjá Sjálfs- björg. Húsmóðir". 0 Háskólar vestan hafs og austan G. skrifar: „Velvakandi. Fyrir nokkra hlustaði ég á furðulegan þátt dr. Jóns Þórs Þórhallssonar í útvarpinu um samanburð þýzkra og kanad- ískra háskóla. Var niðurstaða hans sú, að þeir, sem hyggðust leggja stund á vísindagrein, ættu að fara til þýskalands fremur en til Kanada. Það viU svo til, að sá, er þetta ritar, hefur numið við háskóla bæði vestan hafs og í því landi Mið-Evrópu, sem hefir víðfræg- ustu háskólana. Hika ég ekki við að segja, að kennslan var mun fullkomnari vestan hafs, nýtísku- legri, visindalegri, betur skipu- lögð og öguð, og umfram ailt hagnýtari. Eftir námsdvöl vestra fannst mér lítið til um Evrópu- háskólana og þeirra teoríu-stagl á miðaldavisu. Er kunn staðreynd, að nemend- ur við háskóla í Evrópu telja sig þá fyrst hafa náð toppinum, er þeir hafa siglt vestur um haf til þess að fullnuma sig við amer- iska eða kanadíska háskóla. Doktors-gráða í Þýzkalandi nýtur ekki mikils áUts, nánast sagt líkt og gott gagnfræðapróf frá fslandi. í Þýzkalandi era nær allir doktorar, þannig að örugg- ara er talið, ef umferðarbréf era skrifuð, að titla manninn sem doktor í stað hérra, ef ekki er vitað um menntun hans. Er leitt til þess að vita, að reynt skuli að viUa um fyrir ísl- enzkum stúdentum, eins og gert var vitandi eða óafvitandi í nefndxxm útvarpsþætti. G“. £ Góð útvarpsdagskrá „Þakklátur útvarpshlustandi“ srkifar: „Kæri Velvakandi! Oftast ber meira á skömmum en þakklæti í dálkum þinum, og einkum finnst mér oft ómaklega vegið að útvarpinu með ótrúlega mikilli aðfinnslusemi. Auðvitað ber að veita þvi aðhald á opinber um vettvangi, en stundum þykir mér fulllangt gengið í að tína til smáatriði til þess að nöldra út af. Nú langar mig til að taka dæmi af einni ósköp venjulegri kvöld- dagskrá í útvarpinu, sem mér a.m.k. þótti alveg ágæt. Ég kom þreyttur heim síðastliðið föstu- dagskvöld, og þegar ég var búinn að borða kvöldmatinn, sett ist ég upp í stól, lét fara vel um mig, kveikti mér í pípu, leit yfir Vísi og hlustaði um leið með öðru eyra á fréttirnar í útvarp- inu. Ég var einn heima þetta kvöld, nennti ekki að líta í bók, en ákvað að láta útvarpið um að skemmta mér og fræða, þangað til ég færi í háttinn. Og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Fyrst kom hinnvin- sæli þáttur „Efst ábaugi", sem er að verða jafn-klassískur í út- varpsdagskránni og „Um daginn og veginn". Talað var á fræðandi og skemmtilegan hátt um ýmis erlend málefni, og þóttist ég verða fróðari af. Síðan kom fiðlu- konzert, sem ég lét leika um eyrun, meðan ég hitaði mér kaffi. Þá flutti Pétur Sigurðsson, erind- reki og ritstjóri, góðan frásögu- þátt. Pétur er fróður maður og greindur, og þykir mér alltaf gaman að heyra til hans, þótt ekki séum við sammála í áfengis- málum. Blað það, sem hann rit- stýrir, Eininguna, les ég mér ávallt til ánægju, þrátt fyrir aðrar skoðanir á ýmsum málxim. Hann mun oftast rita blaðið að mestu leyti einn, og sýnir það hæfileika hans, að honum skuli takast að gera það læsilegt. 0 Kirkjukórinn á Patreksfirði Þá kemur að hápunkti dag- gkrárinnar að minu áliti. Kirkju- kórinn á Patreksfirði söng nokk- ur andleg lög undir stjórn og við undirleik Guðmundar H. Guð- jónssonar. Þessi söngur var svo yndislegur, að ég hélt sannkall- aða hátið i hjarta mínu, meðan ég hlustaði. OrgeUeikurinn var með ágætum og lagavalið prýði- legt. Það er merkilegt, að hægt skuli vera að halda svo frábærri menningarstarfsemi í ekki stærra plássi en Patreksfjörður þó er. Sams konar fyrirbæri munu ekki þekkjast nema 1 Austurríki, Þýzkalandi og Bandaríkjunum, þar sem ekkert þorp er svo aumt, að ekki sé þar tónlistarfélag og leiklistarklúbbur. Þá kom Auðunn Bragi Sveins- son (frá Elivogum) með vísna- þátt, og síðan las Kristján Þór- steinsson tvo þætti. Það þótti mér lýta, að höfundur heldur, að orð- ið „vættur" sé karlkyns (!), sagði ,hinn grái kaldi vættur" eða eitt- hvað álíka. Ég ólst nú upp við það að landsvættirnir og aðrar vættir væra kvenkenndar, en til öryggis fletti ég upp i orðabók, sem einungis gefur upp kvenkyn. í Staksteinum Morgunblaðsins stóð reyndar næsta morgun „nýir bjargvættir", svo að þessi kyn- ruglingur virðist vera að breiðast út. Nú, svona leið dagskráin mér til skemmtunar og fróðleiks á þessu föstudagskvöldi. Hún var kannske ekkert sérstök, en hún nægði mér fyllilega, og geri ég ráð fyrir, að á sömu lund muni flestir hugsa, þótt alltaf beri meira á hinxxm, sem þurfa að svala ólund sinni og fýlu með því að kvarta og kveina á almanna- færi. Með von um birtingu, þótt ekki sé efnið nú kannske sérlega mikil vægt. Þakklátur útvarpshlustandi“. Jú, Velvakandi birtir svona bréf með ánægju. Þau era góð til- breyting frá öllu nöldrinu. Hann biður bréfritara afsökunar á því að hafa þurft að stytta bréf hans, og fyrirspurn hans getur hann ekki svarað, en vísar honum á dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Vil kaupa vel með farinn Bronco. Tilboð merkt: „2289“ sendist Morgunblaðinu. íbúð til leigu Til leigu 3ja herb. ný íbúð í Fellsmúla. Leigist frá 15. október n.k. í 1 ár. Fyrirframgreiðsla æskileg. Tilboð er greini fjölskyldustærð og fl. sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudag merkt: „Lítil fjölskylda — 2366“. Tannlæknar Ung stúlka með kvennaskólapróf, sem hefur áhuga á að læra tannsmíði, vill komast að á tannlækna- stofu, sem aðstoðarstúlka eða nemi í tannsmíði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Tannsmíðanemi — 6965“. Skiptafundur í þrotabúi Friðriks Jörgensen verður haldinn í bæj- arþingstofunni í Hegningarhúsinu fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 1.30. Lögð verður fram skrá um viðskipta- mannareikning búsins, tekin afstaða um riftunarmál og rætt um ráðstöfun á nokkrum eignum ixr búinu o. fl. Skiptaráðandinn í Reykjavík í dag Unnsteinn Beck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.