Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU’DAGUR 18. SEPT. 196® 27 Innanhúshandbolti hefst á föstudaginn — með hraðmóti Víkings Handknattleiksvertíðin innan- húss hefst n.k. föstudag með hraðkeppni í Laugardalshöllinni. Knattspyrnufélagið Víkingur heldur mótið í tilefni 60 ára af- mælis síns, og munu öll fyrstu deildar liðin, auk Víkings, taka þátt í mótinu. Keppt verður um fallega styttu, sem Radíóviðgerð- arstofa Ólafs Jónssonar h.f. hef- ur gefið til keppninnar. Mótið verður útsláttarkeppni, þannig að lið sem tapar leik fellur úr. Leiktími er 2x10 mínútur. Dregið hefur verið um hvaða lið spila saman í fyrstu umferð og verða það Fram—Víkingur, Haukar—KR, ÍR—Valur, en FH situr yfir. f annari umferð kepp ir FH við lið sem sigrar í ÍR- Vals leiknum. Á fumdi, sem fonráðamenn handknattleiksdeildar Víkings hélt með fréttamönnium kom fram, að í vetur verða nýir þjálf arar í öllum flokkum hjá Ví'k- imgi. Þjálfari meistaraflokks Vierður Hilmar Björnsson, og kemur hann í sitað Péturs Bjama sonar, sem hefur verið þjálfari félagsins í 13 ár. Upphaflega var ætlunin að fá hinn þekkta tékk- neska handknattleiksmann, Mar- es til að þjálfa, en það breyttist við hernám Tékkóslóvakíu. Sögðu Víkingar, að ekki væri útilokað að hann kæmi að ári 'iðnu. Þá kom einnig fram, að þeir Einar Magnússon og Jón Hjaltalín, sem verið hafa megin stoðirnar í meistaraflokki Vík- ings, mundu báðir leika með lið- inu í vetur. Stjórn handknatt- Leiksdeildar Ví'kings skipa nú:: Sigurður Óili Sigurðsson, for- maður, Pétur Sturluson, vara- formaður, Einar Maignússon, rit- ari, Hjörleifur Þórðarson, gjald- keri og Sigurður Bjarnason með- stjórnandi. Sem fyrr segir fer hraðbeppn- in fram á föstudaginn og mtmu margir forvitnir að sjá á hvaða stigi handknattleikurinn stendur nú í byrjun keppnistímabilsins. Þá mun Reykjavíkurúrvalið, sem leika á við sænsku meistar- ana SAAB n.k. mánudag, vera valið eft.ir mótið. Nýju hlaupaskórnir Hér sjáum við hina umdeildu skó, sem bandariskir hlauparar hafa notað er þeir settu heims- metin frægu í 200 m og 400 m hlaupum. Það er John Carlos sem hljóp 200 m á 19,7 sek, sem á skónum heldur. Starfsmenn mótsins sögðu að umsókn yrði send til alþjóðasambandsins um staðfestingu metsins, en því yrði í engu leynt, að ný gerð af skóm hefði verið notaðir. Hinir nýju skór hafa 68 stutta takka í stað hinna venjulegu 4 eða 6 lang- takka er á hlaupaskóm sprett- hlaupara hafa verið til þessa. Við stöndum með Val - og hyllum meistarana — Þetta eru nú bara mienn eins og við, sagði Þorsteinn Frið- þjófsson bakvörður Vals er við spurðum hvort hann væri búinn að fá í magann. horfendur ekki að standa með þeim — um leíð og við látum í ljós hrifningu yfir hverju því snilldarbragði mótherjanpa — og meistaranna — sem sýnt er. 11.000 aðgöngumiðar höfðu í gær verið seldir að leik Vals og Benfica sem hefst kl. 6.15 í kvöld á Laugardalsvelli. Má gera ráð fyrir að þar verði metaðsókn en áður hafa flest sótt kappleik þar 12600 manns, en það var vígslu leikur vallarins — við Norðmenn í blíðskapar sumarveðri í júlí- byrjun 1957. En við höfum held- ur aldrei staðið andspænis leik gegn jafn frægu liði og Benfica liðið er. Vonandi er að allir fái uppskeru erfiðis síns„ sjái listir knattspyrnunnar leiknar af fær- æstu mönnum og umframt allt góðan og prúðmannlega leikinn leik, hvemig sem úrslitin verða. Það eigast sannarlega við Dav- íð og Golíat þegar þessi lið mæt- ast í kvöld. Fæstir munu sækja völlinn í von um jaifna keppni, heldur knattspymu'nnar vegna, og vonandi sjá áhorfendur það bezta og vonandi fá kattspyrnu- merunimir veður og aðnar að- stæður til að sýna sit't beZta. Benficamenn æfðu í gær. Fjöldi manna horfði á og hefði það þótt dágóður skari á venju- lega leiki hér. Margt sást vel gert en við það er ekki að rniða að vísu. En allir vita að þeir sem á horfðu sannfærðusit um að snilli og agi allira leikmanna Benfioa er eins og bezt gerizit hjá atvinnumannaliðum. — Við miegum alls ekki vera hræddir, sagði Óli B. þjálfari. Þeir munu væntanlega reyrva að byrja með 1-2-3 mörkum til að tryggja sér sigurinn, en von- andi brotnar ekki VaJsliðið við það og okkar sitrákar eiga að geta gert þeim skráveifur. Við vitum vel að við erum að berj- ast við ofurefli, en það hafa marg ir gert áður og ekki farið illa út úr því samf. Valsdrengimir hafa horfið í skuggann fyrir hinum frægu stjamum. Það er gott fyrir þá. Þeir hafa allt að vinna, engu að tapa. Og vonandi gefast þeir ekki upp, heldur veita áhorfendum skemmtun góðs leiks, drengilegi ar baráttu, hver sem mörkin verða, fram í síðustu mínútu. Það er það sem 11—13 þús. áhorf endur ætlast til af Valsmönnum. Hvernig fer? „Það er Guðs vilji“, eins og Eusebio sagði í viðtali við fréttamenn og sagt er frá annars staðax á síðunni. En víst er um það Páll Ragmarsson sem á að gæta ,,Iieimsstjömunnar fær erfitt hlutverk og Sigurður Dags son í markinu er varla öfunds- verður af sínu. Allir heyja þeir erfiða baráttu. En ei'gum við á- Þetta er Páll Ragnarsson hinn nngi Valsmaður, sem gæta á Eusebio. Þetta verður 13. leikur Páls í meistaraliði Vals. EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA 1968 BEIMFICA - VALUR Hann er í DAG KL. 18,15 leikurinn, sem allir hafa beðið eftir Forsalan er í tjaldi við Útvegsbankann klukkan 12,oo-16,oo og við Laugardalsvöllinn frá klukkan 13. Ath. börn fá ekki aðgang í sæti, nema með sætismiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.