Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 196« Nasser hvetur f frelsunar landsvæða — sem Israelsmenn hernámu í tyrra — Humphrey vill tá ísraelsmönnum Phantom-þotur Andstæðingur Perry Masons dó úr lungnnkrnbba Kairó, New York, Tel Aviv. 16. sept. —AP—NTB. NASSER Egyptalandsforseti, flutti ræðu sl. laugardag og bvatti landsmenn sína til þess að safna öllum kröftum til bar áttu fyrir frelsun þeirra lands- svæða, sem ísraelsmenn hernámu eftir júnístyrjöldina í fyrra. t dag var Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna skýrt frá þvi, að 21 óbreyttur epypzkur borg- ari hefði fallið og 92 særst i hinni fimm klst. löngu stórskota- liðsorustu tsraelsmanna og Egypta við Súez-skurð fyrir lið- lega viku. Var það Odd Bull, hershöfðingi, yfirmaður friðar- gæziusveita SÞ, sem lagði fram þessar upplýsingar. f skýuslu þeirri, sem Bull hers höfðingi lagði fram, sagði, að í viðureigninni hefðu 5 epypzkir hermenn einnig fallið og 12 særst fsraelsmenn hafa ekki birt neinn lista yfir fallna og særða eftir orrustu þessa. í skýrslu sinni segir hershöfð inginn, að skólar, sjúkrahús, ein ■moska (bænahús) tvö kvikmynda hús, síma og rafmagnsmannvirki og sjónvarpsturn í Suez hafi orðið fyrir tjóni í skothríð ísraels manna. Þá hæfðu mörg skot aðalstöðv ar friðangæslusveita SÞ, sem voru kyrfilega merktar þeim, en stöðv ar fsraelsmanna voru í aðeins 250 m. fjarlægð frá aðalstöðvun- um. Öryggisráðið hóf í dag aftur umræður um ályktun, sem miðar að því að draga úr spennu við Súez-skurð. í ræðu sinni á laugardag sagði Nasser, að báðir frambjóðendur til forsetakjörs í Bandaríkjunum sæktust nú eftir atkvæðum Gyð inga þar í landi. ví lofuðu þeir nú ísrael gulli og grænum skóg um. Humphrey, varaforseti Banda- ríkjanna og frambjóðandi demó- krata til forsetakjörs, sagði í ræðu á sunnudagskvöld, að hann styddi áframhaldandi hergagna- aðstoð Bandaríkjanna við fsrael þar á meðal að fsraelsmönnum yrðu seldar Phantom orrustu- þotur. Kvað hann það skoðun sína að slíkt kæmi í veg fyrir að valdajanfvægið í Austurlönd um nær raskaðist Aröbum í vil. Humphrey flutti ræðu sína á 71. þingi Síonista í Bandaríkjunum. Frá fsrael berast þær fréttir að hótanir Nassiers í ræðu hans á laugardag, er hann sagði það heilaga skyldu Egyptalands að frelsa landsvæði þau, sem her- numin voru í sex daga styrjöld- inni, hefðu ekki sérlega mikil áhrif þar í landi. Hinsvegar er sagt, að enda þótt allur almenningur taki orða skaki Nassers með ró, séu em- bættismenn sumir áhyggjufullir vegna ástandsins við Súiez-skurð og óttast þeir að Egjytar rang- túlki aðgerðaleysi Israelshers undanfarna daga. Á hinn bóginn er einnig bent á, að Nasser hafi ekkert annað sagt, en það, sem hann hefur margsinnis sagt áður. Segja ísra elsmenn, að lenda þótt Egyptar dáleiði nú sjálfa sig með áróðri ag upphrópunum, hvarfli naum- ast að þeim að reyna að fram- kvæma hernaðarlegt uppgjör við ísrael við langtum verri kring- umstæður en fyrir styrjöldina i fyrra. fsraelsmenn búazt helzt við því, að svo kunni að fara að starfsemi arabiskra hermdarverk amanna kunni að aukast fremur 'en að til styrjaldar dragi. SJÓNVARPSLEIKARINN William Talman tapaði alls 231 málaferlum þegar hann lék saksóknarann Hamilton Burger í Perry Mason þátt- unum. Hann hefur nú tapað sinni síðustu og mestu baráttu: við lungnakrabba, og sú bar- átta var einnig kvikmynduð. Skömmu áður en hann dó lék hann í kvikmynd fyrir banda rískt krabbameinsfélag og hvetur fólk til að hætta að reykja. Sjáifur reykti hann þrjá pakka af sígarettum á dag. Fyrst í myndinni er sýnt heimili hans 1 Kaliforníu, kona hans Peggy, og böm þeirra hjóna. Svo er skipt um svið og Talman situr hjá stórri mynd af Raymond Burr sem lék Perry Mason. Hann segir: — Þið vitið viel að mér var alveg sama þótt ég tapaði öll- um málum sem ég átti í gegn Perry Mason. En nú á ég í baráttu sem ég ekki vil tapa, því ef ég geri það missi ég konuna mína, börnin okkar og heimilið. Ég er með lungna krabba. Hlustið því á ráð mitt. Ef þið ekki reykið þá byrjið ekki á því. Ef þið eruð þegar byrjuð þá hættið strax, annars getið þið tapað svo ó- endanlega miklu. Innheimtudeild útvurps og sjönvarps flyzt um úrnmót Ríkisútvarpið hefur nú fest kaup á jarðhæð austurálmu húss ins nr. 176 við Laugaveg, en í þvi sama húsi er aðsetur Sjón- varpsins. í þessari álmu eru verzlanir, byggingavöruverzlun, ritfangaverzlunin Penninn og pósthús. Býst útvarpið við því að taka í notkun a.m.k. húsnæði næstu áramót undir innheimtu útvarps og sjónvarps. Gunnar Vagnsson, tjáði Mbl að húsnæði það, sem innheimtu deild útvarpsins hefði á jarð- hæð Skúlagötu 4 væri allt of lítil og hefði orðið að leigja hús næði undir innheimtu sjónvarps Smith berst við hægri menn — Segir Breta verða að eiga frumkvæði að nýfum viðræðum Saisbury, 15. sept. NTB Ian Smith, forsætisráðherra Rho desiu býr sig nú undir viðureign- ina við róttæka hægrimenrt í kosn ingunum í Gatooma, samtímis þvi sem hann hefur gert að engu vonir um viðræður við Bretland um sjálfstæði Rhodesíu. Skiptinemar kirkjunn- ar halda haustmót Á UNDANFÖRNUM 7 árum hafa 120 unglingar á aldrinum 16-18 ára farið til ársdvalar er- lendis á vegum ICYE (kristilegra alþjóða ungmennaskipta), sem íslenzka kirkjan er aðili að. — Þar dvelja þau á einkaheimilum, sem fjölskyldumeðlimir og ganga í skóla með „systkinum" sínum. Fyrstu fjögur árin voru skipt- in eingöngu milli íslands og Bandaríkjanna, en nú eru þau orðin öllu alþjóðlegri, þannig að í ár dvelja ísl-enzkir unglingar einnig í Belgíu, Brasilíu, Finn- landi, Jamaíku, Sviss og Þýzka- landi. Hér á íslandi dveljast nú 8 erlendir skiptinemar hjá íslenzk um fjölskyldum. Á Akureyri býr piltur frá Indíana í Banda ríkjunum og stúlka frá Sviss. Á Selfossi dvelst stúlka fra Ne- braska, Band. og piltur frá Kali forníu. Stúlka frá Kaliforniu og piltur frá Brasilíu búa í Kópa- vogi: þýzk stúlka býr í Kefla- vík. Loks er stúlka frá Kansas. Band. í Reykjavík. Þeir íslendingar, aem tekið hafa þátt í nemendaskiptum IC YE, hafa með sér samband, KAUS SAMTÖK SKIPTINEMA. Á þessu hausti verður haldið 2. hausbmót KAUSa í Skálholti dagana 20.-22. september. Mótið er á vegum samtakanna og er þvi fyrst og fremst ætlað fyrrverandi skiptinemum, en gest ir þess verða m.a. biskup ís- lands, fyrrverandi æskulýðsfull trúar og núverandi og síðast en ekki sízt Henk van Andel. fram- kvæmdastjóri ICYE, sem verður aðalræðumaður mótsins. í bréfi til samtakanna 4. sept. stakk Henk upp á umræðuefn- inu. Þátttaka okkar í heimi byltinga. Hann kvaðst vonast til hitta sem fle3ta fyrrverandi skiptinema ICYE, en Henk er ein dreginn talsmaður þess, að hlut verki skiptinema sé ekki lokið þegar heim er komið. Stjórn samtakanna vonast til að allir KAUSar noti þetta tæki færi til að endumýja kynnin jafnframt því að endurvekja og efla ICYE-hugsjónir sínar. (Byggt á fréttatilkynningu KAUS, samtaka skiptinema.) Smith sagði á laugardag að það eina sem Bretar hefðu á- huga á þegar Rhodesía ætti í hlut væri, að svikja Evrópu mennina í landinu. Hann gaf í skyn, að hann væri fús til að taka að nýju upp samninga við Breta, en það yrði að vera að ósk þeirra sjálfra ekkert tilboð um slíkt myndi ber ast frá stjórn hans. Það mál sem er efst á bauigi í Rhodesíu núna er hversu langt skuli ganga í aðskilnaðarstefn- imni. Ian Smith vill hafa hægan framgang, en róttækir hægrimenn sem hafa fylkt sér um þjóðernis flokkinn vilja tafarlaust aðskiln að milli hvitra og svartra íbúa landsins. Það ler ekki talinn neinn vafi á því að flokkur Smiths, Rhod- esíufylkingin, vinni kosningam- ar í Gatooma. Hinsvegar er eft- væntingin mikil að sjá með hve miklum mun það verður, því að það mun gefa til kynna hversu mikið fylgi hann hefur misst síð- an flokkisþingið felldi stjórnar- skrártillögu hans fyrir átta dög- um. ins í Ingólfsstræti. Þetta fyrir- komulag væri mjög óhagkvæmt og stefndi þessi breyting að því að sameina innheimturnar. Þá sagði Gunnar að útvarpið ætti hæðina fyrir ofan sjón- varpið — efri Hansahæðina — isem það hefði keypt af Eiríki Ásgeirssyni. Leigutími útvarps ins að Skúlagötu 4 rennur út 1. desember 1969. Þá hafði Mbl. tal af Pálma Péturssyni hjá Rannsóknarstofn im fiskiðnaðarins, en sú stofn- un er m.a. eigandi hússins við Skúlagötu. Hafrannisóknarstofn- unin og Rannsóknarstofnun fisk iðnaðarins hafa haft 2., 3 og William Talman. hálfa 4. hæð hússins til eigin afnota, en vegna umíangsmeiri starfsemi þurfa þessir aðilar niú á meira húsrými að halda. Pálmi sagði að það ríkti mjög gagn- kvæmur skilningur meðal þess- ara stofnana og um uppsagnir yrði ekki að ræða nema báðir aðilar sæju sér fært að fram- kvæma breytingarnar. 5. og 6 hæð hússinis er innréttuð fyrir útvarp og taldi Pálmi útilokað að útvarpið flytti úr þvi hús- næði. Nýr gervihnöttur Moskvu 15. sept. NTB—AP. Sovétríkin sendu nýjan gervi- hnött út í geiminn síðastliðinn sunnudag. Nafn hnattarins er Sonda-5, og samkvæmt frétt frá Tass er honum ætlað að fram- kvæma ýmsar vísindarannsóknir og jafnframt er verið að reyna ný tæki sem í honum eru. Hnettinum var skotið frá geim stöð, sem hefur verið á braut umhverfis jörðu. Þrem gervihnött um af svipaðri gerð var skotið út í geiminn á árunum 1964 og 1965 og var þeim ætlað að fara á braut umhverfis Venus, Marz og sólina. Það var aðeins Sonda -3 sem lauk verkefni sínu og sendi til jarðar einstakar myndir af þeirri hlið sólarinnar sem snýr frá jörðu. f marz í ár var Sondu-4 skotið á loft og var hlutverk hans að sögn, að kanna ytri loftlög jarðar. Síðan hafa engar upplýsingar verið gefnar um þann hnött. Talið er að með Sonda-5 sé m.a. verið að undirbúa ferðir mannaðra geimfara, en á þrem síðurstu vikum hefur einnig verið skotJð á loft þremur Kosmos georvihnöttum og hafa þeir farið á svipaða braut og sá sem varð Vladimir Komarov að bana. Yfirlýsing AÐ gefnu tilefni vegna blaða- skrifa og viðtais fréttastofu Út- varpsins við formann kjördæm- isráðs Alþýðubandalagsins 1 Vestfjarðakjördæmi, Halldór Ólafsson um hvort þeir þrettán fulltrúar sem gengu af fundi kjördæmisráðsins á ísafirði hafi verið í meirihluta á fundinum vill undirritaðuir taka fram eft- irfarandí fyrir þá sem hafa vilja það sem sannara reynist. Þegar formaður kjördæmis- rá'ðsins setti fundinn voru í fimd arsal alls tuttugu og sex manns að meðtöldum Steingrími Páls- syni sem var gestur fundarins, auk þess var ekki á hreinu hvort tveir fulltrúar væru úr Strandasýslu eða aðeins einn. Nú hefur vertð upplýst að á fundinum voru mættir tveir fulltrúar úr Strandasýslu og voru þeir báðir mættir þegar fundur var settur. Það er því á hreinu, að þegar Yfirlýsing okkar sem af fundi gengum var flutt og við geng- um af fundi voru ekki nema tuttugu og fimm fulltrúar á fundi, þar af leiðandi hljóta þeir elllefu sem eftir sátu að hafa verið i minnihluta. Hvað geirzt hefur eftir að við gengum af fundi skal ég ekki um segja en það breytir ekki því að meiri- hluti kjördæmisrá'ðsins gekk af fundi. Bolungarvík, 13. sept. 1968. Karvel Pálmason. Yíirmuður bondarísku geimúædunurinnar hættir Washington 16. sept. AP. JMMES E. Webb yfirmaður geimferðaáætlunar Bandaríkj- Thule 52 kr. í vínveitingahúsum VEITINGAHÚSAEIGENDUR eru mjög tregir til að selja Thule-öl, vegna hinnar miklu hækkunar, sem varð á þvi nú nýlega. Kon-ráð Guðmundsson, formaður Félags fslenzkra veit- ingahúsaeigenda tjáði blaðinu, að einstakir veitingahúsaeig- endur hefðu tekið þessa afstöðu. Koniráð sagði, að Egils-piilsn- er kostaði nú í veitingahúsum kir. 30 og með sömiu kirómuitölu- áliaign'iinigiu myndi Thulie-öldð kosta 40 ksóniur. Ef hins vegair er neilkinaið með sömiu áiagniinigu í pnósentum kostair það kir. 52. Sagði Komráð að möniraum fynd- ist vísrt nóg uim að þurfa að greiða 30 ikirómuir fyrdir pilsner- imn, þótt slíkt verð sem á ThiuLe- ölimu væri ekki tiil samaimbuirð- atr. anna tilkynnti í dag, að hann hefði ákveðið að láta af þvi starfi. Webb tjáði fréttamönnum þetta, er hann kom af fundi Johnsons, forseta í Hvita húsino. Webb sagði, að Bandaríkja- menn væru, er hann léti af störf um, enn í öðru sæti hvað snertir geimrannsóknir og afrek á sviði geimvísinda. Webb tók fram, að ákvörðun hans væri engan vegin sprottin af óánægju vegna lækk aðs framlags á fjárlögum til geimrannsókna. Eftirmaður dir. Webbs mun verða dr. Thomas Paine, sem hefur verið næst æðsti maður geimranmsóknair- áætlunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.