Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 28
Oí lágt trygge„ o£ lágar bætur ALMENNAR TRYGGINGAR g MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1968 Verður síldin við Jan Mayen að viku liðinni? — 22 skip veiddu 2105 lestir s.l. mánudag Síldin ter hratt vestur á bóginn GOTT veður var á síldarmiðun- um sl. mánudag. Vefðisvæðið er á 71° n. br. og á milli 4° og 5° a. 1. Virðist síldin vera auðveldari veiði eins og er, heldur en fyrr i sumar. Kunnugt er um afla 22 skipa, samtals 2105 lestir. Magnús NK 240 Ól. Magnússon EA 80 Helgi Flóventsson f>H 100 Óskar Halldórsson RE 155 ísleifur VE 70 Helga II. RE 25 Guðbjörg ÍS 110 Sléttanes IS 100 Guðrún GK 40 Sigurvon RE 25 Héðinn ÞH 120 Árni Magnússon GK 100 Vörður ÞH 60 Harpa RE 140 Eldborg GK 40 Gunnar SU 25 Ljósfari ÞH 50 Ásberg RE 20 Þórður Jónasson EA 130 Öm RE 205 Höfrungur II. AK 130 Súlan EA 140 SÍLDIN ÞOKAST VESTUR Morgunblaðið hafði í gær sam Framhald á bls. 2 Erlend blöð og bækur ekki í verzlunum — Bóksalar deila við yfirvöld um innflutningsgjaldið ERLEND blöð og bækur munu ekkj fást í bókabúðum næstu daga. Risið hefur upp deila milli bóksala og fjármálayfirvalda um hið nýja 20% innflutningsgjald á innfluttar vörur. Bóksalar fara fram á, að gjaldið verði ekki lagt á lesefni, enda þekkist það hvergi í vestrænum heimi, að skattlagðar séu bækur og tíma- rit. Yfirvöld hafa boðið, að bók- salar greiði fyrirfram, sem trygg ingu ákveðið fjármagn til eins eða tveggja mánaða, en bóksalar vilja ekki taka boðinu. Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í Fjármálaráðuneytinu sagði Mbl. í gær, að blöð hefðu undanfarið verið tollfrjáls, sem og annað lesefni. Hefðu tollyfir- völd samþykkt, að þau færu beint til viðtakenda án þess að fyl'giskjöl væru afgreidd. Hið nýja 20% innflutningsgjald næði (hins vegar til lesefnis eins og annars innflutnings, og teldu yf- irvöld ek'ki verjandi að af- greiða það, án þess að gjaldið væri greitt. Yfirvöld hefðu boð- ið, að bóksalar greiddu gjaldið fyrirfram, en gerðu endanlega upp reikninga síðar. Bóksalar hefðu hins vegar ekki viljað gan.ga að þessu boði. Þá hafði Mbl. samband við for mann Bóksalafélagsins, Lárus Blöndal. Hann sagði, að hvergi í vestrænum heimi væru lagður skattur á lesefni og færu bók- salar frarn á að sami háttur yrði hafður á hérlendis eins og áður. Þessi skattur kæmi sérstaklega hart niður á námsfólki, því að er- lendar skólabækur hefðu hækkað um 25% vegna gengisbreyting- arinnar í nóv. og ættu nú aftur að hækka um 20%, ef leiðrétting fengist ekki. Lárus sagði, að bóksalar teldu að engin aðstaða væri hjá Toll- póststofunni til að afgreiða blöð og bækur eins fljótt og nauðsyn krefði. Hefði bóksalar því farið fram á það til vara, að þeir fengju að greiða gjaldið í bönk- um um leið og sótt væri um gjaldeyrisleyfi fyrir bókunum. Soga svipt leyfi til að reka ferðaskrifstofu MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: „Samgöngumálaráðuneytið hef ur í dag, samkvæmt 9. gr. laga um ferðamál nr. 29, 30. apríl 1964, svipt Ferðaskrifstofuna Sögu (Ferðasögu h.f.,) Ingólfs- stræti, Reykjavík, leyfi til rekst urs ferðaskrifstofu. Ástæða sviptingarinnar er sú, að skuldheimtumenn fyrirtækis- ins hafa gengið að tryggingarfé þess og er þar með fallið niður skilyrði til reksturs ferðaskrif- stofu, sem sett er í 5. gr. sbr. 9. gr. téðra laga.“ (Fréttatilkynning frá sam- göngumálaráðuneytinu). Finnendur, eigendur og skápurinn í smurgryfjunni. Frá vinstri: Erlingur Hallsson, María, Vilborg og Guðmundur Þór Nordahl, og Aðalsteinn Hallsson. Fyrir aftan stendur Sigur- geir Óskarsson. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Börn fundu peningaskápinn — hafði ekki verið opnaður ÞRJÚ lítil böm fundu síðdeg- is í gær peningaskápinn, sem stolið var úr skrifstofu Hí- býlaprýði við Hallarmúla um helgina. Var skápurinn falinn í rústum skammt fyrir ofan Vífilstaðahæli og kom í ljós, að þjófarnir höfðu ekki getað opnað hann. Skápinn földu þjófarnir í grunni bílaverkstæðis, sem herinn hafði þarna á stríðs- árunum og höfðu 'þeir fleygt honum ofan í smurgryfjuna. Leikfélag Reykjavíkur byrjar vetrarstarfið: Frumsýnir „ Mann og konu á laugardagskvöldið —- leikhúsgestum gefinn kostur á áskriftarkortum á sýningar L.R. II FYRSTA frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á vetrinum, verður Tékkor þakka íslendingum samúð og vinúttu FULLTRÚI sendiherra Tékkó slóvakíu á íslandi, Jaroslav Písarik, átti fund með full- trúa blaðs vors í tilefni þess, að hann er nýkominn aftur hingað til lands og hefur að nýju tekið við stjórn sendi- ráðsins. Við það tækifæri bað Písarík, fulltrúi sendiherrans, blaðið að tjá þakkir sínar hin um geysimörgu einstakling- um, félögum og stofnunum fyrir bréf, ályktanir og yfir- lýsingar, sem þessir aðilar hafa sent sendiráði Tékkó- slóvakíu í Reykjavík. Þúsund ir íslendinga hafa á þennan hátt sýnt einlæga samúð og vináttu þjóðum Tékkóslóvak- íu og starfsmönnum sendiráðs ins hér á erfiðum tímum í lífi þeirra. — I á laugardagskvöld á „Manni og | konu“. í tilefni af 40 ára afmæli Bandalags ísl. leikfélaga, sem haldið er hátíðlegt um þessar mundir verða tvær „frumsýning ar“ á leiknum, sú seinni á sunnu dagskvöld. Þriðja sýning verður svo næst komandi miðvikudag. Leikritið „Maður og kona“ sömdu þeir Emil Thoroddsen og Indriði Waage upp úr vinsælli skáldsögu Jóns Thoroddsen. Leik urinn var frumsýndur I Iðnó á jólum 1933 og varð einkar vin- sæll, og sýningar urðu yfir þrjá- tiu að því sinni. Tiu árum síðar var það sýnt á vegum Fjalakatt arins og eftir að Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína var það tek- ið til sýninga þar. Er þetta þvi fjórða uppfærsla leiksins áreyk visku leiksviði. Leikstjóri að þessu sinni er Jón Sigurbjörnsson og leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Að- alhlutverkið Séra Sigvalda leik- ur Brynjólfur Jóhannesson. Hann lék Séra Sigvalda í fjrrstu uppfærslunni 1933 og skapaði eina eftirminnilegustu persónu sína. Regína Þórðardóttir leikur Þórdísi í Hlíð, Staða Gunnu leik ur Inga Þórðardóttir og Valdi- Framhald á bls. 2 Síðan breiddu þeir strigar ppka yfir og lögðu spýtur of- an á plkann. Börnin þrjú, sem fundu peningaskápinn, heita Guð- mundur Þór, María og Vil- borg Nordahl, 8, 9 og 10 ára, og heima að Móaflöt 5 í Garðakauptúni. Framhald á hls. 2 Bruninn truflar ekki skólahald Guðmundur Jónsson, skóla- stjóri Bændaskólans á Hvann- eyri, tjáði Mbl. í gær, að engin röskun yrði á skólahaldi í vetur vegna brunans á laugardagmn var. Þá sagði Guðmundur, að rann sókn brunans væri nú í höndum sýslumanns. Bruninn mun ekki hafa tiltakanleg áhrif á ásetning í vetur, en búpeningi mun þó eitthvað fækkað. Húsin verða byggð upp aftur í haust eða vet- ur. Þrír nýir sveitastjórar I FJÓRÐA hefti Sveitastjómar- mála á þessu ári er frá því skýrt, að um þessar mundir verði sveit- arstjóraskipti í þremur kauptún um. Halldór E. Sigur'ífcson alþingis maður, sem verið hefur sveitar- stjóri í Borgarnesi frá 1955, læt- ur nú af embætti samkv. eigin ósk. Við starfi hans tekur Hún- bogi Þorsteinsson kennari að Bif- röst. Bergsveinn Breiðfjötrð lætur af embætti sveitarstjóra í Stykkis hólmi, en hann hefur gegnt þvl embætti frá byrjun yfirstand- andi kjörtímabils. Við starfi hans tekur Sigurður Pálsson, sem var sveitarstjóri í Stykkishólmi frá 1964—66. Hafsteinn Hafsteinsson, sem verið hefur sveitarstjóri í Bol- ungarvík frá 1. okt. 1967 lætur af embætti, þar sem hann heldur utan til náms. Við starfi hans tekur Þorkell Gíslason fulltrúi á skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.