Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBiLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPT. 196® 17 landi sleppt í DofrafjöRum, og í stríðsbyrjun voru 10—lö dýr þar. Á stríðsáunum 1940—45 voru öll þessi dýr drepin í óleyfi, en 1947 kom nýr stofn frá Græn iandi. Næsta sumar höfðu tveir vetrunigamir haft vistaskipti og komust í kúahóp í Sunndai og vöktu skelfingu hjá fólkinu í selinu. Eitt kvöldið reyndi ann- ar tarfurinn að komast inn í fjósið með kúnum, en þá sneri bjöllukýrin við í dyrunum og rak hann burt. Frá 1947 tii 1953 voru alls 23 kálfar fluttir frá Grænlandi til Dofrafjalia. Þá voru 13 dýr dauð af slysförum, sjúkdómi e'ða vegna þess að skipað var að drepa þau Árið 1953 fæddisf fyrsti kálfurinn eftir stríð, svo að stofninn var alls 11 dýr. Rannsókn á dýrunum sem drepizt hafa sýnir að þau hafa haft nóg að éta. Við góð beit- arskilyrði eiga kýmar að eiga kálf á hverju ári, en að jafnaði bera þær annað hvert ár, og tví- burá geta þær eigmast. Með- göngutíminn er hálfur níundi mánúður. Ef skiiyrðin eru slæm geta liðið þrjú ár eða fleiri milli þess að kýrnar keflast. Ætla mætti að talsverður hópur kálfa hefði fæðst í Ðofrafjöllum síðan. En stofninn hefur ekki aukizt neitt verulega. Mesti dýrafjöld- inn sem vitað er um var 23 ár- ið 1956 og krimgum 25 árið 1958. Haustið 1967 mun dýrafjöldinn hafa verið 22 — kannski 24 dýr. Af einhverjum ástæðum hefur fjölgunin verið mjög lítil í mörg ár. Og jafnframt bætist sú rauna lega sta’ðreynd við að mörg dýr hafa orðið veiðiþjófum að bráð — líka eftir stríð. Árið 1948 vom tíu kálfar frá Grænlandi fluttir til Troms og var sleppt skammt frá Bordu- foss um haustið. En áður höfðu tveir þeirra drepizt af ofáti. Fjórum árum síðar var fullyrt að þrjú af þessum sauðnautum hefðu sézt nyrzt í Svíþjóð, en aðrar fregnir um þetta hafa ekki komi’ð þaðan. Haustið 1959 var gömul sauðkýr slegin af í Sal- angen í Troms, af því að hún hafði slasazt. Árið 1959, 11 ár- um eftir að dýrunum var sleppt, sáust þrjú dýr í fjöllunum skammt frá Bardu, þar sem þeim hafði verið sleppt. Síðan hafa þessi Tromsdýr ekki sézt, líklega hafa þau strax dreifzt svo víða, að um tímgun varð ekki að - ERRÓ Framhald af bls. 13 hefur nóg af hugmyndum, sem hann vill útfæra. Hann gerði eitt sinn 30 málverk, þar sem hann bar saman amerískan og rússneskan realisma og komst að því, að Rússar voru 47 árum á undan. — Hér var ég ekki sam- mála, en það er annað mál. Erró líst vel á framtíðina í myndlist. Góð tilþrif í myndlist geta skot- ið upp kollinum hvar sem er, t. d. sá hann góð tilþrif í áróðurs- myndum frá Kína vegna Viet- cong. Hann var á Biennalinum í Feneyjum og var ekki hrifinn — var ekki búinn að sjá Dokumenta en ætlaði þangað við fyrsta tæki færi. Hann hefur mikinn áhuga á þessum tilraunum og raunar öllu sem lifir og hrærist. Ég fékk eins og fyrr greinir gott tækifæri til að skoða mynd- ir Erró á vinnustofu hans, og það sem ég sá þar, fannst mér með því bezta, ef ekki bezta sem hann hefur hingað til gert. Mér finnst hann vera að þróast, enda á stöðn un ekki við jafn frjótt ímyndun arafl. Ég man sérstaklega eftir einni áhrifaríkri mynd í dökkum tónum, í mjög myndrænni út- færálu, því að mér þótti kerana nýrra vinnubragða í þeirri mynd. Vonandi fá Reykvíking- ar að sjá gott sýnishorn mynda hans áður en langt um líður. Eftir að hafa farið um Evrópu og kynnst þeim -hræringum í myndlist, sem eiga sér stað í heiminium í dag, falla myndir Erró mér bstur í igeð og sann- færa mig um, að við eigum í honum málara merkilegra til- rauna. ræða. Að minnsta kosti hafa moskuskálfar aldrei sézt norður þar. Utan Skandinavíuskaga hefur líka verið reynt a'ð flytja sauð- naut frá Grænlandi. Árið 1929 voru 7 kálfar fluttir til íslands og 1930 aðrir sjö. Þeir drápust allir eftir eitt til tvö ár, sum- part vegna smitunar af sauðfjár- sjúkdómi og sumpart af óheppi- legu fóðrL Árið 1929 var 17 moskuskálf- um sleppt á Svalbarða, en þar voru þessar skepnur ekki til áð- ur, og þessi tilraun hefur tek- izt vel. Auðvitað voru dýrin. al- friðuð, en samt hefur talsvert af þeim verið skotið, m.a. gerðu norskir hermenn það á stríðsár- unum til að afla sér matar. Stofninn hefur samt haldizt vel við og þegar reynt var að telja hjörðina 1959 sáust kringum 50 dýr. Líklega hefur þeim fjölgað síðan þá, en á Svalbarða kemur það óútreiknanlega atriði til greina, að týndir sleðahundar, sem flækjast árum saman um öræfin kunna að hafa drepið bæði hreindýr og sauðnaut. Frá Austur-Grænlandi til Vest ur-Grænlands voru 1961 og 1964 flutt samtals 27 dýr. Þau þrif- ast ágætlega vegna þess a'ð gróð- urinn er miklu betri vestan lands en austan. 1 sumar hefur stofninn líklega verið orðinn 40 —50 dýr. Ameríkumenn hafa í nokkur ár gert tilraunir með sauðnauta- eldi í þeim tilgangi að afla ull- arinnar af þeim, sem losnar í maí-júní. Reyfið af sauðnautinu vegur kringum 4 kíló. Áformið um sauðnautabú í Troms byggist á ullarfram- leiðslu og hafa dönsk yfirvöld lejrft fyrirtækinu að veiða 30 kálfa á Austur-Grænlandi. En það er vafasamt hvort tekst að veiða svo marga kálfa á einu sumri.“ Þannig segist dr. Barth frá. Grein hans er fróðleg og athygl- isverð, og svarar að sumu leyti þeirri spurningu hvort það borgi sig fyrir íslendinga að endur- taka tilraunina frá 1929. Sauðnautunum fjölgar hægt þar sem þau hafa numið nýtt land — nema helzt í Vestur-Græn- landi, en á Svalbarða er ekki hægt að sjá eðlilega fjölgunar- möguleika, þvi að enginn veit hve mörg dýr hafa verið drep- in þar. Önnur spuming kemur fram, og hún er ný: — Borgar sig að ala sauðnaut sem húsdýr, vegna ullarinnar, eins og amer- ísku tilraimabúin gera og nýja fyrirtækið í Troms ætlar að gera? Sauðnautaullin er talin igæðamikil og er borguð geypi- verði ennþá. En líklega mundi það „lúxus-verð“ lækka fljótt með vaxandi framleiðslu. Esská. 4ra herbergja risíbúð Vil selja 4ra herb. risíbúð við Leifsgötu. íbúðin er um 90 ferm. Ný eldhúsinnrétting úr harðplasti. Bað nýstandsett. Mjög góð íbúð. Upplýsingar í síma 24850, og eftir kl. 7 í síma 21706. IMotaðar Skodabifreiðir SKODA 1202 STATION 1964. Verð kr: 80.000,— SICODA OCTAVIA 1965. Verð kr: 87.000,— SKODA OCTAVIA SUPER 1964. Verð kr: 75.000.— SKODA OCTAVIA SUPER 1962. Verð kr: 55.00.— SKODA OCTAVIA 1960. Verð kr: 35.000,— Bifreiðirnar. eru til sýnis að afgreiðslu okkar, Elliðavogi 117. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h/f. Sími: 1-93-45. r'ullkomnaMHa IrðamlOavsrkaloWa & mlnota gölHlatl fyrlr helmlll, akóla og verkttaaðl Hln ffölhaefa 8-11 verkefna trésmtOavM Bandsög, rennlbekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, dlskslfpa, smergot- sklfa og útsögunarsðgt Fóanlegir fylgfhlutfn Afréttarl þykktarhefHI og borbarkk verkfœri & járnvörur h.f. „BRIJÐLPARTÍ“ Partí af brúðum um 80 stk. af þrem gerðum, einnig fatnaður á brúður, til sölu á gamla verðinu, Selst helzt í einu lagi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Brúður — 2348“. Nauðungaruppboð Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Kópavogi verður hús- eignin Goðalún 14 B, Garðahreppi, þinglesin eign Olrs h/f, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 20. september 1968, kl. 2.00 e.h. ' Uppboð þetta var auglýst í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. ÞAR SEM IVA ER FYLLILEGA SAMBÆRILEGT AÐ GÆÐIJM VIÐ BEZTU ERLEIMD EÁG- FREYÐAIMDI ÞVOTTAEFIMI ★ íva er lágfreýðandi. ★ fva leysist upp eins og skot. ★ íva skolast mjög vel úr þvottinum. ★ fva þvær eins vel og hugsast getur. ★ íva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum. HAGSÝIMAR HUSMÆÐUR VELJA ÞVÍ AUÐVITAÐ ÍVA íslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.