Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 18. SEPT. 1968 5 Hugrún skrifar: SVIPMYNDIR FRÁ RÓM Róm, 3. september: HÉR er heldur heitt fyrir Norðurlandabúann, 35 stig í skugganum, en gott er að geta verið léttklædd og njóta sólarljóssins, sem getur þó orðið helzt til nærgöngult, svo menn verða fegnir að flýja í fonsæluna. Þrátt fyrir hitann er ys og þys framan við Péturskirkj- una. Hver ferðamannahópur- inn af öðrum gengur 'þar inn með leiðsögumann sinn í far- arbroddi. Nokkra sé ég fá sér svaladrykk úr gosbrunninum úti fyrir dyrunum. Silfurtært vatnið fellur í skínandi litum niður í skálina, og loftið í kringum hann verður svalt og hressandi. Nokkrir tötralega klæddir unglingar sitja á kirkjutröpp- unum. Þeir eru úr hópi þeirra æskumanna og kvenna, sem halda að þeir séu að gera sjálfum sér einhvern greiða með því að gera uppreisn gegn þjóðfélaginu og ættmenn um sínum. Þeir gerast sínir eigin píslarvottar. Þeir fengu ekki inngönguleyfi í kirkjuna vegna afkáralegs klæðaburð- ar oig óhreininda. Mér finnst að þeim hafi verið gert rangt til. Hver veit hvað inni fyrir býr? Þrjár ungar nunnur ganga til kirkju. Ein þeirra er ó- venjulega glæsileg. Hinn þung lamalegi búningur hennar fær ekki skyggt á fegurð hennar. Oft horfði ég ispurnaraugum á þetta fólk, sem tekur sig svona útúr fjöldanum. Heiminum finnst það lifa meinlætalífi. Ég legg engan dóm á það, en ég dáist að því. Hugur þess hlýtur að fylgja máli. Ham- ingja þess er hulinn leyndar- dómur, sem ekki verður skil- greind af heimsandanum. Það hvílir helgiblær yfir þessum nunnum. Ég fylgi þeim eftir og sé þær krjúpa niður við eitt altarið í kirkjunni. Þær virðast ekki verða mannfjöld- ans varar. Eru einar með Guði sínum. Mig langar til þess að krjúpa með þeim, en þá heyri ég leiðsögumanninn kalla „This way“ og ég berst mieð straumnum, innar í kirkjuna. Hvelfingin bergmálar raddir mannanna, hver þeirra gexir skyldu sína. Ferðafólkið reyn ir að fylgjast með sinum leið sögumanni og hafa gagn af skýringum hans. Saga kirkj- unnar er sögð í stórum drátt- um eins og venja er á svona ferðalagi. f kringum grafreit Péturs postula eru grindur með loga gylltum stjökum og kertaljós um. Þar er mikil kyrrð og ró. Fólkið signir sig ag krýp- ur niður á altarishringinn. Fyrir innan hann er stytta af einum páfanum, sem ósk- aði eftir að fá að hvíla í graf reit postulans. Undir báðum veggjum aðalkirkjunnar, eru englar úr marmara, tveir sam an. Þeir halda á alabastursskál með vígðu vatni. Þangað lögðu margir leið sína, snertu vatn ið með fingri sínum og báru hann upp að enninu. Aftur komu nunnurnar þrjár og litu hvorki til hægri eða vinstri. Þær höfðu lokið bænagjörð- inni. Ég horfði á eftir þeim þar til þær hurfu í mann- fjöldann. Undir einu altarinu hvílir smurlingur eins af yf irmönnum kirkjunnar, yfir á- sjónunni hvílir eilífðarrósemi. Andlitið er furðu eðlilegt, rétt eins ag hann sofi í djúp- um svefni, en er þó í fölara lagi. Undir kirkjugólfinu eru tvær hæðir, þar sem páfar, prestar og kardinálar hafa ver ið lagðir til hinnstu hvíldar. Einn dagpartur nægir ekki til þess að svala farvitni ferða- mannsins á þessum helga stað. Þess vegna fór ég þang að tvisvar. Frá því að ég var Nýr viðskiptasamn- ingur við Pólland barn hafði ég leisið frásögur um listamanninum Michael Angeló og vissi að hann hafði skilið eftir sig ódauðleg lista- verk í þessari kirkju, en al- drei hefði mér dottið í hug að hann hefði verið þvílíkur snillingur bæði sem málari ag myndhöggvari. Sjón er sögu ríkari. Það ler undursamleg yfirnátturleg fegurð og snilli í verkum hans. Og afköstin hafa verið eftir því. Þó að hann hafi haft aðstoðaripenn, er öll listin frá honum komin. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hann hefir farið að því að mála hvelf- inguna, jafn há og hún er, og mikil yfirferðar. Verk hans og list er lekki bundin við Pét urskirkjuna eina. Víða ann- arsstaðar í Róm má finna verk hans, og ekki þarf að fara lengra frá kirkjunni en inn í sjálft Vatíkanið til þess að sannfærast. Honum hefir verið flest til lista lagt. Haggmyndir hans bera honum vitni ekki síður en málverkin. Ekki er mér kunnugt um hvernig nútíma- listamaðurinn lítur á verk hans, en leitt veit ég með vissu að þau eru ódauðleg. Þegar komið er út úr kirkj unni staðnæmist maður ósjálf rátt til þess að horfa á dyra- verði Vatíkansins. Búningur þeirra er mjög forvitnilegur. Strax eftir að páfaembættið var stofnað, voru valdir ungir menn bæði rómverskir og svissneskir, til þess að standa vörð við inngöngudyrnar. Þeir rómversku reyndust svik ulir, öfugt við hina. Síðan 'hafa svissneskir menn haft þetta embætti á hendi. Þeir búast litklæðum fornum í snið um, sem Michael Angeló gerði uppdrætti að, bæði hvað snerti snið og liti. Af því má sjá að hann hefir notið fyllsta trausts og virðingar. ir að Pólverjax selji Íslendingum fiskiskip, dráttarbrautár, mat- vörur og neytendavörur. Pól- verjar munu einkum kaupa fiski mjöl, húðir og síld. Á sl. ári fluftu Pólverjar út vörur til Íslands fyrir um tvær milljónir Bandaríkjadala og keyptu vörur af ísLendingum fyr ir um þrjár milljónir Bandairíkja dala. Arsþintj Bridgesrsm- hands Isiands ARSÞING Bridgesambands Is- lands var haldið í Domus Med- ica dagana 6. og 7. september. Þingið sóttu fulltrúar frá bridge félögum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Hvera- gerði, Selfossi, Keflavík og Fá- skrúðsfirði. Þinigforseti var kosinn Ás- mundur Pálsson, Reykjavík, en þingritarar þeir Alfreð Alfreðs- son, Keflavík og Jónas Eysteins- son, Reykjavík, Friðrik Karlsson, sem veríð hefur forseti sambandsins und- anfarin tvö ár flutti skýrslu stjórnar. Mikil starfisemi hnfði verið á sl. starfsári og m. a. sendar sveitir á þrjú mót erlend is og tekið á móti bridgesveit frá Skotlandi. Kristjana Stein- grímsdóttir, sem verið hefur gjaldkeri Bridgesambandsins sl. fimm ár las upp reikninga sam- bandsins. Sambandsstjórnin baðst undan endurkosningu og voru henni þökkuð vel unnin störf á undanförnum tveim ár- um. Ný stjóm var kosin og er hún þannig skipuð: Forseti Gísli ölafsson, Reykjavík, varaforseti Sigurður Þórðarson, Hafnar- firði, gjaldkeri Ragnar Þor- steinsson, Reykjavík, ritari Þórður H. Jónsson, Reykjavík, meðstjórendur Sigríður Páls- dóttir, Reykjavík, Gestur Auð- unsson, Keflavík ag Mikael Jónsson, Akureyri. Miklar umræður urðu um starfsemi sambandsins og um húsnæðismái. Ákveðið var að boða til formannaráðstefnu inn- an tíðar, þar sem tekin yrðu fyr- ir ýmis mál varðandi starfsemi félaganna og sambandsins. 251 afsláttur Vikulegar ferðir til EVRÓPU,með DC 8 þotu Frá og með 15. september næstkomandi, bjóðum við 25% afslátt til allra helztu borga Vestur-Evrópu. Upplýsingar hjá ferðaskrif- stofunum eða— Aðalumboði G. Helgason & Melsted, Hafnar- stræti 19, símar 10275 11644. Alla fimmtudaga, með DC-8 þotu, til Glasgow og Kaupmannahafnar. M.P. miðsföðvarofnar Einkaumboð: Sænsku Panel-ofn'amir frá A/B Felingsbro Verk- stáder, em ekki aðeins tæknilegt afrek, heldur einnig sönn heimilisprýði. Verð hvergi lœgra. LEITIÐ TILBOÐA Einkaskeyti til Mbl. I og ísland hefðu undriritað samn Varsjá, 13. sept. — AP. ing um viðskipta landanna fyrir PÓLSKA fréttastofan APA árið 1969. skýrði frá því í dag, að Pólland' í samningnum er gert ráð fyr- BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu HANNES ÞORSTEINSSON heidlverzlun, Hallveigarstíg 10, sínu: 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.