Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 196® 13 Fæðing Hitlers. Mig langar til að koma með dálitla skýringu á nafninu Erró: Guðmundur Guðmundsson lagði stund á myndlistarnám í Flór- enz og Ravenna 1955-’58. Fljót- lega fékk hann viðumefnið Ferró í Flórenz, sem þýðir járn, en það var bæði, að ítalir gátu ekki borið fram skýrnarnafn hans, fannst það einnig of langt, svo og skaraði hann framúr í skólanum og vann baki brotnu, og slíkir menn eru einmitt kall- aðir ferró á ftalíu, svo að það var ekki undarlegt, þótt þetta nafn festist við hann. Hann tók það svo upp á málverk sín enda ólíkt þægilegra en skýrnarnafn- ið, bæði styttra og einfaldara. Hann hélt margar sýningar með þessu nafni, enda mun það ekki mjög óalgengt, að listamenn breyti um nöfn, en svo kom í ijós, eftir að hann kom tfl Par- ísar, að þar var miðaldra mál- ari með þessu nafni, sem varð óður og uppvægur, er hann vissi, að þetta var ekki skírnar- nafn heldur tekið nafn og fór í mál við Guðmund og ásakaði hann um nafnstuld — jafnvel sjálfum sér til auglýsingair. Úr þessu urðu margra ára málaferli, Málverk. Nafn óþekkt. reitt sig á aðstoð þeirra, sem helzt mætti ætla að teldu skyldu sína að láta hana í té. Allar þessar upplýsingar hef ég fengið eftir áreiðanlegum heimildum, en Erró minnist sjálf ur aldrei á þetta eða lætur yfir- leitt í ljós óánægju yfir afskipta leysi fálendinga, hins vegar um- gengst hann landa sína afar lit- ið í París, en það hefur aðrar or sakir, sem þeir skilja, sem vilja vinna í friði erlendis. Eins og áður getur hefur Erró átt heimili í París sl. 10 ár fyrir u'tan þann tíma, sem hann hefur dvalið annarsstaðar, bæði í leyfum hér heima og til að vinna og kynnast nýju umhverfi. Hann dvelur t.d. stundum 4-5 mánuði í New York, sem hann er mjög hrifinn af sem ligtaborg. Pá ferðast hann mikið bæði í boði ýmissa aðila og með sýn- ingar. Þannig var hann á Kúbu á síðasta ári í boði Castró ásamt mörgum öðrum úr Parísar skólanum. Var það í tilefni þess, að 250 málverk og höggmyndir úr sýningu „Salon de Mai“ í París var boðið til Kúbu ásamt nokkr- um listamönnum. Síðan votru gerð frímerki eftir málverkum 25 listamanna, og var eitt eftir Erró valið í þann hóp. Með þessu vildi Castró rjúfa ára- langa einangrun Kúbubúa, félagið vill helst fá listina ókeyp is, sem hún hreykir sér svo af ,þeg ar hún þarf á henni að halda til að auglýsa menninguna. Erró hef- ur lítið getað fýlgzt með ís- lenzkri list síðustu ára og getur því ekki sagt álit sitt á henni, en hann hefur á- huga á að fylgjast með, oghann skilur vandamál okkar mjög veL Frakkar segir hann eru búnir að uppgötva Wiskí og ameríska lifnaðarhætti, án þess að þeir hafi efni á að veita sér þá. Þeir kaupa því minna af málverkium en áður, svo að ungir málarar verða að geta treyst á sölu á málverkum erlendis, ef þeir ætla að lifa á listinni. Það mun taka tíma að breyta um lifnaðar- hætti, því að Frakkland er land búnaðarriló, og þeir hugsa sem bændur. Honunj þykir gott að lifa í París, len kom þó ekki of vel við sig þar, gæti vel hugsað sér að setjast að annarsstaðar og það kemur sennilega að því einn góðan veðurdag. Erró segir um list sína: Ég hef lagt stund á það að lesa um og rannsaka „symbol“ lengi til að losa um gamlar hugmyndir — til eru 1000 symbol, sem hafa þýtt það sama í mismunandi löndum. Ég þarf ekki að vinna fyrir kirkj una og stjórnmálaflokka. Fer eftir þeim hugmyndum, sem ég sem lyktuðu með því, að Guð- mundur varð að sleppa bókstafn um f úr nafninu og heitir því Erró í dag, og skulum við vona að engum öðrum málam skjóti upp m:ð því nafni, svo að hann fái að vera í friði hér eftir, því siík málaferli í erLendri stórborg eru dýr, leiðinileg og tknafrek, auk þess sem svo virðist, sean í slíkum tilvikum geti maður ekki koma þeim í samband við nútím- ann. Allt voru þeitta úrvalsmál- arar, sem áttu myndir á frímerkj unum svo sem Picasso, Max Ernst, Arp, Miro, Calder, Polisa- koff, Vasarely, Da Silva, yngri nöfn líkt og Hundertwasser, Jorn, Taipés, Matta, Lam, Erró. Ég spyr Erró, hvernig þetta hafi tekizt, og fæ þau svör, að þetta sé skynsamlegasta aðferð- in tfl að upplýsa fólkið, hvar í heimi þar sem það sé einangrað landafræðilega eða annars eðlis. Hann álítur t.d. að við íslend- ingar ættum að gera slíkt hið sama, bjóða heim alls konar sýn ingum — hefði betri áhrif á list- ina en að senda málverk utan Menntaði fólkið í myndlist og væri áhrifaríkasta meðalið til að vinna gegn einangrun og heimilisiðnaðardútli. Þá álít- ur hann nauðsynlegt, að lista- menn ferðist meira og kynni sér hlutina, það sem er að gerast í dag. Því er ég sammála ag bæti við, að við sendum út knatt- spyrnumenn, íþróttafólk á Olym píuleika og hvers konar aðrar íþróttahátíðir, hópa af skák og bridgemönnum, en engum dettur hug að ýta undir það, að mynd- listamenn komist á hinar stóru sýningar og beri með sér menn- ingarstrauma heim, sem séu af miklu varanlegri toga. Við eig- um að sjá um okkur sjálfir, þjóð- Úr kvikmyndinni „Métamorphoses“ 1962. Louvre, vatnaliljur Monets í Orangiere, gluggarnir í St. Cha- pelle, nokkur ný nöfn á mó- derne safninu, einki.un mynd- höggvarinn Zoltan Kemeny sem hefur komizt í fremstu röð á síðustu árum. Ógleymanleg er mér einnig dagstund á flóamark- aðinum, en hann er stofnun út af fyrir sig, sem flestir þurfa að skoða, sem vilja kynnast mann- lífinu, en það er nauðsynlegt að fara með kunnugum þangað og þá helst eldsnemma morguns, áður en túristarnir spilla öllu: bæði andrúmslofti og verðlagi. geng með hverju sinnL Það eru endalausir möguleikar varðandi persónuleg symbol — ég nota allt, sem ég finn í málverkum allra tíma til að búa til ný synv bol. Aðaluppistaðan er maðurinn sjálfur í persónu sinni án per- ’SÓnuleika. Það versita, sem tfl er, er hversdagsleikinn. Ég skrifa allt niður í hvert sinn, sem ég bý til nýtt symbol — og set allt, sem ég skrifa niður í bankahólf, legan symbolisma minn, og íhon um sé ég mikla möguleika. Nú eftir sumarið byrja ég á mynd, sem á að vera heimssymbol yfir einn fingur, sem vantar á hendi — það eru einnig miklir mögu leikar í tíu landslögum á hvolfi — ég mála t.d. mann, sem hef- ur brennivínsflösku fyrir fram- an sig, flaskan stendur ofan í öskubakka — það getur þýtt að maðurinn reykir ekki meira en Castró. sem má ekki opna fvrr en árið 2000. Ég vil, að fólk fái að nota hugmyndaflugið eins og það vill, reyni að lesa í myndirnar — og svo lengi sem skrif mín liggja í bankahó'lfinu, getur fólk skrifað mismunandi hugmynd- ir um myndirnar — svo þegar bankahólfið verður opnað árið 2000, skeður ekki annað en að það bætist ein lausn í viðbót við hinar. Ég kalla þetta persónu- drekkur aðeins. Erró hefur gert nokkrar kvikmyndir og er nú að byrja á tveim nýjum, önnur á að sýna grettur 200 listamanna og verður 45 mínútna löng. Svo tek ur við litkvikmynd, sem hann ætlar að gera af lifandi konu- brjóstum og gælum kvenna við brjóst sín. Það eiga að vera svart ar og hvítar konur og raunar all ar tegundir hörundslitar. Hann Framhald á hls. 17 Myndlistaskól'inn í Reykjavik, Mímisvegi 15, (Ás- mundarsal), tekur til starfa þriðjudaginn 1. október. Iinnritun og móttaka skólagjalda á sama stað klukkan 5—7 daglega. Sími 1 19 90. Kennsla verður sem hér segir: Teiknideild I. mánudagar—fimmtudagar kl. 8—10. Kennari: Hringur Jóhannesson. Teiknideild II. þriðjudagar—föstudagar kl. 8—10. Kennari: Hringur Jóhannesson. Málaradeild, þriðjudagar—föstudagar kl. 5—7. Kenn- ari: Hringur Jóhannesson. Myndhöggvaradeild, þriðjudagar—föstudagar kl. 8—10. Kennari: Ragnar Kjartansson. Barnadeildir: Teiknun og málun (5—7 ára), miðvikudagar—laugar- dagar kl. 10—11,30 fyrir hádegi. Kennari: Kafrín Briem. Leirmótun og mósaík I. (8—11 ára), mánudagar— fimmtudagar kl. 3—4,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Leirmótun og mósaik II. (10—12 ára), mánudagar— fimtudagar ki. 5—6,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Leirmótun og mósaík III. (10—12 ára). miðvikudagar kl. 5—6,30 og laugardagar k]. 2—3,30. Kennari: Ragn- ar Kjartansson. Deild unglinga (12—14 ára) — teiknun og málun — verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—6,30. Ö)1 kennsla fer fram í Ásmundarsal. Myndlistaskólinn í Reykjavík. Mun/ð bókakynningu AB í Eymundssonarkjallaranum KYNNIÐ YKKUR KOSTAKJÖR AB Almenna bókafélagið Austurstrœti 18. Símar 19707 —18880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.