Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUOAGUR 18. SEPT. 1968 19 - WALLACE Framhald af bls. 1 New York) og George Romney (ríkisstjóra í Michigan) og nokkra aðra, sem höfðu hug á að verða. forsetar. Þair komu mér ekki þannig fyrir, að þeir væru betur hæfileikum búnir en ég, sagði Wallace í viðtali fyrir skemmstu. Þeir, sem lagt hafa á ráðin um kosningabaráttu hans, hafa sagt að þeir leggi aðaláherzlu á 25 ríki, sem ráða yfir 357 kjör- mannaatkvæðum, en það eru 87 atkvæði umfram þau 270, sem þarf að fá til þess að sigra í kosningunum. f ræðu, sem Wallace hélt fyr- ir 7000 fagnandi Texasbúum í Dallas — er vona, að ríki þeirra láti honum í té sín 25 kjör- mannaatkvæði, — sagði hann, að „ygrundvöllur“ sinn væri byggð- ur á ráðstefnunni, isem ríkisstjór ar í 17 ríkjum með 177 kjör- mannaatkvæði hefðu haldW. Auk Texas eru þar á meðal Ala- bama, Arkansas, Delaware, Flo- rida, Georgia, Kentucky, Lousi- ana, Maryland, Missisippi, Miss- ouri, Norh Carolina, Oklahoma, South Carolina, Tennessee, Virg- inia og West Wirginia. Hin átta ríkin, sem stuðningsmenn Wall- ace gera sér vonir um, að hann vinni, eru Ohio, Pennsylvania, Indiana, Illinios, Michigan, Connecticut, New Jersey og Kalifornia. Þetta eru þau ríki, sem Wall- ace mun leggja áhiarzlu á, en, eins og Bill Jones, einn af helztu ráðgjöfum hans hefur komizt að orði, þá „munum við ekki van- rækja neitt ríki — við gætum sigrað í öðrum ríkjum, sem einn- ig myndu koma fólki á óvart“. Wallace bendir jafnan á það, að þar sem þrír frambjóðendur eru í kjöri til forsetaembættis- inis, þá þurfi hann aðains um 34 prs. greiddra atkvæða í hverju ríki, þ.e. flest atkvæði, til þess að hljóta öll kjörmannsatkvæð- in. ekki fallast á þau sjónarmið Kreml, að í stjórn landsins séu öfj fjandsamleg sósíalismanum. Husak hvatti fólk í ræðu sinni til þess að auka samheldni sína og sagði að það myndi verða til þess að koma í veg fyrir að and- sósíölskum öflum yxi fiskur um hrygg í landinu. Franska fréttastofan AFP seg- ir, að hin opinbera tékkneska fréttastofa Ceteka hafi sagt blöð um landsins að birta ekki ræ'ðu Husaks, en síðar hafi ritstjórnir blaðanna viljað fá að vita hvenær og hvernig segja skyldi frá henni. Ceteka sagði blöðunum einnig að birta ekki yfirlýsingu frá rit- höfundasambandi Tékkóslóvakíu. Bæði ræðu Husaks og yfirlýs- ingu rithöfundasambandsins var fyrr í dag útvarpað. í yfirlýsingu sinni segir rithöf undasambandið að það muni verða trútt lýðræðisvenjum lands ins og fólkinu. Rithöfundarnir leggja áherzlu á, að þeir hafi sýnt þetta í baráttu sinni gegn fasismanum, stuðningi sínum við sósíalska uppbyggingu landsins og þróunina í frelsisátt. ,,Við myndum sameiginlega fylkingu gegn öllum þeim, sem berjast með lygina og falsið að vopni, því að á þessum grundvelli bygg ist öll siðferðisvitund okkar og afstaða", segir í yfirlýsingunni. Rude Pravo, flokksmálgagn tékkneskra kommúnista, full- vissaði þjóðina í dag um að Tékkóslóvakía mundi ekki víkja frá þeirri efnahagsmálastefnu, sem dr. Ota Sik, fyrrum vara- forsætisráðherra og sérfræðing- ur i efnahagsmálum, markaði, þrátt fyrir gagnrýnina frá Mosk- vu og öðrum austantjaldsríkjum. Blaðið segir, að sett hafi verið á fót verkamannaráð á Mæri, en slík ráð væru liður í áætlunum dr. Siks um að dreifa framleiðslu ábyrgðinni á fleiri staði. Á mánu dag vörðu 13 sérfræðtngar í efna hagsmálum dr. Sik gegn árásum Sovétmanna í greinum í Rude Pravo. Bill Jones hefur skýrt frá því, að bréfum til Wallace hefði fjölgað úr 5000 á dag fyrir nokkrum vikum, upp í 10.000 á dag, að meðaltali nú, oig hefðu mörg þeirra að geyma framlög í kosningasjóð hans. Fé streymdi hvaðanæfa að úr Bandaríkjun- um örar en nokkru sinni fyrr til Montgomery í Alabama, en þar eru aðalstöðvar Wallaoe. — Fjölmargir demokratar af gamla skólanum hafa snúizt á sveif með mér, sökum þess, að þeir eru þeirrar skoðunsir, að Humphrey geti ekki sigrað og þeir geta ekki fengið sig til þess að styðja republikana, hefur Wallaoe sagt. Skoðanakannanir Nixon í vil. Blaðið International Herald Tribune skýrir frá síðutstu Gall- upskoðanakönnunum sl. mánu- dag, þar sem fram kemur, að Nix on hafi talsvert forskot framyf- ir Humphrey, eða 43 prs. gegn 31 prs., en 19 prs. styðji Wall- ace. Benda síðustu skoðanakann anir sem fram hafa farið í Bandaríkjunum 3.-7. september, til þess, að Humphrey hafi að- teins aukið fylgi sitt miðað við fyrri 'Skoðanakannanir, sem fram fóru rétt á eftir flokksþinigi republikana seinni hluta ágúst- mánaðar. Þá var skiptingin þann ig, að 45 prs. hugðust styðja Nix on, 29 prts. Humphrey og 18 prs. Wallace. Eftirfarandi tafla sýnir fylgi frambjóðenda miðað við skoðana kannanimar, sem fram fóru síð- ari hluta ágústmánaðar og í sept emiberbyrjun: í ágústl. í sep.b. Nixon Humphrey Wallace Óákveðnir 45% 43% 29% 31% 18% 19% 8% 7% - DUBCEK Framhald af bls. I það sé Moskva, sem krafizt hafi viðræðnanna. Husak, leiðtogi kommúnista- flokks Slóvakíu, hefur haldfð ræðu, sem þannig er túlkuð í Prag að tékkneska stjómin vilji Sérfræðingar þessir vísa til bréfs þess, sem Varsjárbandalags löndin sendu til Prag eftir fund- inn í Varsjá í júlí í sumar. 1 því bréfi var því heiti'ð, að ekki yrði " ———— Þar sem salan er mest eru blómin bezt. œm Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. SAMKOMUR Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu. Ólafur Ólafsson tal- ar. Allir vel'komnir. 3! Ms. Blikur fer vestur um land í hring- ferð 26. þ. m. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag, mánu- dag og þriðjudag til Patreks- fjarðar, Tál'knafjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolungavíkur, ísa fjarðar, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavík- ur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafj., Vopna- fjarðar, Norðfjarðar, Eskifj., Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvíkur. Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja, Horna- fjarðar og Djúpavogs 26. þ.m. Vörumóttaka fimmtud., föstu- dag, mánudag og þriðjudag. Ms. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiða fjarðarhafna í dag. um það að ræða að afskipti yrðu höfð af efnahagsáætlunum Tékka né framkvæmd þeirra. Það er í ljósi þessa, sem lík- lega verður að skoða fregnina um væntanlega Moskvuferð Dubceks. Leiðtogar Tékkóslóvak íu munu halda fast við, að þeir hafi staðið vi'ð þau skilyrði, sem efst voru á blaði Moskvusáttmál ans, og telja að nú sé röðin kom- in að Moskvu að standa við sinn hluta samningsins. - SALAZAR Framhald af bls. 1 Portúgal saman til fundar í kvöld, og var búizt við því að sá fundur stæði fram á nótt. Siglir fundur þessi í kjölfar sér- staks fundar, sem Thomaz for- seti átti á mánudagskvöld með ríkisstjórn og æðstu. mönnum hersins. — Annar fundur í ríkis- ráðinu mun hafa verið bo'ðaður á föstudag. Her Portúgal fékk skipun um það þegar á mánudag að vera við öllu búinn. Er sagt að þetta sé gert til þess að hindra áróður kommúnista meðal stúdenta og verkamanna. - RÚSSAR Framhald af bls. 1 nota 53. og 107. greinar Sáttmáia SÞ sem átyllu fyrir vopnuðum afskiptum af málum V-Þýzka- lands. Ótti þessi á rætur sínar að rekja til þess, að sovézk blöð vitnuðu til þessara greina sátt- málans til þess að verja aðgerðir sínar í Tékkóslóvakíu. Greinar þessar veita ríkjum þeim, sem börðust gegn Hitlers-Þýzkalandi í heimsstyrjöldinni síðari, leyfi til þess að taka í taumana varð- andi þá óvini, sem þau þá börð- ust við. Færustu læknar í Portúgal berjast nú við að bjarga lífi Salazar, og góðar heimiHir herma, að í dag hefði einn lækn anna hringt til hins þekkta banda ríska sérfræðings dr. Houston Merritt í New York, til þess að leita ráð.a. Síðar sögðu sömu heimildir, að í kvöld hafi dr. Merritt haldið flugleiðis til Lissabon ásamt hóp taugaskurð- lækna og með ýmsan þann út- búnað, sem fullkomnastur er tal- inn til aðgerða þeirra, sem mun eiga a'ð reyna að framkvæma á Salazar. Einkalæknir dr. Salazar sagði að líðan hans hefði batnað nokk uð í dag, en sjúklingurinn er nú í súrefnistjaldi. Heimildir við- riðnar sjúkrahúsið, þar sem Sal- azar liggur, telja þó að ástand hans sé mjög alvarlegt. Salazar, sem verið hefur forsætisráðherra lengur en nokkur annar í Evrópu eða frá 1932, er 79 ára gamall. Sagt er að vinstri hlið Salazars sé algjörlega lömuð eftir slag, sem hann fékk á mánudag. A'ður hafði verið framkvæmd aðgerð á höfði hans eftir byltu, sem hann hlaut fyrir mánuði. Var Salazar á batavegi eftir þann uppskurð er hann fékk slagið. Sem fyrr getur kom ríkisráð I dag rannsökuðu tollverðir á flugvellinum í Lissabon farang- ur farþega gaumgæfilega í fyrsta sinn í mörg ár. Mun tilgangur- inn hafa verið sá að hindra að menn hefðu með sér gjaldeyri og önnur verðmæti úr landi. Fráfall Salazar mundi skapa verulegt stjórnmálalegt tómarúm í Portúgal. Sá, sem líklegastur er talinn eftirmaður hans er dr. Marcelo Caetano, 62 ára gamall fyrrum ráðherra og lagaprófess- or. Hann hefur jafnan fylgt stefnu Salazar út í yztu æsar. Talið er að verði Caetano skipað ur forsætisráðherra, muni vara- forsætisráðherrann verða skip- aður úr röðum hersins til þess að auka áhrif Caetano. Utanríkisráðuneytið í Washing- ton sagði í framhaldi af yfirlýs- ingunni, að Bandaríkin vildu full vissa V-Þjóðverja um að sátt- málagreinar þessar, hvorki sam- eiginlega né einar sér, veiittu Sov étríkjunum eða öðrum Varsjár- bandalagsríkjum nokkurn rétt til vopnaðrar íhlutunar í V-iþýzka sambandslýðveldinu. Bæði Bretland og Frakkland hafa gefið út sams konar yfirlýs- ingar. Skrifstofa Veðurstofunnar og deildir í Sjómannaskóla verða lokaðar vegna jarðarfarar eftir hádegi miðvikudaginn 18. september. Veðurstofa íslands. - JAKKAR D NÝTT NÝTT EFNI SNIÐ GEFJUN KIRKJUSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.