Morgunblaðið - 18.09.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 1968
V.R. boðar til almenns fundar:
Unga fólkið í atvinnu-
lifinu og stjórnmálin
VERZLUNARMANNAFÉLAG
«• Reykjavíkur hefur boðað til al-
menns fundar n. k. fimmtudags-
kvöld, og verður fundarefnið
„Unga fólkið í atvinnulífinu og
stjórnmálin.“ Frummælendur á
fundinum verða Baldur Óskars-
son, formaður Félags ungra Fram
sóknarmanna, Kristján Þorgeirs-
son, formaður Félags ungra jafn
aðarmanna, Magnús Gunnarsson,
viðskiptafræðinemi og Sigurður
Magnússon, forseti Iðnnemasam-
bands fslands. Á eftir framsögu-
ræðum verða síðan frjálsar um-
ræður.
Á fundi með fréttamönnum í
gær, skýrði Guðmundur H. Garð
arssan, formaður V.R. frá því að
aðaltil'gangurinn með þessum
fundi væri, að gefa áhugafólki
tækifæri til að ræða um og brjóta
_ til mergjar þann vanda í íslenzku
þjóðlífi ,sem kynni að 'hafa skap-
azt vegna áhrifaleysis yngi kyn-
Nýr viðskipta-
samningur
við Pólland
Utanríkisráðuneytið hefur sent
eftirfarandi fréttatilkynningu:
,,Hinn 16. þ.m. var undirritað-
ur í Varsjá viðskiptasamningur
milli íslands og Póllands fyrir
árið 1969. Er hinn nýi samning-
ur í megin atriðum samhljóða
núgildandi samningi.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 17. september 1968.“
Eldur í
Seðlabankanum
UM hádegisbil í gær var slökkvi
liðið kallað út að Seðlabankan-
um. Hafði smáeldur kviknað
vegna útleiðslu á rafmagni
í kjallara hússins, þar sem
seðlar landsmanna eru flokkað-
ir. Smáglóð komst í trébita fyr-
ir ofan ljósalampa, en hún var
fljótlega slökkt með handslökkvi
tæki. Engar skemmdir urðu á
húsmunum eða seðlum.
slóðarinnar á gang jóð- og bæj
armála. Sagði Guðmundur, að af
4000 meðlimum Verzlunarmanna
félags Reykjavíkur væri um 3000,
sem væru 40 ára og yngri, og því
ekki nema eðlilegt að félagið
hefði forgöngu um slíkan fund.
— Þetta unga fólk í iðnaði,
sjávarútvegi, landbúnaði, verzl-
un flugi, siglingum o. s. frv., sem
er að hefja eða hefur ný hafið
sitt lífsstarf í atvinnulífi þjóð-
arinnar á mi'kið í húfi, að á ís-
landi sé rekin heilbrigð sjórn-
málastarfsemi af traustum stjóm
málamönnum, þar sem staða at-
vinnuveganna og þýðing er rétt
metin og eðlileg uppbygging
þeixra tryggð. >ess vegna getur
ungt fólk i atvinnulifinu ekki, og
það má ekki, eftirláta stefnumót-
un umræður og þátttöku í stjóm
málum fáum útvöldum mönnum.
Vegna framtíðar sinnar og þjóð-
arinnar verðr það að vera virkur
þátttakandi, sagði Guðmundur.
Sem fyrr segir verður fundur-
inn haldinn að Hótel Sögu,
fimmtudaginn 19. sept. og hefst
hann kl. 20,30. Kváðust forráða-
menn félagsins rei'kna með að
hann yrði vel sóttur, og að þeir
vonuðust eftir þvi að á honum
kæmu fram athyglisverðar hug-
myndir og tillögur.
Frímerki til minnmg-
ra um Leil Eiríksson
Á LAUGARDAG tilkynnti ..................v....... .v
yfirmaður póstþjónustu
Bandaríkjanna, Marvin Wat-
son, að gefa ætti út frímerki
til mirmingar um Leif Eiríks-
son, sem sigldi til Vestur-
heims um 500 árum á undan
Kolumbusi.
Frímerkið verður að upp-
hæð 6 cent og verður gefið
út 9. október í Seattle í Was-
hington. f Seattle og nágrenni
er mikill fjöldi fólks af norr-
ænu bergi brotið. Stendur þar
s-tytta við höfnina af Leifi
heppna.
Á frímerkinu verður mynd
af Leifsstyttunni í Reykjavík,
sem gerð var af hinum kunna
bandaríska myndhöggvara,
Sti-rling Calder.
Frímerkið verður brúnt og
er það óvenjulegt að frimerki
í einum lit þarf tvær umferð- geta sent umslög merkt sjálf-
ir i prentun. Bakgrunnurinn um sér, ásamt greiðslu í al-
er prentaður með offsetprent- þjóða svaramerkjum til
un og síðan myndin og staf- POSTMASTE’R, SEATTLE,
irnir með venjulegri pressu. Washington 98101, U.S.A. í
Efst á frímerkinu er nafn hvert umsdag á að setja spjald
Leifs Eiríkssonar. Á miðju á þykkt við póstkort og loka
hægri kants stendur U. S. síðan umslaginu. Umslögin,
Postage og þar fyrir neðan 6 sem send eru póststofunni í
cent. Seattle, ber að auðkenna með
Frímerkið er teiknað af eftirfarandi áritun: „First day
Kurt Weiner, og að öðru levti covens 6 cent Leif Erikson
unnið og prenfað af stárfs- stamp“. Bréfin sem send eru
mönnum ríkisprentsmiðju til Seattle mega ekki vera
Bandaríkjanna. póststimpluð síðar en 9. októ-
Vélskólinn
settur
S.L. MÁNUDAG var Vélskóli
íslands settur í 53. skiptið, og
í þriðja sinn undir nafninu Vél-
skóli íslands, en í vetur kemur
sú breyting á starfsháttum skól-
ans, sem var gerð samkvæmt lög
um frá 1966, til fullra fram-
kvæmda.
í skólasetningarræðu Gunnars
Bjarnasonar, skólastjóra, kom
m.a. fram, að nemendur í skól-
anum verða um 200 í vetur, auk
þess sem starfsemi Vélskólans
út um landisbyggðina eykst. 1.
og 2. stigs kennsla verður rek-
in á Akureyri og er 2. stigs
kennsla þar nýmæli. Þá stend-
ur einnig til að kennsla 1. stigs
fari fram í Vestmannaeyjum.
í ræðu sinni gat skólastjóri
um nokkrar nýjungar, sem tekn
ar verða upp í kennislu skóians
í vetur. Má m.a. nefna, að í
fyrsta sinn verður tekin upp
kennsla í stýritækni, og sagði
skólastjóri að hér væri um óum-
flýjanlega kennslu að ræða fyr-
ir vélstjóramenntunina, enda
væri þetta nú kennslugrein í
öilum vélstjóraskólum á Norður
löndum.
Safnarar, sem óska eftir að
eignast fyrsta dags útgáfu,
ber.
Antigona Sofoklesar og
leikrit eftir Dario Fo
— meðal viðfangsefna L.R. í vetur
Á FUNDI með fréttamönnum í
gær, skýrðu forráðamenn Leik-
félags Reykjavíkur frá nokkr-
um leikritum, sem tekin verða
til sýningar á leikárinu.
Má þar að nefna Antigónu Sófó-
klesar, og verður það í fyrsta
sinn, að grískur harmleikur er
tekinn til sýningar á íslenzku
leiksviði. Þýðingu fyrir Leikfé-
lagið hefur Helgi Hálfdánarson
gert. Ekki er enn fullráðið hve-
nær „Antigóna“ verður frum-
sýnd.
Síðari hluta októbermánaðar
verður svo næsta frumsýning
hjá Leikfélaginu a „Yvonne Bur
gundaprinsessu“ eftir pólska
ritahöfundinn W. Gombrovitz.
Kosningar til Al-
þýðubandalagsþings
Sjálfkjörið í tveimur félögum í Reykjavík
KOSNTNGAR til Alþýðusam-
bandsþings hófust um sl. helgi
og standa til 6. október. Fá fé-
lög hafa ennþá kosið fultrúa
síina, -en hér í Reykjavík hefur
þó orðið sjálfkjörið í tveimur
félögum, í Múrarafélagi Reykja-
víkur og Félagi jámiðnaðar-
manna. Fulltrúar Múrarafélags-
ins eru: Hilmar Guðlaugsson,
Einar Jónsson og Jón G. S. Jóns-
son. Fulltrúar jámiðnaðarmanna
eru: Guðjón Jóns'son, Brynjólfur
Steinsson, Guðmundur Rósin-
karsson, Snorri Jónsson og
Tryggvi Benediktsson.
Varnarliðið tekur
þátt í æfingum NATO
FRANK B. Stone, flotaforingi,
yfirforingi NATO á íslandi hefur
tilkynnt, að sveitir frá varnarlið
inu í Keflavík muni taka þátt í
flotaæfingum NATO á Atlants-
hafi sem eru að hefjast. Um eitt
hundrað herskip taka þátt í þess
um æfingum og frá Keflavík
▼erða sendar orrustuflugvélar
frá fimmtugustu og sjöundu orr-
ustuflugsveitinni og Orion kaf-
bátaeyðingarvélar frá fertugustu
og fjórðu eftirlitsflugsveitinni.
Orrustuflugvélar frá brezkum
flugmóðurskipum munu taka
þátt í æfingum með vélunum frá
Keflavík.
Hann skrifaði leikritið fyrir þrjá
tíu árum, en dró það ekki fram
úr pokahorninu fyrr en tuttugu
árum síðar. Yvonne Burgunda-
prinsessa hefur verið sýnd í
mörgum löndum undanfarin ár.
Magnús Jónsson þýddi leikinn,
Sveinn Einarsson er leikstjóri og
leikmynd garði Steinþór Sigurðs
ison, en Una Collins teiknaði bún-
inga.
Miaðal annarra verka eru A-
ást (á ensku Luve) eftir banda-
rískan höfund, Murry Schigal.
Úlfur Hjörvar þýddi á íslenzku
Þá hefur L. R. í hyggju að taka
til sýningar leikrit eftir ítalska
leikskáldið Dario Fo, en hann
er leikhúsgestum að góðu kunn-
ur síðan L.R. sýndi einþáttunga
hans „Þjófar, lík og falar konur“
fyrir nokkrum árum. Orðrétt
þýðing á heiti þessa nýja leiks er
„Sá sem stelur fæti er heppinn í
ástum.“ Leikinn þýddi Sveinn
Einarsson.
Þá er unnið að undirbúningi
skemmtunar, sem haldinn verð-
ur á vegum Leikfélagsins til á-
góða fyrir húsbyggingarsjóð. Efn
ið er tekið úr gömlum og vin-
sælum revíum. Pétur Einarsson,
Guðrún Ásmundsdóttir og Ár-
óra Halldórsdóttir hafa veg og
vanda af undirbúningi skemmt-
unarinnar, sem verður væntan-
isga í Austurbæjarbíói um miðj
an október.
Litla leikfélagið verður með
starfsemi sína í Tjarnarbæ og
sennilega með svipuðu sniði og
í fjrrra. Þar verður og leiklist-
arskóli félagsins til húsa. Sveinn
Binarsson gat þess, að engir ný-
ir nemendur hefðu verið tekn-
ir í skólann í haust, ien hins veg
ar verður efnt til námskeiðs eft-
ir áramótin, sem mun standa
fram á vor. Þar verður kennd
leiktúlkun, framsögn og líkams-
rækt.
Breytingar á starfsliði L. R.
verða þær helztar, að Steindór
Hjörleifsison kemur aftur til fé-
lagsins, sem fastráðinn leikari,
en hann hefur sem kunnugt er
gegnt stöðu dagskránstjóra sjón
varpsins undanfarin ár, en læt-
ur nú af því starfi.
Fiskimól
umræðu
hjú EEC
til
Brússel, 17. sept. — NTB.
Á ÞINGI Efnahagsbandalags
Evrópu, (EEC), sem haldið verð-
ur í Strasbourg 30 .sept. — 3.
okt. n.k. munu mörg mikUsverð
mál verða á dagskrá, m.a. um
atburðina í Tékkóslóvakíu og ný
viðhorf vegna þeirra. ,
Meðal þeirra mála, sem auk
þessa verða á dagskrá, eru sam-
eiginleg stefna EEC-landanna í
fiskimálum skattamálum o.f 1.
Athugasemd
MEÐ grein minni um Lög um
atvinnuréttindi skipstjórnmanna,
sem birt er í 8. tbl. Sjómanna-
blaðsins Víkingur, og áður hafði
verið birt í Morgunblaðinu, fylg-
ir athugasemd frá mér, þar sem
ég segi m.a. að leiðréttinig á vill-
um í Morgunbla'ðinu hafi ekki
fengizt birt. Þetta er á misskiln-
ingi byggt, leiðréttingin var birt.
Mér þykir leitt, að þessi mistök
skuli hafa átt sér stað.
Jón Eiríksson.
VELJUMISLENZKT
Aukinn útllutningur
EFTfl ■ landana
Washington, 17. sept. — AP.
ÚTFLUTNINGUR Fríverzl-
unarbandalagslandanna, EFTA,
til Bandaríkjanna jókst um
13,8% fyrstu sex mánuði þessa
árs. Sagði skrifstofa EFTA í
Washington í dag, að þessi aukn-
ing væri hin mesta varðandi
verzlun EFTA við nokkurn
meiriháttar markað á sama tíma.
Innflutningur EFTA-landanna
frá Bandaríkjunum jókst á sama
tíma um 6%.
Austurríki og Portúgal juku
útflutning til UiSA mest, um
20,5% og 25%.
Aukning vörusölu Breta til
USA nam 15,1%, Danmierkur
10%, Finnlands 15,1% og Nor-
egs um 12,4%.
Þingnelnd samþykkir Fortas
Búizt við miklu málþófi í öldungar-
deild Bandaríkjaþings
Washington, 17. sept. — AP.
LAGANEFND bandarísku öld-
ungadeildarinnar samþykkti fyr-
ir sitt leyti í dag útnefningu
Abe Fortas í embætti forseta
Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hin
margumdeilda skipan Fortas fer
nú fyrir Öldungadeildina sjálfa,
en óvíst er með öllu hver verða
örlög hennar þar. Johnson for-
seti hefur af mörgum þingmönn-
um verið ákaft gagnrýndur fyrir
þessa embættisskipan.
í laganefndinni var tilinefning
Fortas samþykkt með 10 atkvæð
um gegn 6.
Fjölmairgir þingmenn í öld-
ungadeildinni hafa hótað að
hailda uppi málþófi er tiLnefning
in kemur fyrir deildina.
Tvo þriðju hluta atkvæða í
deildinni þarf til þess að koma í
veg fyrir málþóf með því að sam
þykkja að sitytta ræðutíma þing-
manna.
Andstæðingar Fortas, eiinkum
repúblíkanar og demókiratar frá
Suðurríkjunum, segja&t hafa vís
næg atkvæði tiJ þess að halda
umræðum áfram endalaustt og
jafnvel til þess að koma í veg
fyrir tilnefninguna í atkvæða-
greiðslu, en til þess þarf ein-
faldan meirihluta.